Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 4.–7. júlí 201442 Lífsstíll
Með mat á
heilanum
n Fanney Dóra lærði félagsráðgjöf en kokkar nú í eldhúsi Jamie Oliver
Æ
tli þetta sé bara ekki
hálfgerð fíkn. Ég á erfitt
með að halda mér í
burtu frá eldhúsinu. Ég
er með mat á heilanum,“
segir Fanney Dóra Sigurjónsdótt-
ir, kokkur á veitingahúsinu Jamie's
Italian í Brigthton, en Fanney Dóra
mun verja sumrinu í Ljósavatns-
skarði í Suður-Þingeyjarsýslu að elda
ofan í ferðamenn á Hótel Eddu á
Stóru-Tjörnum.
Mataráhuginn í fjölskyldunni
Fanney Dóra er menntaður félags-
ráðgjafi þótt hún starfi sem kokk-
ur. Hún flutti til Noregs fyrir þremur
árum og fór að vinna á veitingahúsi
og flutti þaðan til Bretlands. Aðspurð
segir hún lítið mál að fá vinnu við að
kokka þrátt fyrir skort á menntun.
„Atvinnuviðtölin eru þannig að það
er tékkað á því sem þú kannt. Ég hef
unnið með mjög klárum kokkum
sem fóru aldrei í formlegt nám en
líka unnið með lærðum kokkum sem
eru alls ekki góðir kokkar. Það er all-
ur skali á því örugglega.“
Hún segir mataráhugann liggja
í fjölskyldunni. „Önnur amma mín
heitin var snillingur í eldamennsku
og bakstri og hin, sem er komin yfir
áttrætt, bakar æðislegar hnallþór-
ur og er alltaf að prófa nýjar fyllingar
á tortillurnar sínar. Mamma er líka
mikill snillingur í eldhúsinu og pabbi
minn er besti grillari sem ég veit um.
Það má því segja að áhuginn sé til
staðar í ættinni. Sjálf hef ég alltaf haft
áhuga á matargerð en ég þorði ekki
að taka stökkið og sækja um í kokka-
skóla. Ég miklaði fyrir mér vinnutím-
ann og vildi fara í praktískara nám.“
Ótrúlega Ísland
Fanney Dóra nýtur íslenska sum-
arsins í botn. „Við erum hérna
vinirnir úr menntaskólanum, ég og
Jón Eggert Víðisson. Hann er hótel-
stjórinn og ég kokkurinn. Það er auð-
vitað tvennt ólíkt að vera í Brighton
og Ljósavatnsskarði og mér finnst al-
veg frábært að komast í allt íslenska
hráefnið,“ segir hún og bætir við að
hún hafi valið alíslenskan matseðil
handa gestum Stóru-Tjarna sem hún
segir útlendinga í meirihluta. „En
auðvitað er einn og einn Íslendingur
sem slæðist inn á milli.
Við erum bara svo gjörn á að
keyra hér fram hjá án þess að stoppa
en þessi staður er tilvalinn fyrir alla.
Hér er æðisleg sundlaug og heitur
pottur og fallegt umhverfi, mitt á
milli fjalla, og veiði í vötnunum í
kring. Veðrið er líka búið að vera svo
gott í sumar – nema í dag hefur verið
haglél, þrumur og eldingar. Ísland er
ótrúlegt,“ segir hún brosandi og bæt-
ir við að hún ætli sér að flytja heim
aftur í framtíðinni.
„Auðvitað er það planið en á
meðan vel gengur hjá þessu fyrir-
tæki þá verð ég þar áfram. Annars
er yfirkokkurinn minn staddur hér
hjá mér og verður í tvær vikur. Það er
aldrei að vita nema ég fái hann til að
opna með mér Jamie á Íslandi,“ seg-
ir Fanney sem hitti Jamie Oliver einu
sinni þegar hann var staddur á Ís-
landi. „Ég hef líka verið í kokteilboði
með honum en þetta var svo fínt boð
að ég kunni ekki við að æða á hann
og selja mig. Samt var ég alveg tilbú-
in að segja honum að opna með mér
veitingahús á Íslandi. Hann virkar
voða kumpánlegur og er alls ekki
með neina stjörnustæla.“
En sér hún ekki eftir að hafa
ekki látið draumana rætast og
læra kokkinn?
„Nei alls ekki – ekki í eina sekúndu.
Ég væri ekki sú sem ég er í dag ef ég
hefði ekki lært félagsráðgjafann auk
þess að ég eignaðist margar af mín-
um bestu vinkonum í náminu. Ég
starfaði sem félagsráðgjafi á Akur-
eyri í sjö ár eftir útskrift en það var
reynsla sem ég vildi ekki skipta út
fyrir neitt. Svo finnst mér náttúr-
lega að öll eldhús ættu að hafa að
minnsta kosti einn félagsráðgjafa,
bara til að „settla“ málin milli kokka
og þjóna,“ segir hún hlæjandi að lok-
um. Hægt er að fylgjast með matar-
bloggi Fanneyjar á fanneydora.
wordpress.com. n
Skyr panna cotta
2,5 dl skyr, óhrært 1/2 l rjómi 180 g sykur 4 matarlímsblöð 1 vanillustöng, fræin skafin úr
Byrjið á því að leggja matarlímsblöðin í bleyti
í kalt vatn. Setjið í pott helminginn af rjóman-
um, sykurinn og vanillufræin ásamt vanillu-
stöng. Hrærið öðru hvoru og hitið að suðu en
passið að blandan sjóði ekki. Hinn helm-
ingurinn af rjómanum og skyrið þeytt saman.
