Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 4.–7. júlí 201460 Fólk Beyoncé valdamest n 100 valdamestu stjörnurnar n Tveir körfuboltamenn á listanum Á hverju ári gefur tímaritið Forbes út lista yfir 100 valda- mestu stjörnur heims. Um er að ræða frægasta fólkið úr kvikmyndum, sjónvarpi, tón- list og íþróttum. Einnig eru meðtaldir rithöfundar og fyrirsætur. Söngkonan Beyoncé skýtur Opruh Winfrey ref fyrir rass þetta árið og krýnir topp þess að vera valda- mesta stjarna í heimi. Oprah, sem áður átti fyrsta sætið, dettur niður í hið fjórða. Það kemur ekki á óvart að hin vinsæla Beyoncé hreppir titilinn í ár enda gaf hún út gríðarvinsæla plötu nýlega sem nefnist Beyoncé. Söng- konan hélt tónleika í 95 borgum á tónleikaferðalagi sínu fyrir plötuna og skiluðu þeir allir miklum fjárhæð- um. Hver áfangastaður skilaði henni að meðaltali 2,4 milljónum dollara, eða um 270 milljónum íslenskra króna. Auk þess er söngkonan með ilmvötn og föt í sínu nafni til viðbót- ar við samning við H&M og Pepsi. Frá 1. júní 2013 til 1. júní 2014 hagnaðist söngkonan þannig samanlagt um 13 milljarða íslenskra króna. Það mætti segja að Beyoncé og Jay Z séu valdamesta stjörnuparið en sá síðarnefndi er í sjötta sæti listans. Völd hans má rekja til plötuútgáfu og tónleika en einnig til fyrirtækja í hans eigu á borð við næturklúbbakeðju. NBA-körfuboltastjarnan LeBron James er í öðru sæti á listanum með heildarinnkomu upp á 5 milljarða. Það vekur athygli að Dr. Dre kemur í þriðja sæti þrátt fyrir að hafa hagn- ast um 70 milljarða á árinu, töluvert meira en hin tvö. Peningar eru þannig ekki það eina sem listinn byggist á en metið er hversu oft viðkomandi er nefnd- ur í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og aðrar slíkar vinsældir. Þannig er í raun bæði metið ríkidæmi og frægð. Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Topp 15 af lista Forbes árið 2014 Beyoncé LeBron James Dr. Dre Oprah Winfrey Ellen DeGeneres Jay Z Floyd Mayweather Jr. Rihanna Katy Perry Robert Downey Jr. Steven Spielberg Jennifer Lawrence Bon Jovi Bruno Mars Kobe Bryant 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 Kærði vinkonu sína Leikkonan Taryn Manning sem leikur í þáttunum Orange is the New Black hefur kært fyrrverandi vinkonu sína fyrir að ofsækja sig. Taryn kærði vinkonuna fyrir að senda sér stanslausan tölvupóst og skilaboð. Vinkonan fyrrver- andi hefur sent henni hundruð ógnandi skilaboða frá því í apríl. Málið var tekið fyrir í Manhatt- an-glæpadómstólnum á dögun- um og þar fékk hún nálgunar- bann. Hún má ekki koma nálægt leikkonunni, móður hennar eða fjölskylduhundinum, Penguin. Dómarinn var hvass þegar hann las upp úrskurðinn: „Sá sem síð- ast hlýddi ekki skipunum mínum er núna í fangelsi.“ Hættur að vera grænmetisæta Skilnaður Chris Martins og Gwyn eth Paltrow skók heims- byggðina fyrir nokkrum mánuð- um en í huga margra voru þau hið fullkomna par. Samband þeirra endaði engu að síður og virðist Chris nú gera ýmislegt til þess að komast í gegnum skiln- aðinn og sem lengst frá Gwyneth. Parið var þekkt fyrir heilsusam- lega lifnaðarhætti og var Chris einu sinni kosinn kynþokkafyllsta grænmetisætan. Eftir skilnaðinn er hann þó byrjaður að borða kjöt aftur. Í viðtali við Radio 2 sagði hann: „Ég var grænmetisæta lengi en er byrjaður að borða kjöt aftur af ýmsum ástæðum. Ég borða þó ekki mikið kjöt,“ sagði hann meðal annars. Plana brúðkaupið Hjartaknúsarinn George Cloon- ey bauð foreldrum sínum og unnustu út að borða á veitinga- staðinn La Colombrera á Ítalíu. George og unnusta hans, Amal Alamuddin, vinna nú hörð- um höndum að því að skipu- leggja brúðkaup sitt sem talið er að muni fara fram í september í Lake Como á Ítalíu. Hópurinn skemmti sér vel á veitingastaðn- um og hafa eflaust rætt komandi brúðkaup. George bauð foreldr- um sínum í fríið en þau hafa notið lífsins saman í Lake Como undanfarna daga. Lohan kærir GTA vegna eftirlíkingar Segir persónuna Lacey Jones byggða á lífi sínu L indsay Lohan hefur kært fyr- irtækið sem gerði tölvuleik- inn Grand Theft Auto V fyrir að búa til persónu sem hún segir byggða á sér, án hennar sam- þykkis. Umrædd persóna heitir Lacey Jonas en aðalpersóna tölvuleikj- anna hjálpar Lacey að komast und- an ljósmyndurum sem eru á eft- ir henni. Meðan að það á sér stað talar Lacey sífellt um hversu hátt kaloríuinnihaldið er í frönskum og hversu óðir aðdáendur hennar eru. Einnig minnist hún á lögsókn- ir gagnvart sér. „Í verkefnum Lacey Jonas í GTA V er sögð saga sem inniheldur ná- kvæmlega eins atvik og í lífi kær- anda,“ segir í kærunni. „Í leikn- um kemur einnig til sögu hótelið Hotel Chateau Mormont í vestur- Hollywood, staður sem að kærandi bjó einu sinni á og fer oft á í dag.“ Í kærunni sem Lindsay Lohan hefur lagt fram telur hún ævisögu sína notaða í leyfisleysi. Hún fer fram á skaðabætur sem og hluta af sölutekjum tölvuleiksins sem fyr- irtækin Take-Two Interactive og Rockstar Games framleiddu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lindsay grípur til slíkra aðgerða en hún kærði Pitbull árið 2011 fyrir að nota fornafn hennar í laginu Give Me Everything. n Leitar réttar síns Lindsey Lohan er ósátt við að tölvuleikurinn hafi byggt persónu á henni án leyfis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.