Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 22.–25. ágúst 20146 Fréttir „Fyrirlitning á hruníhaldinu“ n Innanbúðarmenn í VG líta á nýtt starf Árna Þórs sem ákveðin svik Á rni Þór Sigurðsson, þing- maður Vinstri grænna sem er á útleið úr pólitík til að taka við starfi sendiherra, er kom- in í erfiða stöðu í flokknum. Hann hefur sagt af sér þingmennsku en vill fá að gegna störfum fram að áramótum. Á næsta ári tekur hann svo við starfi sendiherra. Vilja ekki samtryggingarstimpil Ekki allir innan Vinstri grænna eru hins vegar hrifnir af þeirri hugmynd þar sem einhverjir líta svo á að best sé að Árni Þór hætti strax. Litið er svo á í hópi flokksmanna Vinstri grænna að best væri fyrir flokkinn að aftengja sig frá því sem kallað er „samtryggingarstimpill“ af sumum — þegar stjórnmálamenn strjúka hver öðrum meðhárs þvert á flokka eins og stundum tíðkast. Einn heim- ildarmaður DV segir um þetta: „Það eru margir ósáttir við að að hann sé með þessari ákvörðun sinni búinn að setja spillingarstimpil á flokkinn vegna máls sem var bara hans einka- mál og flokksforystan vildi hvergi koma nálægt.“ Var tilkynnt um skipanina Katrín Jakosdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali við DV fyrir skömmu að hún hefði ekkert komið að ráðningu Árna Þórs í starf sendi- herra. Gunnar Bragi Sveinsson ut- anríkisráðherra hefði tilkynnt henni að hann ætlaði að skipa Árna Þór og hún hefði því ekki verið spurð álits um skipanina. Formaður Vinstri grænna kom því ekki að skipaninni líkt og gefið hefur verið í skyn í fjöl- miðlum upp á síðkastið, til dæmis í þættinum Vikulokunum þar sem fram kom að enginn þingmaður væri skipaður sendiherra án þess að ut- anríkisráðherra talaði fyrst við for- mann flokks viðkomandi. Vilja fjarlægja sig frá hinum flokkunum Annar heimildarmaður blaðsins segir einnig spila inn í þann vilja sumra flokksmanna Vinstri grænna að Árni stigi til hliðar að flokkurinnn vilji fjarlægja sig frá flokkunum sem nú mynda ríkisstjórn og ekki taka þátt í pólitískum leikjum þeirra. Því hefur verið haldið fram í pólitískri umræðu að ástæðan fyrir skipan Árna Þórs hafi verið til að réttlæta skipan Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í stöðu sendiherra. Þessi kenning þykir líkleg og fer ekki vel í marga innan Vinstri grænna. „Innan VG er stæk fyrirlitning á hruníhaldinu sem Árni er að kóa fyrir.“ Einnig hefur verið bent á, með- al annars af varaformanni Vinstri grænna, Birni Vali Gíslasyni, að Árni Þór hafi verið meðal þeirra sem hafi viljað ákæra Geir fyrir Landsdómi á sínum tíma en að með ákvörðun sinni sé hann að „hjálpa íhalds- öflunum að reisa fyrrverandi for- mann Sjálfstæðisflokksins upp frá ruslahaugum sögunnar“. Spurning um framhaldið Eftir stendur sú spurning hvernig Árni Þór mun bregðast við þessari gagnrýni sem á hann hefur komið og hvort hann stígi strax til hliðar. Varaþingmaðurinn, Steinunn Þóra Árnadóttir, myndi þá taka sæti hans á Alþingi og hefði þá meiri tíma til að koma sér inn í starfið. Nokk- uð erfitt hlýtur að vera fyrir þing- manninn að sitja undir svo harðri gagnrýni frá varaformanni flokks- ins, og öðrum innanbúðarmönn- um í flokknum, um að hann sé að „hjálpa“ ríkisstjórninni og „kóa“ með henni og annað í þeim dúr. