Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 4.–7. júlí 201410 Fréttir Kynferðis- brotum hefur fækkað Skráðum hegningarlagabrotum hefur fækkað það sem af er ári miðað við fyrri ár. Þetta kem­ ur fram í afbrotatölfræði lög­ reglustjórans á höfuðborgar­ svæðinu fyrir júnímánuð sem birt var á fimmtudag. Í tilkynn­ ingu sem lögreglan sendi frá sér vegna þessa kemur fram að tilkynnt hafi verið um 15 prós­ ent færri hegningarlagabrot til lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu en á sama tíma í fyrra. Tilkynningum um líkamsárásir fækkar nokkuð á milli mánaða, eða um rúmlega þriðjung, og hafa ekki borist færri tilkynn­ ingar um ofbeldisbrot í ein­ um mánuði á þessu ári. Einnig fækkar kynferðisbrotum milli mánaða og það sem af er ári hef­ ur verið tilkynnt um 43 prós­ ent færri brot miðað við með­ altal sama tímabils síðustu þriggja ára. Töluvert fleiri öku­ menn voru teknir undir áhrif­ um ávana­ og fíkniefna í júní en teknir hafa verið síðastliðna mánuði. Meira en 60 prósenta aukning hefur verið á skráðum brotum tengdum akstri und­ ir áhrifum ávana­ og fíkniefna það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Töpuðu milljónum Tveir Færeyingar töpuðu á þriðjudag skaðabótamálum sín­ um á hendur Eik banka í Fær­ eyjum, vegna bréfa sem Kaup­ þing banki seldi þeim. Eftir ráðleggingar frá Kaupþingi í Færeyjum keypti Poul Michel­ sen svokölluð „trygg verðbréf“ í bandaríska bankanum Lehman Brothers. Sólborg Dulavík tapaði einnig líku máli, þar sem hún fór að ráð­ leggingum Kaupþings og keypti bréf. Í skaðabótamáli Pouls var því meðal annars haldið fram að Eik banki, sem keypti starfsemi Kaupþings í Færeyjum í desem­ ber 2007, hafi ekki varað við­ skiptavini sína við er bandaríski bankinn var kominn í vanda. Hann fór í þrot stuttu fyrir efna­ hagshrunið og bréfin urðu verð­ laus. Undirréttur í Færeyjum hafði skikkað Eik til að greiða Poul 6,5 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Hæstiréttur Fær­ eyja, Landsrétturinn, sneri þess­ um dómi við og sýknaði bank­ ann af kröfu hans. Slíkt hið sama varð raunin í máli Sólborgar en þau þurfa hvort um sig að greiða bankanum 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögmaður bankans seg­ ir í samtali við vefinn in.fo að dómurinn staðfesti að Eik beri ekki ábyrgð á ráðleggingum Kaupþings. Í viðmiðunarreglum Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásak­ ana um kynferðisbrot kemur fram að komist upp um brot sé aðeins um að ræða „hugsanlega brottvikningu úr starfi eða breytingu á klerklegri stöðu“. DV sendi Pierre Bürcher, biskupi kirkjunnar hér á landi, fyrirspurn vegna þessa. Lög­ maður kirkjunnar hér á landi, Ólafur Kristinsson, svaraði fyrir hans hönd og segir hann sjálfgefið að ef starfs­ maður biskupsdæmisins eða að­ ili á vegum biskupsdæmisins yrði dæmdur fyrir brot gegn börnum þá yrði sá leystur undan starfsskyldum, þó aðeins ef sá sé óvígður. Með öðrum orðum, þá væri presti eða annars konar vígðum einstak­ lingi ekki vísað úr kirkjunni þótt sá hinn sami yrði fundinn sekur um að brjóta gegn börnum. Í íslensku við­ miðunarreglunum er talað fyrir því að meintir gerendur fái lögfræðiað­ stoð meðan fórnarlömb fái „andlega aðstoð“. Kirkjan hefur dregið lappirnar Ljóst er að biskupsdæmi Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hefur dregið lappirnar við mótun viðmiðunar­ reglna sem páfastóll hefur gert öllum biskupsdæmum að setja sér. Meðan öll önnur biskupsumdæmi á Norð­ urlöndum birta ítarlegar og langar reglur skilmerkilega á heimasíðum sínum eru reglurnar á Íslandi aðeins tæplega tvær blaðsíður að lengd og voru fyrst birtar í lok ágúst á síðast­ liðnu ári. Til samanburðar má nefna að í Svíþjóð eru sömu reglur um tutt­ ugu blaðsíður og nokkur ár eru síðan þær voru fyrst birtar. Vinna hófst eftir