Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 22.–25. ágúst 201452 Menning S igríður Soffía hlaut Menn- ingarverðlaun DV á síð- asta ári fyrir verkið Eldar – danssýningu fyrir þrjú tonn af flugeldum, sem flutt var fyrir meirihluta þjóðarinnar á síð- ustu Menningarnótt. Var það jafn- framt í fyrsta sinn sem danssýn- ing var sett upp með flugeldum hér á landi. „Vodafone hafði sam- band við mig aftur, því það var mik- il ánægja með sýninguna í fyrra, og báðu mig að vinna nýtt verk fyrir árið í ár,“ segir Sigríður Soffía. „Sýn- ingin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV í fyrra og fékk svakalega mik- ið áhorf. Um 80 prósent þjóðar- innar sáu sýninguna. Þess vegna reyndum við að hugsa enn stærra í ár og vildum með einhverjum hætti gera meira fyrir landsbyggðina.“ Fékk leyfi hjá biskup „Fyrr á öldum þegar hættur steðj- uðu að þá voru kirkjubjöllurn- ar gjarnan notaðar til viðvörun- ar, hvort sem það var vegna trölla, galdra eða eldgoss. Talið var að þær myndu hrinda burt illum vætt- Einn stærsti viðburður Menningarnætur hefur ætíð verið flugeldasýningin, sem um leið bindur enda á dag- skrá hátíðarinnar. Annað árið í röð mun Sigríður Soffía Níelsdóttir leiða áhorfendur í dans með einstöku dansverki sem að þessu sinni er flutt af flugeldum, strengjasveit og 22 kirkjum víðs vegar um land. „Boðskapur dansverksins er fenginn úr þjóðsagnaminnum og því datt mér í hug að reyna að virkja allar kirkjur landsins – sem er auðvitað brjálæðislega stór hugmynd,“ viðurkennir Sigríður Soffía í samtali við DV. Verkið í ár ber því heitið Töfrar – dansverk fyrir flugelda, hljómsveit og kirkjur Íslands. „Stærsti gjörningur Íslandssögunnar“ Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Brjálæðis-lega stór hugmynd Spennandi viðburðir á Menningarnótt Menningarnótt verður haldin í nítjánda sinn á laugardag. Um er að ræða stærsta viðburð sem haldinn er á Íslandi en hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðinni síðustu ár. Allt að sex hundruð viðburðir eru á dagskrá Menningarnæt- ur þetta árið. Hér er brot af því besta. Reykjavíkurmaraþonið Fyrir mörgum markar Reykja- víkurmaraþonið upphaf Menn- ingarnætur. Maraþonið er ekki eigindlegur viðburður Menn- ingarnætur en hefur undanfarin ár verið farið að morgni hátíðar- innar. Frábær leið til að byrja daginn. Ekki er nauðsynlegt að fara heilt maraþon. Þriggja kíló- metra skemmtiskokk er tilvalið fyrir byrjendur og þá geta börnin yngri en átta ára skráð sig í Lata- bæjarhlaupið. Ratleikir Nokkrir ratleikir eru í boði bæði fyrir börn og fullorðna. Í Gallerí Fold er hægt að fara í ratleik sem felst í að finna listaverk sem sýnd eru í galleríinu. Við hvert þeirra er lítil frásögn og í henni bókstafur sem er hluti af orði sem gestir eiga að finna út. Að auki er hægt að fara stærri ratleik utanhúss. Þrjátíu listaverkum eftir vegglistamann- inn Pure Evil hefur verið komið fyrir í borgarlandi og þeir sem finna verkin mega eiga þau. Að lokum verður einnig hægt að taka þátt í fræðandi ratleik um Sjóminjasafnið. Vöfflukaffi Vöfflukaffi í Þingholtun- um er eitt af þeim atrið- um sem fest hafa sig í sessi í dagskrá Menningarnætur og er nú haldið í áttunda sinn. Íbúar Þingholtanna bjóða þá gestum og gangandi á heimili sín eða garða, í vöfflur og kaffi, milli kl. 14 og 16. Sumir gestgjafar bjóða upp á litla tónleika og aðrir upp á listsýningar, allt eftir áhuga hvers og eins. Ár hvert taka um tíu heimili þátt. Fjölskyldu- skemmtun lambakjöts Á Óðins- torgi verður fjölskyldudag- skrá í boði Mark- aðsráðs kindakjöts. Meistara- félag kjötiðnaðarmanna mætir með grillvagn og grillar ljúffengt lambakjöt fyrir gesti og gang- andi. Fjölbreytt dagskrá inni- heldur Skoppu og Skrítlu, Línu Langsokk, Dr. Gunna og Friðrik Dór, Sirkus Íslands og fleiri stór- skemmtileg atriði, eins og segir í dagskránni. „Kósí að vera í garðinum“ n Stórtónleikar Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum n Pylsur og kótelettur í boði meðan birgðir endast Þ etta verður heilmikið garð- partí,“ segir Jóhann Örn Ólafs- son, verkefnastjóri stór- tónleika Bylgjunnar á Menningarnótt, sem að þessu sinni verða haldnir í Hljóm- skálagarðinum. Partíið hefst klukkan sex með bæði tónleik- um og grillveislu. Fram koma Skítamórall, Bo&Co, Hafdís Huld, Jón Jónsson, Kaleo, SSSól og Hjálmar. Að auki verða atriði úr Ís- land got talent á milli tónlistaratriða. „Við erum með heldur lengri tónlistardagskrá en oft áður. Við erum mjög stolt af uppstillingunni.“ Tónleikar Bylgjunnar hafa alltaf verið á Ingólfstorgi. Hvers vegna var ákveðið að færa þá í Hljóm- skálagarðinn? „Við höfum alltaf kunnað mjög vel við okkur á Ingólfstorgi og það var erfið ákvörðun að slíta okkur þaðan,“ svarar Jó- hann Örn. „En þessi hug- mynd hefur komið upp áður því það er verið að tjalda miklu til í garðin- um yfir daginn. Lati- bær og Íslandsbanki eru með hlaup og skemmt- un þarna upp úr há- degi og það er því ákveðin hag- ræðing í því að samnýta sviðið. Svo er garðurinn bara mjög skemmtilegur tónleikastaður, sérstak- lega ef það viðrar vel. Við liggjum á bæn og vonum að það haldist þurrt. Þannig að það getur verið mjög kósí að vera í garðinum. Fólk er kannski búið að vera á rölti allan daginn og getur þá tyllt sér nið- ur í garðinum, notið tónlistarinnar og fengið veitingar.“ Boðið verður upp á grillaðar pylsur og kótelettur í boði kjötvinnslunnar Ali og þá býður Ölgerðin upp á gos á meðan birgðir endast. „Við pössum okkur á því að tón- leikarnir verði bún- ir tímanlega svo fólk verði ekki í neinu stressi yfir því að missa af flugeldasýningunni. Hún sést sjálf- sagt úr garðinum en einhverjir munu vilja fikra sig nær henni eftir Lækj- argötunni og þess vegna verða tónleikarnir búnir um 22.15,“ segir Jóhann Örn að lokum. Hægt verður að fylgjast með tónleikunum á Bylgjunni og á sjónvarpsstöðinni Bravó. n aslaug@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.