Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Fólk Viðtal 33 „Ég lít ekki á mig sem rokkstjörnu“ bróðurinn Sigurð Þór. „Hann er mér mjög kær og ná- inn líka. Hann er hálfbróðir okk- ar Svölu og er elstur. Siggi er alveg yndisleg manneskja og á yndislega fjölskyldu sem við erum í góðu sam- bandi við og höfum verið alveg síð- an ég fæddist. Þannig að ég er mjög þakklátur fyrir að eiga einn bróður líka. Það eru ekki margir sem vita af því að við eigum bróður en það hef- ur aldrei verið neitt leyndarmál.“ Þurfti frekar að sanna sig Það vakti mikinn áhuga fjölmiðla þegar sonur Björgvins Halldórsson- ar hóf að reyna fyrir sér sem tónlist- armaður. „Þegar ég var að byrja í tónlist höfðu fjölmiðlar rosalega mikinn áhuga á mér af því að ég var son- ur Björgvins. Það var alltaf verið að biðja mig um að koma í viðtöl, fá að kíkja í fataskápinn minn og eitthvað álíka fáránlegt. En ég hef bara ekkert gaman af því að vera í fjölmiðlum, það eru ekkert allir sem vilja það.“ Krummi segist hafa þurft að sanna sig frekar sem tónlistarmað- ur, verandi sonur föður síns. „Fólk hélt að maður hefði feng- ið þetta beint upp í hendurnar og að pabbi hefði gert þetta allt fyr- ir mann. Ég þurfti kannski alltaf að sanna mig aðeins meira en aðrir því það voru kannski gerðar meiri væntingar til manns. Ég þurfti að leggja meiri metnað í hlutina. En það gerði mig bara að betri lista- manni fyrir vikið svo ég er þakklát- ur fyrir það.“ Ætlaði að verða myndlistarmaður Þrátt fyrir að alast upp á miklu tón- listarheimili stefndi Krummi ekki á það að verða tónlistarmaður. „Ég hafði mikinn áhuga á mynd- list á yngri árum og langaði að starfa við það. Ég hafði reyndar rosalega mikinn áhuga á tónlist líka og var ungur byrjaður að glamra á gömul hljóðfæri sem lágu í kringum mann heima, en ég var alltaf að teikna og mála og ætlaði mér að verða mynd- listarmaður. Ég fór til dæmis og lærði iðnhönnun og ætlaði að leggja það fyrir mig.“ Meðfram myndlistinni varði Krummi þó ávallt miklum tíma í tónsmíðar og hljóðfæraleik og end- aði á því að stofna hljómsveitina Mínus. „Síðan einhvern veginn óx áhuginn á tónlistinni alltaf meira og meira og ég fann að þetta var eitthvað sem ég var ágætlega flink- ur í. Einhvern veginn hafði ég svo ekki lengur þolinmæði í að teikna og mála eins og ég hélt að ég hefði þannig að tónlistin varð númer eitt hjá mér og myndlistin númer tvö.“ Krummi er þó engan veginn hættur að teikna og mála. „Ég geri það bara heima í felum, svona til þess að hreinsa hugann. Ég geri til dæmis flestöll plaköt og „flyer -a“ fyrir Mínus og hinar hljómsveit- irnar mínar, Legend og Döpur. Mér finnst gaman að leika mér og gera þetta í kringum tónlistarverkefnin mín. Mér finnst líka bara gaman að loka mig inni og skíta mig allan út í olíumálningu og hlusta á tónlist og gleyma umheiminum. Það er svona eins og gott jóga.“ Ógleymanlegur tími Brátt átti tónlistin hug Krumma allan. Rokksveitin Mínus vann Músíktilraunir árið 1999 og náði gríðarlegum vinsældum hérlend- is. Í kjölfarið fylgdu mikil ferða- lög hljómsveitarmeðlima um allan heim. „Við ferðuðumst stanslaust í sjö ár sem gekk náttúrlega alveg fram af okkur. Þessu fylgir mikil þreyta og álag. Þetta var ekkert auðvelt,“ segir Krummi er hann rifjar upp gullald- arár Mínuss. „Við vorum kannski að koma heim í viku og fara aftur út í mánuð, koma heim í tíu daga og fara aftur út í mánuð. Stundum vorum við úti í þrjá mánuði samfellt. Þetta eru mik- il ferðalög og þrátt fyrir að við höf- um verið ungir og fullir af krafti þá tekur það sinn toll að vera rótlaus í svona langan tíma.