Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 53
Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Menning 53 um. Á nokkrum stöðum á landinu eru litlar sveitakirkjur umkringd- ar hrauni og eru til frægar sögur um að hraunið hafi endað þarna rétt við kirkjuvegginn eftir að allir í sveitinni hlupu inn í kirkjuna og hringdu bjöllunum. Ég hef heyrt alls kyns skemmtilegar sögur sem tengjast kirkjuklukkum og töfrum,“ segir Sigríður Soffía. „Flugeldasýn- ing er einnig í eðli sínu hálfgerðir töfrar. Við erum að breyta pappa- kassa í töfrandi ljós hundrað metr- um ofar á himninum. Þess vegna fannst mér þetta mjög skemmtileg tenging til þess að vinna út frá.“ Undirbúningur fyrir sýninguna hefur staðið yfir í tæpt ár. Sigríð- ur Soffía segir skriffinnskuna, sem fylgdi því að fá kirkjur landsins í lið með sér, hafa komið sér á óvart. „Ég þurfti í fyrsta lagi að fá leyfi frá biskupi. Ég hringdi í biskup Ís- lands og kynnti hug- myndina fyrir hon- um og í kjölfarið talaði ég við flesta presta á landinu. Flugeldasýningin var síðan kynnt á prestaráðstefnu á Ísafirði,“ segir hún og hlær. „Þetta er búið að þurfa að fara allar rétt- ar boðleiðir þar til ég komst í síma- númerin hjá öllum helstu hringjur- um landsins. Núna er staðfest að 22 kirkjur, dreifðar úti um allt land, munu hringja samhæft með okk- ur á laugardag. Þetta verður einn stærsti gjörningur Íslandssögunn- ar,“ segir Sigríður Soffía. Flugeldar kaffæra hljómsveit Sigríður Soffía segir það gjörning út af fyrir sig að fá hundrað þúsund manns á Menningarnótt til að hafa hljótt. Hún segist spennt að sjá hvort það takist að koma ró á áhorf- endur í byrjun sýningar en ef klið- ur verður á mannskapnum er óvíst að fólk heyri í kirkjuklukkunum hr- ingja. „Ég vil biðja áhorfendur að hlusta endilega eftir því að nánast allar kirkjur í Reykjavík eru að hr- ingja samhæft. Fólk á að heyra óm- inn en ég vil ekki að bjöllurnar séu settar inn í hljóðkerfi.“ Sprengt verður af Tollhúsinu, Austurbakka, Faxagarði hjá Hörpu og úr Hörpugrunninum. Sýningin hefur því verið færð talsvert nær fólkinu en undanfarin ár. Sigríð- ur Soffía segir upplifunina verða sterkari fyrir vikið. Bryddað verður upp á fleiri nýjungum þetta árið. „Í fyrra vildi ég ekki nota tónlist held- ur var hljóðið í sýningunni eina tónlistin sem fékk að lifa,“ segir Sig- ríður Soffía. „Núna verður strengja- sveit á sviðinu sem samanstendur af hljóðfæraleikurum úr Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Þetta verður hálfgert einvígi milli hljómsveitar og flugeldasýningar þar sem flug- eldarnir munu algjörlega kaffæra hljómsveitina. Ég er hins vegar búin að skipuleggja lægðir af og til í sýningunni þannig að á ákveðnum punktum muntu allt í einu taka eft- ir hljómsveitinni aftur. Boðskapur verksins er þannig einnig tengdur lífinu og hvernig sumir hlutir halda alltaf áfram sama hversu upptek- inn þú ert.“ Eldgos kæmi sér illa En hvað er það sem þarf að hafa í huga, sem hugsanlega gæti farið úrskeiðis, við skipulagningu dans- sýningar á borð við þessa? „Eld- gos myndi koma sér sérstaklega illa og það er nýjasta áhyggjuefnið mitt,“ segir Sigga Soffía og hlær. „Veðrið líka. Við megum til dæm- is ekki skjóta upp af húsþökum ef vindhraði fer yfir eitthvað ákveðið. Einnig ef það er lágskýjað og rign- ing þá sjást flugeldarnir ekki. Veðr- ið er því sérstaklega stressandi fakt- or eins og vanalega. Ísland er stórfenglegt land og náttúran getur því haft mjög mikil áhrif. Allt mannlegt hefur hins vegar verið skipulagt í þaula og erum við með plan A, B, C og D í þeim efnum. Við erum til dæm- is búin að samstilla allar klukk- ur ef talstöðvarnar detta út.“ Síðasta verkefni fyrir fæðingarorlof Sigríður Soffía var í fyrsta út- skriftarárgangi dansbraut- ar Listaháskóla Íslands. Í dag starfar hún sem dansari, dans- höfundur, söngvari, leikari og kemur að auglýsingagerð auk þess sem hún hefur ríkan áhuga á stuttmyndagerð. Þá má einnig geta þess að Sigríður Soffía er barnshafandi og er á áttunda mánuði meðgöngunnar. „Þetta er síðasta verkefni fyrir fæðingar- orlof,“ segir hún. „Ég hef alls ekki haft tíma til þess að vera ólétt í vik- unni.