Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 4.–7. júlí 201440 Skrýtið Sakamál H inn 10. desember 1994 hittist hópur viðskipta- jöfra til að gera sér glað- an dag í árlegri jólateiti á Athenaeum-hótelinu í Detroit í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal voru Lowell Amos, fyrrver- andi framkvæmdastjóri hjá General Motors, og eiginkona hans, Roberta. Segir ekki frekar af samkom- unni, en Amos-hjónin fóru upp í svítu sína um hálf fimm leytið um morguninn. Fjórum klukkustundum síðar hr- ingdi Lowell í Bert Crabtree, sem einnig hafði verið í teitinni, og var mikið niðri fyrir – hvort hann gæti skotist upp í svítuna? Hreinsað til Bert mætti á staðinn ásamt öðr- um hótelgesti, Daniel Porcasi, og Lowell sagði þeim vafningalaust að Roberta væri dáin vegna óhapps. Lowell sagðist vilja hreinsa til áður en lögreglan kæmi og bað Daniel að taka sportjakka hans til handar- gagns, sem Daniel gerði. Þegar Daniel ók heim á leið síð- ar þann morgun kíkti hann í vasa jakkans og sá lítinn leðurpung sem í voru sprauta, án nálar, og illa lykt- andi klútur. Síðar nálgaðist Lowell jakkann aftur og umræddur leðurpungur og innihald hans hvarf. Allt um það. Þegar lögreglan kom upp í svítu Lowells sagði hann að þau hjónin hefðu stundað kyn- líf af miklum móð og neytt kóka- íns og kona hans hefði haldið áfram neyslunni eftir að hann fór að sofa. Lowell sagði enn fremur að Roberta hefði, vegna ennisholuvandamála, ekki getað tekið kókaín í nös og því orðið að fá það beint í æð. Þegar Lowell vaknaði var Ro- berta, að hans sögn, liðið lík. Kókaín hér – kókaín þar Lögregla fann kókaín í sængur- fötunum, jafnvel þeim hluta sem dýnan huldi. Í líkama Robertu fannst fimmtánfalt magn kóka- íns sem dygði til að draga mann til dauða. Þar sem líkskoðun leiddi í ljós að ekkert kókaín var að finna á líkama Robertu, en þó inni í kyn- færum hennar, grunaði lögreglu að Lowell hefði þvegið lík hennar áður en hann hafði samband við lög- regluna. Lík Robertu var nánast tandur- hreint: enginn andlitsfarði eða vara- litur. Þó var að sjá hvort tveggja á koddanum sem höfuð hennar hvíldi á. Fortíðin guðar á gluggann En ekki voru til staðar nægar vís- bendingar til að leggja fram kæru á hendur Lowell og þess í stað ákvað lögreglan að gefa honum gætur og kíkja aðeins á bakgrunn hans. Tveimur dögum eftir dauða Ro- bertu eyddi Lowell yfir 1.000 dölum í mat, drykki og kynlíf með tveimur ónefndum dömum. En dauði Ro- bertu hafði vakið athygli fjölmiðla og í kjölfarið gáfu nokkrar konur sig fram og sögðu sínar farir ekki slétt- ar í samskiptum við Lowell. Sumar sögðust telja að Lowell hefði byrl- að þeim ólyfjan áður en til kynmaka kom. Einnig komst lögreglan að því að ekki gekk allt upp hvað varð- aði dauða fyrstu eiginkonu Lowells, Saundru, sem hafði látist 36 ára að aldri árið 1976. Móðirin skilur við Á sínum tíma útskýrði Lowell dauðs- fall Saundru með þeim hætti að hún hefði blandað saman deyfilyfjum og áfengi, hrasað og rekið höfuðið í. Ekki var hægt að bera brigður á frá- sögn Lowells og fékk hann greidda út líftryggingu hennar, 350.000 dali. Lowell kvæntist að nýju, en sú kona, Caroline, fleygði honum á dyr eftir að hann neitaði að breyta skil- málum svimandi hárrar líftryggingar sem hann hafði keypt fyrir hana. Lowell flutti inn til aldraðrar móð- ur sinnar, sem andaðist skömmu síðar og fékk Lowell greidda líf- tryggingu; eina milljón dala. Eiginkona númer tvö deyr Lowell tókst síðar að tala sig inn á Caroline á ný og níu mánuðum síðar fór hún yfir móðuna miklu, hafði að sögn Lowells fengið rafstuð þegar hún var í baði. Sjóðir Lowells gildnuðu um 800.000 dali við dauða hennar. Að lokum fór þó svo að lögregla handtók Lowell. Tveimur árum áður hafði lögum í Michigan verið breytt þannig að heimilt var að vekja máls á eldri atvikum við réttarhöld og voru dauðsföll fyrri eiginkvenna og móð- ur Lowells vatn á myllu ákæruvalds- ins. Reyndar taldi saksóknari ljóst að Roberta hefði ekki verið myrt í auðg- unarskyni heldur fyrir þá sök að hún hugðist yfirgefa Lowell, sem var eitt- hvað sem honum leist ekki á. Lowell var fundinn sekur og var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi 4. nóvember 1996. n Tryggður dauði n Þrjár eiginkonur féllu fyrir