“ Þrátt fyrir hið mikla álag hugsar Krummi með hlýjum hug til þessara ára. „Þetta var ógleymanlegur tími. Við vildum heldur ekki gera neitt annað en að ferðast og spila og vor- um á góðum aldri til þess að gera það. Þetta var rosalega gaman, en stundum erfitt. Maður lærði mikið af þessu, kynntist mörgu fólki og fékk í raun að upplifa drauminn. Þetta var það sem maður hugsaði um og ímyndaði sér sem ungur strákur; að fara á túr með rokkhljómsveit, spila tónlistina sína fyrir nýja áheyrendur og ferðast.“ Unnu sig upp Aðdáendahópur Mínuss stækkaði með hverju gigginu og aðbúnaður og fríðindi hljómsveitarinnar jukust í samræmi við það. „Til að byrja með keyrðum við alla Evrópu í gulum sendiferðabíl með risagati á gólfinu. Þú gast bara dottið í gegnum gatið sem var nátt- úrlega stórhættulegt. Bíllinn var líka alltaf að bila og við þurftum alltaf að ýta honum áfram og svona. Svo unnum við okkur upp. Það varð alltaf meiri og meiri eftirspurn og þá fengum við smám saman betri díl. Brátt fengum við að gista á hót- elum og svo enduðum við á því að fá almennilegar Nightliner-rútur þar sem maður sefur í rútunni. Þannig að þetta byggðist allt saman upp.“ Unnu hart og djömmuðu hart Vinsældir hljómsveitarinnar urðu gríðarlegar og brátt voru strákarnir í Mínus orðnar skærustu rokkstjörn- ur landsins. Mikið bar á sögum um óheilbrigt líferni hljómsveitarmeð- lima, sem margir tengja einmitt við líf rokkstjarna. Krummi segir þær sögur þó stórlega ýktar. „Það var svolítið erfitt að vera mikið að djamma af því að við þurft- um alltaf að pakka saman og fara beint á næsta áfangastað. Mað- ur var oft svo þreyttur að maður fór bara beint að sofa. En þegar við fengum frídag þá náttúrlega kíktum við alveg á barina og fengum okk- ur í glas, eins og ungir Íslendingar gera. En það var alltaf hópur í kring- um mann, umboðsmaður og „tour manager“ og svona þannig að við vorum alveg í vernduðu um hverfi,“ segir hann. „En við vorum engir englar. Þetta var samt oft stórlega ýkt hérna í blöðunum. Fólk hélt að við værum í sprautunum og svona sem var nátt- úrlega engan veginn satt. Við vorum bara eins og hver annar Íslendingur á þessum aldri. Við unnum hart og við djömmuðum hart.“ Unnu dag og nótt Mínus túraði mikið með öðrum hljómsveitum og kom fram á stór- um tónlistarhátíðum um allan heim. „Við komum til dæmis fram á stóra sviðinu á Reading Festival sem var langþráður draumur okk- ar allra. Það rættist mikið af því sem okkur dreymdi um sem litlir strák- ar. Við enduðum á forsíðum á þeim tímaritum sem við lásum þegar við vorum litlir sem var ótrúlega skrýt- ið.“ Krummi segir velgengnina þó ekki hafa komið af sjálfu sér. Síður en svo. „Við unnum rosalega hart, við vorum algjörir vinnuþjarkar. Þegar það var komið að því að spila, semja eða fara í stúdíó þá unnum við dag og nótt þannig að þetta var ekkert sem kom bara af sjálfu sér. Við unn- um virkilega hart að þessu og það skilaði sér.“ Gistu hér og þar „Við vorum allir miklir og nánir vin- ir,“ segir Krummi, spurður um sam- starfið innan hljómsveitarinnar. Hann viðurkennir þó að oft hafi tek- ið á að verja svo miklum tíma með sama fólkinu. „En það var bara eitthvað sem var útkljáð mjög fljótt og sett til hliðar. Við reyndum að taka engu persónulega en auðvitað voru rifr- ildi og fólk var stundum orðið hund- leitt hvað á öðru. En þegar við kom- um heim til Íslands tókum við pásu hver frá öðrum. Þeir sem vildu hvíla sig hvíldu sig og þeir sem vildu fara og halda áfram að vera rokkstjörnur gerðu það.“ Sjálfur segist Krummi hafa nýtt flestar heimkomur hljómsveitar- innar í hvíld. „Við vorum náttúrlega svo rót- lausir á þessum tíma. Maður var bara að gista hér og þar og finna sér kærustur hér og þar. Maður lifði svolítið á vergangi. En það var gott að maður gat alltaf farið heim til mömmu og pabba ef maður þurfti á góðri hvíld að halda.