Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 15
Helgarblað 4.–7. júlí 2014 Fréttir 15
hringja í mömmu hennar og hún
segir bara: „Jii, ég veit ekkert hvað
dóttir mín er að gera.“ Ég leitaði því
að henni á Facebook og þá sé ég að
frændi minn er sameiginlegur vin-
ur. Ég læt hann tala við hana og þá
fæ ég þetta daginn eftir. Þá setti
hún þetta inn um gluggann minn,“
segir Eva Lóa.
Gagnrýnd á Facebook
Nýjasta sagan af meintum svik-
um Grand Hair Extension sem DV
veit af er frá því núna í júní. Alex-
andra Rós Jóhannesdóttir hugðist
panta hárlengingar fyrir Bíladaga
sem haldnir eru árlega á Akureyri
og hófust í ár hinn 13. júní. Alex-
andra Rós borgaði fyrirfram en
heyrði ekkert í Bryndísi Báru fyrr
en hörð gagnrýni gagnvart hennar
viðskiptaháttum hófst á umræðu-
þræði á Facebook-hópnum Fata-
sala - !.
„Drasl frá Ali Express“
„Hún baðst afsökunar eftir að
hún sá þessa umræðu á Face-
book og hafði samband við mig.
Hún sagði: „Heyrðu, ég er búin að
senda þetta“ og var bara með eitt-
hvert kjaftæði um að hún hefði
skrifað vitlaust á pakkann. Það er
bara þvættingur. Hún sendi mér
númerið þannig að maður get-
ur rakið þetta. Ég kíkti á þetta og
hún sendi þetta bara núna í gær
[26. júní síðastliðinn, innsk. blm.].
Ég sá líka að hún hafði pantað
þetta frá Kína, Ali Express. Ég ætl-
aði ekkert að panta eitthvað frá Ali
Express, því það er allt eitthvað
gervidrasl. Þetta er bara hræðilegt.
Þetta kostar 21 þúsund, eitthvað
drasl frá Ali Express,“ segir Alex-
andra Rós. Hún segist, líkt og hinar
konurnar, hafa reynt að ná í Bryn-
dísi Báru bæði símleiðis sem og á
Facebook með litlum árangri.
Segir konurnar með leiðindi
„Ég veit alveg að það eru einhverj-
ir óánægðir,“ segir Bryndís Bára í
samtali við DV. Hún segir ástæð-
una fyrir því að hún svaraði kon-
unum ekki vera ýmist að hún hafi
verið í vinnu eða að konurnar hafi
verið með leiðindi við sig. Í til-
viki einnar konunnar lýsir Bryn-
dís Bára málsatvikum svo: „Hún
var bara með hótanir og leiðindi.
Að sjálfsögðu vill maður ekkert
gera þá. Hún sendi mér póst. Ég
veit ekkert hvað ég get gert. Ég hef
alltaf minn rétt líka,“ segir hún.
Bryndís Bára segir að hótanirn-
ar hafi falist í að fara með málið
lengra. Hún segir það ekki rétt að
hún hafi hætt að svara þeim þegar
þær hringdu í hana.
Ekki sér að kenna
Hennar skýring á sögum
kvennanna þar sem hárlenging
ar ýmist skemmdu hár eða duttu
úr er að þá hafi konurnar ekki
hugsað nægilega vel um þær.
„Allar sem gera hárlengingar vita
að maður þarf vissa umhirðu-
hæfni til að hugsa um hárið. Það
þarf svo lítið til að eitthvað ger-
ist,“ segir hún. Bryndís Bára seg-
ir að fjölmargar konur hafi kom-
ið til sín í hárlengingu og verið
ánægðar. Hún segist ekki hafa
gert hárlengingar síðastliðin
fjögur ár þrátt fyrir að í verð-
skrá á Facebook-síðu Grand Hair
Extension hafi staðið að „Grand
lenging með ísetningu“ kosti
þrjátíu þúsund krónur síðast-
liðinn föstudag. Verðskráin var
tekin út þegar gagnrýnin náði
hámæli. Hún segir að allar þær
sem hafi pantað hárlengingu frá
sér hafi fengið þær afhentar.
