Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 4.–7. júlí 20144 Fréttir „Mér fannst þetta bara vera dónalegt“ n Maður á sjötugsaldri ákærður n Fékk óvart tölvupóst frá Jóni Ásgeiri É g fékk ekki svar við þessu bréfi sem ég sendi honum. Mér fannst þetta bara dónalegt af því ég fór mjög kurteislega að honum og sagði að þetta væri greinilega ekki ætlað mér,“ seg- ir íslenskur karlmaður á sjötugsaldri sem hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um fjarskipti vegna þess að hann áframsendi tölvupóst frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fjárfesti sem hann fékk sendan fyrir slysni síðla árs 2012. Tölvupósturinn fjallaði um fjár- mögnun á rekstri Iceland-keðjunnar á Íslandi en netfang mannsins virð- ist hafa slæðst með þegar Jón Ásge- ir skrifaði tölvupóst til náinna sam- verkamanna sinna. DV greindi frá ákærunni á hend- ur manninum á mánudaginn var en honum var tilkynnt um það í síð- ustu viku að hann ætti að mæta fyrir dóm vegna þess að hann áframsendi tölvupóstinn sem síðar rataði í um- fjöllun hjá DV. Jón Ásgeir kærði málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu þar sem hann taldi lög um fjar- skipti hafa verið brotin. Ein milljón inn á reikning Maðurinnn segir að í tölvupóstinum hafi komið fram að leggja ætti eina milljón króna inn á reikninginn hans og að hann hafi vitanlega áttað sig á því að pósturinn hefði ekki átt að fara á póstfang hans. Í lögum um fjarskipti segir að sá sem óvart fær sendan tölvupóst sem hann ekki á að fá eigi að gera sendandanum viðvart. Þótt maðurinn þekkti ekki umrætt lagaá- kvæði lét han Jón Ásgeir vita að hann hefði fengið tölvupóstinn og spurði hvort hann ætti að eyða póstinum. „Ég sagði við hann í gríni, þar sem fram kom í póstinum að yfirfæra ætti eina milljón inn á minn reikning, að það væri nú gaman að þiggja þessa milljón en að ljóst væri að þessi póst- ur væri ekki ætlaður mér. Ég spurði hann þá hvað ég ætti að gera við þetta. Þetta var svona nokkurn veg- inn svona,“ segir maðurinn. Ekkert svar Maðurinn fékk hins vegar ekkert svar frá Jóni Ásgeiri við fyrirspurn sinni og reitti þetta hann til reiði þar sem honum þótti dónalegt að svara ekki. Hann segir að hann hafi ekki eytt póstinum líkt og hann spurði hvort hann ætti að gera. Þess í stað áframsendi hann póstinn á vin sinn, eða vini. Fyrir það hefur hann nú verið ákærður. Ef marka má orð mannsins hefði hann einfaldlega eytt póstinum ef Jón Ásgeir hefði svarað honum og þá hefði hann ekki áframsent póstinn og fréttin um Iceland-keðjuna hefði ekki birst í DV. Áhugavert verður að sjá hvort dómurinn sem taka mun ákæruna fyrir muni líta svo á að sýkna beri manninn vegna þess að hann hafði samband við Jón Ásgeir og lét hann vita af því að hann hefði óvart feng- ið tölvupóstinn og spurt hann að því hvað hann ætti að gera við hann. n „Ég spurði hann þá hvað ég ætti að gera við þetta Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Maðurinn ákærður Maðurinn sem Jón Ásgeir sendi óvart tölvupóst um Iceland-keðjuna hefur nú verið ákærður. Hann segist hafa spurt Jón Ásgeir hvað hann ætti að gera við tölvupóstinn en ekkert svar fengið. Mynd sIgtryggur arI stendur vel Tölvufyrirtæki Bjarna Ármannssonar á Akranesi stendur vel og skilaði 44 milljóna hagnaði í fyrra. Hagnaðist um 44 milljónir Tölvufyrirtæki Bjarna Ármannssonar á Akranesi stendur vel T ölvufyrirtæki Bjarna Ár- mannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitn- is, á Akranesi hagnaðist um tæplega 44 milljónir króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins, Tölvuþjónustunn- ar Securstore ehf., sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár Rík- isskattstjóra. Fjárfestingarfélag Bjarna, Sjávarsýn ehf., er stærsti hluthafi fyrirtækisins með 40 pró- senta hlut. Staða fyrirtækisins er góð og nema bókfærðar eignir þess rúmlega 180 milljónum krón- um meira en skuldir þess – ríflega 380 milljónir á móti tæplega 200. Fyrirtækið á einnig tölvufyrirtæki í Bretlandi, Securstore UK Limited. Bjarni er stjórnarformaður félags- ins og kemur því að rekstri þess í gegnum stjórnina. Á árunum fyrir hrunið 2008 var Bjarni einn þekkt- asti bankamaður landsins og naut hann mikillar virðingar. Meira að segja var byrjað að nefna hann sem hugsanlegt forsetaefni. Yfir- lit yfir aðkomu Bjarna að hluta- félögum í dag sýnir að hann situr í fjölda stjórna, meðal annars Eddu eignarhaldsfélagi og Olíu- dreifingu. Þá á Bjarni sjálfur fjár- festingarfélög sem keypt hafa ýmis fyrirtæki á liðnum árum. n ingi@dv.is Ganga fyrir brunn Útivistar- og samfélagshópur- inn Styrkurinn mun í næstu viku fara í þriggja daga göngu um Þórsmörk með það að markmiði að safna fyrir vatnsbrunn í Man- gochi-héraði í Malaví. Gengin verður sama vegalengd og íbúar Malaví þurfa að ganga daglega til að sækja sér vatn. Meðlim- ir Styrksins eru allt unglingar á aldrinum fjórtán til sextán ára og koma úr Grafarvogi. Áheitasöfn- unin er samstarfsverkfeni Vil- borgar Örnu Suðurpóls- og Everestfara, Vinnuskólans og Frí- stundamiðstöðvarinnar Gufunes- bæjar og ber nafnið Malaví vatns- gangan – „Vatn í brunn, vatn í munn“. „Malaví er eitt þéttbýlasta land Afríku og eitt af fátækustu löndum í Afríku. Aðeins 20,6 pró- sent hafa aðgengi að vatni,“ segir í tilkynningu vegna söfnunarinnar. Grunur um salmonellu Á fimmtudag gaf Matvælastofnun út innköllun á ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugl. Grun- ur er um að salmonella leynist í kjúklingnum. Samkvæmt frétta- tilkynningu er matvaran sem liggur undir grun merkt með rekj- anleikanúmerinu 215-14-22-1-02 og með pökkunardagsetningum 27. og 30. júní. Þeir sem verslað hafa kjúkling svo merktan er bent á að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls. Sé fuglinn rétt matreiddur er ekki talin hætta á smiti. Allt fyrir bæjarhátíðina, útileguna og verslunar- mannahelgina FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.