Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Taka fjármuni upp í afskrifaðar skuldir n Ákvarðanirnar oft þvert á samninga við viðskiptavini n Lagaleg óvissa M ikil lagaleg óvissa ríkir um hver réttindi lántaka og fjármálastofnana eru þegar kemur að afskrif- uðum skuldum. Nokkur mál hafa komið upp á síðustu árum þar sem fólk fær hluta af skuldum afskrifaðan, en þegar upp er staðið þarf það svo að greiða skuldina þrátt fyrir að hafa samið um annað. Fjár- málastofnanir samþykkja sem sagt að afskrifa, til dæmis 70 prósent af yfirdrætti hjá einstaklingi, en taka síðan fjármuni sem einstaklingar fá greidda inn á bankareikninga og láta þá ganga upp í hina afskrifuðu skuld. Leita álits Lagastofnunar HÍ Sigríður Laufey Jónsdóttir, sviðs- stjóri þjónustusviðs hjá umboðs- manni skuldara, segir að nokkur mál hafi komið upp á síðustu miss- erum, þar sem bankar taka peninga viðskiptavina og nota til að greiða upp afskrifaðar skuldir. Hún segir að málin hafi komið upp hjá öllum stóru fjármálastofnununum og séu ekki bundin við neinn einn banka. „Við sendum Lagastofnun fyr- irspurn þar sem við óskuðum eft- ir áliti frá þeim um þessi mál,“ segir hún, en svar hefur ekki enn borist. Hún segir bankana framkvæma þetta svona „og telja sig þá að sjálf- sögðu vera í fullum rétti til þess og túlka lögin þannig.“ Segir banka hafa tekið peninga ófrjálsri hendi „Þetta byrjar allt á því að strákurinn fer í greiðsluaðlögun hjá umboðs- manni skuldara,“ segir Jón Péturs- son, en sonur hans lenti nýlega í máli sem þessu, þar sem banki tók greiðslu upp í afskrifaða skuld. Jón segir að tilgangur greiðslu- aðlögunarinnar hafi verið að stilla skuldunum þannig upp að skuldar- inn, sem í þessu tilviki er sonur Jóns, ráði við að borga af þeim. Í tilviki sonar hans var um að ræða að af- skrifa þann hluta láns hjá Íbúða- lánasjóði sem er umfram verð- mat íbúðarinnar. Einnig var gerður samningur um það að svokallaðar samningsskuldir, skuldir sem ekki eru tryggðar með veði, til dæmis yf- irdráttur, yrðu afskrifaðar að hluta til, eða 70 prósent. Svo var samið um greiðslu á þeim 30 prósentum sem eftir stóðu, að tveimur árum liðnum. Tóku endurgreiðslu af ólöglegu láni upp í skuld „Svo líða þessi tvö ár og þá kem- ur að því að ganga frá málum og tala við þessa kröfuhafa sem voru bún- ir að samþykkja þessa afskrift og greiða þessi 30 prósent. Það gekk upp hjá öllum kröfuhöfunum, líka Landsbankanum, í upphafi. Svo þegar við mætum hjá Landsbank- anum gera þeir enn betur og bjóða það að ef við staðgreiðum þessi 30 prósent veita þeir 25 prósenta af- slátt,“ segir Jón sem segist hafa greitt upphæðina og er með kvittun fyr- ir því. Þar með töldu þeir feðgar að málið væri úr sögunni. En í ljós kom að svo var ekki. Sonur Jóns hafði verið með gengis- tryggt bílalán sem dæmt var ólög- legt og átti hann því rétt á endur- greiðslu á láninu. Lánið var fyrst um sinn hjá SP Fjármögnun, en rann inn í Landsbankann þegar SP sam- einaðist bankanum. Þar sem bíla- lánið hafði verið greitt upp fékk sonur Jóns endurgreiðslu frá bank- anum. Greiðslan átti að fara á reikn- ing sonar Jóns, en hann fékk hins vegar peningana aldrei, þar sem að Landsbankinn tók hluta fjárhæðar- innar og notaði sem uppígreiðslu á skuldinni sem hafði áður verið samið um að afskrifa. Jón telur að þetta hafi ver- ið samningsbrot af hálfu bankans, þar sem búið var að semja um að sá hluti skuldarinnar sem greiðslan fór upp í yrði afskrifaður. „Ég bara sé ekkert réttlæti í þessu,“ segir Jón. „Fyrir það fyrsta finnst mér þeir ekki hafa heim- ild til að ráðstafa þessum pening- um. Þetta er mismunur af því sem þeir innheimtu ólöglega og ég vil að sonur minn hafi full umráð yfir þeim peningum, ekki að bankinn taki bara einhliða ákvörðun um að nota peningana sem greiðslu upp í afskriftir.“ n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is „Ég bara sé ekkert réttlæti í þessu Sigríður Laufey Jónsdóttir Sigríður Laufey, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá umboðsmanni skuldara, segir að nokkur mál af þessu tagi hafi komið upp áður og nokkur lagaleg óvissa ríki um réttmæti þeirra. Telja sig í fullum rétti Sigríður Laufey segir að fyrirtækin hafi túlkað lögin á þann hátt að þau telji} sig í fullum rétti til að greiða upp skuldir sem búið er að afskrifa. Mynd SaMSeTT „Hér er komin ljós lifandi pælingin að baki lekanum“ Segir leiðara Morgunblaðsins afhjúpa mótívið með glæpnum með afgerandi hætti H ér er komin ljóslifandi pæl- ingin að baki lekanum – hin- um seka