Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 22.–25. ágúst 201432 Fólk Viðtal „Ég lít ekki á mig sem rokkstjörnu“ Ég er bara hjólabrettapönkarastrákur sem er að gera tónlist,“ segir tónlistar- maðurinn Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus. Þrátt fyrir að vera einn frægasti rokkari landsins lítur Krummi ekki á sig sem rokkstjörnu og er lítið fyrir sviðsljós fjölmiðla. Hann var fljótur að hrista af sér rokkstjörnustælana sem fylgdu velgengni Mínuss og segir daga djammsins liðna. Blaðamaður hitti Krumma og ræddi við hann um æskuna, frægðarárin í Mínus og þau mörgu verkefni sem fram undan eru. É g þoli ekki að vera í fjölmiðl- um,“ eru fyrstu orð Krumma þegar hann sest niður með blaðamanni á rokkbarnum Dillon á Laugavegi. „Ég er einmitt búinn að vera í fjöl- miðlabanni í nokkurn tíma núna af því að ég hef engan áhuga á því að vera í fjölmiðlum. Mér finnst ekkert gaman að vera í blöðunum eða að vera eitthvað þekktur,“ segir hann. Krummi hefur þó fengið væn- an skammt af fjölmiðlaumfjöllun í gegnum tíðina, en líkt og alþjóð veit er hann sonur einnar skær- ustu poppstjörnu Íslandssögunnar, Björgvins Halldórssonar, auk þess að vera einn frægasti rokkari landsins. „Faðir minn hefur náttúrlega ver- ið mikið í fjölmiðlum og er frægur á Íslandi. Og sem barn varð mað- ur stundum fyrir barðinu á því, samt ekkert endilega á neikvæðan hátt. Mig langar bara ekki til þess að vera í andliti fólks að tala um sjálf- an mig. Það er allt í lagi að gera það stundum, þegar maður er að kynna plötuna sína eða listaverk sem mað- ur er að fara í gang með, en að öðru leyti hef ég ekki áhuga á því.“ Var erfiður krakki Krummi bjó lengst af í Hafnarfirðin- um og á Seltjarnarnesi sem barn. Hann átti góða æsku og segir fjöl- skylduna afar nána. „Ég var heppinn með vini og fjöl- skyldu og ég fann mér alltaf eitt- hvað skemmtilegt að gera. Ég var til dæmis mikið á hjólabretti og naut lífsins og frelsisins,“ segir hann. „Ég var mjög erfiður krakki, var nettur villingur. Ég hafði gam- an af því að vera á móti öllu og var með mikinn mótþróa. Mér fannst ég alltaf vera miklu gáfaðri en all- ir kennarar og fullorðið fólk. Ég las mikið og var enginn vitleysingur þannig að ég notaði það gegn mörg- um fullorðnum. Ég fékk mikið út úr því að vera á móti öllu og að vera al- gjör „rebel“. Ég lifði og hrærðist í því og þess vegna endaði ég til dæmis á því að hætta í fótbolta og byrja á hjólabretti. Ég gaf skít í fótboltann og gaf skít í vinsæla fólkið í skólan- um og hékk bara með krökkunum sem voru svolítið utangarðs. Við dönsuðum eftir okkar eigin takti.“ Átti eðlilega æsku „Það var mjög fínt sko, það var ekk- ert slæmt,“ segir Krummi, spurður hvernig það hafi verið að alast upp sem sonur frægrar poppstjörnu. „Þetta er náttúrlega lítið land og þegar maður var að byrja í skóla þá vissu flestir hver faðir manns var. Krakkarnir voru að syngja lögin eft- ir hann og gera grín og mér var pínu strítt en ekki á neinn alvarlegan hátt samt. Kannski teldist þetta sem einelti í dag en ég leit aldrei á það þannig.“ Að öðru leyti átti Krummi mjög eðlilega æsku. „Mamma og pabbi ólu okkur Svölu upp sem venjuleg börn og við lifðum mjög eðlilegu lífi. Nema nátt- úrlega það að maður átti föður sem var mikið í burtu um helgar og það var mikið af listamönnum í kringum hann, sem var mjög gaman.“ Einstaklega náin systkin Krummi á eina systur, Svölu, en hún hefur, sem kunnugt er, einnig verið að gera það gott í tónlist sem söng- kona hljómsveitarinnar Steed Lord. Samband systkinanna er einstak- lega náið. „Við erum mjög náin og höfum alltaf verið það,“ segir Krummi. „Við höfum alltaf verið bestu vin- ir, alltaf verið eins og tvíburar. Auð- vitað kom tímabil þar sem ég var argasti unglingur og hún líka og það voru kannski einhver rifrildi og svo- leiðis, eins og gerist á milli systkina, en annars höfum við alltaf átt rosa- lega ástríkt systkinasamband. Við höfum alltaf stutt hvort annað í öllu sem við gerum og við höldum miklu sambandi. Hún býr í Los Angeles þannig að ég sakna hennar mikið en Internetið og Skype auðvelda manni lífið mikið. Ég elska hana út af lífinu og við erum rosalega náin. Og ég er rosalega þakklátur fyrir það.“ Krummi og Svala eiga einnig Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is „Annars er ég rosalega upptekinn af sjálf- um mér, ég verð að viðurkenna það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.