Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 22.–25. ágúst 201446 Lífsstíll Lesbíur fá það oftar Samkvæmt nýrri rannsókn fá samkynhneigðar konur oftar full- nægingu í kynlífi en gagnkyn- hneigðar og tvíkynhneigðar kon- ur. Þetta kemur fram í Journal of Sexual Medicine. Í rannsókninni kom fram að gagnkynhneigðar konur fá fullnægingu í 62 prósent tilvika, tvíkynhneigðar í 58 pró- sent og lesbíur í 75 prósent tilvika. Vísindamenn sem stóðu að rannsókninni telja ástæðuna tengda tímalengd og að ástarleik- ir lesbía standi lengur. Eða, segja vísindamennirnir, er munurinn tilkominn „vegna þess að lesbíur þekki betur kvenlíkamann og séu því færari til að fullnægja kven- kyns bólfélaga sínum“. Lesbískar konur fá það þó sjaldnar en karlar en tölurnar eru 85 prósent hjá samkynhneigð- um körlum, 86 prósent hjá gagn- kynhneigðum og 78 prósent hjá tvíkyhneigðum. Hlaupa fyrir vökudeild n Báðir synir Önnu Sigríðar eru fyrirburar Þ egar maður hefur þurft að dvelja á vökudeild, og hvað þá tvisvar, þá vill maður gefa eitthvað til baka,“ seg- ir Anna Sigríður Pétursdótt- ir, sem ásamt hópi fólks ætlar að hlaupa fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins í Reykjavíkur í maraþoni Íslandsbanka. Endaði í bráðakeisara Anna Sigríður og maður hennar eignuðust eldri son sinn á gaml- ársdag árið 2010 en þann yngri í september 2013. „Þeir eru báðir fyrirburar. Sá eldri kom í heiminn þegar ég var gengin tæpar 30 vik- ur. Sú fæðing gekk hægar fyrir sig svo ég náði að fá stera. Það gekk allt hraðar með þann yngri og ég end- aði í bráðakeisara. Það var heilmik- ið drama. Hann var mun minni og veikari því lungun féllu saman og hann þurfti að fara í öndunarvél því lungun voru ekki nógu þroskuð,“ segir Anna Sigríður en bætir við að þrátt fyrir erfiða byrjun séu bræð- urnir flottir strákar í dag. Í algjörri afneitun Aðspurð viðurkennir hún að seinni meðgangan hafi verið erfið vegna fyrri reynslu. „Ég var mjög stressuð og hugsaði mikið um að mér yrði að takast að ganga með hann lengur en þann eldri. Eins og að þá yrði allt í lagi. Mig grunaði ekki í eina mínútu að hann kæmi enn fyrr enda vissi ég þá ekki að yngri systkini eru oft í meiri hættu á að koma snemma. Þegar ég fór af stað var ég í algjörri afneitun og var ekkert að drífa mig á sjúkrahús. Ég vildi ekki trúa þessu. Ég hafði verið í auknu eftirliti vegna kvíðans og tveimur dögum áður en hann fæddist fór ég í skoðun. Þá leit allt vel út og mér var sagt að ég þyrfti ekki að koma aftur fyrr en eft- ir tvær vikur. Ég ákvað því að skella mér í bústað þótt ég væri ekki viss um hversu góð hugmynd það væri enda fór ég af stað á sunnudeg- inum. Sem betur fer var ég kom- in til baka og þurfti ekki að fæða í bústaðnum. Það hefði ekki endað vel,“ segir Anna Sigríður sem veit núna að hún er með leghálsbilun og verður því að láta sauma fyrir ef hún ætlar sér að eignast fleiri börn. Með pylsu og kók í mark Sá eldri var tæpar sjö merkur þegar hann kom í heiminn en sá yngri aðeins tæpar sex merkur. „Það er í rauninni stórt miðað við þessa meðgöngulengd. Þeir hefðu eflaust verið 20 merkur ef ég hefði gengið fulla lengd,“ segir Anna Sigríður en drengirnir dvöldu báðir í um níu vikur á vökudeildinni. Anna Sigríð- ur er í hópi á Facebook um fyrirbura en þar vaknaði hugmyndin um að hlaupa til styrktar vökudeildinni. „Við ætlum að vera í eins fjólublá- um bolum en það er litur fyrirbura. Bæjarins bestu styrkja okkur svo við hlaupum öll með pylsu og kók í markið,“ segir hún brosandi og bæt- ir við að henni lítist vel á hlaupið enda á fullu við að koma sér í form. „Ég hef verið að æfa mig og það hefur gengið vel. Maðurinn minn starfar sem dómari í aukastarfi og hleypur því mikið. Hann mun eiga auðvelt með þetta og dregur mig ef- laust áfram.“ Þeir sem vilja heita á Önnu Sigríði eða aðra í hópnum og styrkja þannig vökudeild Barnaspít- ala Hringsins er bent á hlaupastyrk- ur.is. n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Tveggja vikna Emil Nói var ekki stór þegar hann fæddist. Á myndinni er hann um tveggja vikna gamall. Mynd Úr EInkasafnI stóri bróðir Á myndinni er Ísak Dóri þriggja daga gamall. Mynd Úr EInkasafnI anna sigríður Anna Sigríður og fjölskylda hennar ætla að hlaupa til styrktar vökudeild Barnaspítala Hringsins. Ást nauðsynleg í kynlífi Ást og skuldbinding geta gert kynlíf líkamlega meira fullnægj- andi fyrir margar konur. Þetta segir Beth Montemurro, prófess- or í félagsfræði við Penn State University. Fullyrðinguna byggir Montemurro á röð viðtala við 95 gagnkynhneigðar konur á aldr- inum 20 og 68 ára. Konurnar voru með ólíkan bakgrunn í líf- inu en í viðtölunum kom fram að fjölmargar kvennanna töldu ást nauðsynlega fyrir hámarksfull- nægju í bæði kynlífi og hjóna- bandi. Auk þess sögðust margar konur vera síður bældar, tilbún- ari að prófa nýja hluti í kynlífi og kynnast sjálfum sér sem kynver- um þegar þær væru ástfangn- ar af maka sínum eða bólfélaga. „Þegar konur finna fyrir ást geta þær fundið fyrir sterkari kynferð- islegum áhrifum, ekki eingöngu vegna þess að þær treysta maka sínum heldur einnig vegna þess að þeim líður eins og það sé í lagi að stunda kynlíf þegar ást er til staðar,“ segir Montemurro einnig. Hollasti fiskurinn Flestir Íslendingar hesthúsa fisk í stórum stíl og telja allar tegund- ir jafnhollar. Svo er hins vegar ekki og er umtalsverður munur á hve hollur fiskur er eftir tegund. Tímaritið Women´s health fékk næringarfræðing til að meta margar vinsælustu tegundir fisks og var niðurstaðan sú að villtur lax er lang heilsusamlegastur. Sam- kvæmt næringarfræðingnum þá varð lax fyrir valinu einna helst vegna þess að hann hefur sérstak- lega mikið magn omega-3 fitusýru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.