Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 43
Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Skrýtið Sakamál 43 BANVÆNN KARRÍRÉTTUR S umarhátíð, sem haldin var 25. júlí 1998 í Sonobe-hverfi í Wakayama-héraði í Japan, var ekki öllum tilefni til að gleðjast. Á meðal hátíðar- gesta var Masumi Hayashi, kona sem hugsaði sumum þegjandi þörfina. Masuma var reið þennan dag því að hennar mati höfðu nágrannar hennar hundsað hana og sniðgengið fyrr á sumarhátíðinni, og það líkaði Masuma ekki. Þannig var mál með vexti að eig- inmaður Masuma, Kenji, var mein- dýraeyðir og átti því þónokkurt magn arseniks í fórum sínum. Masuma ákvað að fá útrás fyrir reiði sína með því að setja arsenik í eitthvert þeirra veislufanga sem á boðstólum voru á sumarhátíðinni. Eitursterkur karríréttur Fyrir valinu hjá Masuma varð karrí- pottréttur og blandaði hún 1.000 grömmum af arseniki – sem nægir til að verða 100 manns að bana – í hann. Masuma tókst að bana fjórum manneskjum; Takatoshi Taninaka, forseta héraðsráðs, 64 ára, Takaaki Tanaka, varaforseta héraðsins, 53 ára, Hirotaka Hayashi, 10 ára dreng, og Miyuki Torii, 16 ára stúlku. Grunur féll fljótlega á Masuma, enda hafði hún gætt pottsins með karríkássunni í 40 mínútur og verið ein síns liðs. Masuma var handtekin, ákærð og síðar var réttað yfir henni. 1.350 manns Sækjandi fór mikinn við réttar höldin og sá dómarinn ástæðu til að vísa til föðurhúsanna fullyrðingum sækj- anda þess efnis að Masuma hefði sett nógu mikið magn arseniks í karrírétt- inn til að deyða 1.350 manns vegna þess að nágrannar hennar hefðu sniðgengið hana á hátíðinni. „En,“ bætti Ogawa dómari við, „óvissa um ástæðu verknaðarins hef- ur ekki áhrif á dómstólinn hvað það varðar að komast að því hver var ábyrgur fyrir þessum glæp.“ Engin játning, engar beinar sannanir Masuma hélt ávallt fram sakleysi sínu, en var engu að síður sakfelld og þeim úrskurði áfrýjaði hún án tafar. Vegna þess að hvorki lá fyrir játn- ing Masuma né beinar sannanir fyr- ir sekt hennar tók Ogawa dómari þá ákvörðun að útskýra hví sektardómur varð niðurstaðan. Á meðal þess sem kom fram í máli Ogawas var að þrjú próf hefðu verið framkvæmd á því arseniki sem fannst á heimili Masuma og hefðu öll leitt í ljós að um var að ræða sömu tegund og sett hafði verið út í karríréttinn. Að auki voru taldar yfirgnæfandi líkur á að arsenikið hefði verið sett í pottréttinn á þeim fjörutíu mínútum sem hann var í vörslu Masuma. Masuma „vissi vel að þessi skammtur af arseniki dygði til að verða fólki að bana,“ sagði Ogawa. Sek um fleira En Masuma var sakfelld fyrir ýmis- legt fleira; þrjár tilraunir til morðs, og sagði Ogawa það vera „mikilvægar staðreyndir, sem gæfu sterklega til kynna að sakborningurinn bæri ábyrgð í karrímálinu“. Þannig var mál með vexti að í febrúar 1997 bar Masuma arsenik- eitraðan mat á borð fyrir Kenji með það fyrir augum að hirða líf- trygginguna að honum dauðum. Til- raun hennar mistókst. Sjö mánuðum síðar lék hún sama leik gagnvart leigjanda þeirra hjóna. Sá varð fárveikur, en náði sér á sjúkrahúsi. Masuma tókst þó að komast yfir fimm milljónir jena sem tryggingafélag greiddi út til að dekka sjúkrahúskostnað leigjandans. Í mars 1998 gaf Masuma kunn- ingja sínum eitraðar núðlur í tilraun til að komast yfir tryggingafé við- komandi. Hjónin í grjótið Masuma var einnig fundin sek um þrjú atriði er vörðuðu svik. Að baki þeim svikum stóðu hjónin bæði, Ma- suma og Kenji, og stóðu þau yfir frá október 1993 til loka árs 1997. Hjónin veittu sjálfum sér áverka og fengu yfir 150 milljóna jena á því tímabili með því að ýkja umfang meiðslanna. Kenji fékk sex ára dóm fyrir svik- in og Masuma fékk dauðadóm fyrir karríréttinn. n n Masuma varð fjórum að bana n Eitraði karrírétt á sumarhátíð Reið kona Fjórir, þeirra á meðal tvö börn, létust vegna ódæðis Masuma Hayashi. „Masuma „vissi vel að þessi