Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 30
30 Umræða Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Intervention K æri Dabbi. Svarthöfði ritar þetta bréf til þín fyrst og fremst vegna þess að hann hefur áhyggjur af þér, en líka vegna þess að hann ætlar að koma með nokkur góð ráð. Fyrst verðum við að ræða hegðun þína. Nú eru liðin um sex ár síðan þú varst hrakinn frá völdum. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir þá færðu þau ekki aftur. Drengskrattinn Bjarni Ben vildi ekki skipa þig stjórnarformann Landsvirkj- unar og þú fékkst heldur ekki að verða seðlabankastjóri aftur. Í stuttu máli: Þér var dömpað. Það er auðvitað glatað, en Svarthöfði verður eiginlega að setja spurningarmerki við hegðun þína. Það er hægt að láta dömpa sér með reisn. Það er líka hægt að vera þurfandi lítill vælukjói, sem missir sjálfsvirðinguna eftir tvo bjóra, leitar endalaust á fyrr- verandi og sendir grátbólginn væmin SMS. Já, eða reiðilestra. Þú, kæri Dabbi, ert hið síðarnefnda. Síðan þú fórst frá völdum hefur þú gert lítið annað en að grenja. Þú fékkst heilt dagblað til að væla í gegnum, og í sannleika sagt er það orðið þreytt. Það er nóg af fiskum í sjónum. Getur þú ekki fundið þér einhverja eyju í Karí- bahafinu til að stjórna? Kannski yrði Ísland þá afbrýðisamt og myndi vilja byrja með þér aftur. Hver veit? Ef þú vilt samt raunverulega fá Ís- land aftur, þá dugar ekki að skæla. Það er ekki heillandi. Svarthöfði stingur upp á tveimur leiðum. Annars vegar getur þú gert þig sexí aftur. Farið að semja lög um Reykja- víkurtjörn, farið í ræktina og losnað við bumbuna. Svo máttu kannski fara í klippingu. Hins vegar getur þú gert eins og viðgengst víða í Sádi-Arabíu. Hvern- ig á fyrrverandi að sleppa frá þér ef þú miðar byssu á hana og hleypir henni ekki úr húsi? Í sannleika sagt hugnast Svarthöfða þessi leið best. Nú fer alveg að koma eldgos. Það er Svarthöfði viss um. Þess vegna skaltu nýta tækifærið. Vopnvæddu blað- bera Moggans. Nýttu tækifærið í ka- osnum í miðju eldgosi til að klippa á alla sæstrengi og ná völdum á fjar- skiptafyrirtækjum landsins. Þjóðnýttu plasmasjónvörp landans og komdu þeim fyrir í almenningsrýmum. Á skerminum verður síðan þín fagra ásýnd, allan sólarhringinn. Þú getur komið með ræður, flexað, og þú get- ur fengið Hannes til að taka viðtöl við fólk um hversu frábær gaur þú ert. Þá mun Ísland ekki standast mátið. Eða vera of hrætt til að reyna að hætta með þér, sem er auðvitað alveg jafn gott. n Kaldhæðnislegt Umsjón: Henry Þór Baldursson Jón Steinar fer með rangt mál – aftur Þ ó nokkur umræða hef- ur skapast um það hvort blaðamönnum sé heimilt að hljóðrita símtöl án þess að tilkynna það sérstak- lega í kjölfar ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara og ráðgjafa innanríkisráðherra, þess efnis að DV hefði brotið fjarskiptalög með því að hljóðrita símtal við hann. Í nefndaráliti sem fylgdi breytingum á lögum um fjarskipti á 126. lög- gjafarþingi 2000–2001 kom fram sá skilningur meirihluta nefndar- manna að almenn tilkynning fjöl- miðils nægði til þess að fullnægja tilkynningarskyldu blaðamanna. Stóryrtur á Eyjunni Jón Steinar hélt því fram á Eyj- unni á þriðjudag að DV hefði brot- ið gegn fjarskiptalögum með því að hljóðrita símtal við hann án þess að tilkynna um það í upphafi sam- talsins. „Mér sýnist á þessu að síbrota- starfsemi fari fram á ritstjórn DV,“ sagði hæstaréttardómarinn fyrr- verandi. Vísaði hann sérstaklega í fyrstu málsgrein 48. greinar laga um fjarskipti frá árinu 2003 sem kveður á um að aðili að símtali sem vilji hljóðrita símtal skuli í upphafi þess tilkynna viðmælanda sínum um fyrirætlun sína. Lögum breytt Árið 1999 voru samþykkt ný fjar- skiptalög á Alþingi. Fljótlega eft- ir að þau tóku gildi hófst umræða um fyrrgreinda málsgrein, sem heyrði þá undir 44. grein laganna, og hljóðar svo: „Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtal skal í upp- hafi þess tilkynna viðmælanda sín- um um fyrirætlun sína.