Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Það er til gott fólk É g er búin að eiga sama bíl síðan árið 2005. Hann er '99 árgerð og algjörlega frá- bær. Fólk er reyndar mis- sammála mér um fegurð og gæði kaggans en ég er blinduð af ást. Það hefur verið lagt hart að mér undanfarið að fá mér nýjan bíl en mér finnst það al- gjör fásinna. Það er nefnilega fátt heimskulegra í heiminum en að eyða pening í bíl. Rökin sem ég hef fengið fyrir því að ég eigi að skipta snúa öll að því að ég muni spara á því að fá mér bíl sem eyðir minna. Það er náttúrlega engan veginn rétt því ef ég fæ mér nýrri bíl þá mun ég þurfa að leggja út fullt af pening til þess að kaupa bílinn. Ég á minn skuld- laust þannig ég sé ekki hvernig fólk fær það út að ég spari þó að hann eyði kannski aðeins minna. En nóg um það. Þar sem bíllinn er oft í mis- góðu ástandi þá hef ég ekki gert mikið af því undanfarin ár að keyra hann út á land. Þrátt fyr- ir að ég taki ekki eftir því þá er nefnilega oft verið að segja við mig að hitt og þetta sé að bílnum. Ég keyrði til dæmis um í hálft ár með sveiflandi spegil öðrum megin og með númeraplötuna í aftursætisglugganum. Síðan var eitthvað laust undir honum (ég fann það þegar ég fór yfir hraða- hindranir) og svo voru víst ein- hver óvenjuleg hljóð í honum en ég var lítið að spá í það. Í sumarfríinu ákvað ég þó að skella mér með vinkonu og af- kvæmum okkar, þriggja ára vin- konum, upp í sumarbústað. Þar sem enginn bíll var í boði var ekk- ert annað í stöðunni en að fara á drossíunni upp í sveit. Það gekk allt vel á leiðinni í sveitina þó að vinkonu minni hafi fundist frekar furðuleg hljóð í bílnum á tíðum. Á heimleiðinni ákváðum við að kíkja í dýragarð í sveitinni til þess að gleðja ungviðið í ferðinni. Við vorum komnar vel áleiðis og fá hús í augsýn þegar bíllinn fer allt í einu að láta undarlega. Ég reynd- ar tók ekki eftir neinu og hélt áfram að klára sögu sem ég var að segja en vinkona mín hrópaði upp yfir sig: „Það er eitthvað að dekkinu!“ Hvaða vitleysa,“ sagði ég kotroskin en ákvað hins vegar að stöðva bílinn þar sem hljóð- ið var eitthvað skringilegt. Við keyrðum niður afleggjara sem var sem betur fer þarna rétt hjá. Grunur vinkonunnar reyndist réttur: það var sprungið á öðru framdekkinu. Og nú voru góð ráð dýr. Við staddar uppi í sveit, fáir á ferli og hvorug okkar kunni að skipta um dekk. Ég skammast mín smá fyr- ir að segja það en þegar ég opn- aði skottið var ég engan veginn viss um að ég væri með varadekk eða græjur til að skipta um dekk- ið. Eftir að hafa tekið úr skottinu drasl síðustu ára, meðal annars tvo sirka 40 kílóa kertastjaka úr grjóti (sem ég var búin að gleyma að væru þarna), kom í ljós að kagginn var bara nokkuð vel bú- inn til þess að skipta um dekk. En hins vegar kunnum við ekki á græjurnar né hvernig ætti að haga sér í dekkjaskiptingum. Í dágóðan tíma reyndum við að stoppa þá bíla sem framhjá okkur fóru til þess að biðja um hjálp. Flestir brunuðu hratt fram- hjá og höfðu lítinn áhuga á að hjálpa tveimur ungum konum í neyð. Við vorum orðnar nokk- uð vonlitlar þegar að tuttugasti bíllinn keyrði framhjá okkur en þá skyndilega sáum við að bíll- inn sneri við og keyrði í áttina til okkar. Út úr bílnum stigu englar í mannsmynd. Par á besta aldri vippaði sér út úr bílnum og bauð fram aðstoð sína. Þau tjökkuðu upp bílinn fyrir okkur (og hann rann einu sinni af stað svo þetta