Telur gagnrýni einelti
Bryndís Bára telur að verið sé að
leggja sig í einelti. „Þetta er bara
búið að vera einelti. Mér finnst
þetta mjög einkennilegt,“ segir
hún spurð um hvort henni þyki
ekki sérkennilegt að svo margar
stelpur, sem ekki þekkjast inn-
byrðis, rísi skyndilega upp til að
kvarta eftir viðskipti við hana.
„Ég gat ekki hugsað mér að lesa
þennan kommentaþráð [þar
sem viðskiptahættir hennar eru
gagnrýndir, innsk. blm.]. Ég fékk
bara sting í hjartað. Þetta bara
magnast upp. Það hefur bara
eitthvað farið úrskeiðis,“ segir
hún. n
Viðurkennir skattsvik
Í samtali við DV viðurkennir Bryndís Bára sjálf að hún stundi
skattsvik. Spurð með hvaða formi sala hennar á hárlengingum
fari fram laug hún fyrst að hún væri með fyrirtækjakennitölu.
Bryndís Bára: „Ég var með fyrirtæki þegar ég var með lengingarnar.“
Blaðamaður: „Ertu að telja til skatts?“
Bryndís Bára: „Já, að sjálfsögðu það sem ég sel.“
Blaðamaður: „Sem verktaki?“
Bryndís Bára: „Já, ég var að vinna sem verktaki þegar ég var að gera lengingarnar.
En ég geri bara upp hárið núna.“
Blaðamaður: „Á eigin nafni?“
Bryndís Bára: „Ég er bara með kennitölu.“
Blaðamaður: „Þína eigin kennitölu?“
Bryndís Bára: „Nei, bara fyrirtækiskennitölu.“
Blaðamaður: „Fyrirtækiskennitölu sem er á þínu nafni?“
Bryndís Bára: „Já.“
Blaðamaður: „Ég er búinn að skoða Creditinfo og það er ekkert fyrirtæki á þínu nafni.“
Bryndís Bára: „Já, nei, þetta er skráð í gegnum pabba.“
Blaðamaður: „Er hann þá eigandi þessa fyrirtækis?“
Bryndís Bára: „Nei, hann hefur hjálpað mér með þetta.“
Blaðamaður: „Er fyrirtækið skráð á hann?“
Bryndís Bára: „Já, það var það.“
Blaðamaður: „Hvernig er það þá í dag?“
Bryndís Bára: „Ég er ekki með það skráð í dag.“
Blaðamaður: „Þú varst að selja hárlengingu fyrir helgi. Er það þá ekki skattsvik?“
Bryndís Bára: „Jú, eflaust.“„Þetta
er bara
hræðilegt
Eiga kröfu
á Bryndísi
DV ráðfærði sig við Neytendastofu
vegna málsins og svaraði Matthild-
ur Sveinsdóttir, lögfræðingur þar,
nokkrum spurningum. „Það er ekkert
hugtak fyrir það ef viðkomandi fær
ekki afhenda þá vöru sem hann er bú-
inn að kaupa og greiða fyrir. Það gilda
um þetta bæði lög um neytendakaup
og lög um húsgöngu og fjársölu-
samninga. Þar er talað um það að
afhenda þarf vöru eftir þrjátíu daga í
seinasta lagi og ef það er ekki gert þá
á að endurgreiða eða afhenda aðra
sambærilega vöru,“ segir Matthildur.
Hún segir að Neytendastofa geti þó
ekki farið í einstaklingsmál fyrir hönd
kaupenda en geti tekið á seljanda
heildstætt.
