Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 22.–25. ágúst 201450 Sport Veruleikinn á bak Við slúðrið n Rupert Murdoch stofnaði fyrsta slúðurdálkinn um félagaskipti í enska boltanum n Klækjabrögð daglegt brauð n Leikmenn spila með fjölmiðla Á rið 1969 hafði fjölmiðla- maðurinn Rupert Murdoch keypt dagblaðið The Sun. Hann hugðist breyta því í æsifréttablað en rakst strax á fyrstu dögunum á ákveðna hindrun. Hann fékk þær fréttir að prentsmiðjurnar sem til greina kæmu væru svo þétt skipaðar að fyrsta útgáfa hvers blaðs yrði far- in í prentun og dreifingu áður en knattspyrnuleikjunum lyki. Knattspyrnuáhugamenn voru stór hluti lesenda blaðsins og Murdoch sá fram á hrun í lestri. Murdoch var ekki af baki dottinn. Í samvinnu við Larry Lamb, fyrsta ritstjórann, tókst þeim ekki aðeins að gera The Sun að mest lesna miðli á Bret- landseyjum, heldur sköpuðu þeir óvart fyrirbæri sem í dag er einhver vinsælasti liðurinn í breskum fjöl- miðlum og víða um heim; slúður- dálk um félagaskipti leikmanna. Í fyrsta tölublaðinu, eftir að Murdoch og Larry tóku við, þurftu þeir að fylla plássið í blaðinu sem fram að því hafði verið notað undir úrslit leikja og fréttir af gangi mála á knattspyrnuvellinum. Þess í stað brugðu þeir, í þessari klemmu sem þeir voru, á það ráð að greina frá slúðri – óstaðfestum frásögnum – af væntanlegum félagaskipt- um leikmanna. „Á endanum fékk Murdoch betri tíma hjá prent- smiðjunni, svo hægt var að byrja að flytja fótboltafréttir eins og áður,“ segir gamalreyndur starfsmaður af Fleet Street, sem áður var vagga fjöl- miðlunar í London. „Það var þá sem lesendur fóru að kvarta. Þeir söknuðu slúðurdálksins.“ TIlvitnanirnar eru byggðar á samtölum blaðamanns á vefmiðl- inum FourFourTwo við nafnlausa heimildar- menn; leikmenn, um- boðsmenn og stjórnendur knattspyrnufélaga, menn sem upplýsa í skjóli nafn- leyndar hvernig kaupin ger- ast á eyrinni. Hér fyrir neð- an eru beinar tilvitnanir í þessa menn, um hina ýmsu anga þessa heims.n Umboðsmaður: „Ég held að hluti skýringarinnar á því hvers vegna fólk er svona spennt yfir slúðri um félagaskipti sé sú að tækifærin til að vinna titla eru af skornum skammti. Það að félagið sem þú heldur með kaupi heimsklassa leikmann, er það næsta sem margir stuðningsmenn komast því að finnast þeir hafa unnið eitthvað.“ Æsifréttablaðamaður: „Þessi vinna krefst þess að maður fylgist vel með öllu. Hver á stutt eftir af samningi sínum og í hvaða stöður vantar stóru liðin leikmenn? Maður finnur þessa leikmenn og mátar í stöðurnar. Svo tekur maður upp símann og hringir til að spyrjast fyrir. Nýlegt dæmi um þetta er Tottenham. Um leið og ljóst var að þeir yrðu ekki í Meistaradeildinni tóku menn upp símann og spurðu hvað það þýddi fyrir leik- menn eins og Gareth Bale og Luka Modric. Svona gerist þetta í helmingi tilvika. Hinn helmingurinn fréttanna sprettur af vís- bendingum sem maður fær frá leikmönnum, umboðsmönnum og félögunum. Íþróttafréttamaður: „Stundum er þessi heimur blygðunarlaus. Einn af tengiliðunum mínum er góður vinur landsliðsmanns og markaskorara í ensku Úrvalsdeildinni. Fyrir nokkrum vikum sagði leikmaðurinn tengiliðnum mínum að Manchester City væri á eftir honum. Þetta er góður leikmaður en ekki svo góður, í sannleika sagt. Þá veltir maður fyrir sér til hvers hann er að segja þetta. Þetta er að hluta til óskhyggja en ef þú getur komið því í eitthvað blað að Manchester City sé á eftir þér, þá get- ur vel verið að það veki áhuga fleiri liða á þér. Þá þarf kannski bara einhver einn að lesa það.“ Framkvæmdastjóri: „Auðvitað virkar þetta á báða vegu. Um- boðsmenn vinna einfaldlega þannig að þeir nota tengiliði í fjölmiðlum til að koma hlutum á framfæri. Félögin gera það að sjálfsögðu líka ef þau vilja leikmann eða vilja selja leikmann. Þegar stór félagaskipti eru í bígerð getur félag látið blaðamenn vita af gangi mála, ef það hentar.“ Æsifréttablaðamaður: „Í tilfelli Samir Nasri voru allir þrír klúbbarnir [Arsenal, Manchester City og Manchester United] með hann í sigtinu. Einn af stóru klúbbunum fjórum er alræmdur fyrir þagmælsku en hafði ítrekað komið því á framfæri að þeir hefðu komist að samkomu- lagi við Nasri, löngu áður en leikmaðurinn skrifaði undir. í sumum tilfellum eru skilaboðin frá félögunum ekki rétt, einhverra hluta vegna. Í janúar síðastliðnum var mér sagt, sama dag og þekktur leikmaður skrifaði undir samning, að ekkert væri að frétta í þeim efnum. Í annað skipti, fyrir nokkrum árum, hafnaði Tottenham alfarið sögusögnum um að það hefði rætt við David Beckham um félagaskipti. Tilkynning þess efnis að ekkert væri hæft í orðrómnum var send út af félaginu. Tveimur dögum sínar sagði Harry Redknapp: „Jú, ég myndi gjarnan vilja fá hann og við höfum talað saman.“ Ég áfellist ekki fjölmiðlafulltrúana. Þeir sögðu sannleikann eins og þeir þekktu hann.“ Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Flétta hjá Ferguson? „Rooney vildi vera áfram en á þeirri forsendu að félagið myndi kaupa góða leikmenn. Að lokum fengust eigendurnir til að opna veskið – og hafa haft það opið síðan,“ segir íþróttafréttamaður um fléttuna um mögulega brottför Wayne Rooney. Í kjölfarið keypti United Van Persie. Mynd ReuteRs Gareth Bale „Um leið og ljóst var að þeir yrðu ekki í Meistara- deildinni tóku menn upp símann og spurðu hvað það þýddi fyrir leikmenn eins og Gareth Bale og Luka Modric. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.