Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 29
Umræða 29Helgarblað 4.–7. júlí 2014 F réttir af aukinni fátækt í kjölfar hrunsins hreyfa lítið við stjórn- málamönnum og virtust ekki hafa mikil áhrif á kosningabar- áttuna fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningum, að minnsta kosti ekki hér í Reykjavík. Þó eru dæmin sláandi og mitt í kosningabaráttunni bárust upplýs- ingar um það að tólf þúsund íslensk börn búa við fátækt eða eru í hættu á að lenda í fátækt og félagslegri út- skúfun vegna hennar. Fátækt í Reykjavík Í nýbirtri lífskjarakönnun Hagstof- unnar skorti 25,2 prósent einhleypra með börn efnisleg lífsgæði á síðasta ári en þá er átt við að skorti þrennt af eftirfarandi: Þeir hafi lent í van- skilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts síðastliðna tólf mánuði; hafi ekki efni á vikulöngu fríi með fjölskyldunni árlega; hafi ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð annan hvern dag, geti ekki mætt óvæntum útgjöld- um, hafi hvorki efni á heimasíma né farsíma, eigi ekki sjónvarpstæki eða þvottavél, hafi ekki efni á bíl eða geta ekki haldið húsnæði sínu nægjan- lega heitu. Bráðaaðgerðir Dögunar Í kosningabaráttunni sögðu fram- bjóðendur Dögunar í Reykjavík þessa miklu fátækt meðal barna vera mikilvægasta verkefnið til úrlausnar á yfirstandandi kjörtímabili og lögðu fram í því skyni útfærðar tillögur svo sem bráðaaðgerðir í húsnæðis- málum, stórfellda uppbyggingu fé- lagslegs húsnæðis og tekjutengingu gjaldskráa og styrkja vegna barna þannig að öll börn gætu þegar í stað notið leikskóla, frístundaheimila, skólamáltíða, tómstunda og íþrótta. Værukær nýr meirihluti Það á að sjálfsögðu að gefa öllum umþóttunartíma og það er ekki nema mánuður síðan núverandi meirihluti í Reykjavík birti málefna- samning sinn en satt best að segja gefur hann fátækum börnum, ekki vonir um skjótar úrlausnir. Þrátt fyr- ir það að í meirihlutann hafi bæst framboð sem segjast vera róttæk, verður málefnasamningur núver- andi meirihluta að teljast til hægri við þann málefnasamning sem Besti flokkur og Samfylking gerðu fyrir fjórum árum. Við samanburð kemur í ljós að sá samningur var aðgerðarmiðaðri, róttækari og um- fangsmeiri. Aldrei rukkað um loforðin Á síðasta kjörtímabili bundu margar fátækar fjölskyldur vonir við fyrirheit fyrri meirihluta um stórfellda hækk- un fjárhagsaðstoðar en hún átti að verða 160.800 krónur í ráðstöfunar- tekjur (eftir skatt). Þetta loforð var að vísu svikið sem og fleira gott sem sett var í samkomulag flokkanna (og fjöl- miðlar rukkuðu ekki um).    Ekkert í þessa veru er að finna í samkomulagi nýja meirihlutans. Í kosningabaráttunni sögðust Píratar í Reykjavík vilja tryggja að „Reykja- víkurborg uppfylli grunnþjónustu- og framfærsluskyldur sínar gagn- vart íbúum borgarinnar“ og VG tók í sama streng en í málefnasamningi núverandi meirihluta er ekki minnst á hækkun fjárhagsaðstoðar en hins vegar sagt að „Þeim sem þarfnast fjárhagslegrar aðstoðar verði boðin tækifæri til vinnu, náms, starfsend- urhæfingar eða meðferðar“. Eitt fyrir kosningar, annað eftir kosningar Þetta gefur tilefni til að ætla að meirihlutinn muni halda til streitu skilyrðingum á fjárhagsaðstoð, nokk- uð sem Píratar og VG mótmæltu há- stöfum fyrir kosningar. Þrátt fyrir það að VG í Reykja- vík teldi fyrir kosningar að „stærstu viðfangsefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili verða að sporna gegn sívaxandi fátækt og ójöfnuði“, rata engar sérstakar aðgerðir í þágu fá- tækustu