“ Blaðamaður spyr að lokum í gamni hvort líkur séu á að hún fari af stað í fæðingu í miðri sýningu? „Ég vona rosalega mikið ekki. Það væri afskaplega óheppilegt. Ég er allavega ekki búin að gera ráð fyrir því,“ svarar hún hlæjandi. n n Seyðisfjarðarkirkja n Akraneskirkja n Víkurkirkja í Mýrdal n Borg á Mýrum n Borgarneskirkja n Vopnafjarðarkirkja n Háteigskirkja n Lágafellskirkja n Kirkjan á Breiðabólstað n Hlíðarendakirkja n Krosskirkja n Akureyjarkirkja n Hallgrímskirkja n Fríkirkjan n Dómkirkjan n Langholtskirkja n Fella- og Hólakirkja í Breiðholti n Lauganeskirkja n Áskirkja n Garðakirkja n Kópavogskirkja n Sauðárkrókskirkja „Stærsti gjörningur Íslandssögunnar“ „Eldgos myndi koma sér sér- staklega illa Barnshafandi stjórnandi Sigríður Soffía Níelsdóttir segist vona að hún fari ekki af stað í miðri flugelda- sýningu. Spennandi viðburðir á Menningarnótt Rokk í portinu Portið sem er staðsett fyrir aft- an Bar 11, á milli Laugavegs og Hverfisgötu, þykir einstaklega heppilegt fyrir tónleikahald og hefur stemningin á þessum við- burði undanfarin ár verið hreint stórkostleg. Fram koma Kaleo, Sólstafir, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Dimma, Vinyll, Reykja- víkurdætur, Úlfur Úlfur, Art is Dead og Endless Dark. Opið hús í utanríkis- ráðu- neytinu Ráðherra og starfs- fólk utan- ríkisráðuneyt- isins opna húsið upp á gátt og taka vel á móti gestum, kynna hið fjölbreytta starf og svara spurningum. Dagskráin sam- anstendur af fræðslusýning- um, örfyrirlestrum og á vefsíðu ráðuneytisins verður bein út- sending frá sendiskrifstofum. Í garðinum munu óma Bartónar, Nordic Playlist og djass, matar- kynning verður haldin í sam- starfi við MATÍS og fyrir börnin er getraun, föndur og kynning á Biophilia-verkefninu. Festival á Vitatorgi Til að ljúka fjörugu sumri á Vitatorgi verður efnt til heljarinn- ar festivals á Menningarnótt. Hefst það með tónleikum kl. 14 þar sem fram koma meðal annars Klassart, Snorri Helga- son og Illgresi. Á sama tíma ætl- ar Skákakademía Reykjavíkur að efna til hraðskákar á torginu við gesti og gangandi. Frá kl. 17 ætl- ar svo F.A.L.K hópurinn að stíga á svið með hljóðverk og gjörn- inga. Meðan hlýtt er á F.A.L.K gefst fólki kostur á að snæða spennandi góðgæti á matar- markaði SUMAR-hópsins sem býður upp á fjölbreytta matar- gerð frá hinum ýmsu menn- ingarþjóðum. Þín eigin dagskrá Á heima- síðu Menn- ingarnæt- ur gefst hátíðargest- um kostur á að setja saman sína eigin dagskrá. Þar er hægt að fletta í gegn- um alla viðburði hátíðarinnar og haka við þá sem fólki þykir mest spennandi. Einnig er hægt að skoða viðburði eftir tegund- um, til dæmis er hægt að skoða einungis tónlistarviðburði eða viðburði fyrir börnin, eða eftir hverfum. Listi yfir kirkjur sem taka þátt í sýningunni „Svolítið eins og Superbowl í Ameríku“ n Ellefta Tónaflóð Rásar 2 við Arnarhól á laugardaginn n Nánast öll þjóðin hlustar Töfrar Flugelda- sýningin verður samspil flugelda, hljómsveitar og kirkna Íslands. MyNd dV Þ etta er sá tónlistarviðburður á Íslandi sem flestir sækja,“ segir Ólafur Páll Gunnars- son, útvarpsmaður á Rás 2 og skipuleggjandi Tóna- flóðs, í samtali við DV. „Það eru svo margir sem fylgjast með þessu. Arn- arhóll er fullur af fólki sem er búið að njóta Menningarnætur allan daginn þannig að ef þessir tónleikar væru á einhverjum öðrum degi þá kæmu ekki jafn margir, við vitum það al- veg. Fólk sækir í upplifunina sem felst í því að vera með jafn stórum hópi af öðru fólki og hlusta á tónlist saman. Það verður einhver sérstök stemning. Svo er áhorfið í sjónvarp- inu og hlustunin í útvarpinu þannig að það eru nánast allir Íslendingar að hlusta. Einu skiptin sem RÚV nær jafn góðu áhorfi er þegar Ára- mótaskaupið er í sjónvarpinu eða landsleikir í handbolta og fótbolta. Þetta er svolítið eins og Superbowl í Ameríku,“ fullyrðir Ólafur Páll. „Þetta er svo stórt.“ n aslaug@dv.is Tónaflóð í ellefu ár Óli Palli fullyrðir að Tónaflóð sé stærsti tónlistarvið- burður ársins á Íslandi. M y N d G R éT A S . G u ð jó N Sd ó T Ti R Veðurspá er góð Í ár spáir bjartviðri á laugardag en tónleikagestir létu hins vegar smá vætu ekki á sig fá í fyrra. MyNd GRéTA S. GuðjóNSdóTTiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.