Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 29.–31. júlí 2014 Fréttir 11 Hættir vegna ráðHerrans 10. janúar DV upplýsir að Hanna Birna og starfsmenn innanríkisráðu­ neytisins hafi verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu, meðal annars fyrir ærumeiðingar, brot á þagnarskyldu og ranglæti við úrlausn máls. Þórey Vil­ hjálmsdóttir, aðstoðarkona Hönnu Birnu, heldur því fram að ráðherra hafi ekki verið kærður til lögreglu þvert á orð lögreglu og lögmanns. 17. janúar Þórey situr fyrir svörum í morgunútvarpi Rásar 2. Þar segir hún að það sé „raunverulega búið að taka fyrir það að þessi gögn hafi farið, eða einhver gögn er varða þessa hælis­ leitendur hafi farið úr gögnum ráðuneytisins.“ 27. janúar Fram­ kvæmdastjóri rekstrarfélags stjórnarráðsins neitar að staðfesta hvort nokkur innanhússathugun hafi farið fram. Sama dag fer fram sérstök umræða um málið á Alþingi þar sem ráðherra heldur reiðilestur yfir þingheimi og fullyrðir að ekkert bendi til þess að trúnaðargögn hafi verið send aðilum sem ekki eigi rétt á þeim. Jafnframt segir hún að skjalið sem fjölmiðlar hafi vitnað til sé „ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu“. Síðar átti annað eftir að koma í ljós. 31. janúar Embætti ríkissak­ sóknara fer fram á frekari upplýsingar frá innanríkisráðuneytinu vegna Lekamáls­ ins. 7. febrúar Ríkissaksóknari mælir fyrir um lögreglurannsókn á innanríkisráðuneytinu og starfsmönnum þess. Hanna Birna segist ekki ætla að víkja meðan rannsóknin fer fram. 13. febrúar Í umræðum á Alþingi hafna Hanna Birna og Bjarni Benediktsson því að ráðu­ neytið sæti sakamála­ rannsókn. Sú reyndist hins vegar vera raunin. 25. febrúar DV greinir frá því að aðeins örfáir starfsmenn innan­ ríkisráðuneytisins hafi haft skjalið um hælisleitendurna undir höndum þegar því var lekið. Jafnframt er greint frá því að setningu hafi verið skeytt aftan við skjalið. 6. maí Hart er sótt að Hönnu Birnu á Alþingi en hún segir málið vera ljótan pólitískan leik. „Ég hef aldrei logið að þingheimi,“ segir ráðherrann. 18. júní Upplýsingar úr öðrum dómsúrskurði varpa enn frekara ljósi á málið. Fjallað er um „starfsmann B“ en ráðu­ neytið gagnrýnir málatilbúnað lögreglu á vef sínum. 20. júní DV grein­ ir frá því að báðir að­ stoðarmenn ráðherra séu með réttarstöðu grunaðs manns. 25. júní Fjölmiðlar greina frá því að Stefán Eiríksson hafi sótt um stöðu forstjóra Sam­ göngustofu. 2. maí Úrskurðir Hæstaréttar og héraðsdóms birtast á vef dómstólanna og staðfesta að ráðherra og aðstoðarmenn fullyrtu gegn betri vitund að engum trúnaðargögnum um hælisleitandann Tony Omos hefði verið lekið úr innan­ ríkisráðuneytinu. Lögreglan telur einsýnt að skjalið hafi borist þaðan. 11. janúar Reykjavík Vikublað greinir frá því á forsíðu sinni að ríkissaksóknari hafi óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðu­ neytinu vegna leka minnisblaðs úr ráðuneytinu. 2014 S amskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson eru ekki eina dæmi þess að ráðherra reyni að hafa áhrif á framgang Lekamálsins. Þegar dómsúr- skurðir Hæstaréttar og héraðsdóms vörpuðu nýju ljósi á málið þann 18. júní birti innanríkisráðu- neytið tilkynningu á vef sínum þar sem gert var lítið úr málatilbúnaði saksóknara lögreglunnar með því að vísa til þess að „ýmsir starfsmenn ráðuneytisins“ ættu „mörg samtöl við fjölmiðla á hverjum einasta degi.