Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 39
Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Neytendur 39 Áratug að safna fyrir útborgun n Erfitt að hætta að leigja og kaupa fyrsta húsnæði n Þarft að eiga margar milljónir n Viðbótarlífeyrissparnaður Leiðréttingarinnar dugar skammt Óraunhæft markmið Fjölskyldan í dæmi DV þyrfti að leggja fyrir þann litla pening sem hún á aflögu í tíu ár til að safna fyrir útborgun vegna kaupa á fyrstu íbúð. Mynd Sigtryggur Ari JohAnnSSon Þ egar í frumvörpum rík- isstjórnarinnar um leið- réttingar á höfuðstól húsnæðislána og séreigna- sparnað kemur fram að heimilt verði á næstu fimm árum að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Þó skiptar skoð- anir séu á þessu úrræði þá er rétt að íhuga það nánar. Heimild hjóna og einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar samkvæmt tekju- skattslögum takmarkast við allt að 4 prósenta framlag launþega eða 500 þúsund krónur og allt að 2 pró- senta framlag launagreiðanda, eða 250 þúsund krónur af iðgjaldsstofni eða að hámarki samanlagt 750 þús- und krónur á almanaksári. Hjón og einstaklingar, sem uppfylla skilyrði samsköttunar, geta skipt fjárhæð- inni á milli sín að eigin vali. Samtals geta þessir aðilar safnað 2.250.000 krónum til útborgunar í íbúðar- húsnæði. Sparnaður hjóna og sam- búðarfólks vegna ársins 2014 getur að hámarki orðið 375 þúsund krón- ur. 750 þúsund krónur á árinu 2015, 750 þúsund krónur á árinu 2016 og 375 þúsund krónur á árinu 2017. Skilyrði er að inneign verði nýtt til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota og að rétthafi sé ekki eigandi íbúðarhúsnæðis á þeim tíma sem heimildin er nýtt. Hafa ber í huga að til að fullnýta sér þetta úrræði er miðað við að tekjur á heimili hjóna eða samskattaðra séu 1.040.000 á mánuði. Einstaklingur getur sam- tals safnað 1.500.000 króna til út- borgunar í húsnæði. Til að fullnýta sér þetta úrræði þarf viðkomandi að vera með 700 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Mynd Sigtryggur Ari E n hvernig lítur dæmið út fyr- ir hjón eða sambúðaraðila sem ná að fullnýta sér úr- ræði ríkisstjórnarinnar um nýtingu viðbótarlífeyrissparnaðar til húsnæðiskaupa? DV setti upp dæmi um þessi hjón, með barn og einn bíl, í greiðslumatsreikni- vél Íslandsbanka. Hjónin eru með samtals 1.040.000 krónur í tekj- ur, eða um 620 þúsund í útborg- uð laun á mánuði. Hversu langt myndi það duga þeim í að eignast fyrstu fasteign miðað við núver- andi ástand? Þau næðu að safna sér, miðað við fullkomnar að- stæður, 2.250.000 krónum í sam- einingu á tímabilinu. Samkvæmt reiknivélinni er áætluð greiðslu- geta þeirra 218 þúsund krón- ur rúmar á mánuði. Ef þau ættu engan sparnað nema það sem þau söfnuðu sér upp í útborgun- ina með úrræðum ríkisstjórnar- innar dugar það þeim til að fá að hámarki 9 milljónir að láni, burt- séð frá tegund lána, og gætu þau keypt sér eign á 11,25 milljón- ir króna að hámarki. Það myndi duga skammt. N eytendasamtökin reka sér- staka leigjendaaðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæð- is samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá samtökunum, segir aðspurð um ástandið á húsnæðismarkaði að vanþróaður leigumarkaður hér á landi sé í raun vandamálið. Í lönd- um sem við berum okkur gjarn- an saman við sé leigumarkaður í mun fastari skorðum og leiga ör- uggur búsetukostur. Erlendis búi fólk í öruggu leiguhúsnæði, jafnvel um alla ævi. Hér hafi verið einblínt á séreignarstefnuna og leiga nán- ast neyðarúrræði ákveðinna hópa. „[Það] verður aldrei þannig að allir kaupi fasteignir, og á heilbrigðum langtímaleigumarkaði ætti leiga líka að vera góður valkostur enda getur leiga haft ýmsa kosti umfram það að eiga eign [...] Hér á landi er leiga hins vegar ekki valkostur – séreignarstefnan er enn við fullt lýði og leiga bara neyðarúrræði eða millibilsástand. Það er að okk- ar mati eitthvað sem þarf að breyta þannig að fólk hafi raunhæft val um búsetukosti.“ Hún segir að það sé vissulega eitthvað sem stjórnvöld geti gert til að stefna að því mark- miði. „Þetta virðist markmið sem allir eru sammála um, þó ekki hafi mikið gerst.“ Nefnir Hildigunnur sem dæmi að styðja þurfi með ein- hverjum hætti við starfsemi leigu- félaga en jafnframt tryggja öruggt eftirlit með þeim. Stórauka þarf eft- irlit með leyfislausri útleigu íbúða til ferðamanna. Ef tekið yrði harðar á þeim málum myndi það stuðla að innspýtingu fasteigna á leigumark- að, þar sem mikill skortur stuðli að því að halda verðinu uppi. Vanþróaður leigu- markaður vandamálið Verður aldrei þannig að allir kaupi fasteign hildigunnur hafsteinsdóttir Gera þarf vanþróaðan leigumarkað á Íslandi að raunhæfum kosti. Leiðréttingin og fyrstu kaup Hjón þurfa tekjur yfir milljón á mánuði til að fullnýta sér úrræðið Úrræðið eitt og sér dugar skammt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.