Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods Ari heldur á 180 milljónum í 365 n Hlutafé aukið um milljarð n Ari hefur ekki selt og þynnist líklega út Þ að er ekkert búið að ákveða um það,“ segir Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365, spurður um hvort hann hyggist selja hlutabréf sín í fjölmiðlafyrirtækinu í tengslum við starfslok sín og hlutafjáraukningu hjá fyrirtækinu. Ekki var samið sér- staklega um sölu bréfanna þegar gengið var frá starfslokum Ara og stendur það ekki til. „Það hef- ur ekkert gerst í því.“ Ari mun því halda áfram utan um stóran hlut, til þess að gera, í 365 þrátt fyrir að hann starfi ekki lengur hjá félaginu. Hlutur Ara í félaginu nemur 6,2 pró- sentum af útgefnu hlutafé. Hluta- fé 365 nemur nærri 3 milljörðum króna, rúmlega 2,9 milljörðum. Hlutdeild Ara í þessu hlutafé nemur tæplega 180 milljónum króna. Því er um verulega fjárhæð að ræða fyr- ir Ara, eða sem nemur um fjórföld- um árslaunum hans á stóli forstjóra 365. „Þetta er umtalsverð eign fyrir mig,“ segir Ari. Óljóst hverjir koma inn Fyrr á árinu var greint frá hlutafjár- aukningu hjá 365 upp á milljarð króna. Síðan þá hafa miklar vanga- veltur verið um hverjir það eru sem munu leggja fyrirtækinu til fé. Nokkur nöfn sem hafa verið nefnd eru Ármann Þorvaldsson, Þor- steinn Jónsson, Magnús Ármann og Þórður Már Jóhannesson. Ekkert af þessu mun þó vera rétt, samkvæmt heimildum DV. DV hafði til dæmis samband við Þórð Má Jóhannesson og spurði hann hvort hann væri að koma með nýtt hlutafé inn í fyrir- tækið. Þessu neitaði Þórður Már og sagðist áður hafa fengið símtöl með þessari spurningu. Ekki er vitað um að íslenskir fjárfestar séu í hópi nýrra fjárfesta 365. Ingibjörg og Jón Ásgeir taka þátt Eina sem vitað er um hvaða fjárfest- ar koma að hlutafjáraukningunni eru núverandi eigendur 365, Ingi- björg Pálmadóttir og Jón Ásge- ir. Þau munu bæta við hlut sinn en samkvæmt heimildum DV er minnihluti hlutafjárins nýja kom- inn frá þeim hjónum. Aðrir fjárfest- ar sem munu leggja 365 til fé munu vera erlendir aðilar, samkvæmt heimildum DV. Blaðið hefur heim- ildir fyrir því að um sé að ræða fjár- muni frá einstaklingum sem unnið hafa með Jóni Ásgeiri áður. Blað- ið hefur hins vegar ekki heimildir fyrir því hvaða einstaklingar þetta eru. Jón Ásgeir hefur átt í áralöng- um góðum samskiptum við breska fjárfesta, eins og til dæmis Malcolm Walker, eiganda Iceland-keðjunn- ar, og kom hann til dæmis með fjár- muni inn í íslensku Iceland-keðj- una á sínum tíma. Hlutur keyptur af Ara eða hann þynntur út? Í tilfelli Ara er spurningin sú hvort hlutabréf hans verði keypt af hon- um eða hvort hann verður þynntur út í hlutafjáraukningunni. Auðvitað væri best fyrir Ara að selja hlutabréf- in núna, fyrir hlutafjáraukninguna, en þá þarf einhver kaupandi að vera að bréfunum. Ef marka má Ara þá liggja engin slík viðskipti fyr- ir og mun hlutur hans því væntan- lega þynnast verulega út í hlutafjár- aukningunni, um þriðjung eða sem nemur um tveimur prósentustigum af hlutafjáreign hans. