Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 23
Fréttir 23Helgarblað 4.–7. júlí 2014
björgunarsveitarmennirnir okkar
„Þá fékk maður fiðrildi í magann“
Kristinn Ingi mætir alltaf, sama hvaða dagur er
Kristinn Ingi Austmar Guðnason er 26 ára
gamall kennaranemi sem hefur þrátt fyrir
ungan aldur verið í björgunarsveitum í tíu ár.
Hann er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni á
Hellu og hefur verið frá upphafi. „Ég byrjaði
fyrst í svona nýliðastarfi áður en ég fór á
útkallslistann,“ segir Kristinn Ingi. Félags-
skapurinn er frábær segir hann og hópurinn
er mjög samheldinn.
„Það er stórt skref að fara á útkallslist-
ann. Maður mætir alltaf, hvort sem það
er mánudagur eða aðfangadagur. Það er
léttur adrenalínfíkill í mér. Ég er aðallega
í fjallahópi, en í litlum sveitum eins og
minni þá er maður hluti af fleiri hópum,
eins og sleðahópnum og sjúkrahópnum.
Maður er ekki búinn að sérhæfa sig í neinu
en er góður í svona flestu,“ segir hann.
Stærsta aðgerðin
Hann líkt og aðrir viðmælendur DV segir
að leitin í Bleiksárgljúfri sé ein sú allra
eftirminnilegasta og viðamesta aðgerð
sem hann hefur tekið þátt í. „Þetta er
stærsta aðgerðin sem ég hef tekið þátt
í og líklega sú eftirminnilegasta,“ segir
hann. Leitaraðstæður voru erfiðar í gljúfr-
inu og á svæðinu og leitin dróst talsvert á
langinn. „Ég var þarna þegar útkallið kom
á þriðjudeginum eftir hvítasunnuhelgina,“
segir Kristinn. Hann var því meðal leitar-
manna þegar Pino Becerra Bolaños fannst
í Bleiksárgljúfri. „Ég var í hópnum sem var
á svæðinu þegar hún var flutt í þyrluna.
Ég fór svo einu sinni eftir það og labbaði
um hlíðarnar að leita og var svo þarna á
laugardaginn síðasta.“
Blendnar tilfinningar
Kristinn Ingi segir tilfinningarnar blendnar
gagnvart leitinni. „Ég viðurkenni það
alveg að það var fiðringur í manni þegar
við vorum að leita á þriðjudeginum eftir
að konan fannst og það var búið að flytja
hana burt. Þá fórum við í flotgöllum inn
gilið með snjóflóðastangir til að leita að
Ástu. Oft var það svo djúpt að maður
þurfti að nota tærnar til þess að teygja
sig undir syllur. Þá fékk maður fiðrildi í
magann og velti því fyrir sér hverju maður
ætti eiginlega von á,“ segir hann. „Þetta
var ótrúlega stór og mikil aðgerð. Hún
gekk mjög vel þrátt fyrir að hún bæri
ekki árangur og þetta var allt mjög vel
skipulagt. Við vissum nákvæmlega hvaða
hópar færu í hvaða verkefni,“ segir hann.
Það situr eftir í leitarfólkinu að hafa ekki
fundið Ástu og þar með ná ekki markmið-
um sínum. „Þetta er erfitt, en það hefði
verið mikill léttir ef hún hefði fundist.
Maður hefur hugsað um allar hugsanlegar
aðstæður og ástæður fyrir því hvað hafi
gerst þarna. Maður er skilinn eftir með svo
margar spurningar. Mér finnst það samt
verst ættingjanna vegna, að finna hana
ekki. Að þau geti ekki gengið frá þessu
máli,“ segir hann.
„Við styðjum hvert annað“
Félagsskapurinn er frábær og mikill baráttuandi, segir Margrét sem er formaður flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu
„Við vildum klára þetta. Það er vont að ná
ekki markmiðum sínum,“ segir Margrét Ýrr
Sigurgeirsdóttir, formaður flugbjörgunar-
sveitarinnar á Hellu. Margrét á að baki 25
ára feril í björgunarsveitunum, en segir
að leitin í Bleiksárgljúfri hafi verið ein sú
eftirminnilegasta og umfangsmesta sem
hún hefur komið að. „Ég byrjaði 15 ára. Þeir
sem fara í þetta þeir starfa oft áfram og
endast lengi í þessu. Við erum til dæmis
með fólk í okkar röðum sem eru um sjötugt.
Okkur vantar helst fólk sem er á miðjum
aldri til að koma og taka þátt, þá sem eru
kannski með uppkomin börn,“ segir hún. „Í
svona litlu sveitarfélagi er alveg frábært að
vera með um 120 manns í sveitinni. Þetta
er frábær hópur. Það verða allir góðir vinir,
standa saman og vinna að sameiginlegum
markmiðum.“
Annasamt starf formanns
Farsími formanns björgunarsveitar hringir
stöðugt og tölvupósturinn streymir inn.