skammtur af arseniki dygði til að verða fólki að bana,“ sagði Ogawa Gaf dótturinni bandorma Ölvaður ökumaður myrtur n Varð tveimur bræðrum, ellefu og tólf ára, að bana n Faðirinn ákærður fyrir glæpinn Ö lvaður ökumaður var skot- inn til bana af föður tveggja ungra bræðra sem létu- st eftir að ökumaðurinn ók á drengina. Atvikið átti sér stað í desember 2012 en faðirinn, Dav- id Barajas, er nú fyrir dómi vegna málsins sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum. Ölvaði öku- maðurinn hét Jose Banda en hann ók á miklum hraða á bifreið feðganna. Feðgarnir, Barajas, og synir hans tveir, tólf og ellefu ára, voru að ýta bifreiðinni af veginum þar sem hún hafði skömmu áður orðið eldsneytislaus. Þegar mál- ið var tekið fyrir í vikunni sagði saksóknari málsins, Brian Hrach, að Banda hefði tekið „hræðilega“ ákvörðun með því að setjast ölvað- ur undir stýri. Hann hefði átt skil- ið refsingu en ekki átt það skilið að vera „tekinn af lífi á almanna- færi“ eins og Hrach orðaði það. Samkvæmt ákæru yfirgaf faðirinn vettvang slyssins og hélt heim á leið þar sem hann náði í skotvopn. Að því loknu er hann sagður hafa gengið hreint til verks og skotið Banda til bana. Verjandi Barajas segir hins vegar að skjólstæðingur sinn hafi aldrei yfirgefið vettvang slyssins og ekki myrt Banda. Ekki er deilt um að Barajas var skotinn til bana eftir slysið en nokkur fjöldi fólks kom á vettvang skömmu eft- ir slysið. Sú staðreynd, að enginn hefur stigið fram og sagst hafa séð Barajas skjóta ökumanninn og að ekkert skotvopn fannst á vett- vangi, gæti þýtt að erfitt verður fyr- ir saksóknara að ná fram sakfell- ingu. Atvikið átti sér stað í bænum Alvin sem er skammt frá Houston og hefur dómsmálið á hendur föð- urnum vakið nokkra athygli. Hef- ur hann fengið mikla samúð frá bæjarbúum og hafa margir lýst því yfir að þeir hefðu gert það sama og Barajas, það er ef ákæran gegn honum er á rökum reist. n Ákærður David Bara- jas gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Kveikti í og drap þrjú börn Nítján ára unglingspiltur í New Albany í Indiana í Bandaríkjun- um hefur verið dæmdur í 65 ára fangelsi fyrir íkveikju sem varð þremur barnungum ættingj- um hans að bana sem öll voru systkini. Atvikið átti sér stað hinn 4. janúar á þessu ári en pilturinn kveikti í með því að henda log- andi kyndli inn í hús fjölskyldu sinnar. Þrír létust sem áður seg- ir, tveggja ára stúlka, fjögurra ára drengur og sex ára stúlka. Þá slasaðist fimm ára systir þeirra alvarlega. Cashion er sagður hafa kveikt í húsinu vegna manns sem hann taldi að hefði stolið af sér pen- ingum. Hélt hann að maðurinn væri í húsinu en svo reyndist ekki vera. Cashion getur sótt um reynslulausn úr fangelsi í fyrsta lagi árið 2046. Systur verða hengdar Indverskar systur, sem ákærð- ar hafa verið fyrir að ræna og myrða fimm börn, verða hengd- ar á næstunni fyrir verknaðinn. Verða þær fyrstu konurnar til að verða líflátnar í Indlandi, að sögn breskra fjölmiðla. Konurnar voru sakfelldar árið 2001 en morðin sem um ræðir voru framin á tí- unda áratug síðustu aldar. Þær voru upphaflega ákærðar fyrir tíu morð en sakfelldar fyrir fimm. Móðir þeirra var einnig dæmd en hún lést í fangelsi fyrir nokkrum árum. Systurnar hafa ítrekað reynt að fá dómnum breytt en nú hefur síðustu áfrýjun þeirra ver- ið hafnað. Kyrkti son sinn Dönsk kona, Lise Balling, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að kyrkja fjögurra ára son sinn, Rasmus, til bana. Atvik- ið átti sér stað í Álaborg hinn 16. desember á síðasta ári. Að því er fram kemur í umfjöllun danska blaðsins Berlingske Tidende höfðu Lise og barnsfaðir hennar háð harðvítuga deilu um forræði yfir drengnum. Að sögn blaðsins myrti hún son sinn þegar ákveðið var að hann myndi verja jólunum með föður sínum sem búsettur var í Frederiksberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.