“ Yfirlýsingin var afar óvenjuleg en þar var fullyrt að hælisleitandinn sem kært hafði trúnaðarbrotið til ríkissaksóknara, Evelyn Glory Joseph, væri eftirlýstur. Ráðuneytið þurfti að leiðrétta þetta eftir að lögreglan staðfesti að ummælin stæðust ekki skoðun. Önnur furðuleg atburðarás fór af stað eftir að Hanna Birna bendlaði Rauða krossinn við lekann í fyrra. Starfsmaður samtakanna benti á það í viðtali við DV að ásakanirnar gætu ekki staðist, en eftir að Hanna Birna hafði heimsótt samtökin sendu þau út sérstaka afsökunarbeiðni til ráðherra. Einn starfs- maður Rauða krossins sem DV ræddi við fullyrti að hræðsla hefði gripið um sig þegar ráðherrann leit við, en á þessum tíma var verið að semja um fjár- veitingar ráðuneytisins til Rauða krossins. Hanna Birna reyndi ítrekað að stöðva umfjöll- un DV um málið. Hún hringdi í ritstjóra blaðsins og bað um að fréttir yrðu fjarlægðir. Þá hefur verið greint frá því hvernig ráðherrann skammaði þingkonuna Birgittu Jónsdóttur fyrir að spyrja um Lekamálið á Al- þingi og reyndi að koma í veg fyrir að Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, gerði slíkt hið sama. DV hefur einnig fjallað ítarlega um framferði ráðherrans gagnvart undirmönnum sínum í ráðu- neytinu en upplýst hefur verið að ráðuneytisstarfs- menn kröfðust þess fljótlega eftir að málið kom upp að fram færi óháð rannsókn utanaðkomandi aðila á lekanum. Hanna Birna hafnaði beiðni þeirra. Fyrr í sumar greindi svo DV frá því að spurt hefði verið um Lekamálið á starfsmannafundi í ráðuneytinu. Ráð- herra hefði brugðist ókvæða við, kallað eftir sam- stöðu og sakað starfsmenn um að vera „með fýlu- svip“. Beitti sér gegn umræðu Skammaðist í þinginu og undirmönnum Framhald á næstu síðu  Ábyrgð Alþingis Þ eir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins sem DV hefur rætt við undanfarnar vikur hafa kallað eftir því að beðið sé eftir niður- stöðu rannsóknarinnar á Lekamál- inu. Fram að þessu hafa þeir treyst Hönnu Birnu til að skipta sér ekki af framgangi lögreglurannsóknarinn- ar. Sem kunnugt er heyrir lögreglan undir innanríkisráðuneytið þótt hún eigi að njóta sjálfstæðis í störfum sín- um. „Eigum við ekki að bíða niður- stöðu í þessu máli?“ sagði Birgir Ár- mannsson þegar DV ræddi við hann í síðustu viku. Fleiri hafa tekið í sama streng, svo sem Pétur Blöndal, Vil- hjálmur Árnason og Elín Hirst. Sömu viðhorfum var lýst í viðtöl- um sem Reykjavík Vikublað tók við fjölda þingmanna fyrr í mánuðinum. Einnig hafa þingmenn Framsóknar- flokksins andmælt hugmyndum um að Hanna Birna stígi til hliðar meðan rannsóknin fer fram. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins, reiddist blaðamanni þegar hún var innt eftir afstöðu sinni. „Mér finnst hafa ver- ið farið algjöru offari í þessu máli af stjórnarandstöðu,“ sagði hún og bætti við: „Ég stend heilshugar með dómsmálaráðherra og búið bless.“ Fyrr í vetur hugðust þingmenn úr stjórnarandstöðu leggja fram van- trauststillögu gegn Hönnu Birnu. Þeir hættu hins vegar við og ákváðu að bíða þar til rannsókn lyki. Ef til vill hafa þeir treyst því að ráðherrann gæfi lögreglunni vinnufrið. Annað kom á daginn líkt og brotthvarf Stef- áns Eiríkssonar ber glöggt vitni. Þingmenn vildu bíða eftir niðurstöðu rannsóknar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.