Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 22.–25. ágúst 201438 Neytendur Áratug að safna fyrir útborgun n Erfitt að hætta að leigja og kaupa fyrsta húsnæði n Þarft að eiga margar milljónir n Viðbótarlífeyrissparnaður Leiðréttingarinnar dugar skammt Þ að tæki ungt par með barn í leiguhúsnæði, á algeng- asta tekjubilinu á Íslandi, rúman áratug að safna sér fyrir útborgun að sinni fyrstu íbúð. Strangara greiðslu- mat, hærra húsnæðisverð og kraf- an um hærra eiginfjárframlag hefur þau áhrif að mörgum reynist erfitt og jafnvel ómögulegt að kaupa sér þak yfir höfuðið. Fólk í leiguhús- næði nær ekki að leggja til hliðar nægt fé til íbúðarkaupa og situr fast í óvissu leigumarkaðarins sem lýst er sem frumskógi. DV setti saman dæmi með raunverulegum tölum sem lýsir aðstæðum margra á Ís- landi í dag. Vilja losna úr leiguhúsnæði Í dæminu er um að ræða ungt par með barn á leikskóla eða í dag- vistun. Það á lítinn bíl, býr í leigu- húsnæði, er skuldlaust en á engan sparnað. Það vill losna úr leiguhús- næði og eignast eigin íbúð og hef- ur augastað á 25 milljóna króna, þriggja herbergja íbúð á höfuð- borgarsvæðinu. Til að draga upp sem raunveru- legustu mynd af stöðu þessarar fjöl- skyldu var stuðst við opinberar tölur. Fyrst þarf að skoða hversu mikið fólk þarf til að lifa á. Til að finna það út er notast við grunnviðmið neyslu- viðmiðsreiknivélar á vef velferð- arráðuneytisins. Niðurstaðan er að heildarútgjöld, án húsnæðiskostn- aðar, fyrir heimili sem samanstend- ur af tveimur fullorðnum, einu barni á leikskóla eða í dagvistun, séu 260 þúsund krónur á mánuði. Í þessu neysluviðmiði eru rúmlega áætl- uð útgjöld vegna neysluvöru, þjón- ustu, tómstunda og ökutækis. Hafa ber í huga að hér er um grunnvið- mið að ræða, einnig er gefið upp „dæmigert“ viðmið í reiknivélinni þar sem upphæðin sem miðað er við að þriggja manna fjölskylda þurfi til að lifa á er 440 þúsund krónur á mánuði. Við tökum lægri töluna. Lítið eftir um hver mánaðamót En einhvers staðar þarf fjölskyld- an litla að búa á meðan hún á ekki íbúð. Við þessi mánaðarlegu útgjöld bætist því leigukostnaður. Fjöl- skyldan er í leiguhúsnæði þar sem hún greiðir 130 þúsund krónur fyrir 65 fermetra, tveggja herbergja íbúð í Reykjavík. Er þar miðað við upplýs- ingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis á vef Þjóðskrár þar sem meðalleigu- verð á hvern fermetra í Reykjavík er í kringum tvö þúsund krónur. Útgjöld fjölskyldunnar eru því samanlagt rúmlega 390 þúsund krónur á mánuði. Parið í dæmi DV hefur samtals 430 þúsund krónur í útborguð laun á mánuði en við ákvörðun þeirrar tölu voru höfð til hliðsjónar algeng- ustu reglulegu laun á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands fyrir árið 2013. Þar kom fram að 17 prósent launamanna eru með laun á bilinu 250 til 300 þúsund krónur á mánuði. Miðað við þessar forsendur þá getur parið unga vænst þess að vera aflögufært um 40 þúsund krónur á mánuði þegar flest er tekið með í reikninginn. Þurfa að brúa bilið Parið hefur ákveðið að kaupa sér eigin íbúð og hefur augastað á íbúð sem kostar 25 milljónir króna. Þegar skoðað er hvaða fjármögn- unarleiðir eru í boði fyrir parið þá standa til boða íbúðalán hjá stóru bönkunum þremur þar sem hægt er að fá mest heildarlán upp á allt að 85 prósent af verði íbúðarinnar hjá Landsbankanum. Bankinn lán- ar allt að 70 prósent verðsins til allt að 40 ára og 15 prósent viðbótarlán til allt að 15 ára. Hjá Arion banka og Íslandsbanka er hægt að fá allt að 80 prósent lán, eða 70 prósent og svo viðbótarlán upp á 10 prósent. Eins og sjá má þá þarf parið, eftir banka, að brúa á bilinu 15–20 pró- sent kaupverðsins með eigin fé. Þar að auki er fólki ráðlagt að miða við 20 til allt að 25 prósenta útborg- unarhlutfall ef það ætlar að „láta sig dreyma um einhverja eignamynd- un í húsnæði sínu“, eins og það er orðað í grein á vef Íslandsbanka. „Slíkt eiginfjárframlag ætti að vera eðlilegt viðmið, hvort sem það ríkir góðæri eða ekki og hvort sem inn- lend eða erlend lán bjóðast“, segir enn fremur. Yrðu að safna í áratug Miðað við þessar takmarkanir og viðmið þá er ljóst að parið þyrfti að safna sér allt að fimm milljón- ir króna fyrir útborguninni. Jafnvel þó að parið gæti í sameiningu lagt fyrir 100 þúsund krónur á mánuði þá tæki það samt rúmlega fjögur ár. Miðað við áðurnefndar forsend- ur þá getur það hins vegar í mesta lagi lagt fyrir 40 þúsund á mánuði, eða 480 þúsund á ári, ef allt gengur upp. Parið væri því, ef engin óvænt útgjöld koma inn í dæmið, tæplega tíu og