“ Töldu sumir þessa reglu of víð- tæka með tilliti til hljóðritunar til dæmis lögreglu, blaðamanna, fórnarlamba persónuofsókna og fjármálastofnana. Þessi umræða varð til þess að lögunum var breytt og eftirfarandi málsgrein bætt við: „Aðili þarf þó ekki að tilkynna sérstaklega um upptöku samtals þegar ótvírætt má ætla að viðmæl- anda sé kunnugt um hljóðritun- ina.“ Almenn tilkynning nægir Lagabreytingin fólst í því að ekki var lengur gerð krafa á að fólk til- kynnti um upptöku í öllum til- fellum líkt og raunin hafði verið. Í nefndaráliti með frumvarpinu, kom fram að tilgangurinn með breytingunni væri að minnka til- kynningarskyldu þeirra sem hljóð- rita símtöl, þar á meðal blaða- manna. „Meirihlutinn lítur svo á að samkvæmt þessu geti t.d. fjöl- miðill með almennri tilkynningu fullnægt tilkynningarskyldu skv. 3. mgr. 44. gr. laganna þannig að þeir sem starfa hjá honum séu þar með undanþegnir tilkynningar- skyldunni í skjóli þessa ákvæðis,“ sagði meðal annars í nefndará- litinu. Engin dómafordæmi Í áliti Persónuverndar frá árinu 2005 vegna erindis samgöngu- ráðuneytisins þar sem óskað var eftir túlkun og áliti stofnunarinn- ar á framkvæmd 48. greinarinnar kom fram að aðili gæti ekki „með almennri og opinberri tilkynningu í eitt skipti fyrir öll vikið sér undan tilkynningarskyldu“. Persónuvernd tók ekki afstöðu til þess hvort og hverju það myndi breyta ef tilkynning fjölmiðils væri birt oftar en einu sinni eða jafn- vel oft í viku, en á leiðaraopnu DV, sem kemur út tvisvar í viku, er greint frá því að öll viðtöl blaðsins séu hljóðrituð. Með hliðjsón af fyrrgreindu nefndaráliti fæst ekki betur séð en að slíkt eigi að nægja. Eftir því sem DV kemst næst eru þó ekki til dómafordæmi þar sem reynir á túlkunina á ákvæðinu að þessu leyti. Að þessu sögðu má ljóst vera að málið er langt í frá jafn klippt og skorið og Jón Steinar hefur látið í veðri vaka. Einhverjum gæti þótt kaldhæðnislegt að fyrrum hæsta- réttardómari sem er þekktur fyr- ir að hvetja til varkárni í dóma- framkvæmd skuli saka „snáða“ um „síbrotastarfsemi“ að ósekju. Vonandi skoðar hann málin bet- ur áður en hann stingur næst nið- ur penna. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Kjallari „Einhverjum gæti þótt kald- hæðnislegt að fyrrver- andi hæstaréttardómari sem er þekktur fyrir að hvetja til varkárni í dóma- framkvæmd skuli saka snáða um síbrotastarf- semi að ósekju Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Það er alvöru bruðl að hafa Vigdísi inni á þingi ...“ Hansi Högna skaut fast á Vig- dísi Hauksdóttur sem telur bruðl að opinberar stofnanir þurfi upplýsingafulltrúa og mannauðsstjóra. „ég er með eitt mjög svo málefnalegt komment: hahaha hahaha haha haha“ Lomma Loðmfjörð var skemmt af frétt um að fjár- dráttur Snæbjörns Steingríms- sonar hafi sett Smáís á hausinn. „„Þetta er alltaf notað svo mikið sem afsökun af krökkunum.“ Ertu ekki að grínast sorry Bjarni en ef einhverjum grunar að honum hafi verið byrlað ólyfjan er það ekki gott stöff og en verra ef það á að fara að gera lítið úr þeim með það.“ Andri Steinn Harðarson var óánægður með svör farar- stjóra í ferð útskriftarnemenda en margir þeirra segja að þeim hafi verið byrlað ólyfjan. „Stendur ekki einnig í skruddunni að konan skuli þjóna karlmanninum í einu og öllu og hún sé eign hans? Svona ofsatrúarhópar eiga ekki að fá að reka sumarbúðir!“ Jon Pall Gardarsson svaraði athugasemd Snorra í Betel við frétt um hatursáróður gegn samkynhneigðum í sumarbúðunum Ástjörn. „Ég held ekki að Sigmundur Davíð sé svo heimskur að skilja þetta eftir. Þá get ég bara látið mér detta tvennt í hug: Hann er pólitískur drullusokkur sem skirrist ekki við að ljúga til að reyna að verja subbuskapinn í ríkisstjórn hans. Eða að hann er ekki með réttu ráði.“ Einar Steingrimsson var harðorður í greiningu sinni á orðum forsætisráðherra um að vantrauststillaga Pírata væri „sérstök“, þar sem að hann hafi talið að Píratar væru „helstu stuðningsmenn leka, löglegs og ólöglegs“. 18 25 26 35 36 Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.