Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 24
24 Fréttir Erlent Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Ófriður eykst sífellt n Ísland skorar best í friðarvísitölunni n Aðeins 11 lönd í heiminum sem taka ekki þátt í átökum Á hverju ári gefur stofnunin Institute for Economics and Peace, IEP, út skýrslu um ástand heimsins hvað varðar stríðsátök og frið í heimin- um. Lönd heimsins eru skipuð í sæti eftir nokkrum þáttum, til dæmis glæpatíðni, pólitískum stöðugleika, hernaði, félagslegum þáttum og svo framvegis. Ísland friðsamast Ísland trónir á toppi listans í ár og er samkvæmt stofnuninni friðsamasta land í heimi, en Ísland skorar 1.189 á GPI-vísitölunni, sem á íslensku er oft nefnd friðarvísitalan, sem er lægsta og þar með besta skor allra ríkja heimsins. Frændur okkar, Dan- ir, fylgja fast á eftir með 1.193 stig. Í frétt Guardian um skýrslu stofn- unarinnar kemur fram að svo virð- ist sem nánast öll lönd heimsins séu þátttakendur í einhvers konar átök- um. Af öllum þeim löndum sem eru með í mælingunni eru aðeins 11 lönd sem taka ekki þátt í einhverjum átökum, hvort sem það er stríð við annað ríki eða átök innan landsins. Ófriður fór að aukast árið 2007 Guardian bendir á að samkvæmt mati sérfræðinga fari ástandið jafn- vel versnandi. Síðan 2007 hefur frið- ur farið minnkandi í heiminum, en síðan að seinni heimsstyrjöld lauk hefur þróunin einmitt verið öfug. IEP skoðaði meðal GPI-skor landa annars vegar og á hverja mann- eskju hins vegar. Báðar mælingarn- ar sýndu fram á að gildin fari hækk- andi, sem þýðir að ófriður sé að aukast í heiminum. Það getur verið blekkjandi þó að lönd séu tiltölulega laus við innri átök. Til dæmis virðist Bret- land vera friðsamt land, en þátt- taka Breta í stríðinu í Afganistan og stærð breska hersins veldur því að GPI skor þeirra snarhækkar og end- ar landið því í 47. sæti á listanum. Á hinum pólnum eru svo lönd á borð við Norður-Kóreu, sem hafa ekki átt í beinum átökum við önnur ríki sem endað hafa með dauðsföllum, en eru samt sem áður hrjáð af miklum innri átökum, pólitískum og félags- legum. Norður-Kórea er með 3.071 GPI-stig og endaði í 153. sæti á list- anum af 162. Aðeins 11 lönd „friðsömust“ Niðurstaða IEP er í raun sú að ef fólk vill búa í fullkomlega friðsömu landi er það vandfundið, nánast engin lönd í heiminum geta flokk- ast sem fullkomlega friðsöm að mati stofnunarinnar. Samkvæmt úttekt Guardian voru aðeins 11 lönd sem náðu lægsta skori í öllum tegundum átaka, en það voru Sviss, Japan, Kat- ar, Máritíus, Chile, Botsvana, Kosta- ríka, Víetnam, Panama og Brasilía. Þetta segir þó ekki allt um löndin og er til dæmis talið líklegt að innri átök geti blossað upp í mörgum þeirra, til dæmis Brasilíu og Kostaríka. Einnig eru fátækt og fleiri félagslegir þættir stórt vandamál í einhverjum þessara landa, þannig að mælingar IEP segja kannski ekki alla söguna. Til dæmis gætu nýlegar óeirðir í Brasilíu í að- draganda heimsmeistarakeppninn- ar í fótbolta slegið það út af þessum lista á næsta ári. Litlar líkur á auknum friði á næstunni Formaður IEP, Camilla Schippa, sagði í samtali við Guardian um skýrslu stofnunarinnar að aukinn ófriður í heiminum væri áhyggju- efni. „Stór efnahagsleg áföll á borð við efnahagskreppuna og arabíska vorið hafa aukið hættuna á að ófrið- ur blossi upp í mörgum löndum,“ sagði Schippa í viðtalinu. Einnig nefndi hún átökin í Gaza, Sýrlandi og Írak, að ónefndum átökunum í Úkraínu. Hún sagði að með tilliti til þessara átaka séu litlar líkur á að ófriður fari minnkandi í heiminum á næstunni. n Tíu ófriðsömustu