var ekki auðvelt) og hjálpaði okk- ur að rífa dekkið (sem var nán- ast fast við hjólkoppinn) und- an bílnum. Eftir um klukkutíma puð komst varadekkið undir. Þá kom í ljós að það var loftlaust. Við keyrðum með hazard-ljósin á næstu bensínstöð og parið fylgdi okkur eftir til þess að tryggja að við kæmust á áfangastað. Og þá kem ég loksins að merg málsins. Það er nefnilega enn þá til gott fólk. Fólk sem gefur sér tíma til þess að hjálpa algjörlega ókunnugum vitleysingum sem fara út á land á illa búnum bíl og kunna ekki einu sinni að skipta um dekk. TAKK, góða fólk. Ef karma er til þá eruð þið í góðum málum. n „Það var sprungið á öðru framdekk- inu. Og nú voru góð ráð dýr. Við staddar uppi í sveit, fáir á ferli og hvorug okkar kunni að skipta um dekk. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Helgarpistill Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Gerard Butler snýr aftur sem Mike Banning Bond leikstýrir London Has Fallen Sunnudagur 24. ágúst Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (11:26) 07.04 Kalli og Lóla (3:26) 07.15 Tillý og vinir (13:52) 07.26 Kioka (30:52) 07.33 Ævintýri Berta og Árna 07.38 Sebbi (18:28) 07.49 Pósturinn Páll (2:13) 08.04 Ólivía (15:52) 08.15 Kúlugúbbarnir (16:18) 08.38 Tré-Fú Tom (16:26) 09.00 Disneystundin (33:52) 09.01 Finnbogi og Felix (3:13) 09.23 Sígildar teiknimyndir 09.30 Nýi skólinn keisarans 09.53 Millý spyr (54:78) 10.00 Chaplin (2:50) 10.06 Undraveröld Gúnda (5:5) 10.18 Vöffluhjarta (5:7) e 10.40 Pabbabúðir 2,8 (Daddy Day Camp) Tveir pabbar reka sumarbúðir fyrir börn en það er hart í ári og þeir verða að hafa allar klær úti til að forðast gjaldþrot. Bandarísk gamanmynd frá 2007. Leikstjóri er Fred Savage og meðal leikenda eru Cuba Gooding, Paul Rae og Richard Gant. e 12.10 Tónaflóð - Menningarnæt- urtónleikar 2014 e 15.30 Ramesses II - Að leiðar- lokum e 16.35 Flikk - flakk (2:4) 888 e 17.10 Táknmálsfréttir 17.20 Stella og Steinn (10:42) 17.32 Stundarkorn 18.00 Stundin okkar 888 e 18.25 Brúnsósulandið (6:8) e 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Íslendingar (6:8) 888 20.30 Vesturfarar (1:10) 21.10 Paradís 8,0 (6:8) (Paradise II) Framhald breska myndaflokksins um Denise og drauma hennar um ást og velgengni. Þættirnir eru byggðir á bókinni Au Bonheur des Dames eftir Émile Zola. Meðal leikenda eru Joanna Vanderham, Emun Elliott, Stephen Wight, Patrick Malahide og David Hayman. 22.05 Á hjara veraldar 888 e 23.55 Alvöru fólk 8,0 (6:10) (Äkta människor II) Sænskur myndaflokkur sem gerist í heimi þar sem ný kynslóð vélmenna hefur gerbreytt lífi fólks og vart má á milli sjá hverjir eru mennskir og hverjir ekki. Aðalhlutverk: Pia Halvorsen, Lisette Pagler, Andreas Wilson og Eva Röse. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 00.55 Löðrungurinn (7:8) e 01.50 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok 11:00 La Liga Report 11:30 Formula 1 2014 B 14:30 Sumarmótin 2014 15:10 Þýski handboltinn (RN Löwen - Magdeburg) B 16:40 NBA 17:00 UEFA - Forkeppni 18:50 Spænski boltinn 14/15 (Barcelona - Elche) B 20:50 IAAF Diamond League 22:50 UFC Live Events 09:00 Premier League 10:40 Premier League 12:20 Premier League Totten- ham - QPR) B 14:50 Premier League (Sunder- land - Man. Utd.) B 17:00 Premier League 18:40 Premier League 20:20 Premier League 22:00 Premier League 23:40 Premier League 07:50 The Best Exotic Marigold