Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 4.–7. júlí 201436 Fólk Viðtal Þ egar blaðamaður náði tali á Heru var blíðviðrisdagur mikill í London. Hún seg- ir veðurfarið þetta sumarið vera líkt og að labba í sund- laug en Hera lætur það ekki aftra sér frá því að vinna sig upp met- orðastiga leiklistar í Lundúnaborg, því nóg er að gera hjá henni þessa dagana. Líf Heru hefur snúist um listir frá því hún man eftir sér, sem ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að foreldrar hennar eru leikstjór- inn Hilmar Oddsson og leikkonan Þórey Sigþórsdóttir. Leiklistaráhug- ann fékk hún því í arf og gripu list- ir hana heljargreipum þegar hún var mjög ung. „Ég held ég hafi ver- ið mjög lítil, ég held það sé bara af því ég kem úr þessu umhverfi. Það var aldrei beint; hei, ég ætla að gera þetta. Þetta var bara eitthvað sem ég var alltaf að gera og mig langaði að halda því áfram.“ Hera verður mjög hugsi þegar hún rifjar upp bernskuárin en hún minnist uppeldis síns sem skemmtilegu þrátt fyrir óvenju- bundið fjölskyldulíf. „Mamma og pabbi voru bæði sjálfstætt starfandi þannig að það var ekki beint þannig að þau væru í vinnunni frá níu til fimm og kæmu svo heim. Það var mjög mismunandi. Mamma var oft heima á daginn og pabbi líka. Það fór eiginlega bara eftir því hvar þau voru að vinna og hvað var að ger- ast.“ Hera segist hafa varið miklum tíma með báðum ömmum sín- um þegar hún var barn og að þær hafi mikið tekið þátt í uppeldinu. Hún hafi einnig farið víða með for- eldrum sínum og þannig hafi hún kynnst leiklist, dansi og söng sem heltók áhugasvið hennar. „Mamma var að kenna einhvers staðar og ég fór með, eða pabbi fór að vinna og þá fór ég með að horfa á tökur. Svo var ég líka mikið sjálf að gera eitt- hvað. Ég var í tónlistarnámi og í dansi. Dansinn kom eiginlega líka því ég þurfti að vera einhvers stað- ar meðan mamma var að kenna. Þá fékk ég að vera í danstíma með eldri stelpum.“ Ekki lyklabarn Þrátt fyrir mikið flakk segist Hera ekki hafa þótt foreldrar hennar vera fjarlægir henni. „Nei, alls ekki. Þau voru það einmitt ekki. Bæði gat ég verið mikið með þeim í því sem þau voru að gera og svo voru þau oft mikið heima líka á daginn, með- an sumir krakkar sáu foreldra sína kannski aldrei á daginn. Við vorum mjög náin, og erum mjög náin. “ Hera gekk í Ísaksskóla og Hlíða- skóla þegar hún var yngri en hún telur fjölskyldu sína ekki hafa ver- ið minna til staðar fyrir sig þótt leiklistarferill hafi vissulega boðið upp á óhefðbundnara fjölskyldulíf. „Ég man að sumir vinir mínir voru meiri lyklabörn en ég. Ég var ekki lyklabarn.“ Þegar Hera rifjar upp skólagöngu sína er henni sérstaklega minnis- stæð kennarinn Herdís Egilsdótt- ir. „Hún var alveg frábær kennari. Hún kenndi okkur að nálgast líf- ið út frá óhefðbundnum leiðum. Hún er mjög listræn í hugsun,“ seg- ir Hera og er viss um að það hafi veitt sér innblástur til þess að halda áfram í listum. „Þetta hefur örugg- lega haft áhrif. Ég held að þetta hafi virkilega eflt skapandi hugsun í öllu, því þannig unnum við allt.“ Var algjör risi í London Hera hætti í Ísaksskóla og flutti til Englands þegar hún var níu ára gömul. Hún segir að þá fyrst hafi henni fundist hún og fjölskylda hennar frábrugðin öðrum. „Það var í fyrsta sinn sem ég upplifði að ég var eitthvað öðruvísi. Ég upplifði það ekkert í skóla heima. Maður var ekkert óvenjulegur þótt foreldrar manns væru listamenn,“ segir Hera sem segist hafa vaxið mjög hratt á þessum árum og skorið sig úr þar sem hún bjó í London með því að vera ljós á hörund. „Ég var algjör risi í London. Ég gat ekki setið við neitt borð í skólanum án þess að borðið vaggaði á hjánum á mér af því ég var svo stór.“ Búferlaflutningar til London á hennar yngri árum var ákveðinn vendipunktur í lífi Heru. „Það var mikil breyting fyrir mig að fara út, eitt ár er langur tími á þessum aldri. Það breytti algjörlega heimsmynd minni og held ég bara sjálfsmynd. Þú fattar að þú ert öðruvísi en mjög margir, sem hafa allt annan bak- grunn, en maður hefur mjög gott af því.“ Hera segir að dvöl sín í London á þessum aldri hafi sennilega spilað inn í áhuga hennar á að flytja aftur þangað. „Ég hef enn þá einhverja tengingu við London síðan þá.“ Líkamleg áhrif leiklistar Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hera leikið í mörgum bíómyndum og þáttaseríum hérlendis og erlend- is. Hera segir að þær persónur sem hún leikur eigi það til að smeygja sér inn í eigin raunveruleika. „Ef þú ert að leika stórt hlutverk, eða bara krefjandi, er maður rosalega mikið í þeim heimi. Og leyfir hlutum úr þeim heimi sem manneskjan kem- ur úr að hafa áhrif á sig. Þú virkjar ímyndunaraflið mjög mikið í þá átt.“ Hera segir að Eik úr Vonarstræti hafi skilið eftir sig sess, líkt og aðrar persónur. „Það verður, held ég, alltaf eitthvað eftir með alla karaktera sem maður leikur.“ Hera lék móður í myndinni en einnig var Vanessa, persónan sem hún leikur í hinum bresku Da Vinci's Demons, ólétt í gegnum aðra seríu þáttaraðanna. Hún telur persónurnar ekki einung- is geta haft andleg áhrif á sig, heldur einnig líkamleg. „Það er mjög merkilegt hvað líkami manns getur gert. Í annarri seríu Da Vinci's Demons er ég ólétt eiginlega allan tímann. Við vorum að taka upp í sjö eða átta mánuði og ég var eiginlega alltaf með bumbu. Síðan fæði ég og það hafði alveg pottþétt augljós áhrif á mig. Ég var að rembast og veina í svona fjóra klukkutíma. Síðan kom tímapunkt- ur þegar ég fékk alvöru barn í hend- urnar eftir að líkaminn er búinn að Kann að meta einveruna Hera Hilmarsdóttir ólst upp innan lista- geirans en hefur alltaf kunnað að meta einveruna. Hún er ein bjartasta vonin í leiklistarheimi Íslands um þessar mundir og lék eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Vonarstræti. Kvikmyndin hefur farið sigurför um landið þar sem fjörutíu þúsund manns hafa barið hana augum. Hera er 25 ára gömul og hefur verið búsett í London undanfarin ár þar sem hún vinnur í farsælum leiklistarferli. Salka Margrét Sigurðardóttir ræddi við Heru um uppeldið, missi, erfiðleika með tengslamyndun og lífið í London. Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is „Þetta var bara eitthvað sem ég var alltaf að gera og mig langaði að halda því áfram. Einmanaleikinn Stórborgarlífið getur verið einmanalegt, en Hera þarf mikið á því að halda að vera ein. Mynd MarSý HiLd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.