hendi Lowell Amos n Í fangelsi til dauðadags „Í líkama Robertu fannst fimmtánfalt magn kókaíns sem dygði til að draga mann til dauðaVettvangur glæps Hinn 10. desember 1994 hittist hópur viðskiptajöfra til að gera sér glaðan dag í jólateiti á Athenaeum-hótelinu í Detroit. Dæmdur Lowell var fundinn sekur og var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi 4. nóvember 1996. Fékk gras með matnum Kona í Maryland í Bandaríkjun- um fékk heldur meira en hún borgaði fyrir þegar hún keypti sér mat á skyndibitakeðjunni Sonic á dögunum. Konan, Carla McFarland, pantaði sér klassískan skyndibita, hamborgara og franskar, en með í kaupunum fylgdi poki sem inni- hélt lítilræði af marijúana. Carla kannaðist ekki við að hafa pant- að sér gras sem meðlæti og hafði samband við yfirmann skyndi- bitastaðarins. Í ljós kom að pokinn hafði verið í eigu starfsmanns og hafði hann dottið úr brjóstvasa hans og ofan í pokann sem innihélt mat- inn. Starfsmanninum hefur nú verið vikið frá störfum. Dæmdur til dauða Tuttugu og fjögurra ára Banda- ríkjamaður, Brandon Bradley, var dæmdur til dauða í síðustu viku fyrir morð á lögregluþjóni árið 2012. Það var dómstóll í Flórída sem kvað dóminn upp. Forsaga málsins er sú að lögregluþjónn, hin þrítuga Barbara Pill, stöðv- aði akstur Bradleys og kærustu hans 6. mars 2012 vegna gruns um að þau væru viðriðin þjófn- að sem hafði verið framinn á móteli í nágrenninu. Pill reyndi að fá Bradley til að stíga út úr bif- reiðinni en hann þráaðist við. Þegar Pill reyndi að kalla eftir liðsauka dró Bradley upp byssu og skaut Pill til bana. Þáverandi kærasta Bradleys, sem var í bifreiðinni, vitnaði gegn honum og hlaut fyrir vikið vægari refsingu, eða tólf ára fangels- isdóm. Bæði áttu þau langa af- brotasögu. „Ég vil biðja fjölskyldu Pill innilegrar afsökunar á gjörð- um mínum,“ sagði Bradley þegar dómurinn var kveðinn upp. Geymdi líkið í frystinum Karlmaður í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, William Carrasquillo, liggur undir grun um að hafa komið líki aldraðr- ar móður sinnar, Andreu, fyrir í frystikistunni á heimili þeirra. Ekki liggur grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað varð- andi andlát hennar. William ligg- ur þó undir grun um að hafa not- að bætur, sem móðir hans átti rétt á, eftir andlát hennar. Talið er að Andrea, sem var 83 ára, hafi látist í janúar síðastliðnum. Í frétt New York Daily News kemur fram að William hafi sjálf- ur sagt ættingjum sínum frá and- látinu á dögunum. Þeir hafi svo látið lögreglu vita. Falbauð sig á bókasafni Bókasafnsgestum í New Hampshire brugðið vegna vændiskonu K ona nokkur í New Hampshire- ríki í norðausturhluta Bandaríkj- anna var á dögunum handtekin fyrir harla óvenjulegar sakir. Hún hafði gerst uppvís að því að falbjóða sig á bókasafni. Eagle-Tribune greinir frá þessu. Konan fór þannig að að hún laumaði að bókaormum miðum þar sem viðskiptin voru boðin. Lögreglan í Tewksbury, Massachusetts barst ábending um athæfið á bókasafninu og sendi óeinkennisklæddan lögreglu- mann í vettvangsferð. Hann kom til baka og bar að varla hefði liðið mínúta áður en hún fór að senda honum skilaboð. Þau skiptust á nokkrum slíkum og ekki leið á löngu þar til lögreglumanninum barst ósið- legt tilboð. Konan bauð fram blíðu sína fyrir um 6.700 krónur. Það var þá sem lögreglumaðurinn afhjúpaði sig og handtók konuna vergjörnu. „Mig hefði ekki grunað að vændi væri svona áberandi í Tewksbury,“ hefur miðillinn eftir einum gesta bókasafnsins en í bænum búa liðlega 30 þúsund manns. Gesturinn sagðist vera uggandi yfir málinu enda væri hann kennari og vissi að á bókasafnið kæmu oft börn. Ótrúlegt en satt þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem vændi er boðið á þessu tiltekna safni. í fyrra var mað- ur handtekinn á bókasafninu fyrir að hengja upp smáauglýsingu þar sem hann bauðst til að stunda kynlíf með fólki inni á baðherbergi bókasafns- ins. „Mig óraði ekki fyrir því að svona lagað myndi gerast aftur,“ er haft eftir prestinum Tolayuth Ok, sem er með böggum hildar vegna málsins. „En svo bara gerðist það.“ n baldur@dv.is Bókaormar Ekki fylgir sögunni hvort vændiskonunni hafi tekist að afla sér viðskipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.