Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 43
Lífsstíll 43Helgarblað 4.–7. júlí 2014 Efast um nauðsyn kyn- færaskoðunar Hópur bandarískra lækna dreg- ur nauðsyn árlegrar skoðunar á kynfærum kvenna í efa. Vísinda- mennirnir segja fjölda rannsókna gefa til kynna að þessar skoðanir, sem gjarnan fylgja krabbameins- skoðun kvenna, hafi í för með sér kvíða og óþægindi fyrir margar konur en skoðunin krefst þess að konan liggi á bakinu með fæt- ur í ístaði. Þetta kemur fram hjá NBC. Vísindamennirnir halda því einnig fram að læknar uppgötvi afar sjaldan krabbamein í þess- um skoðunum en að kostnaður þeirra sé hins vegar mikill. Kon- ur sem hafi orðið fyrir kynferðis- broti eigi sérstaklega erfitt með skoðunina og einnig konur sem eru of þungar. Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna gefa lítið fyrir niðurstöðurnar. Eykur líkur á andvana fæðingum Konur sem gangast undir keisaraskurð eru 14 prósent lík- legri til að fæða seinna andvana börn miðað við konur sem fæða á náttúrulegan hátt. Keisara- skurður eykur einnig líkur á ut- anlegsfóstrum um 9 prósent. Þetta kemur fram í rannsókn á 800 þúsund dönskum mæðrum. Prófessor Louise Kenny við Cork- háskólann segir áhættuna „afar litla“. „En þótt tölurnar séu lágar erum við að tala um skelfilega lífsreynslu fyrir foreldra og heil- brigðisstarfsfólk,“ sagði Kenny í viðtali við BBC News og bætir við að hann mæli gegn því að kon- ur biðji um keisara þegar engin ástæða sé til þess. Bólusetning veldur ekki einhverfu Samkvæmt nýrri rannsókn veld- ur bólusetning ekki einhverfu. Niðurstöður sömu rannsóknar, sem byggð var á 67 mismunandi rannsóknum, gefa einnig í skyn að engin tenging sé milli bólu- setningar og hvítblæði barna. Tekið var fram að MMR bólusetn- ing og flensusprauta gætu aukið líkur á vægum hitakrömpum hjá ungum börnum. Alvarlegar auka- verkanir væru hins vegar afar vægar. Þetta kemur fram hjá AP og NBC News. Nýttu rabarbarann n Fjölbreyttar og framandi uppskriftir n Sniðugir drykkir Það eru fáir Íslendingar sem ekki hafa heyrt um eða smakkað rabarbara- sultu. Fólk nýtir gjarnan rabarbarastilk- ana sem vaxa snemma sumars í slíka sultugerð en einnig hefur rabarbarapæ notið aukinna vinsælda. Engin ástæða er til að láta þar staðar numið enda er margt hægt að gera úr rabarbaranum sem margir eiga feikinóg af í garði sín- um. DV tók saman nokkrar skemmti- legar rabarbarauppskriftir fyrir bæði drykk og mat. salka@dv.is Rabarbaraíste Hráefni: 8 stilkar af rabarbara 2 lítrar af vatni 1 dl sykur (eða eftir þörfum) Fersk myntulauf Aðferð: Settu vatnið og rabarbarann í pott og láttu sjóða í einn klukkutíma. Hrærðu vel á meðan. Þeyttu sykurinn saman við í lokin þannig að hann leysist upp. Leyfðu þessu loks að kólna. Borið fram með ísmolum og myntulaufum. Nægir í átta glös. Heimild: Martha Stewart. Mynd Sigtryggur Ari Rabarbara- og jarðar- berjasangría Hráefni: 1/2 dl sykur 1 og 1/4 dl vatn 2 stilkar rabarbari 1 og 1/4 dl appelsínusafi 1 appel- sína skorin 1 askja jarðarber 1 lítri sódavatn 1 flaska kampa- vín eða freyðivín Ísmolar Aðferð: Setjið sykur og vatn í pott og látið suðuna koma upp. Bætið rabarbaranum við. Færið yfir í skál og leyfið þessu að kólna. Á meðan það kólnar er blandað saman appelsínusafan- um, appelsínunni og jarðarberjunum í annarri skál. Blandið loks öllu saman í eina skál ásamt sódavatninu, víninu og ísmolunum. Heimild: Everyday Food. Tekið af heimasíðu Mörthu Stewart. Rabarbarakökustykki Hráefni: 250 grömm rabarbari 1 teskeið púðursykur 250 ml hveiti 1/2 teskeið lyftiduft 1/4 teskeið salt 125 ml smjör 250 ml sykur 2 egg 1/2 vanillusykur. Mulningur ofan á: 6 teskeiðar smjör 250 ml hveiti 125 ml púðursykur 1/4 teskeið salt Aðferð: Mulningur ofan á: Þeyttu saman smjör, púðursykur og salt. Bættu við hveiti og hrærðu saman við með gaffli. Geymið í ísskáp og hefjist handa við kökuna sjálfa. Kakan: Settu 3/4 af hveitinu, lyftiduft og salt í skál og hrærðu. Taktu síðan fram hrærivélina og þeyttu saman smjör og sykur. Bættu eggjunum varlega við. Bættu síðan hveiti- blöndunni hæglega við það ásamt vanillusykrinum. Í aðra skál skaltu blanda saman rabarbaranum, púðursykri og restinni af hveitinu. Helltu kökudeiginu í 20 cm form. Dreifðu síðan rabar- barablöndunni yfir það. Loks kemur mulningsblandan sem búin var til í byrjun ofan á það. Bakið í 45–50 mínútur í 180 gráðu heitum ofni. Leyfið kök- unni síðan að kólna, takið úr forminu og skerið í 16 bita. Heimild: Everyday Food. Tekið af heimasíðu Mörthu Stewart. Rabarbara- smoothie Hráefni: 4 dl jarðarber 4 dl rabarbari 1 1/2 teskeið hunang 4 dl mjólk 2 dl granateplasafi Aðferð: Hrærið saman í blandara. Notið ísmola að vild. Heimild: www.shewearsmanyhats.com Frosin rababara- jógúrt Hráefni: 500 ml rabarbari 125 ml hreint jógúrt 3 teskeiðar sykur 2 teskeiðar appelsínusafi Aðferð: Hakkaðu rabarbarann í mat- vinnsluvél. Bættu við jógúrtinu, sykrin- um og safanum og hrærðu saman. Settu í annað ílát og í frysti. Gott er að setja réttinn aftur í matvinnsluvélina rétt áður en hann er borinn fram til að gefa jafnari áferð. Rabarbara- og bananamöffins Hráefni: 2 eggjahvítur 200 ml mjólk 60 ml matarolía 500 ml hveiti 125 ml sykur 1–2 bananar 1 teskeið lyftiduft 1/2 teskeið salt 1/2 teskeið múskat 200 ml rabarbari Aðferð: Hitið ofninn við 200 gráður. Hrærið saman eggjahvíturnar, mjólkina og olíu. Bætið við restinni af hráefnunum fyrir utan rabarbarann og hrærið saman. Bætið þá við rabarbaranum. Setjið í tólf möffinsform og bakið í 20–25 mínútur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.