Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Page 52
Helgarblað 22.–25. ágúst 201452 Menning S igríður Soffía hlaut Menn- ingarverðlaun DV á síð- asta ári fyrir verkið Eldar – danssýningu fyrir þrjú tonn af flugeldum, sem flutt var fyrir meirihluta þjóðarinnar á síð- ustu Menningarnótt. Var það jafn- framt í fyrsta sinn sem danssýn- ing var sett upp með flugeldum hér á landi. „Vodafone hafði sam- band við mig aftur, því það var mik- il ánægja með sýninguna í fyrra, og báðu mig að vinna nýtt verk fyrir árið í ár,“ segir Sigríður Soffía. „Sýn- ingin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV í fyrra og fékk svakalega mik- ið áhorf. Um 80 prósent þjóðar- innar sáu sýninguna. Þess vegna reyndum við að hugsa enn stærra í ár og vildum með einhverjum hætti gera meira fyrir landsbyggðina.“ Fékk leyfi hjá biskup „Fyrr á öldum þegar hættur steðj- uðu að þá voru kirkjubjöllurn- ar gjarnan notaðar til viðvörun- ar, hvort sem það var vegna trölla, galdra eða eldgoss. Talið var að þær myndu hrinda burt illum vætt- Einn stærsti viðburður Menningarnætur hefur ætíð verið flugeldasýningin, sem um leið bindur enda á dag- skrá hátíðarinnar. Annað árið í röð mun Sigríður Soffía Níelsdóttir leiða áhorfendur í dans með einstöku dansverki sem að þessu sinni er flutt af flugeldum, strengjasveit og 22 kirkjum víðs vegar um land. „Boðskapur dansverksins er fenginn úr þjóðsagnaminnum og því datt mér í hug að reyna að virkja allar kirkjur landsins – sem er auðvitað brjálæðislega stór hugmynd,“ viðurkennir Sigríður Soffía í samtali við DV. Verkið í ár ber því heitið Töfrar – dansverk fyrir flugelda, hljómsveit og kirkjur Íslands. „Stærsti gjörningur Íslandssögunnar“ Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Brjálæðis-lega stór hugmynd Spennandi viðburðir á Menningarnótt Menningarnótt verður haldin í nítjánda sinn á laugardag. Um er að ræða stærsta viðburð sem haldinn er á Íslandi en hátt í hundrað þúsund manns hafa tekið þátt í hátíðinni síðustu ár. Allt að sex hundruð viðburðir eru á dagskrá Menningarnæt- ur þetta árið. Hér er brot af því besta. Reykjavíkurmaraþonið Fyrir mörgum markar Reykja- víkurmaraþonið upphaf Menn- ingarnætur. Maraþonið er ekki eigindlegur viðburður Menn- ingarnætur en hefur undanfarin ár verið farið að morgni hátíðar- innar. Frábær leið til að byrja daginn. Ekki er nauðsynlegt að fara heilt maraþon. Þriggja kíló- metra skemmtiskokk er tilvalið fyrir byrjendur og þá geta börnin yngri en átta ára skráð sig í Lata- bæjarhlaupið. Ratleikir Nokkrir ratleikir eru í boði bæði fyrir börn og fullorðna. Í Gallerí Fold er hægt að fara í ratleik sem felst í að finna listaverk sem sýnd eru í galleríinu. Við hvert þeirra er lítil frásögn og í henni bókstafur sem er hluti af orði sem gestir eiga að finna út. Að auki er hægt að fara stærri ratleik utanhúss. Þrjátíu listaverkum eftir vegglistamann- inn Pure Evil hefur verið komið fyrir í borgarlandi og þeir sem finna verkin mega eiga þau. Að lokum verður einnig hægt að taka þátt í fræðandi ratleik um Sjóminjasafnið. Vöfflukaffi Vöfflukaffi í Þingholtun- um er eitt af þeim atrið- um sem fest hafa sig í sessi í dagskrá Menningarnætur og er nú haldið í áttunda sinn. Íbúar Þingholtanna bjóða þá gestum og gangandi á heimili sín eða garða, í vöfflur og kaffi, milli kl. 14 og 16. Sumir gestgjafar bjóða upp á litla tónleika og aðrir upp á listsýningar, allt eftir áhuga hvers og eins. Ár hvert taka um tíu heimili þátt. Fjölskyldu- skemmtun lambakjöts Á Óðins- torgi verður fjölskyldudag- skrá í boði Mark- aðsráðs kindakjöts. Meistara- félag kjötiðnaðarmanna mætir með grillvagn og grillar ljúffengt lambakjöt fyrir gesti og gang- andi. Fjölbreytt dagskrá inni- heldur Skoppu og Skrítlu, Línu Langsokk, Dr. Gunna og Friðrik Dór, Sirkus Íslands og fleiri stór- skemmtileg atriði, eins og segir í dagskránni. „Kósí að vera í garðinum“ n Stórtónleikar Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum n Pylsur og kótelettur í boði meðan birgðir endast Þ etta verður heilmikið garð- partí,“ segir Jóhann Örn Ólafs- son, verkefnastjóri stór- tónleika Bylgjunnar á Menningarnótt, sem að þessu sinni verða haldnir í Hljóm- skálagarðinum. Partíið hefst klukkan sex með bæði tónleik- um og grillveislu. Fram koma Skítamórall, Bo&Co, Hafdís Huld, Jón Jónsson, Kaleo, SSSól og Hjálmar. Að auki verða atriði úr Ís- land got talent á milli tónlistaratriða. „Við erum með heldur lengri tónlistardagskrá en oft áður. Við erum mjög stolt af uppstillingunni.“ Tónleikar Bylgjunnar hafa alltaf verið á Ingólfstorgi. Hvers vegna var ákveðið að færa þá í Hljóm- skálagarðinn? „Við höfum alltaf kunnað mjög vel við okkur á Ingólfstorgi og það var erfið ákvörðun að slíta okkur þaðan,“ svarar Jó- hann Örn. „En þessi hug- mynd hefur komið upp áður því það er verið að tjalda miklu til í garðin- um yfir daginn. Lati- bær og Íslandsbanki eru með hlaup og skemmt- un þarna upp úr há- degi og það er því ákveðin hag- ræðing í því að samnýta sviðið. Svo er garðurinn bara mjög skemmtilegur tónleikastaður, sérstak- lega ef það viðrar vel. Við liggjum á bæn og vonum að það haldist þurrt. Þannig að það getur verið mjög kósí að vera í garðinum. Fólk er kannski búið að vera á rölti allan daginn og getur þá tyllt sér nið- ur í garðinum, notið tónlistarinnar og fengið veitingar.“ Boðið verður upp á grillaðar pylsur og kótelettur í boði kjötvinnslunnar Ali og þá býður Ölgerðin upp á gos á meðan birgðir endast. „Við pössum okkur á því að tón- leikarnir verði bún- ir tímanlega svo fólk verði ekki í neinu stressi yfir því að missa af flugeldasýningunni. Hún sést sjálf- sagt úr garðinum en einhverjir munu vilja fikra sig nær henni eftir Lækj- argötunni og þess vegna verða tónleikarnir búnir um 22.15,“ segir Jóhann Örn að lokum. Hægt verður að fylgjast með tónleikunum á Bylgjunni og á sjónvarpsstöðinni Bravó. n aslaug@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.