Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 22.–25. ágúst 201434 Fólk Viðtal að koma okkur saman til að klára hana þannig að við stefnum á að gefa hana út á næsta ári.“ Hefur nóg fyrir stafni Þrátt fyrir að hafa haldið sig frá sviðs- ljósi fjölmiðla undanfarin ár hefur Krummi haft nóg á sinni könnu. Auk þess að vinna að hinni væntanlegu plötu með Mínus hefur hann einbeitt sér mikið að hljómsveitinni Legend sem og eins manns sveitinni Döpur. „Legend hefur verið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér síðastliðin tvö ár og ég hef ferðast mikið með henni er- lendis til að spila á hinum og þessum tónlistarhátíðum og klúbbum. Síðan hef ég verið mjög iðinn við að styrkja neðanjarðartónlistarsenuna hér í Reykjavík með því að styðja við lítil plötufyrirtæki sem eru að gefa út tón- list og reyna sjálfur að gefa út tónlist á þessum jaðarmarkaði. Ég stofnaði til dæmis eins manns tónlistarverk- efni sem heitir Döpur þar sem ég er bara einn að seðja mína löngun fyr- ir öfgafulla jaðargeðveikistónlist. Ég hef mjög gaman af því og það lætur mér líða vel að vera í kringum fólk í þessari jaðarsenu.“ Þunglyndi fylgir eirðarleysi Krummi er ávallt með mörg járn í eldinum og verkefnin hlaðast upp. „Ég verð alltaf að vera upptekinn við að gera eitthvað. Annars fer mér að leiðast og þegar mér leiðist þá líður mér ekkert sérstaklega vel. Þá verð ég eirðarlaus og eirðarleysi er eitthvað sem er ekki gott fyrir mig því það er stutt í þunglyndið frá eirðar- leysi,“ segir hann. Aðspurður segist hann þó ekki kljást við eiginlegt, alvarlegt þung- lyndi. „Ekki svo mikið. Það hefur stund- um komið þunglyndi af því að þegar maður er í sköpunarferlinu sjálfu, að gera plötu eða þess háttar, þá er mað- ur rosalega hátt uppi. Maður er að nota mikið af efnum í heilanum og síðan þegar ferlið er búið þá kemur smá fall. Þá er maður búinn að nota efnaskiptin í heilanum svo mikið að maður getur dottið í þunglyndi, sem gerist eiginlega alltaf. Og það kemur fyrir flesta. Svo það hefur alltaf verið svona vægt þunglyndi í gangi. En ég get ekki sagt að ég eigi við alvarlegt þunglyndisvandamál að stríða eins og sumir þurfa að ganga í gegnum. Þannig að ég er lánsamur og þakk- látur fyrir það.“ Erfitt að missa nákomna Krummi hefur þó horft upp á ófáa vini sína kljást við þunglyndi og önnur geðræn vandamál. „Það er alltaf erfitt að sjá kær- komna berjast við þunglyndi og önnur geðræn vandamál. Ég hef misst marga sem hafa fallið fyrir eigin hendi út af slíku, sem er eitt- hvað sem þykir víst erfitt að tækla hérna á þessu landi, það virðist alltaf vera eitthvað tabú. Síðan hef ég líka misst vini sem hafa lent á götunni, hafa misst tökin á lífinu og endað með því að láta lífið. En mað- ur verður bara að geyma það fólk vel í minningunni,“ segir hann. „Það er rosalega erfitt að missa nákomna. Það er partur af lífinu en það er alltaf mjög erfitt.“ Hristi af sér rokk stjörnu stælana En hvernig er að vera rokkstjarna á Íslandi? „Ég lít ekki á mig sem rokk- stjörnu. Ég gerði það um tíma þegar ég naut ágætis velgengni með Mínus; við vorum að ferðast mikið og það var kannski komið fram við okkur eins og rokkstjörn- ur á einhverjum tímapunkti. En ég fann mig aldrei í því, mér fannst það alltaf hálfasnalegt og fékk hálf- gerðan aulahroll við það. Þannig að um leið og ég fékk tækifæri til að hrista það af mér, þá gerði ég það.“ Krummi viðurkennir þó að afar auðvelt sé að láta frægðina stíga sér til höfuðs. „Það er mjög auðvelt og það gerðist hjá okkur öllum á sínum tíma enda vorum við ungir og fullir af hormónum. En það gerist í smá tíma og síðan hverfur það bara. Síðan bara hristi ég þetta af mér og fannst þetta bara asnalegt. Og það fer svolítið í taugarnar á mér þegar fólk kemur upp að mér og heldur að ég líti á mig sem rokkstjörnu og kalli mig rokkstjörnu og vill kannski bara tala við mig af því að ég er rokkstjarna eða eitthvað svoleiðis. Ég lít bara fyrst og fremst á mig sem listamann.“ „Heimsins mesta heimska“ „Mér finnst frægð ekki eðlilegur hlutur. Hún er mannskemmandi. Það er svo skrýtið að fólk „ídolíseri“ aðra manneskju. Auðvitað er alveg auðvelt að gera það, að hafa mikl- ar mætur á einhverjum listamanni eða manneskju sem gerir einhverja ótrúlega mikilfenglega hluti sem þú hefur mikinn áhuga á og hef- ur haft mikil áhrif á líf þitt. Ég skil það fullkomlega. En þessi frægð sem er verið að selja sem kemur frá hinum vestræna heimi; öll þessi slúðurblöð og allt þetta kjaftæði er náttúrlega bara heimsins mesta heimska.“ Hefur þroskast mikið Mikið vatn hefur runnið til sjávar síð- an Krummi lifði eins og rokkstjarna og túraði með Mínus um allan heim. „Ég hef þroskast töluvert,“ segir hann. „Ég er samt mjög ungur í hjarta og líður alltaf svolítið eins og ég sé bara átján ára. En ég er miklu skilvirkari, áreiðanlegri, ábyrgari og tillitssam- ari. Það er bara eitthvað sem kemur eðlilega og ósjálfrátt með aldrinum. Þegar þú ert kominn yfir þrítugt þá byrjarðu að finna svolítið fyrir aldr- inum, finna fyrir framtíðinni og ferð aðeins að hugsa meira um ellilíf- eyri og svoleiðis hluti. En annars læt ég það ekkert trufla mig, ég tek öllu bara eins og það er. Maður getur ekki endalaust verið rótlaus en maður verður samt alltaf að hafa smá skerf af rótleysi til að finna fyrir frelsinu.“ En hvar sér Krummi sjálfan sig í framtíðinni? „Ég sé sjálfan mig bara enn þá í því að semja tónlist og gefa út plötur. Þetta árið er ég líka búinn að vera mikið að læra hljóðvinnslu, sem sagt að vera hljóðmaður á tón- leikum, og hef mikinn áhuga á því þannig að ég sé það kannski fyrir mér sem eitthvert aukastarf. Svo vil ég bara halda áfram að skapa list og njóta lífsins.“ n „Við unnum hart og djömmuðum hart Unnu og djömmuðu hart „Við vorum engir englar. Þetta var samt oft stórlega ýkt hérna í blöðunum. Fólk hélt að við værum í sprautunum og svona sem var náttúr- lega engan veginn satt. Við vorum bara eins og hver annar Íslendingur á þessum aldri. Við unnum hart og við djömmuðum hart,“ segir Krummi um árin í Mínus. M y n d S ig tr y g g U r A r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.