hálft ár að safna sér fyrir út- borguninni. Þetta dæmi gefur ágætis inn- sýn í aðstæður sem margir standa frammi fyrir þótt tölur og upphæðir kunni að vera aðrar. Þetta sýnir líka fjarstæðukennda stöðu sem ungt fólk í leiguhúsnæði getur fundið sig í. Eins og sést á útþenslu leigu- markaðarins undanfarin misseri þá neyðast sífellt fleiri, sem hugsan- lega vildu gjarnan kaupa sér fast- eign, til að leita á þann markað og festast í hlekkjum leiguhúsnæðis. Hátt leiguverð hefur keðjuverkandi áhrif sem gerir mörgum ómögulegt að leggja til hliðar fé til íbúðarkaupa. Hinn 15. júlí síðastliðinn fjallaði DV einmitt ítarlega um neyðarástandið á leigumarkaði höfuðborgarsvæð- isins sem fólk lýsti sem „frumskógi“ og „villta vestrinu“. En á sama tíma og erfiðara er orðið fyrir fólk að fjár- magna kaup á húsnæði með nýjum lánum þá hefur verð á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu einnig hækk- að mikið að undanförnu. Sjálfheld- an er því oft algjör. Áætluð greiðslugeta En hvað með greiðslugetu og greiðslumatið? Á heimasíðum bank- anna má áætla greiðslugetu sína og mismunandi er hversu ítarlegar þessar reiknivélar eru og eru þær aðeins til að gefa fólki hugmynd um stöðu sína. Þessi munur skýrir mun- inn sem fæst á áætlaðri greiðslu- getu parsins í dæmi DV. Hjá Arion banka er hún áætluð á bilinu 120– 140 þúsund á mánuði, 135 þúsund hjá Íslandsbanka og 152 þúsund hjá Landsbankanum. Reiknivélin hjá Íslandsbanka sýnir manni einnig hversu dýra íbúð maður getur reikn- að með að kaupa sér miðað við áætl- aða greiðslugetu. Þetta er gagnlegt. Þar má sjá að að því gefnu að parinu tækist að safna sér 5,1 milljón í eigið fé, gæti það fengið 20 milljóna króna óverðtryggt lán. Sem fyrr þá miðast þetta allt við þá óraunhæfu stöðu að parinu takist að afla sér nokkurra milljóna í eigið fé. 100 prósent lán sem fer leynt En hvort heldur sem um er að ræða vandræði við að fjármagna kaup eða að komast í gegnum strangt greiðslumat þá eru ekki allar götur lokaðar. Hvað greiðslumatið varðar þá þekkir DV dæmi þess að einstak- lingar og pör hafa brugðið á það ráð að fá náinn aðstandanda, til dæm- is foreldri eða systkin, til að ganga inn í greiðslumatið. Það eykur út- reiknaða greiðslugetu hinna tilvon- andi kaupenda án þess að leppur- inn taki beinan þátt í afborgunum þegar til kastanna kemur. Hvað fjármögnun varðar þá hef- ur DV undir höndum raunveru- legt dæmi um 100 prósent lán sem pari með ungt barn bauðst. Þótt full fjármögnun sé ekki auglýst sérstak- lega hjá fjármálastofnunum þá er mögulegt að fá slíkt, þótt þau séu ekki sérstaklega hagstæð. DV hef- ur undir höndum bráðabirgða- greiðslumat sem parið fékk hjá Landsbankanum vegna fyrirhug- aðra kaupa á 24,7 milljóna króna húsnæði á 100 prósent lánum. Samanstendur það af 17,5 milljóna króna íbúðarláni á 3,5 prósent vöxt- um til 40 ára, viðbótarláni upp á 3,7 milljónir á 4,5 prósent vöxtum til 15 ára og loks skuldabréfaláni upp á 3,5 milljónir á 10 prósent vöxtum til fimm ára. Útreiknuð greiðslubyrði er hins vegar þung, 177 þúsund krónur á mánuði. Svo fór að við- komandi par fór þessa fjármögn- unarleið en fyrir valinu varð íbúð sem var nokkrum milljónum ódýr- ari. Hafa ber í huga að þessi fjár- mögnunarleið stendur ekki öllum til boða og þarf samkvæmt upplýs- ingum DV skínandi fínt greiðslu- mat til. n Fjármál fjölskyldunnar Tekjur Neysluviðmið 430.000 kr. 260.000 kr. Leiga Afgangur 130.000 kr. 40.000 kr. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Lánstegund Greiðslugeta Hámarkslán Eigið fé Óverðtryggt 135.796 20.100.000 5.100.000 25.200.000 Blandað 135.796 24.700.000 6.200.000 30.900.000 Verðtryggt 135.796 31.400.000 7.900.000 39.300.000 Miðað við hjón/sambúðaraðila með eitt barn í leikskóla eða dagvistun, bifreið og 430 þúsund í útborguð laun. Útreikningur er bráðabirgðaútreikningur á greiðslugetu parsins í dæmi DV af vef Íslandsbanka. Hámarkslán miðast við forsendur um mánað- arlega greiðslugetu til að greiða af húsnæðislánum og 20 prósent eiginfjárframlag. Greiðslubyrði verðtryggðra húsnæðislána er léttari en óverðtryggðra lána og því að jafnaði hægt að taka hærra verðtryggt lán. Athugið að útreikningurinn á hámarksláni / hámarksverði fasteignar miðast við það greiðslufyrirkomulag sem gefur lægstu greiðslubyrðina, þ.e. lán til 40 ára með jöfnum greiðslum yfir lánstímann. Greiðslumat Óverðtryggt lán Blandað lán Verðtryggt lán Eigið fé Lánsupphæð 10.000.000 20.000.000 30.000.000 40.000.000 0 Hámarksverð fasteignar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.