löndin Hér má sjá ófriðsömustu löndin ásamt GPI-skori þeirra 1. Sýrland 3650 2. Afganistan 3416 3. Suður-Súdan 3397 4. Írak 3377 5. Sómalía 3368 6. Súdan 3362 7. Mið-Afríkulýðveldið 3331 8. Lýðveldið Kongó 3213 9. Pakistan 3107 10. Norður-Kórea 3071 Tíu friðsömustu löndin Hér má sjá friðsömustu löndin ásamt GPI-skori þeirra 1. Ísland 1189 2. Danmörk 1193 3. Austurríki 1200 4. Nýja-Sjáland 1236 5. Sviss 1258 6. Finnland 1297 7. Kanada 1306 8. Japan 1316 9. Belgía 1354 10. Noregur 1371 Þættir sem stuðla að friði í löndum: Samkvæmt IEP eru þetta þættir sem stuðla að friði í löndum: n Vel starfhæf ríkisstjórn n Gott viðskiptaumhverfi n Jöfn dreifing auðlinda n Virðing fyrir rétti annarra n Góð samskipti við nágrannalönd n Frjálst flæði upplýsinga n Vel menntað þjóðfélag n Lítil spilling Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Mótmælt í Kíev Frá mótmælum í Kíev, höfuðborg Úkraínu, í byrjun árs. MyND ReuteRS FRiðSAMt ÓFRiðSAMt Friður og ófriður í heiminum Hér má sjá mynd sem unnin er upp úr gögnum IEP. Dökkgrænu löndin eru þau friðsömustu og þau gulu og rauðlituðu eru þau ófriðsömustu. Elskaði Big Lebowski n Hver var James Foley? n Myrtur á hrottafenginn hátt af iSiS N ú þykir staðfest að Bandaríkja- maðurinn sem meðlimir Ís- lamska ríkisins, ISIS, myrtu í vikunni hafi verið blaðamað- urinn James Foley. Samtökin birtu myndband á YouTube þar sem Foley fór með stutt mál sem augljóslega voru ekki hans eigin orð. Næst talaði hettuklæddur meðlimur ISIS með breskan hreim áður en hann afhaus- aði blaðamanninn. Síðan var ann- ar bandarískur blaðamaður sýndur í mynd og honum og öðrum starfsfé- lögum hans hótað sömu örlögum. James Foley hvarf í Sýrlandi í lok árs 2012 en hann hefði orðið 41 árs gamall innan skamms. Hann er elstur af fimm systkinum en fjölskylda Foley hefur sent frá sér þó nokkrar yfirlýs- ingar eftir hvarf hans og komið fram í fjölmiðlum þar sem biðlað var til mannræningjanna. Fjölskyldan sagði Foley fyrst og fremst hafa verið mann- vin sem fór til Sýrlands til þess að sýna heiminum þær skelfilegu þjáningar sem almenningur þar í landi hef- ur þurft að líða. Í einu myndbandinu segir bróðir Foley að hann hafi gert allar þær varúðarráðstafanir sem hægt hafi verið að gera. Hann hafi far- ið á öryggisnámskeið og gengið með staðsetningarbúnað en allt kom fyrir ekki. „Við höfum aldrei verið stoltari af syni okkar Jim,“ sagði móðir hans, Diane Foley, í yfirlýsingu á þriðju- dag. „Hann gaf líf sitt við að reyna að sýna heiminum þjáningar sýrlensku þjóðarinnar. Hann var einstakur son- ur, bróðir, blaðamaður og persóna.“ Foley hafði farið á milli stríðs- hrjáðra landa í ein fjögur ár áður en honum var rænt af netkaffihúsi í nóv- ember 2012. Vinir hans og samstarfs- menn hafa sent Foley kveðjur í gegn- um Twitter í vikunni en Alex Sherman hjá Bloomberg segir hann hafa verið „fyndinn og hlýjan mann sem elskaði Big Lebowski“. Annar vinur og blaða- maður, Max Fisher, segir Foley hafa verið hliðhollur sannleika og skiln- ingi. Foley var handsamaður í Líbíu árið 2011 en með honum í för var ljós- myndarinn Anton Hammer sem var myrtur. Foley og tveir aðrir voru fang- elsaðir en sleppt sex vikum seinna. Þá sagði Foley í viðtölum: „Ég held að vettvangsblaðamennska sé mjög mik- ilvæg. Án þessara mynda, myndbanda og frásagna væri ekki hægt að segja heiminum hversu slæmt ástandið er í raun og veru.“ n asgeir@dv.is James Foley ISIS hefur hótað öðrum blaðamönnum sömu örlögum. Skelfileg aftaka Foley var afhöfðaður og myndbandið sett á YouTube.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.