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Það eru margir ósáttir við að hann sé með þessari ákvörðun sinni búinn að setja spill- ingarstimpil á flokkinn. Talað um „hjálp“ og að „kóa“ Innanbúðarmenn í Vinstri grænum tala um að Árni Þór Sig- urðsson sé að „kóa“ og „hjálpa“ ríkisstjórnarflokkunum. Sumir vilja að hann hætti strax á þingi. Ósáttur varaformaður Björn Valur Gíslason er ósáttur við Árna Þór og telur hann hafa komið spillingarorði á Vinstri græna. A SÍ kannaði á þriðjudag verð á skólabókum fyrir framhalds- skóla í bókaverslunum á höf- uðborgarsvæðinu. Skoðað var verð á 32 algengum nýjum náms- bókum í sex mismunandi verslunum. Síðan var borið saman innkaups- og útsöluverð á 25 notuðum námsbók- um á þremur skiptibókamörkuðum. Verslunin A4 Skeifunni átti til flestar nýjar bækur eða 30 af 32, Ey- mundsson Kringlunni og Griffill Laugardalshöll áttu til 28 titla. Í til- kynningu frá ASÍ segir: „Í helmingi tilvika var á milli 30–45% verðmunur á hæsta og lægsta verði verslananna. Griffill var oftast með lægsta verðið á nýjum bókum í þessari verðkönnun en 17 titlar af 32 voru ódýrastir hjá þeim. A4 kom þar á eftir með lægsta verðið á 12 titlum. Eymundsson var oftast með hæsta verðið á nýjum bók- um eða á 25 titlum af 32.“ Í könnuninni var mestur verð- munur af nýjum bókum á bókinni „Uppspuni: Nýjar íslenskar smásög- ur“, en bókin var dýrust á 4.299 krónur hjá Eymundsson en ódýrust á 2.950 krónur hjá Griffli, sem er 1.349 kr. verðmunur, eða 46 prósent. Minnstur verðmunur var að þessu sinni 7 pró- sent á enskubókinni „In line for read- ing“, hún var dýrust á 1.799 kr. hjá Ey- mundsson en ódýrust á 1.685 kr. hjá Forlaginu Fiskislóð og A4. Af þeim þremur bókaverslunum sem starfrækja einnig skiptibóka- markað var A4 oftast með hæsta út- söluverðið á notuðum skólabókum sem skoðaðar voru, eða á 19 titlum af 25. Grifill var oftast með lægsta útsöluverðið, eða á 18 titlum og Ey- mundsson á 11. Mestur verðmunur var á álagningu skiptibókamarkað- anna hjá A4, en munur á innkaups- verði og útsöluverði var á bilinu 60–80 prósent. Hjá Eymundsson og Griffli var munurinn á bilinu 30–50 prósent. Í um 40 prósent tilvika er sama inn- kaups- og útsöluverð á notuðum bók- um, hjá Griffli og Eymundsson. n Mikill verðmunur á skólabókum Griffill oftast með ódýrasta verðið fyrir framhaldsskólanema Verndun dýra vegna Bárðarbungu Matvælastofnun hrindir af stað viðbragðsáætlun Matvælastofnun, sem sinnir eft- irliti með heilbrigði og velferð dýra, hefur sett af stað aðgerð- aráætlun til að meta velferð dýra í tengslum við mögu- legt eldgos í Bárðarbungu eða norðvestanverðum Vatnajökli. Héraðsdýralæknar eru starfs- menn stofnunarinnar og hafa héraðsdýralæknar í Norðaust- urumdæmi og Austurumdæmi þegar sett sig í samband við sýslumenn og boðað fund vegna aðgerðastjórna á svæð- unum. Jafnframt hafa þau haft sam- band við búfjárráðunauta og aðra aðila í sínum umdæm- um sem tengjast aðgerðum er lúta að dýrum og munu í gegn- um þessa aðila fylgjast með og aðstoða eftir þörfum. Þau hafa einnig beðið forsvarsmenn slát- urhúsa um að vera viðbúin því að annast neyðarslátrun búfjár ef þörf krefur. Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun er unnið að því að skipuleggja hvert fara má með fé ef til þess kemur að það þurfi að flytja yfir varnarlínur. Þá hefur verið haft samband við at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið og óskað endurvakn- ingar samráðshóps um vöktun á flúori í jarðvegi, gróðri, vatni og búfé. Landupplýsingaþekjur Mat- vælastofnunar sem sýna stað- setningu búa og hvaða búfjár- tegundir er að finna á hverju búi hafa verið sendar til Veðurstof- unnar sem vinnur að gerð lík- ans um flóð af völdum eldgoss. Þekjurnar hafa einnig verið sendar til Almannavarna. Stofnunin hefur óskað eftir því að eiga fulltrúa í Samhæf- ingarstöð almannavarna sem sæti þar eftir þörfum og þjón- aði sem tengiliður milli mið- lægra viðbragðsaðila og þeirra aðila sem sinna málum er lúta að velferð og heilbrigði dýra. Almannavarnir hafa orðið við þeirri ósk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.