“ Fengu mikinn stuðning En hvað fannst foreldrum Krumma um Mínus-ævintýrið mikla? „Þeim fannst þetta æðislegt. Þau sáu mig svo lítið að þeim fannst bara gaman þegar ég kom heim. Mað- ur var svo mikið á ferð og flugi. En þau studdu mig í þessu öllu saman. Og foreldrar allra strákanna í hljóm- sveitinni gerðu það líka þannig að það var mjög mikill og góður stuðn- ingur á bak við okkur og það trúðu allir á þetta. Við vorum mjög þakk- látir fyrir það.“ En gekk eitthvað að vera með kærustur á þessum tíma? „Það var svolítið erfitt. Ég og Þröstur vorum aldrei með neinar kærustur og þess vegna vorum við alltaf látnir saman í hótelherbergi og hlið við hlið í flugvélunum. Frosti var held ég með einhverja kærustu á tímapunkti og ég man að Bjarni og Bjössi voru með kærustur og eign- uðust börn þarna á miðri leið og ég veit að það var erfitt. Það er náttúr- lega erfitt að reyna að halda sam- bandi og vera í burtu í svona langan tíma, koma heim í stuttan tíma og fara svo aftur út. En þeir tækluðu þetta allt saman með prýði.“ „Það er smá einfari í mér“ Sjálfur á Krummi engin börn. „Mig langar að eiga börn. Einn daginn mun ég eflaust eignast börn. Það gerist bara ef það gerist. En það er nú svolítið langt síðan ég var síð- ast í ástarsambandi. Ég er núna ný- byrjaður að hitta stelpu sem ég hitti nýlega á þessu ári og það gengur mjög vel,“ segir Krummi. Sú heppna heitir Linnea Hellström og er frá Svíþjóð. „Við erum búin að vera saman í tæpt ár en kynntumst fyrir ári síð- an. Við kynntumst á Dillon. Hún var að vinna þar sem barþjónn og ég var nýbyrjaður að vinna við að bóka hljómsveitir fyrir staðinn. Hún er reyndar ekki bara þjónn, hún er lærður vegankokkur. Við smullum alveg saman og urðum rosa góðir vinir. Og það gengur bara mjög vel,“ segir hann. „Annars er ég rosalega upptek- inn af sjálfum mér, ég verð að viður- kenna það. Ég hef alltaf nóg að gera og það snýst allt svolítið mikið um rassgatið á sjálfum mér þegar ég lendi í einhvers konar sambandi. Það er gert alveg óviljandi, ég er bara svo vanur því að vera einn. Það er smá einfari í mér; ég bý einn og finnst gott að vera einn. Mér finnst gaman að loka mig inni og skapa eitthvað en það er rútína sem ég þarf svo að brjótast út úr þegar ein- hver kemur inn í líf mitt. En það gengur bara helvíti vel í dag.“ Von á nýrri Mínusplötu Árið 2008 hættu gítarleikarinn Frosti Logason og bassaleikarinn Þröstur Jónsson í Mínus. Sigurður Oddsson var ráðinn í stað Þrastar á bassann og hefur hljómsveitin starf- að þannig síðan. „Það var allt saman í góðu,“ seg- ir Krummi er hann rifjar upp þessi kaflaskil hjá hljómsveitinni. „Við vorum búnir að vera saman í hljómsveit síðan árið 1996 svo þetta var alveg komið gott hjá sumum. Ég, Bjarni og Bjössi héldum áfram og túruðum þannig árið 2008. Við tók- um Evróputúr og tókum síðan upp plötu árið 2010 með þessari nýju liðsskipan, sem er ekki enn þá kom- in út í dag. Við erum enn að vinna í plötunni, sem er í rauninni tilbúin. Við eigum bara eftir að hljóðblanda hana og hljóðjafna og bæta aðeins meiri söng og smá aukahljóðfærum en annars eru allar upptökur búnar. En við erum alltaf smátt og smátt „Fólk hélt að maður hefði fengið þetta beint upp í hend- urnar og að pabbi hefði gert þetta allt fyrir mann Verður að hafa nóg fyrir stafni „Ég verð alltaf að vera upptekinn við að gera eitthvað. Annars fer mér að leiðast og þegar mér leiðist þá líður mér ekkert sérstaklega vel. Þá verð ég eirðarlaus og eirðarleysi er eitthvað sem er ekki gott fyrir mig því það er stutt í þunglyndið frá eirðar- leysi,“ segir Krummi. Langar að verða faðir „Mig langar að eiga börn. Einn daginn mun ég eflaust eignast börn. Það gerist bara ef það gerist,“ segir Krummi. Mynd SiGtryGGUr Ari M y n d S iG tr y G G U r A r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.