„Það getur verið mikið vesen að
ganga á eftir viðkomandi í svona
aðstæðum. Fólkið á samt klárlega
kröfu á seljanda í svona tilvikum um
að fá annaðhvort afhenda vöru eða fá
endurgreitt,“ segir Matthildur. Spurð
hvort óviðunandi lagning hárlenginga
varði einhver lög segir Matthildur:
„Það gæti talist gölluð vara ef hún er
ekki í samræmi við það sem samið var
um. Ef þeim var sagt að þetta eigi að
þola þvott og það gerir það ekki þá
gæti það talist gallað.“
F
ramkvæmdastjóri Pírata,
Sindri Þór Hilmarsson, var
rekinn síðastliðinn mánu-
dag. Sindri er með meistara-
gráðu í stjórnunarreiknings-
skilum og hefur gegnt stöðunni frá
janúarmánuði. Ákvörðun um upp-
sögn var tekin deginum áður á
fundi framkvæmdaráðs. Formað-
ur framkvæmdaráðs, Björn Leví
Gunnarsson, segir í samtali við DV
að leggja eigi niður stöðu fram-
kvæmdastjóra. Miðað við tölvupóst
milli framkvæmdaráðs og Sindra,
sem DV hefur undir höndum, virð-
ist Sindri ekki hafa vitað af því að
staðan yrði lögð niður. „Ég óska
ykkur alls hins besta og vonandi
finnið þið öflugan einstakling til að
gegna þessari stöðu í staðinn fyr-
ir mig,“ skrifar hann í tölvupósti til
framkvæmdaráðs. Hann segist enn
styðja Pírata.
Segir fundinn ólöglegan
Sindri segir í tölvupósti til fram-
kvæmdaráðs að hann telji að fund-
urinn, þar sem ákvörðunin var tekin
um uppsögn hans, hafi verið ólög-
legur þar sem hann hafi ekki ver-
ið löglega boðaður. Hann segir enn
fremur að nauðsynlegt sé að boða
annan fund til að ganga löglega frá
uppsögninni. Hann deilir um upp-
sagnarfrest sem framkvæmdaráð
telur vera tveggja vikna. Sindri telur
að hann eigi rétt á þriggja mánaða
uppsagnarfresti. „Lögleg ákvörðun
verður ekki möguleg fyrr en 02/07
næstkomandi og þá hef ég gegnt
rúmum þremur mánuðum í 100%
stöðu,“ skrifar Sindri í tölvupósti til
framkvæmdaráðs.
Starfslokasamningur í boði
Björn Leví segir það ekki alveg rétt
að Sindri hafi verið rekinn. „Það
er starfslokaferli í gangi. Það er
ekki komin niðurstaða í hvernig
því er háttað. Uppsögn eða starfs-
lok, þetta er enn þá í viðræðuferli
hvernig starfslok verða,“ segir Björn.
Hann segir mótmæli Sindra ekki
vera ástæðuna fyrir ferlinu held-
ur eigi hann við að Sindra bjóðist
starfslokasamningur. „Það er hans
að velja hvora leiðina hann fer.“
Nokkrar ástæður fyrir uppsögn
Björn Leví segir nokkrar ástæður
vera fyrir uppsögn Sindra. Helsta
ástæðan er að staðan verði lögð
niður. Hann vill þó ekki skýra nánar
hvaða aðrar ástæður lágu að baki.
„Staðan hentar ekki starfsemi okk-
ar. Það er það sem við höfum verið
að vinna í samstarfi við hann,“ seg-
ir Björn. Spurður um hvernig það
samstarf hafi verið þar sem Sindri
hafi ekki vitað að staðan sín yrði lögð
niður, segir Björn: „Ákvörðun um
að leggja framkvæmdastjórastarf-
ið niður var alveg framkvæmdaráðs
að gera. Það er ekki búið að sam-
þykkja það enn þá.“ Björn segir að
ákvörðun um að leggja niður stöðu
framkvæmdastjóra hafi verið tekin í
kjölfar sveitarstjórnarkosningar.
