Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 30
30 Umræða Helgarblað 4.–7. júlí 2014
Hanna Birna er ekki hætt Umsjón: Henry Þór Baldursson
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
Í
búafjöldinn í Vestmannaeyjum
telur nákvæmlega 4.264 einstakl
inga samkvæmt nýjasta mann
tali. 4.264 – og teljast eyjarnar
vera 12. stærsti bær landsins við
íbúafjölda. 4.264 – fjöldi íbúanna á
þessum litlu íslensku eyjum – er því
nákvæmlega 1,66 prósent af heildar
íbúafjölda í hafnarborginni Hull á
vesturströnd Englands; rúmlega 3,1
prósent af íbúum smáborgarinnar
Västerås norðan Stokkhólms; tæp
lega 72 prósent af íbúafjölda þorps
ins Guijuelo í Salamancahéraði
á Spáni – bærinn er rómaður fyrir
hráskinkuna sem þar er framleidd
– og síðast en ekki síst tæplega 120
prósent af íbúafjölda Ísafjarðarbæj
ar en ekki þarf að taka fram að íbúar
í Hnífsdal, Súðavík, Flateyri og Þing
eyri eru reiknaðir með í þeirri tölu.
4.264 íbúar á 15 Vestmannaeyjum
sem líka telja heil 30 sker og dranga.
Í eiginlegum skilningi eru Vest
mannaeyjar því ekki stór bær en
þetta á alls ekki við í óeiginlegum
skilningi því stærð hluta er afstæð,
eða svo mætti ætla út frá því hvern
ig Vestmannaeyingar – að minnsta
kosti sumir – tala. Einn allra stærsti
íbúi Vestmannaeyja, í óeiginlegum
skilningi, er bæjarstjórinn, Elliði
Vignisson. Nú kallar hann eftir því
að Vestmannaeyjar hætti að vera
skattpínd „nýlenda“ – flytja á opin
ber störf til Vestmannaeyja: „Svo
mikið er víst að tími landsbyggð
anna er að renna upp. Langlundar
geð íbúa þar er löngu þrotið. Þar er
ekki lengur vilji til að vera nýlendur
sem framleiða verðmæti sem nýtast
til velferðar annars staðar.“
Þegar Elliði Vignisson talar um
Vestmannaeyjar mætti ætla að
hann væri borgarstjóri í milljóna
borg eða jafnvel forseti heimsveld
is. Vestmannaeyjar verða að miðju
alheimsins í munni Elliða. Það er
eins og Elliði sé farinn að búa sig
undir að gera Vestmannaeyjar að
sjálfstæðu ríki, þjóðríki Eyjamanna,
Eyjaríki, steinsnar í hafi undan
ströndum Suðurlands. Eða kannski
vill hann lauslegt ríkjasamband á
milli höfuðborgar Vestmannaeyja
og Reykjavíkur á meginlandinu.
Hægt væri að koma á einhvers kon
ar ríkjasambandi á milli þessara
tveggja sjálfstæðu eininga og jafn
vel yfirfæra hugmyndina upp á allt
landið: Þjóðríkið Akureyri, þjóð
ríkið Höfn í Hornafirði, þjóðríkið
Skagafjörður. Eyjar fyrir Eyjamenn.
Elliði talar eins og stjórnmála
mennirnir í Katalóníu eða Baska
landi sem bölva miðstýringunni og
skattpíningunni í höfuðborginni
Madríd og vilja aukið sjálfræði
undan okinu frá liðinu sem mið
stýrir Spáni og tekur af þeim pen
inga. En Katalóníumenn og Ba
skar eiga sín eigin tungumál og sína
eigin sögu og menningu; þetta eru
menningarheildir sem gætu þess
vegna stofnað sín eigin þjóðríki. Í
Katalóníu búa 7,6 milljónir manna
og í Baskalandi nærri 2,2 milljón
ir. Í þjóðríki Elliða búa rétt rúmlega
fjögur þúsund manns – 4.264.
Og það er bara nákvæmlega ekk
ert sérstakt við Vestmannaeyjar
– nema kannski þessi fáránlegi
heimahagarembingur og stolt sem
birtist vel í orðum bæjarstjórans
og sprang, Pollamót og Þjóðhátíð.
Vestmannaeyjar eru menningar
legt núll að því leyti að það er ekk
ert sem aðgreinir menningu þeirra
frá öðrum sjávarplássum víðs vegar
um landið. Hvaðan kemur þessi
rembingur og þetta útbelgda stolt
Eyjamanna eins og Elliða, misskiln
ingurinn um sérstöðu og æðra
vægi? Þetta er bara eitt bæjarfélag
af mörgum á Íslandi þar sem fisk
ur er veiddur og veiddur vel; Eyja
menn eiga nokkur stór útgerðar
fyrirtæki sem hagnast yfirleitt
ríflega og geta greitt mikla skatta
og starfsmönnum sínum há laun.