þótti hreinlega svo óþægilegt að ráðuneytið þyrfti að sitja undir gagnrýni og vildi jafna aðeins leikinn, eftir hand- vömm,“ segir Halldór Auðar Svans- son, oddviti Pírata í borgarstjórn, um það sem fram kemur í leiðara Morgunblaðsins, sem er ritstýrt af Davíð Oddssyni og Haraldi Johann- essen. Í leiðaranum, sem nefn- ist „Gagnsæi stundum“ og birtist á fimmtudag, virðist leiðarahöfundur reyna að réttlæta leka úr innanrík- isráðuneytinu með því að vitna til alræmdra aðferða J. Edgar Hoover, yfirmanns bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI. Halldór Auðar segir á Face- book að kjörnir fulltrúar og emb- ættismenn eigi að vita betur. „Þeim er gert að gæta trúnaðar gagnvart skjólstæðingum kerfisins og brot gegn þeim trúnaði eru refsiverð af ríkri ástæðu. Þeirri að það getur ver- ið freistandi að brjóta gegn honum í eiginhagsmunaskyni.“ Lögin séu einmitt til að letja fólk frá slíkri hegð- un og kalla það til ábyrgðar á henni. „Hoover lét vísvitandi leiða grun- aða menn í handjárnum, órakaða og illa tilhafða á milli starfsstöðva lög- reglunnar og upplýsingum um það var lekið til fjölmiðla sem mættu „óvænt“ með skara myndavéla. Var þetta gert til að styrkja þá sannfær- ingu í augum almennings að vafa- samur kóni væri á ferð og sennilega sekur. Þetta er enn gert vestra, og raunar víða,“ segir í leiðaranum. Málið er sett í samhengi við leka- málið og virðist tilgangurinn sá að réttlæta þann glæp sem aðstoðar- maður innanríkisráðherra er grun- aður um; að leka trúnaðargögnum um hælisleitanda í fjölmiðla í þeim tilgangi að sverta mannorð hans. Þannig virðist leiðarahöfundur vera þeirrar skoðunar að það hafi verið í lagi að leka upplýsingum um þau Tony Omos, Evelyn Glory Joseph og nafngreinda íslenska stúlku. Leiðar- ahöfundur fjallar ekkert um það að ærumeiðandi aðdróttunum hafi verið bætt við skjalið. „Það er verulega súrt og ógeð- fellt að sjá réttinn til að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og lögum þar af lútandi varinn með kjafti og klóm af málsmetandi aðilum sem eru póli- tískt nátengdir þeim sem spjótin standa að í málinu,“ segir Halldór Auðar jafnframt. „Ég tel að þeim sé með þessu enginn greiði gerður í sinni málsvörn þó svo að það sé lík- lega tilgangurinn með þessu. Þvert á móti afhjúpar þetta bara mótí- við með glæpnum með afgerandi hætti.“ n Ógeðfellt Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í borgarstjórn, segir ógeðfellt að sjá réttinn til að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og lögum þar af lútandi varinn með kjafti og klóm. „Ég tel að þeim sé með þessu enginn greiði gerður í sinni málsvörn Fagráð til að efla lestrarfærni Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að setja á fót fagráð um leiðir til að efla lestrarfærni og lesskilning barna og ungmenna í skólum borgarinnar. Ráðið, sem skipað verður fræðimönnum og fagfólki, mun taka mið af því markmiði í samstarfssáttmála nýs meirihluta borgarstjórnar, að allur þorri barna í Reykjavík geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskól- ans. Í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg kemur fram að hlutverk ráðsins verði að móta tillögur um hvernig megi efla lestrarfærni og lesskilning meðal reykvískra grunnskólanemenda, sem og málþroska, hljóðkerfisvitund og læsi barna í leikskólum borgar- innar. Jafnframt á það að endur- skoða fyrirkomulag lesskimun- ar í skólum borgarinnar og leggja fram tillögur til úrbóta. Lögð verði áhersla á aðgerðir til að styðja við bakið á þeim nemendum sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda í lestrarnáminu. Þá er fagráðinu ætlað að benda á árangursríkar aðferðir í lestrarkennslu og námi, sem studdar eru fræðilegum rök- um. Formaður ráðsins verður dr. Freyja Birgisdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ. Fagráð- ið skal hafa samráð við kennara og stjórnendur í leikskólum og grunnskólum og samtök foreldra. Aldrei fleiri leikskólabörn Starfsfólk í leikskólum á Íslandi hefur aldrei verið fleira en í des- ember 2013. Þá störfuðu 5.826 manns í 5.099 stöðugildum í 256 leikskólum, 2,8 prósent fleiri en árið áður. Þetta kemur fram í töl- um sem Hagstofan birti í vikunni. Á sama tíma sóttu 19.713 börn leikskóla á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Leikskólabörnum fjölgaði um 98 frá desember 2012, eða um 0,5 prósent. Rúmlega 83 prósent barna á aldrinum 1–5 ára voru skráð í leikskóla og hefur það hlutfall ekki verið hærra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.