barnafjölskyldnanna inn í málefnasamninginn. Leikskólaloforð í mýflugumynd Það aðalkosningamál VG að leik- skóli, skólamáltíðir og frístunda- heimili skyldu verða gjaldfrjáls á kjörtímabilinu var falt þegar sest var að samningum. Í stað þeirra þriggja milljarða sem VG sagði að þyrfti til að uppfylla þetta loforð á að setja þrjú hundruð milljónir í málaflokkinn á næstu tveimur árum, eða tíu pró- sent af þörfinni. Þetta er ekki meira forgangsmál fyrir meirihlutann en það að hann setur eftirfarandi texta í málefnasamninginn: „Stefnt verði að því að taka frekari skref til að bæta kjör barnafjölskyldna á síðari hluta kjörtímabilsins. Þær ákvarðanir taki mið af stöðu borgarsjóðs“. Markaðslausnir í húsnæðismál- um? Verstu tíðindin eru þó hve húsnæð- ismálin eru tekin losaralegum tök- um í málefnasamningi meirihlutans. Áfram eru settar fram hugmynd- ir um 2.500–3.000 leigu- og bú- seturéttaríbúðir á næstu þrem- ur til fimm árum en fyrirséð er að stór hluti þeirra verður í eigu einka- aðila sem sprengja upp leiguverð. Ekki er minnst á hækkun sérstakra húsaleigubóta eða hvernig á að eyða löngum biðlista eftir félagslegu hús- næði og það sem skiptir mestu, ekki stendur til að fara nú þegar í að leysa húsnæðisvanda þeirra sem ekki geta séð sér farborða í húsnæðismálum og þola enga bið. Í þeim hópi eru börn. n Allt óbreytt í Reykjavík fyrir fátæka Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi í Reykjavík Kjallari „Verstu tíðindin eru þó, hve húsnæðis- málin eru tekin losaraleg- um tökum. Myndin Öl í rigningu Blaðamanni reiknaðist til að alls rúmuðust 1.800 lítrar af bjór í kútunum sem starfsmenn Ölgerðarinnar voru að bera til og frá veitingahúsi í mið-borginni á dögunum. DV SiGtRyGGuR ARi „Ég hef þurft að standa í ströggli svo þú verðir ekki jarðsettur“ Ungur karlmaður hefur kært Sigurð Aron Snorra Gunnars- son fyrir ærumeiðingu ásamt öðru en hann segir að Sigurður hafi sent skjáskot af samförum þeirra tveggja á núverandi kærustu karlmannsins. Samkvæmt lögmanni mannsins er Sigurður til rann- sóknar vegna misneytingar og hótana gagnvart karlmanninum. 53.907 hafa lesið Versló og MR slökustu skólar landsins? Ragnar Þór Pétursson kennari útnefnir Verslun- arskóla Íslands slakasta framhaldsskóla Íslands, Menntaskólann í Reykjavík næstslakasta framhaldsskólann og Menntaskólann við Hamrahlíð þann þriðja slakasta. 36.424 hafa lesið „Mér er ekki sama um barnið mitt“ „Ætlaði hún að horfa á barnið detta?“ spyr Robert Alex- ander Lilley en mynd af syni hans, Jóni Jökli, sofandi hjálmlaus í reiðhjólastól fyrir framan Bónus í Skeifunni fór eins og eldur um sinu um netið fyrir nokkru. 34.978 hafa lesið Sendi myndir af nöktu fórnarlambi „Sigurður setti mig í andlegt fangelsi. Hann tók upp myndband af mér, fullt af nektarmynd- um. Ég er búinn að kæra hann og hann verður dæmdur fyrir það ásamt fleiri glæpum. Líka bara fyrir andlegt ofbeldi og hótanir í garð fjölskyldu minnar,“ segir ungur karlmaður í samtali við DV. 32.194 hafa lesið „Við erum heimilislaus“ „Við erum heimilislaus,“ segir Dagbjört Norðfjörð en hún flutti út úr leiguhúsnæði við Vitastíg í Reykjavík um helgina með níu ára son sinn. 30.895 hafa lesið 1 2 3 4 5 Mest lesið á DV.is Við erum heimilislaus Dagbjört Norðfjörð, einstæð móðir, missti íbúðina sína. - DV. Ég er ekki neitt gamalmenni Júlíus Sigmarsson hefur unnið í 50 ár á rennibekk. - DV.Linda Pétursdóttir hefur öðlast nýtt verkjalaust líf. - DV. Þetta er ekki flókið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.