Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 4.–7. júlí 201416 Fréttir H ann kom inn í bílinn við Leifsstöð og bað mig um að keyra sig á gistiheimili í Keflavík. Á leiðinni dró hann upp greiðslukvittun fyr- ir gistingunni og mér krossbrá þegar ég sá upphæðina. Þessi maður þurfti að borga 115 þúsund krónur fyrir gistingu í eina nótt á einhverju litlu gistiheimili í Keflavík,“ segir leigubíl- stjóri í samtali við DV, en umrætt atvik átti sér stað í byrjun júní. „Ég tók því miður ekki mynd af þessari kvittun, en hann spurði mig hvort þetta væri eðli- leg upphæð fyrir gistingu í eina nótt. Auðvitað lét ég hann vita að þetta væri alveg fáránlegt, en hann fór samt sem áður inn og þar tók einhver kona á móti honum sem þurfti að færa drasl frá innganginum svo hann kæmist inn,“ segir leigubílstjórinn, sem vill ekki láta nafn síns getið. Í úttekt DV um ferðaþjónustu á Ís- landi er fjallað um gullæðið í íslenskri ferðaþjónustu sem birtist í ýmsum – misskrautlegum – myndum. Land- eigendur loka náttúruperlum, hót- el dreifa sér hraðar en hlaðkollur og fasteignaeigendur ganga úr hús- um sínum. Í verslunum við Lauga- veg eru ekkert nema lundabangsar, ferðaþjónustufyrirtæki selja aðgang að norðurljósunum og listinn heldur áfram. Þreföldun frá áramótum Ferðamannastraumur til Íslands þyngist óðfluga. Frá árinu 2000 hef- ur hann þrefaldast; ferðamenn voru 303 þúsund árið 2000 og 807 þús- und í fyrra. Í ár er svo búist við því að milljónarmúrinn verði brotinn. Samkvæmt skýrslu Ferðamálastofu sem gefin var út í apríl á þessu ári, og byggir meðal annars á tölum Hagstof- unnar, bar þessi fjölgun uppi hagvöxt síðasta árs, sem mældist að raungildi 3,3 prósent. Hlutfall tekna af erlend- um ferðamönnum var 15,4 prósent af vergri landsframleiðslu á árinu 2013 og hefur sú prósenta vaxið um helming frá 2009. Nú er svo komið að ferðaþjónustan aflar meiri gjaldeyris- tekna en sjávarútvegurinn og álfram- leiðslan. Þessi aukning hefur gerbreytt nær allri þjónustustarfsemi hér á landi. Segja má að sannkallað gullæði hafi runnið á landsmenn, sem margir reyna eftir föngum að beisla straum- inn og búa til gróða. Eðli málsins sam- kvæmt hefur löggjafinn átt í fullu fangi með að halda í við þróunina og miðar lagaumhverfi greinarinnar að mörgu leyti við allt annan veruleika en þann sem blasir við. Nú hefur Ferðamála- stofa unnið ítarlega skýrslu um reglu- verkið, en í henni kemur fram að pottur sé víða mölbrotinn. Á meðan hann er soðinn saman er stuð í villta vestrinu. Gisting Það er kunnara en frá þurfi að segja að hótelum hefur fjölgað umtalsvert á Íslandi. Árið 2013 voru í boði 11.050 herbergi á 340 hótelum og gistiheim- ilum á landinu þegar mest var, þar af voru 36,2 prósent á höfuðborgar- svæðinu. Þrátt fyrir hina öru fjölgun – árið 2012 voru herbergin rúmlega 10.000 – jókst herbergjanýting jafn- framt á milli áranna. Búist er við að fjöldi hótelberbergja muni aukast um 50 prósent á næstu árum en kostnað- ur við byggingu þeirra gæti numið um 50 milljörðum. Þessar tölur segja þó fráleitt alla söguna. Fjölmargir íbúðareigendur horfa girndaraugum á þessa stækk- andi köku og vilja sneið. Þúsundir íbúða standa ferðamönnum til boða yfir sumartímann, en á slíkum við- skiptum geta íbúðareigendur grætt væna fúlgu – sérstaklega ef þeir standa utan skattkerfisins. Það virðist einmitt vera sú leið sem margir fara. Því til sannindamerkis má nefna að slík starfsemi, sem kallast einkagisting, er leyfisskyld en samkvæmt upplýsing- um frá Ferðamálastofu hafa aðeins tæplega 200 aðilar slíkt leyfi. Það er ekki nema brot af því húsnæði sem í boði er og finna má á netinu, einkum á síðunni airbnb.is, en einnig víðar. Af þessu hefur lögreglan og skatta- yfirvöld nokkrar áhyggjur en sam- kvæmt öruggum heimildum DV hefur lögreglan gert rassíu víða í Reykjavík vegna þessa. En hver er ástæða þess að margir ákveða að sveigja af leið laganna? „Maður þarf að fara í gegn- um stjórnsýslufrumskóg til að fá leyfi,“ segir maður sem leigir út íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur en vill ekki láta nafns síns getið og heldur áfram: „Því nennir enginn. Það eru svo ótrúlega margir í þessu, lögreglan myndi ekki vita hvar hún ætti að byrja.“ Skattsvik einskorðast þó ekki við þennan anga gistiþjónustunn- ar. Í skýrslu sem Rannsóknarstofn- Gullæði runnið á Íslendinga n Ferðaþjónustan eins og villta vestrið n Skattsvik í gistiþjónustu n Einkabílar leigðir út ótryggðir n Ferðaskrifstofur sleppa gjaldtökustöðum Áslaug Karen Jóhannsdóttir, Baldur Eiríksson og Rögnvaldur Már Helgason aslaug@dv.is / baldure@dv.is / rognvaldur@dv.is Vetrarheimsóknum fjölgar mjög hratt Síðustu þrjú ár hefur aukn- ing ferðamanna verið hlutfalls- lega meiri að vetri til en að vori, sumri og hausti. Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2012 og 2013 í samanburði við sömu mánuði árin á undan. Sömu sögu er að segja um árið í ár, allir mánuðir sem liðnir eru slá út sömu mánuði síðasta árs. Ferðamenn frá einstökum markaðssvæðum dreifðust nokkuð ólíkt yfir árið 2013. Þannig voru ferða- menn frá Mið- og Suður-Evrópu áberandi yfir sumarmánuðina á meðan Norðurlandabúar, Norður-Ameríkanar og ferðamenn frá löndum sem flokkast undir annað dreifðust talsvert jafnar yfir árið. Bretar skera sig hins vegar úr en helmingur þeirra koma yfir vetrarmánuðina. „Við skulum bara játa það, einhverjir eru með dollara í augunum Viktor Þórisson Viktor rekur síðuna Car- Renters þar sem hægt er að auglýsa bílinn sinn til leigu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.