Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 18
18 Fréttir Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Svipuð útbreiðsla Fiskifræðingar frá Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi funduðu í Færeyjum fyrir stuttu og báru saman gögn mælinga á uppsjáv- arfiskistofna. Makríll fannst víð- ast hvar á rannsóknasvæðinu og í svipuðu magni og árið 2013. Dreifing norsk-íslensku síldar- innar var vestlægari og norð- lægari en undanfarin ár. Hrogn- kelsi fundust víðast hvar norðan 65. gráðu, en við Grænland náði útbreiðslan eins langt suður og kannað var. Litlar líkur á hamfaraflóði Jarðfræðingur segir að ef gjósi í Bárðarbungu séu mestar líkur á flóði á stærð við stærstu Skeiðarárhlaup Þ að er ekki víst að það komi upp eldgos og það er ekki víst að það verði neitt flóð. Hins vegar er þetta svæði sem er alþekkt fyrir eldgos og alþekkt fyrir flóð,“ segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Veð- urstofu Íslands, í samtali við DV. Oddur segir að flest gosanna sem orðið hafa í norðanverðum jöklin- um hafi sent flóð niður eftir Jökulsá á Fjöllum. Líklega eins og stærstu Skeið- arárhlaup „Þessi flóð hafa verið af öllum mögu- legum stærðum, bæði frá því að vera ofsaleg flóð, sem voru á forsöguleg- um tíma og mynduðu Jökulsárgljúf- ur og Ásbyrgi, yfir í flóð á söguleg- um tíma, til dæmis á 18. öld. Þá urðu nokkur flóð sem fóru niður í Keldu- hverfi og flæddu þar víða um. Síðan getur þetta verið af öllum stærðum niður úr,“ segir Oddur. Hann telur líkurnar á stærsta flóðinu ekki mikl- ar og bendir á að ekkert flóð af slíkri stærðargráðu hafi orðið síðan að Ís- land var byggt. „Þannig að við eigum nú síður von á svo ofsalegum flóð- um. En það er ekkert ósennilegt að það kæmi flóð eins og stærstu Skeið- arárhlaup eða eitthvað í ætt við það,“ segir hann. Fer eftir staðsetningu gossins Hvort að flóð verði veltur á því á hvaða svæði gos verði, segir Oddur. „Gos gæti komið upp utan við jökul- inn og þá hefur það enga bræðslu í för með sér og engin vatnsflóð. En ef það verður undir mörg hund- ruð metra þykkum jökli mun það bræða reiðinnar ósköp af ís, því að orkan í þessum eldgosum er á við jafnvel þúsundir eða jafnvel tugþús- undir atómsprengna. Þannig að það bráðnar heilmikill ís,“ segir hann. Í Gjálpargosinu svokallaða, sem varð í Grímsvötnum árið 1996, lenti allt vatnið sem bráðnaði í jöklinum í „gildru“ í Grímsvötnum og safn- aðist þar fyrir, þangað til það hljóp allt saman í einu. „En það eru ekki miklar líkur á því að það sama ger- ist núna,“ segir Oddur og bætir við að ef flóð verði núna verði það allstórt og jafnt hlaup, sem gæti staðið þá í lengri tíma. Verða að vera undirbúin Alls 90 prósent af öllum svona kviku- hreyfingum neðanjarðar koma aldrei upp á yfirborðið að sögn Odds, sem bendir á að jarðhræringarnar sem eiga sér stað núna gætu allt eins dáið út án þess að það gjósi. „En við verð- um að gera ráð fyrir að það fari illa, til þess að lenda ekki illa í því. Það er mikill munur á því að vera búin að ræða möguleikana, áður en til þess kemur og jafnvel þó að það verði ekkert af því, því að menn eru alltaf betur undirbúnir eftir að vera búnir að tala örlítið um hlutina,“ segir Odd- ur, en Veðurstofan fylgist grannt með stöðunni og hefur reiknað út, með hjálp líkana, í hvaða farveg sé líklegt að flóð fari í. Það getur kannski verið erfitt að glöggva sig á hversu stór hamfara- flóð geta orðið. Til að glöggva sig á því segir Oddur að þessi stærstu forsögulegu flóð hafi verið marg- föld stærð Amazon-fljótsins, sem er langstærsta fljót veraldar. „Þetta eru bara mestu hlaup sem verða í heim- inum, þessi stóru jökulhlaup sem verða hér á landi,“ segir Oddur. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig líkan reiknaði út farveg versta mögulega hamfaraflóðs sem orðið getur. Í líkaninu er reikn- að með 180.000 rúmmetrum á sek- úndu, en líkleg stærð flóðs sem get- ur orðið núna er á bilinu 5–20.000 rúmmetrar á sekúndu. Kortið birtist fyrst í grein eftir finnska fræðimann- inn Petteri Alho árið 2007. Stærri flóð mun ólíklegri Oddur segir þó að það séu litlar lík- ur á svo stóru flóði núna. „Nei, það er þannig að eftir því sem það er stærra, því sjaldnar verður þetta. Þannig að mér finnst það ekkert líklegt, en ég get náttúrlega engan veginn útilok- að það. En það sem ekki gerist nema á mörg þúsund ára fresti finnst mér ólíklegt að hendi á minni ævi,“ segir Oddur að lokum. n Bárðarbunga Jarðfræðingar halda öllum möguleikum opnum varðandi flóð, ef ske kynni að það byrjaði að gjósa í Bárðarbungu. Mynd Vedur.iS/Oddur SigurðSSOn Mögulegt hamfaraflóð Á þessari mynd má sjá hvernig líkan reiknaði út farveg versta mögulega hamfaraflóðs sem orðið getur. Í líkaninu er reiknað með 180.000 rúmmetrum á sekúndu, en líkleg stærð flóðs sem getur orðið núna er á bilinu 5–20.000 rúmmetrar á sekúndu. Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is „Það sem ekki gerist nema á mörg þúsund ára fresti finnst mér ólíklegt að hendi á minni ævi. Oddur Sigurðsson Oddur er jarðfræðing- ur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir litlar líkur á hamfaraflóði en bendir á að það sé betra að vera viðbúinn öllu. Tólf mánaða á leikskóla Sveitarstjórn Borgarbyggð- ar samþykkti nýlega tillögu fræðslunefndar um að leikskól- arnir Andabær á Hvanneyri og Hraunborg á Bifröst fái að taka til vistunar tólf mánaða börn. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn. Líkt og víða annars staðar taka leikskólar í sveitarfélaginu ekki inn börn fyrr en um 18 mánaða. „Við vonum að ákvörðun þessi hafi jákvæð áhrif fyrir aðsókn í háskólana tvo á þessum stöðum og samfélagið sem þeir starfa í. Dagvistun ungra barna er vanda- mál víða og til að mynda þurfa börn að vera orðin tveggja ára í Reykjavík til að komast á leik- skóla,“ segir Guðveig Eyglóar- dóttir, formaður fræðslunefnd- ar Borgarbyggðar, í samtali við Skessuhorn. Í frétt Skessuhorns er þess einnig getið að veruleg aukning hefur orðið í fæðingum í upp- sveitum Borgarfjarðar á árinu. Vitnar blaðamaður í samtal við séra Geir Waage í Reykholti þar sem fram kom að hann hefði skírt sjö börn á einni viku nú fyrr í ágúst og væri það einsdæmi í preststíð hans í Reykholti, sem nú spannar 35 ár. — í h á d e g i n u — Grillandi gott hádegis t i l b o ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.