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þetta er umtalsverð eign fyrir mig Stór hluthafi Ari Edwald er enn þá stór hluthafi í 365 en hann á 6,2 prósenta hlut sem skráður er á hans nafn. Engin ákvörðun hefur verið tekin um viðskipti með hlutinn þótt Ari sé hættur. Mynd GunnAr GunnArSSon Kemur með meira Núverandi hluthafar 365, meðal annars Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, koma með nýtt hlutafé inn í fjölmiðlafyrirtækið á móti erlendum aðilum. Mynd SIGtryGGur ArI Afskrifað hjá félaginu Íslandsbanki afskrifaði rúmar 1.200 milljónir króna hjá félaginu AB 190 ehf. sem keypti Skeljung árið 2008 en það var í eigu hjónanna Svan- hildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Þórðarsonar. Mynd GunnAr V. AndréSSon Afskrifaði 1.200 milljónir Rangar upplýsingar í Lögbirtingablaðinu Í slandsbanki afskrifaði rúm- lega 1200 milljónir króna hjá eignarhaldsfélaginu AB 190 ehf. sem var eigandi félagsins Skel In- vestments sem keypti 51 prósent hlutafjár í Skeljungi af Glitni síðsum- ars 2008. Ranglega var greint frá skiptalok- um félagsins í Lögbirtingablaðinu fyrr í vikunni, að sögn skiptastjóra félagsins, Guðna Á. Haraldssyni, og verður auglýsingin um skiptalok- in leiðrétt á næstunni. Þetta breytir stöðu félagsins verulega. Í stað engra kröfulýsinga barst 1.200 milljóna krafa í búið sem ekkert fékkst upp í. Íslandsbankinn afskrifaði því rúm- lega 1.200 milljónir hjá fyrirtækinu. Líkt og DV greindi frá á þriðju- daginn keypti félagið Skel Invest- ments 51 prósents hlut í olíufé- laginu Skeljungi árið 2008 og var það Íslandsbanki sem seldi hlutinn. Eigendur félagsins voru áðurnefnd Svanhildur Nanna og Guðmundur. Hjónin seldu Skeljung til nokkurra lífeyrissjóða árið 2013 og innleystu hagnað sem hleypur á milljörðum. Ef marka má tíðindin um AB 190 ehf. tapaði Íslandsbanki hins vegar verulega á viðskiptunum með hluta- bréfin í Skeljungi. n ingi@dv.is Tveir þriðju á land Tveir þriðju makrílkvótans er kominn á land. Frá þessu er greint í Fiskifréttum. Þar kemur fram að vertíðin hafi hingað til gengið vel í sumar en Hafrann- sóknastofnun birti frétt á vef- síðu sinni þar sem fram kom að mikið af makríl væri enn við Ís- land. Á miðvikudag var búið að landa 98.000 tonnum af makríl af 154.000 tonna kvóta. Samkvæmt greiningu blaðsins hafa skip með aflareynslu veitt 54 prósent af sínum kvóta, vinnsluskip um 77 prósent og ísfiskskip 84 prósent. Þá er búið að veiða 4.200 tonn af makríl á handfæri af 6.800 tonna kvóta. Tveimur topp- um sagt upp hjá WOW Tveimur framkvæmdastjórum hjá flugfélaginu WOW air, þeim Tómasi Ingasyni og Arnari Má Arnþórssyni, var sagt upp störf- um hjá félaginu á miðvikudag, að því er fram kemur á vefnum turisti.is. Tómas var forstöðumaður við- skiptaþróunarsviðs WOW air og Arnar Már var framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Tómas hóf störf í janúar síðastliðnum og Arnar í maí. Svanhvít Friðriksdóttir, upp- lýsingafulltrúi WOW, segir uppsagnirnar lið í því að fylgja lággjaldastefnu WOW eftir „og standa við loforðið um að bjóða ávallt lægstu fargjöldin,“ segir í fréttinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.