að upp komst um misnotkun Í svari Ólafs vegna fyrirspurnar DV um hvers vegna reglurnar komi svo seint og séu svo stuttar segir hann ástæðuna fyrir þessum seinagang hafa verið vegna „mikillar innri vinnu og endurskoðunar á starfs­ háttum biskupsdæmisins í kjölfar ásakana á hendur látnum einstak­ lingum“. Vísar Ólafur þar í fjöl­ margar ásakanir um misnotkun af hendi séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla. Sam­ kvæmt honum urðu viðmiðunar­ reglurnar alfarið til í kjölfar þess máls. Ástæðan fyrir því að við­ miðunarreglur Kaþólsku kirkjunn­ ar á Íslandi séu svo stuttar miðað við það sem tíðkast á Norðurlönd­ um segir Ólafur það hafa verið gert til að þær séu skýrar og einfaldar. „Til að hverjum og einum sé gert kleift að skilja þær“, skrifar hann. Gerandi fær lögfræðiaðstoð Margt er sérkennilegt í við­ miðunarreglum Kaþólsku kirkj­ unnar á Íslandi og má þar helst nefna fyrrnefnda „hugsanlega brottvikningu úr starfi“ komist upp um ofbeldi eða misnotkun. „Að því er varðar vígða þjóna þá gildir um þá bæði löggjöf á Ís­ landi og til viðbótar því refsiréttur kirkjuréttarins,“ skýrir Ólafur. Því er ljóst af orðum hans að gróf brot gegn börnum þýða ekki sjálfkrafa brottvísun úr kirkjunni. Auk þess er talað fyrir því að gerandi fái lögfræðiaðstoð ef nauðsyn kref­ ur. Þolanda er þó ekki boðið upp á slíka aðstoð. Eftirfylgni kirkjunn­ ar gagnvart fórnarlambinu hljóð­ ar fyrst og fremst upp á andlega og sálfræðilega aðstoð samkvæmt reglunum og aðeins er talað um „fjárhagslega aðstoð“ gagnvart brotaþola. Í nóvember í fyrra var greint frá því að Kaþólska kirkjan hafi greitt Ísleifi Friðrikssyni um 170 þúsund krónur í bætur vegna ítrekaðs lík­ amlegs og kynferðislegs ofbeldis af hendi séra Georgs. Hafði fagráð kirkjunnar komist að þeirri niður­ stöðu að aðeins hann af tugum fórnarlamba klerksins hafi átt rétt á bótaskyldu. Hins vegar hafi kirkj­ an ákveðið að greiða sumum öðr­ um þolendum bætur sem voru á bilinu 80 til 300 þúsund krónur. n „Hugsanlega brottvikn- ingu úr starfi eða breytingu á klerk- legri stöðu Spenna milli biskups og safnaðar Bürcher Núverandi biskup Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Pierre Bürcher, hefur haft orð á sér fyrir að vera erfiður í samstarfi og fjölmiðlafælinn. Hann tal­ ar ekki íslensku og lítið í ensku. Hann hefur verið biskup hér á landi frá árinu 2007. Í frétt svissneska dagblaðsins Neue Zürcher Zeitung frá ár­ inu 2004 er haft eftir þáverandi biskupi Lausanne, Genf og Freiburg að spenna hafi verið milli Bürcher og safnaðar hans í Sviss. Fjallaði sú frétt meðal annars um að ný staða hafi verið búin til fyrir Bürcher innan kirkj­ unnar svo hann gæti haldið andliti þrátt fyrir að umdæmi hans hafi raun­ ar verið tekið af honum. Borga ekki bætur en byggja kirkjumiðstöð Á sama tíma og kirkjan neitar að borga sumum fórnarlömbum kyn­ ferðisbrota séra Georgs og Mar­ grétar Müller bætur hyggst hún reisa kirkjumiðstöð á Stykkis­ hólmi fyrir tugi milljóna króna. Á vef Bonifatiuswerk, hjálparsjóði þýskra kaþólikka, kemur fram að á árunum 2012 og 2013 hafi það verkefni verið styrkt af sjóðnum um rúmlega 290 þúsund evrur, rúmlega fjörutíu og fjórar milljónir króna. Ljóst er að heildarkostnaður verkefnisins er því umtalsverður. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Biskup Pierre Bürcher er annar þeirra sem skrifar undir viðmiðunarreglurnar vegna ásakana um ofbeldi eða kynferðislega mis- notkun. Hann er sagður erfiður í samstarfi. Skólastjóri Séra Georg misnotaði fjölda manns þegar hann var skólastjóri Landakotsskóla. Sá skóli var lengi rekinn af Kaþólsku kirkjunni. Mynd LjóSMyndaSaFn ReyKjaVíKuR Vígðir kynferðisbrota- menn eru ekki reknir Óvígðum starfsmönnum yrði vikið frá Kaþólsku kirkjunni á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.