Stirt samband
Björn ýjar að því að samstarf fram-
kvæmdastjórnar og Sindra hafi ver-
ið stirt. „Okkar samvinna hefur ver-
ið hvernig samskipti og framkvæmd
verkefna er á milli framkvæmdaráðs
og framkvæmdastjóra. Það er að
segja daglegur rekstur og erfiðleik-
ar sem hafa komið upp í því fram
og til baka. Það er samvinnan, þessi
reynsla af því að framkvæmdastjóri
vill eitt meðan framkvæmdaráð vill
annað,“ skýrir Björn Leví. Spurð-
ur um hvort það eigi ekki frekar að
kalla það togstreitu en samvinnu,
segir Björn Leví: „Jú, það má alveg
kalla það togstreitu.“
Náðist ekki í Sindra til að til-
kynna uppsögn
DV gerði tilraun til að fá viðbrögð
Sindra við uppsögninni og kom þá í
ljós að hann væri í útlöndum og hafi
verið það þegar hann var rekinn.
Sindri benti blaðamanni í tölvupósti á
að ræða við Björn Leví vegna málsins.
„Í augnablikinu á ég í ágætum sam-
skiptum við stjórnarformann Pírata
og er bjartsýnn á farsæla lausn öllum
til handa,“ skrifar Sindri. Í tölvupóst-
ssamskiptum á milli Sindra og fram-
kvæmdaráðs kemur fram að reynt hafi
verið að hringja í Sindra til að tilkynna
honum uppsögn en ekki hafi náðst í
hann. Ég reyndi að ná í Sindra í síma
en hringingin fór beint í talhólf. Ég
var ekki tilbúinn til þess að skilja eft-
ir þannig skilaboð á talhólfi,“ Undir-
ritað uppsagnarbréf hefur verið sent
í ábyrgðarpósti,“ skrifar Björn Leví. n
Vissi ekki að staðan
sín yrði lögð niður
Framkvæmdastjóri Pírata rekinn með stuttum fyrirvara
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Það má
alveg kalla
það togstreitu
Formaður framkvæmdaráðs Björn
Leví segir að togstreita hafi verið milli Sindra
og framkvæmdaráðs.
Rekinn Sindri
hefur gegnt stöðu
framkvæmdastjóra
Pírata frá janúar. Í
upphafi var um að
ræða fimmtíu pró-
sent starf en meðan
kosningabaráttan
stóð yfir var það
hundrað prósent.
Í bága við siðareglur
Dansað á línunni milli stjórnmála og stjórnsýslu
V
innubrögð innanríkisráðu-
neytisins í máli Evelyn
Glory Joseph hælisleitanda,
sem ranglega er sögð eft-
irlýst á vef þess, eru ekki í samræmi
við siðareglur sem settar voru
starfsfólki Stjórnarráðs Íslands árið
2012.
Í c-lið 4. greinar reglnanna segir
meðal annars að leiðrétta beri mis-
tök er varða samskipti við almenn-
ing eins fljótt og auðið er. Það hef-
ur ekki verið gert í máli Evelyn, en
eins og DV greindi frá í vikunni er
hún ekki eftirlýst. Evelyn býr í hús-
næði á vegum hins opinbera, á
fimm mánaða gamalt barn og fer
reglulega í viðtöl hjá Útlendinga-
stofnun. Lögmaður hennar seg-
ir um fráleitar dylgjur að ræða, en
ráðuneytið hefur ekki borið þær til
baka.
Samkvæmt siðareglunum
ber starfsfólki stjórnarráðsins að
byggja ákvarðanir sínar á bestu
fáanlegum upplýsingum miðað
við aðstæður og gæta að mörkum
stjórnmála og stjórnsýslu. Tvíveg-
is hafa dómskjöl afhjúpað ósann-
indi á vef ráðuneytisins án þess að
sendar hafi verið út leiðréttingar,
en jafnframt fór Jóhannes Tóm-
asson, upplýsingafulltrúi innan-
ríkisráðuneytisins, með rangt mál
í tölvupósti sem barst DV hinn 10.
janúar. Þar sagði hann staðfest að
engin trúnaðargögn hefðu borist
úr ráðuneytinu né væri minnis-
blaðið fræga upprunnið þaðan. n
johannp@dv.is
Margir ósáttir Vinnubrögð innanríkis-
ráðuneytisins í málefnum hælisleitenda og
meðferð persónuupplýsinga hafa valdið
miklum titringi undanfarna mánuði.
MyND SiGTRyGGuR ARi