Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 51
Helgarblað 4.–7. júlí 2014 Sport 51 Stefnir á heimSmeiStaratitil n Fór í aðgerð vegna galla í hrygg n Ráðleggur fólki að æfa ekki eins og hún gerir sjálf ir Björk. Hún gerði það og gott bet- ur, því hún endaði sem fyrr segir í öðru sæti á eftir Annie Mist og skildi Briggs eftir með sárt ennið. Hefur skýr markmið Andlegi hlutinn er stór partur af öll- um íþróttum og í CrossFit þurfa keppendur oft að keyra sig áfram þrátt fyrir að vera orðnir verulega þreyttir. Björk fékk góða aðstoð frá manni sem hefur mikla reynslu af því að vinna með andlega hlið fólks. „Hann hefur unnið mikið fyrir her- inn og fólk sem þarf að fórna sér mikið fyrir starfið sitt. Einhvern veg- inn fékk hann mig til að ná betri ein- beitingu á öllum sviðum, hvort sem er í keppni eða daglegu lífi. Hann hafði samband þegar ég var að leita mér að þjálfara og ég fann að þetta var það eina sem ég hafði ekki stjórn á. Með hans hjálp var ég með skýrt markmið og náði að einbeita mér að því,“ segir Björk sem setur mark- ið hátt. Hún er nú þegar búin að slá út einn heimsmeistara, svo af hverju ætti hún ekki að reyna að sigra Annie Mist í sumar? „Nákvæmlega. Það munaði litlu á okkur í mótinu og það er allt hægt. Hún var reyndar ekki alveg lík sjálfri sér en var mjög stöðug eins og ég sjálf, við vorum ekki endilega að vinna allar greinarnar en enduðum alltaf ofarlega,“ segir Björk, en fyrir- komulagið er þannig að besti sam- anlagði árangur í öllum æfingum telur. Þannig var heimsmeistarinn Samantha Briggs í slæmum málum eftir fyrstu greinarnar, þar sem hún endaði mjög neðarlega. Þrátt fyrir að hún næði að sigra í nokkrum grein- anna sem eftir voru dugði henni það ekki, því þær Annie og Björk voru mjög stöðugar og enduðu nánast alltaf í efstu sætunum og aldrei utan efstu tíu keppenda í hverri grein. Atvinnumaður í Bandaríkjunum? Fyrirkomulag CrossFit-keppna hef- ur verið nokkuð sérstakt og aðeins fyrirtækið sjálft, CrossFit Inc., hefur mátt nota nafnið CrossFit í tengsl- um við keppnir. Þegar mót hafa ver- ið haldin á vegum annarra, þá hafa þau fengið nöfn eins og „London Throwdown“ svo eitthvað sé nefnt. Nú er atvinnumannadeild í bígerð, en hún er ekki á vegum CrossFit Inc., heldur er hún stofnuð af manni sem vann fyrir fyrirtækið en sá möguleika í að búa til annað keppnisfyrirkomu- lag þótt íþróttin sé sú sama. Deildin, sem mun kallast NPGL, verður í Bandaríkjunum og sett upp svip- uð og NBA, NFL og MLS, svo dæmi séu tekin. Liðin verða staðsett í stór- borgum Bandaríkjanna og nú þegar hefur Katrín Tanja Davíðsdóttir ver- ið fengin til liðs við Boston Iron og mun hún því taka þátt í fyrsta keppn- istímabili NPGL sem byrjar í haust. Enn er verið að skrá leikmenn í liðin, en fyrirkomulagið er eins og í öðrum bandarískum deildum, þar sem liðin hafa valrétt og geta valið úr hópi íþróttamanna sem deildin hef- ur samþykkt. Björk er í þessum hópi og mun sýna hvað hún getur í sérs- tökum æfingabúðum sem haldnar verða 10. júlí. „Ég vonast til að kom- ast í lið Boston, sama lið og Katrín Tanja er í. Það eru mjög spennandi tímar fram undan, en þetta er reynd- ar ekki mjög langt keppnistímabil. Þá verð ég áfram í Bandaríkjunum