Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 4.–7. júlí 201414 Fréttir F jölmargar ungar konur segj­ ast í samtali við DV hafa ver­ ið illa sviknar af Grand Hair Extension, hárlengingarsölu­ aðila á Facebook og hár­ lengingastofu sem er alfarið á veg­ um Bryndísar Báru Eyjólfsdóttur. Ná elstu dæmin nokkur ár aftur meðan það nýjasta átti sér stað í júnímánuði. Sögurnar sem kon­ urnar segja af viðskiptum sínum við Bryndísi Báru eru mismunandi en einkennast allar af einhvers konar svikum sem þær telja sig hafa orðið fyrir. Bryndís er sögð hafa skemmt hárið á sumum en í öðrum tilvik­ um ekki framvísað þeirri vöru sem greitt hafði verið fyrir. Í öllum tilvik­ um segja konurnar að Bryndís Bára hafi slitið öllum samskiptum eft­ ir að hún hafði fengið greitt. Upp­ hæðirnar sem um er að ræða nema hundruðum þúsunda. Bryndís Bára viðurkennir sjálf í samtali við DV að líklega sé um að ræða skatt­ svik. Svör hennar voru ekki skýr en hún sagðist meðal annars ekki hafa framkvæmt hárlengingar í fjörur ár – nema kannski í eitt skipti. Það rím­ ar alls ekki við frásagnir þeirra við­ mælanda sem hér er rætt við. Eyðilagði hárið Kristín Rún Sævarsdóttir var tvítug þegar hún að eigin sögn „lenti í Bryndísi Báru“. „Ég ætlaði aðeins að fríska upp á útlitið því ég lenti í slysi fyrr um árið og sjálfsálitið var ekki voðalega sterkt. Ég ætlaði að­ eins að skvísa mig upp. Hárið bara skemmdist og varð ógeðslegt. Það var allt í límklessum og það þurfti að klippa allt út, þannig að ég var með lokka hér og þar. Ég þurfti að fara á aðra stofu til að láta taka þetta úr; sú var tvo, þrjá tíma að gera það. Hún sagðist aldrei hafa séð svona illa far­ ið hár,“ segir hún í samtali við DV. Fyrir þetta segist Kristín Rún hafa borgað um þrjátíu þúsund krónur. Í kjölfar þessa ákvað hún að reyna að ná í Bryndísi Báru til að fá endur­ greitt. „Ég reyndi að ná í hana eftir þetta í svolítið langan tíma en hún svaraði ekkert,“ segir hún. Neitaði að endurgreiða Tara Mist Eiríksdóttir segist hafa far­ ið í hárlengingu hjá Bryndísi Báru fyrir um það bil tveimur árum. Hún segir að Bryndís Bára hafi skemmt á sér hárið og hafi neitað að endur­ greiða henni. „Ég fór til hennar í hár­ lengingu, en hafði alltaf farið annað. Hún setti svona límhárlengingar sem eyðilögðu hárið á mér. Þær duttu úr daginn eftir. Hún sagðist ætla að laga það svo ég fór aftur. Þá setti hún öðruvísi festingar. Það varð að taka þær úr því þær flæktu allt hárið og það varð bara ógeðslegt. Hún neitar bara að endurgreiða og svarar ekki símanum. Ég náði á hana núna um daginn þegar umræðan fór af stað. Þá sagðist hún ætla að íhuga það að endurgreiða,“ segir Tara. Hrundi úr hárinu Saga Evu Lóu Robertsdóttur af Grand Hair Extension er talsvert nýrri en Kristínar Rúnar. „Þetta var bara fyrir jól. Ég fór í hárlengingu til hennar sem áttu að vera fastar. Ég borgaði þrjátíu þúsund kall fyr­ ir það. Daginn eftir fer ég í sturtu og þá fer þetta bara allt úr mér, hrynur allt. Ég reyni að hafa samband við hana og segi við hana að ég fari til lögreglunnar. Hún svarar ekkert og ég bara gefst upp,“ segir hún. Fékk hárlenginguna inn um glugga Samskiptum hennar við Bryndísi Báru var þó ekki lokið. Þrátt fyrir að hafa verið brennd einu sinni ákvað hún að kaupa hárlengingarklemm­ ur af Bryndísi Báru í gegnum vin­ konu sína þar sem þær eru að henn­ ar sögn ófáanlegar á Íslandi, nema hjá Bryndísi Báru. „Það keypti ég á tuttugu og eitt þúsund kall. Ég pant­ aði þetta á föstudegi og átti að fá á mánudegi. Eftir mánuð hafði ég ekki fengið þær og hún svaraði mér ekkert. Þannig að ég enda með að n Bryndís Bára viðurkennir skattsvik n „Hárið varð ógeðslegt“ Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Ég veit alveg að það eru einhverjir óánægðir Bryndís Bára Hún segir að óánægðu við- skiptavinir sínir séu að leggja sig í einelti. Að hennar sögn hefur hún ekkert gert rangt. Sviðin jörð í hárlengingum „Límklessa“ Bæði Kristín Rún og Tara Mist segja að límhár- lengingar sem Bryndís Bára setti í hár þeirra hafi skemmt hár þeirra. Ósáttar Eva Lóa Robertsdóttir, efst til vinstri; Alexandra Rós Jóhannesdóttir, efst til hægri; Tara Mist Eiríksdóttir, neðst til vinstri; og Kristín Rún Sævarsdóttir, neðst til hægri. Konurnar segjast allar hafa komið illa út úr viðskiptum við Bryndísi Báru. Elsta dæmið er sex ára gam- alt, það nýjast var fyrir nokkrum vikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.