Hotel 09:50 Pay It Forward 11:55 Men in Black II 13:20 Journey 2 14:55 The Best Exotic Marigold Hotel 17:00 Pay It Forward 19:00 Men in Black II 20:25 Journey 2 22:00 White House Down 00:10 Brubaker 02:20 American Reunion 04:10 White House Down 15:30 Top 20 Funniest (13:18) 16:15 The Amazing Race (7:12) 17:00 Time of Our Lives (13:13) 17:55 Bleep My Dad Says (18:18) 18:20 Guys With Kids (7:17) 18:40 Last Man Standing (3:18) 19:00 Man vs. Wild (9:15) 19:40 Bob's Burgers (6:23) 20:05 American Dad (14:19) 20:30 The Cleveland Show 20:55 Chozen (9:13) 21:20 Eastbound & Down (7:8) 21:50 The League (13:13) 22:15 Rubicon (13:13) 23:00 The Glades (9:10) 23:45 The Vampire Diaries 00:25 Man vs. Wild (9:15) 01:10 Bob's Burgers (6:23) 01:35 American Dad (14:19) 01:55 The Cleveland Show 02:20 Chozen (9:13) 02:40 Eastbound & Down (7:8) 03:10 The League (13:13) 03:30 Rubicon (13:13) 04:15 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 17:10 Strákarnir 17:35 Frasier (21:24) 18:00 Friends (2:24) 18:20 Seinfeld (4:24) 18:45 Modern Family (24:24) 19:10 Two and a Half Men (19:23) 19:30 Viltu vinna milljón? 20:15 Nikolaj og Julie (20:22) 21:00 Broadchurch (7:8) 21:50 Crossing Lines (3:10) 22:40 Boardwalk Empire (10:12) 23:40 Sisters (13:22) 00:25 Viltu vinna milljón? 01:10 Nikolaj og Julie (20:22) 01:55 Broadchurch (7:8) 02:45 Crossing Lines (3:10) 03:30 Boardwalk Empire (10:12) 04:25 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Ævintýraferðin 08:00 Algjör Sveppi 09:15 Grallararnir 09:35 Villingarnir 10:00 Ben 10 10:25 Kalli kanína og félagar 10:30 Lukku láki 10:55 Scooby-Doo! Mystery Inc. 11:15 Hundagengið 11:35 iCarly (12:25) 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Mr. Selfridge (7:10) 14:40 Broadchurch (6:8) Magn- þrunginn spennuþáttur sem fjallar um rannsókn á láti ungs drengs sem finnst í fjörunni í litlum smábæ. Fljótlega kemur í ljós að dauði hans var af manna völdum og liggja allir íbúar bæjarins liggja undir grun. Nálægðin við náungann í smábænum gerir leitina enn erfiðari fyrir aðstandendur sem og rannsóknarlögregluna. 15:35 Mike & Molly 6,5 (8:23) Gamanþáttaröð um turtildúfurnar Mike Biggs og Molly Flynn. Það skiptast á skin og skúrir í sambandinu og ástin tekur á sig ýmsar myndir. 16:00 How I Met Your Mother (18:24) Níunda og jafnframt síðasta þáttaröðin um vinina Lily, Robin, Ted, Marshall og Barney og söguna góðu af því hvenig Ted kynntist barnsmóður sinni. 16:25 Léttir sprettir (2:0) 16:50 Kjarnakonur 17:15 Gatan mín 17:35 60 mínútur (46:52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (52:60) 19:10 Ástríður (2:12) 19:40 Fókus (2:6) 20:00 The Crimson Field (3:6) Vönduð bresk þáttaröð frá BBC. Sagan gerist í Fyrri heimsstyrjöldinni og aðalsöguhetjurnar eru læknar, hjúkrunarkonur og sjúklingar í sjúkrabúðum breska hersins í Frakklandi. Hjúkkurnar þurfa að sinna mönnum sem koma særðir, bæði á líkama og sál, úr skotgröfunum. 20:55 Rizzoli & Isles (6:18) 21:40 The Knick (3:10) 22:25 Tyrant (9:10) Hörku- spennandi þáttaröð um afar venjulega fjölskyldu í Bandaríkjunum sem dregst inn í óvænta og hættulega atburðarás í Mið Austurlöndum. 23:10 60 mínútur (47:52) 23:55 Suits (3:16) 00:35 The Leftovers (8:10) 01:30 Crisis (11:13) 02:15 How I Spent My Summer Vacation 03:50 Fun With Dick and Jane 05:20 The Mesmerist 06:00 Pepsi MAX tónlist 14:35 Dr. Phil 15:15 Dr. Phil 15:55 Dr. Phil 16:35 Kirstie (6:12) 17:00 Catfish (9:12) Í samskiptum við ókunnuga á netinu er oft gott að hafa varann á vegna þess að fæstir eru í raun þeir sem þeir segjast vera. Þáttaröðin fjallar um menn sem afhjúpa slíka notendur. 