Það er flott: Eyjamenn eru dug
legir; Vestmannaeyjar eru traustur
hluti af íslenska efnahagskerfinu og
bæjarfélagið leggur sitt af mörkum
til samfélagsins, ríkisins Íslands.
Enginn tekur það frá þeim: Þeir
fiska vel – Eyjar eru ein af verstöðv
um Íslands.
En um hvað er Elliði að tala
þegar hann talar um nýlendur? Ný
lenduna Vestmannaeyjar; skatt
pínda Eyjaþjóð sem er í ánauð hjá
fólkinu í Reykjavík við að þræla
fyrir það svo það geti frílystað sig
í borginni í Þjóðleikhúsinu og
Hörpu. Hann elur á sundurlyndi
og virðist vilja stækka það gap sem
er á milli „okkar“ og „þeirra“, lands
byggðarinnar og fólksins á höf
uðborgarsvæðinu. Elliði elur á
heimsku og segir það sem hann
heldur að einhverjir Eyjamenn vilji
heyra: Við erum duglegir en aðr
ir eru latir; við búum til peninga
og borgum en aðrir lifa á okkur.
Við erum hýslar en þið eruð sníkl
ar. Það er með svona Eyjaraupi sem
Elliði nær í hæstu hæðir í kosning
um í sveitarfélaginu – nærri 3/4
kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Tal hans
er systir þjóðernishyggjunnar og
er viðlíka rasískt og borulegt: Hann
ber fyrir sig Eyjahyggju – fagurgala
um sérstöðu og styrk Vestmanna
eyinga í samanburði við annað fólk
á Íslandi.
Stjórnmálamenn verða að
hætta að tala svona og byrja að líta
á landið sem þá heild sem það er.
Þetta eru ekki við og þeir: Eyjamenn
gegn Reykvíkingum, Ólsarar gegn
Hólmurum, Ísfirðingar gegn Víkur
um, landsbyggðin gegn Reykjavík.
Það búa bara fjögur þúsund manns
í Vestmannaeyjum, Elliði, en ekki 4
milljónir. Eyjarnar eru ekki eyland
heldur hluti af stærri heild sem þó
telur ekki nema rétt rúmlega íbúa
fjölda Hull. Elliði Vignisson er langt
frá því að vera heimskur en hann tal
ar stundum eins og hann sé vanviti.
Íslensk örþjóð má alls ekki við því að
eiga svona stjórnmálamenn. n
4.264: Þjóðríkið Vestmannaeyjar
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Kjallari
„Íslensk
örþjóð má
alls ekki við því að
eiga svona stjórn-
málamenn.
„Ragnar fær því
miður falleinkunn
fyrir tölfræðilega
meðhöndlun gagna. Hann
gleymir því til dæmis að
slakir nemendur fara síður í
háskóla (og detta því út úr
samanburðartölfræði hans
fyrir HÍ)“
Vilhelm Sigmundsson var
ekki alveg sammála Ragnari
Þór Péturssyni sem útnefndi
Verslunarskóla Íslands, Menntaskólann
í Reykjavík og Menntaskólann við
Hamrahlíð slökustu skóla landsins.
„Aldeilis flott
rök þetta og
fín réttlæting
hjá honum. Nú er ég búinn
að keyra bróðurpartinn af
ævinni með börnin mín í
bílnum og það hefur aldrei
neitt komið fyrir, spurning
hvort að ég hætti ekki
bara að láta þau nota
öryggisbelti? Ég meina, ég er
ekkert heimskur.“
Bjarni Jónsson gaf lítið fyrir
útskýringu Robert Alexander
Lilley á því að það væri í lagi
að skilja barn sitt sofandi hjálmlaus í
reiðhjólastól fyrir framan Bónus.
„Kæri Gylfi.
Nauðgarar
nauðga, sumir
þeirra eru hommar, en flestir
þeirra eru gagnkynhneigðir,
sum fórnarlömbin eru
karlkyns en flest eru þau
kvenkyns. Við konur göngum
ekki um haldandi að allir
karlmenn séu nauðgarar
af því að sumir þeira
nauðga. Kynhneigð nauðgar
ekki, nauðgarar nauðga.
Vinsamlegast vandaðu þig.“
Þórlaug Ágústsdóttir skaut
fast á Gylfa Ægisson er hann
tjáði sig við frétt um kæru gegn
Sigurði Aroni Snorra Gunnarssyni.
„Þjóðfélag
þar sem fólk
getur verið á
vergangi í 9 mánuði eftir
heimilisofbeldi? Viljum við
það? (tóm íbúð á hverju
horni...urrr.)“
Sveinn Sigurður Ólafsson
fannst það óásættanlegt að
Jóhanna Freyja hafi þurft að
vera á götunni í nærri tíu mánuði.
„Fann ekki
HB upp
fýlusvipinn?“
Guðrún Ingimundardóttir
gantaðist með frétt um að
Hanna Birna hafi skammað
starfsmenn fyrir að vera „með fýlusvip“.
24
28
67
20
10