eftir Heimsleikana í kannski tvo til þrjá mánuði. Fyrir það fær maður borgað en ég fæ einnig borgað frá styrktaraðilum,“ segir Björk, en hún er með fjölda styrktaraðila sem ger- ir henni kleift að vinna minna og æfa meira. „Allt er búið að gerast svo hratt“ Hún æfir því eins og atvinnumaður en er í raun ekki orðinn það enn þá. Á meðal styrktaraðila hennar eru fata- framleiðandi, fæðubótarefnafram- leiðandi, lyftingavöruframleiðandi og svo mætti lengi áfram telja. Hún fær laun fyrir keppnir, flugmiða greidda og svo framvegis. Það er langur vegur frá því að ætla að fara til Stokkhólms í þrjá mánuði án nokkurra markmiða eða áætlana. „Allt er búið að gerast svo hratt. Samt einhvern veginn hefur mér tekist að halda mér á jörðinni,“ segir Björk. Hún segir að dagur í lífi í Cross- Fit snúist um lítið annað en að sofa, borða og æfa. „Ég fer á fætur um átta og fæ mér stóran morgunverð. Svo fer ég í æfingasalinn og tek þær tækniæf- ingar sem ég þarf að taka í tvo til þrjá tíma. Svo tek ég mér hlé, stundum þjálfa ég eða fer og geri æfingaáætlan- ir fyrir viðskiptavini. Það er eina vinn- an sem ég geri í raun, bý til plön fyr- ir viðskiptavini og þjálfa suma þeirra. Þetta er ekkert álag, ég hef það voða gott og hef ekkert til að kvarta yfir. Svo æfi ég aftur frá kannski fimm til átta um kvöldið, áður en ég fer heim að borða og svo í rúmið,“ segir Björk. Áhugamál eða íþrótt Umræða um CrossFit hefur ver- ið mjög misjöfn og margir virðast halda að þeir sem séu í íþróttinni séu allir að æfa eins og Björk. Hún segir að sem keppnisíþrótt sé CrossFit nokkuð frábrugðið æfingakerfinu sem slegið hefur rækilega í gegn bæði hér á landi, í Bandaríkjunum og Skandinav- íu svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er svolítill misskilningur. Ann- aðhvort ertu með CrossFit sem áhugamál eða til að halda þér við, og æfir þá kannski klukkutíma í senn, þrisvar til fjórum sinnum í viku. Það eru rosalega margir sem eru í þessu sem æfa bara til að láta sér líða vel. Svo erum við hin sem erum svolítið klikkuð kannski, þá verður þetta bara að lífinu,“ seg- ir Björk. Hún tekur undir með blaða- manni sem segir að þetta sé í raun hvor sín íþróttin og blaðamanni leikur einnig forvitni á að vita hvort það sé ekki erfitt að geta komið sér á þann stað að vera keppnismann- eskja í CrossFit? Þjálfarar skipta öllu máli „Það fer eftir því hversu mikinn metnað þú hefur og auðvitað tíma. Ég segi við mína kúnna að gera ekki eins og ég, heldur að gera það sem ég segi þeim að gera. Þeir sjá okkur hin gera einhverjar svaka æfingar og það er ekki alveg það besta sem þau geta gert fyrir líkamann sinn. Ég í það minnsta þjálfa ekki venjulega viðskiptavini eins og ég æfi,“ seg- ir Björk. Hún segir að svona íþrótt snúist aðallega um að halda líkam- anum heilum en ef einhver undir- liggjandi meiðsli eru til staðar þarf að fara varlega. „Ef viðkomandi er meiddur í öxlinni, þá segir maður bara sorrí. Þá er hann ekkert að fara að ná einhverjum svaka árangri í þessu. Það er allur líkaminn notaður og það verður allt að vera í jafnvægi. Það er oft mjög erfitt og maður þarf líka að passa sig að ofgera sér ekki og keyra á einhvern vegg á endanum. Ég mæli samt með því fyrir alla að