Pískið út í heita rjómablönduna matarlíms-
blöðin og sigtið frá vanillustöngina. Hellið
volgri blöndunni rólega út í skyrblönduna og
hrærið í á meðan. Hellið í mót og látið stífna í
3–4 klukkustundir. Gott er að gera með þessu
hindberjasósu úr 150 g frosnum hindberjum
og 50 g flórsykri sem hitað er í potti og svo
maukað. Það er svo undir ykkur komið hvort
þið sigtið hindberjafræin frá eða ekki.
Fanney Dóra
Fanney Dóra
ætlar að elda
ofan í ferðamenn
í Ljósavatns-
skarði í sumar.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Fyrsti dagurinn
hættulegastur
Fyrsti dagurinn í lífi fyrirbura
er sá hættulegasti. Þá eru líkur
á dauða og fötlun mestar. Þetta
kemur fram hjá Born Too Soon-
samtökunum.
Af þeim 15 milljónum fyrir-
bura sem fæðast árlega í heimin-
um deyr ein milljón en samtökin
áætla að hægt væri að koma í veg
fyrir fjórða hluta andlátanna með
litlum varúðarráðstöfunum.
Með nútíma læknavísindum
er hægt að bjarga börnum sem
fæðast eftir 23. viku. Tveir þriðju
hlutar allra fyrirburafæðinga ger-
ast í aðeins 15 löndum. Helming-
ur barna sem fæðast á 24. viku í
þróuðum löndum lifa en helm-
ingur barna sem fæðast á 32. viku
í þriðja heimsríki deyja.
Ofbeldis-
fyllri gagn-
vart maka
Konur eru líklegri til að beita
maka sinn andlegu og líkamlegu
ofbeldi en karlar. Þetta kemur
fram í nýrri rannsókn sem kynnt
var á ráðstefnu um heimilisof-
beldi í Glasgow í síðasta mánuði.
Dr. Elizabeth Bates frá
Cumbria-háskólanum og sam-
starfsfólk hennar lögðu spurn-
ingalista fyrir 1.104 einstaklinga.
Niðurstöðurnar gefa einnig til
kynna að karlar eru líklegri til að
beita líkamlegu ofbeldi ef maki
þeirra er karlkyns.
„Niðurstöðurnar eru afar
áhugaverðar. Fyrri rannsóknir
hafa skýrt ofbeldi karla gagnvart
konum með gildum feðraveldis-
ins sem hvetji menn til að stjórna
konum sínum með ofbeldi ef
þarf,“ segir Bates.
Betra líf á tíu sekúndum
Women's Health Magazine lofar betri heilsu á örskotsstundu
T
ímaritið Women's Health
Magazine tók saman lista yfir
ráð sem bæta heilsu þína á
tíu sekúndum hvert. Tíu atriði
sem gætu virst smávægileg en skipta
máli í stóra samhenginu.
1 Drekktu mjólkina Passaðu þig á að
drekka mjólkina sem verð-
ur eftir í skálinni. Allt að 40
prósent af næringarefnum
sem er að finna í morgun-
matnum leysist upp og situr
eftir í mjólkinni.
2 Drekktu ískalt vatn Drekktu ís-
kalt vatn fyrir og eftir æf-
ingar. Æfingar hafa sýnt að
kalda vatnið getur aukið úthald og
hraðað brennslu.
3 Fáðu hvatningu Rannsóknir hafa
sýnt að góður æfingafé-
lagi er gulls ígildi. Hvatn-
ingarorð geta auk-
ið þyngdir sem þú
getur lyft um allt að
fjórðung. Að öskra eða gefa
frá sér hljóð í lyftunni getur
haft svipuð áhrif.
4 Mútaðu sjálfum þér
Ef einhvern tímann er
tími til að gera veðmál
þá er það heilsunnar
vegna. Gerðu veðmál við
vinnufélaga um að halda úti æfinga-
prógramminu í tilsettan tíma eða
taktu þátt í keppni. Allt að 97
prósent ná markmiðum sín-
um ef eitthvað er í húfi.
8 Veldu rautt Rauðkál inni-
heldur allt að 15
sinnum meira beta-
carotene sem dregur úr
hrukkumyndun. Rauð
paprika inniheldur
níu sinnum meira
C-vítamín en græn.
6 Aspas við þynnku
Samkvæmt suður-
kóreskri rannsókn ýtir
neysla aspass undir virkni ensíms
sem brýtur niður alkóhól í lifrinni.
7 Hlustaðu á hlaupið Ef þú heyrir of mik-
ið þegar þú hleypur á
brettinu ertu að
fara illa með
skrokkinn.
Þungir skellir
á brettinu eiga
ekki að heyrast.
Minnkaðu skref-
in og hugaðu að
léttleikanum.
8 Borðaðu rúgbrauð
Sænsk rannsókn sýndi
að þeir sem borðuðu
rúgbrauð voru minna
svangir eftir átta klukku-
tíma en þeir sem borðuðu
hvítt brauð. n