Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Side 60
Helgarblað 4.–7. júlí 201460 Fólk
Beyoncé valdamest
n 100 valdamestu stjörnurnar n Tveir körfuboltamenn á listanum
Á
hverju ári gefur tímaritið
Forbes út lista yfir 100 valda-
mestu stjörnur heims. Um
er að ræða frægasta fólkið úr
kvikmyndum, sjónvarpi, tón-
list og íþróttum. Einnig eru meðtaldir
rithöfundar og fyrirsætur.
Söngkonan Beyoncé skýtur
Opruh Winfrey ref fyrir rass þetta árið
og krýnir topp þess að vera valda-
mesta stjarna í heimi. Oprah, sem
áður átti fyrsta sætið, dettur niður í
hið fjórða.
Það kemur ekki á óvart að hin
vinsæla Beyoncé hreppir titilinn í ár
enda gaf hún út gríðarvinsæla plötu
nýlega sem nefnist Beyoncé. Söng-
konan hélt tónleika í 95 borgum á
tónleikaferðalagi sínu fyrir plötuna
og skiluðu þeir allir miklum fjárhæð-
um. Hver áfangastaður skilaði henni
að meðaltali 2,4 milljónum dollara,
eða um 270 milljónum íslenskra
króna. Auk þess er söngkonan með
ilmvötn og föt í sínu nafni til viðbót-
ar við samning við H&M og Pepsi. Frá
1. júní 2013 til 1. júní 2014 hagnaðist
söngkonan þannig samanlagt um 13
milljarða íslenskra króna.
Það mætti segja að Beyoncé og
Jay Z séu valdamesta stjörnuparið en
sá síðarnefndi er í sjötta sæti listans.
Völd hans má rekja til plötuútgáfu og
tónleika en einnig til fyrirtækja í hans
eigu á borð við næturklúbbakeðju.
NBA-körfuboltastjarnan LeBron
James er í öðru sæti á listanum með
heildarinnkomu upp á 5 milljarða.
Það vekur athygli að Dr. Dre kemur
í þriðja sæti þrátt fyrir að hafa hagn-
ast um 70 milljarða á árinu, töluvert
meira en hin tvö.
Peningar eru þannig ekki það
eina sem listinn byggist á en metið
er hversu oft viðkomandi er nefnd-
ur í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum
og aðrar slíkar vinsældir. Þannig er í
raun bæði metið ríkidæmi og frægð.
Salka Margrét Sigurðardóttir
salka@dv.is
Topp 15 af lista
Forbes árið 2014
Beyoncé
LeBron James
Dr. Dre
Oprah Winfrey
Ellen DeGeneres
Jay Z
Floyd Mayweather Jr.
Rihanna
Katy Perry
Robert Downey Jr.
Steven Spielberg
Jennifer Lawrence
Bon Jovi
Bruno Mars
Kobe Bryant
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
Kærði
vinkonu sína
Leikkonan Taryn Manning sem
leikur í þáttunum Orange is the
New Black hefur kært fyrrverandi
vinkonu sína fyrir að ofsækja sig.
Taryn kærði vinkonuna fyrir að
senda sér stanslausan tölvupóst
og skilaboð. Vinkonan fyrrver-
andi hefur sent henni hundruð
ógnandi skilaboða frá því í apríl.
Málið var tekið fyrir í Manhatt-
an-glæpadómstólnum á dögun-
um og þar fékk hún nálgunar-
bann. Hún má ekki koma nálægt
leikkonunni, móður hennar eða
fjölskylduhundinum, Penguin.
Dómarinn var hvass þegar hann
las upp úrskurðinn: „Sá sem síð-
ast hlýddi ekki skipunum mínum
er núna í fangelsi.“
Hættur að vera
grænmetisæta
Skilnaður Chris Martins og
Gwyn eth Paltrow skók heims-
byggðina fyrir nokkrum mánuð-
um en í huga margra voru þau
hið fullkomna par. Samband
þeirra endaði engu að síður og
virðist Chris nú gera ýmislegt til
þess að komast í gegnum skiln-
aðinn og sem lengst frá Gwyneth.
Parið var þekkt fyrir heilsusam-
lega lifnaðarhætti og var Chris
einu sinni kosinn kynþokkafyllsta
grænmetisætan. Eftir skilnaðinn
er hann þó byrjaður að borða kjöt
aftur. Í viðtali við Radio 2 sagði
hann: „Ég var grænmetisæta
lengi en er byrjaður að borða
kjöt aftur af ýmsum ástæðum. Ég
borða þó ekki mikið kjöt,“ sagði
hann meðal annars.
Plana
brúðkaupið
Hjartaknúsarinn George Cloon-
ey bauð foreldrum sínum og
unnustu út að borða á veitinga-
staðinn La Colombrera á Ítalíu.
George og unnusta hans, Amal
Alamuddin, vinna nú hörð-
um höndum að því að skipu-
leggja brúðkaup sitt sem talið er
að muni fara fram í september
í Lake Como á Ítalíu. Hópurinn
skemmti sér vel á veitingastaðn-
um og hafa eflaust rætt komandi
brúðkaup. George bauð foreldr-
um sínum í fríið en þau hafa
notið lífsins saman í Lake Como
undanfarna daga.
Lohan kærir GTA vegna eftirlíkingar
Segir persónuna Lacey Jones byggða á lífi sínu
L
indsay Lohan hefur kært fyr-
irtækið sem gerði tölvuleik-
inn Grand Theft Auto V fyrir
að búa til persónu sem hún
segir byggða á sér, án hennar sam-
þykkis.
Umrædd persóna heitir Lacey
Jonas en aðalpersóna tölvuleikj-
anna hjálpar Lacey að komast und-
an ljósmyndurum sem eru á eft-
ir henni. Meðan að það á sér stað
talar Lacey sífellt um hversu hátt
kaloríuinnihaldið er í frönskum
og hversu óðir aðdáendur hennar
eru. Einnig minnist hún á lögsókn-
ir gagnvart sér.
„Í verkefnum Lacey Jonas í GTA
V er sögð saga sem inniheldur ná-
kvæmlega eins atvik og í lífi kær-
anda,“ segir í kærunni. „Í leikn-
um kemur einnig til sögu hótelið
Hotel Chateau Mormont í vestur-
Hollywood, staður sem að kærandi
bjó einu sinni á og fer oft á í dag.“
Í kærunni sem Lindsay Lohan
hefur lagt fram telur hún ævisögu
sína notaða í leyfisleysi. Hún fer
fram á skaðabætur sem og hluta af
sölutekjum tölvuleiksins sem fyr-
irtækin Take-Two Interactive og
Rockstar Games framleiddu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Lindsay grípur til slíkra aðgerða en
hún kærði Pitbull árið 2011 fyrir að
nota fornafn hennar í laginu Give
Me Everything. n
Leitar réttar síns Lindsey Lohan
er ósátt við að tölvuleikurinn hafi
byggt persónu á henni án leyfis.