Það er að mörgu að huga og fylgjast með,
segir Margrét en hún tók við formennsku
í febrúar. Margrét er 41 árs og starfar sem
hjúkrunarfræðingur á hjúkrunarheimili á
Hellu. Brennandi áhugi á skyndihjálp og
fjallamennsku drífur hana áfram.
„Ég reyni að fara með í útköll, sér-
staklega ef það eru slys. Ég er hjúkrunar-
fræðingur og það kemur sér vel,“ segir hún
en það eru þó nokkrir björgunarsveitar-
menn sem starfa á hjúkrunarheimilinu og
því auðvelt að skipta með sér útköllunum.
„Ég er alin upp við það að hjálpa öðrum.
Ég er líka hrifin af fjallamennsku og er alin
upp við það. Pabbi var í björgunarsveitinni
og það gerði þetta eitthvað svo sjálfsagt.
Ég beið eftir því að fá aldur til að fá að vera
með. Ég hef alltaf haft áhuga á skyndi-
hjálp,“ segir hún. „Þetta er bæði gefandi og
skemmtilegt. Þetta getur samt tekið á, en
þá er hópurinn svo góður og vinnur úr því í
sameiningu. Við styðjum hvert annað.“
Engin uppgjöf
Eftir aðgerð eins og þessa í Bleiksárgljúfri
hittist hópurinn og fer yfir málin. Margrét
segir að það sé bæði erfitt að finna fólk
og finna það ekki. Bæði geti reynst flókið í
úrvinnslu. „Það er erfitt að taka þátt í leit
þar sem viðkomandi finnst ekki. Það er
mjög erfitt að ná ekki markmiðum sínum,“
segir hún. „Þetta er það umfangsmesta
sem ég hef tekið þátt í og borið ábyrgð á
minni sveit. Ég var í vettvangsstjórnun á
laugardeginum en ég hef líka verið að leita
á svæðinu. Ég var búin að vera þarna þrisvar
sinnum fyrir laugardaginn,“ segir hún. Í
hennar fólki er enn baráttuhugur og mikill
vilji til að halda leitinni áfram. „Við erum
búin að leita sömu staðina mjög oft, en það
er enn mikill vilji í mínu fólki að klára þetta,“
segir hún en tæknileg útfærsla þess er erfið
og aðstæður í gilinu eru mjög hættulegar.
„Það er engin uppgjöf í okkur, við viljum
finna manneskjuna. Það er svo mörgum
spurningum ósvarað. Maður vill ekki gefast
upp, það er svo erfitt. Við ætluðum að láta
þetta ganga, það var allt reynt.“
Vont að klára ekki málið
Magnús hefur verið viðloðandi björgunarsveitarstarf í rúm 10 ár
Magnús Þór Einarsson er meðlimur í Dagrenningu, björgunarsveitinni á Hvolsvelli. Hann
hefur verið viðloðandi björgunarsveitina í rúm 10 ár, en síðastliðin þrjú ár hefur hann
verið á fullum krafti í starfi Dagrenningar. Magnús er 27 ára og starfar hjá Landgræðslu
Íslands. Hann er almennur göngumaður. „Það var helst félagsskapurinn sem dró mig að
þessu,“ segir Magnús en sveitin á Hvolsvelli telur um fimmtíu manns. „Ég er í göngu-
flokki,“ segir hann en á laugardaginn tók hann meðal annars þátt í að elda fyrir mann-
skapinn, en um 100 manns tóku þátt í aðgerðinni þann daginn. Áður hafði hann tekið
þátt í svæðisstjórnuninni, meðal annars frá Hvolsvelli. „Þetta er stærsta aðgerð sem ég
hef komið að. Þetta var mjög áhugavert,“ segir hann og segir hana vera þá eftirminni-
legustu. „Ég hef ekki farið í svo margar aðgerðir, en þetta er hiklaust sú stærsta.“ Það er
erfitt að ganga frá málinu eins og staðan er núna, segir Magnús. „Það er óþægilegt að ná
ekki að finna hana. Það var ömurlegt að ná ekki að klára verkefnið, bæði fyrir okkur og
sérstaklega fyrir aðstandendur. Verkefnið er óklárað,“ segir hann. „Það er alltaf betra að
klára það sem maður er að gera.“
Á fjöllum Magnús starfar hjá
Landgræðslu ríkisins. Hann á langan
feril að baki þrátt fyrir ungan aldur í
björgunarsveitunum. Mynd ÞorSt.
tónelskur björgunarsveitarmaður Kristinn Ingi hefur verið lengi í björgunar-
sveitinni þrátt fyrir ungan aldur. Hann ætlar sér að verða tónmenntakennari.
Áhuginn á skyndihjálp
Margrét hefur brennandi
áhuga á skyndihjálp og
fjallamennsku.
n Mikilvægt að ræða hlutina í gegn n Fyrirtæki lánuðu dýran búnað í aðgerðina í Bleiksárgljúfri