æfa CrossFit, en það verður að vera á góðri stöð með góðan þjálfara. Þeir skipta höfuðmáli, að mínu mati geta allir gert þetta ef þjálfararnir eru góðir. Ég mæli ekki með því að fólk sé að gera þetta sjálft frá byrjun og herma eftir einhverju sem það sér á netinu. Við erum í það minnsta með mjög miklar kröfur hér í CrossFit Nordic og allir geta gert æfingu dags- ins, á mismunandi hátt. Einhver sem er of þungur, stirður eða eldri, hann tekur léttari þyngdir og svo framveg- is. Fyrst og fremst er hreyfingin góð og í þessu notar maður allan lík- amann svo mikið,“ segir Björk. Hugsar ekki um áhorfendur Hennar stærsta upplifun í íþrótt- um nálgast nú óðfluga, búist er við meira en 25 þúsund áhorfendum á Heimsleikunum í júlí og keppnin virðist stækka með hverju ári. Björk hefur nú þegar keppt fyrir fram- an fjölda manns á Evrópuleikun- um og þá er sigurinn með Gerplu árið 2010 eftirminnilegur. „Ég ætla að reyna að læra mikið á Heimsleik- unum. Það verður mjög heitt en ég hef reynt að undirbúa mig, verið að æfa erlendis og jafnvel úti. Málið er að vera með gott plan, drekka nóg og vera ekki í sólinni að óþörfu. Þá verður þetta allt í góðu,“ segir Björk. Hún segist ætla að njóta þess að hafa svo marga að horfa á sig en gerir fjöl- skylda hennar og vinir sér grein fyrir því hversu stórt þetta er? „Ég auðvitað umgengst mikið fólk sem er bara í þessu og þekkir þetta. Fjölskyldan mín er kannski ekki al- veg að ná þessu. Þegar ég er komin í mitt „zone“ þá einbeiti ég mér bara að sjálfri mér og næ að loka á ann- að. Það er kannski ekki fyrr en eftir á sem maður hugsar um þetta og get- ur notið þess. Reynslan frá öðrum stórmótum skilar sér og Evrópuleik- arnir voru stærri en Evrópumótið með Gerplu en ég man samt rosa- lega vel hvernig það var og hvern- ig mér leið. Maður upplifði sig sem rokkstjörnu á gólfinu og að ná öll- um þessum markmiðum með öllum þessum stelpum var þvílíkt afrek, að tuttugu 20 ára stelpur næðu þess- um árangri saman. Það þarf mik- ið að koma saman og það tók okkur tvö ár að ná þessu markmiði og það er alltaf sérstök tilfinning þegar það gerist svo loksins. Það fann ég aftur á Evrópuleikun- um nema þá var ég ein að ná þessu, þótt auðvitað eigi maður alltaf ein- hverjum að þakka sinn árangur og er aldrei alveg einn. Ég naut þess með þeim og þetta verður ótrúlega gam- an,“ segir Björk Óðinsdóttir. Áhuga- samir geta fylgst með Björk á heima- síðu CrossFit-leikanna, games. crossfit.com, þegar Heimsleikarnir fara fram en allir viðburðir eru sýnd- ir þar í beinni útsendingu og upp- tökur eru einnig aðgengilegar. Sem fyrr segir fara þeir fram í Carson í Kaliforníu og fyrsti keppnisdagur er 23. júlí. n Evrópumeistari með Gerplu Björk var í liði Gerplu sem varð Evrópumeistari í hóp-fimleikum árið 2010. Hún er önnur frá vinstri á myndinni. Mynd AndrEAs GustAfsson Með mikið keppnisskap „Ég ætlaði nú bara að halda mér í formi, var búin að ákveða að íþróttaferillinn yrði ekki lengri vegna verkjanna sem voru að fara með mig. Keppnisskapið er samt aldrei langt undan og ég keppti á sænsku meistaramóti, sem ég vann svo.“ Mynd MikAEl svärdH „Maður upplifði sig sem rokkstjörnu á gólfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.