17:45 America's Next Top Model (10:16) Bandarísk raunveruleikaþáttaröð þar sem Tyra Banks leitar að næstu ofurfyrirsætu. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en 14 þátttakendur fá að spreyta sig í keppninni enda taka piltar líka þátt í þetta sinn. 18:30 Rookie Blue (12:13) 19:15 King & Maxwell (6:10) 20:00 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (8:20) 20:25 Top Gear USA (14:16) 21:15 Law & Order: SVU (2:24) 22:00 Revelations (2:6) Undarlegt mál um stúlku sem liggur í dái á spítala en muldrar vers úr Biblíunni kemur Dr. Richard Massey, stjarneðlisfræðingi frá Harvard, í kynni við nunnuna Josepha Montafi- ore. Hún telur að stúlkan og ofskynjanir hennar séu verk Guðs og vill rannsaka þetta mál nánar með hjálp Richards. 22:45 Nurse Jackie (9:10) Margverðlaunuð bandarísk þáttaröð um hjúkrunar- fræðinginn og pilluætuna Jackie. 23:15 Californication (9:12) 23:45 Málið (11:13) 00:15 Monroe (1:6) Bresk þáttaröð sem naut mikilla vinsælda og fjallar um taugaskurð- lækninn Gabriel Monroe. Aðalhlutverk leikur James Nesbitt. Kona sem ber barn undir belti kemur til Monroe ásamt eiginmanni sínum og þarnfast hjálpar. 01:00 Agents of S.H.I.E.L.D. 01:45 Scandal (9:18) 02:30 Beauty and the Beast 03:15 The Tonight Show Spjall- þáttasnillingurinn Jimmy Fallon hefur tekið við keflinu af Jay Leno og stýrir nú hinum geysivinsælu Tonight show þar sem hann hefur slegið öll áhorfsmet. Leikarinn Josh Brolin vinnur nú að nýrri The Avengers – mynd sem er væntanleg á næsta ári en hann er gestur Jimmy í kvöld. Ítalski kokk- urinn Giada De Laurentiis sem sér um matreiðslu- þáttinn Giada at Home á Food Network kemur einnig í heimsókn. 04:00 Revelations (2:6) 04:45 Pepsi MAX tónlist B andaríski leikstjórinn Fred- rik Bond mun leikstýra fram- haldinu af spennumyndinni Olympus Has Fallen. Myndin ber heitið London Has Fallen og fylgir aðalsöguhetjum fyrri myndarinnar til Lundúna í jarðarför forsætisráð- herra Breta. Þar lenda hetjurnar þrjár í kröppum dansi því óprúttnir aðilar hafa í hyggju að myrða alla þjóðar- leiðtogana sem samankomnir eru í jarðarförinni. Bond leikstýrði nýlega Shia LeBeouf í myndinni Charlie Countryman en þetta verður hans fyrsta stóra verkefni. Gerard Butler mun framleiða myndina ásamt þeim Alan Siegel, Mark Gill og Matt O‘Tool auk þess að fara með aðalhlutverk- ið líkt og í Olympus Has Fallen. Auk Butler eru það Morgan Freeman og Aaron Eckhart sem fara með aðal- hlutverk myndarinnar en handritið er skrifað af þeim Christian Gudegast, Creighton Rothenberger og Katrin Benedikt. Olympus Has Fallen kom út í fyrra og hlaut góða aðsókn í kvikmynda- húsum. Hún segir frá brottræka leyni- þjónustumanninum Mike Banning (leiknum af Butler) sem er stadd- ur í Hvíta húsinu þegar hryðjuverka- menn gera tilraun til að ræna for- seta Bandaríkjanna. Hafandi mikla reynslu af leyniþjónustustörfum tekst Banning á hetjulegan hátt að bjarga forsetanum frá ráni og um leið að fá uppreisn æru. n Mike Banning Butler fer með aðalhlut- verkið í myndunum um Mike Banning. Sprungið Það verður að teljast magnað að ókunnugir hjálpi manni að skipta um dekk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.