Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 29.–31. júlí 2014 Hræddasta fólkið dæmir harðast n Myndband Snorra vekur misjöfn viðbrögð n „Ég hata engan þó ég hafi andúð á yfirgangi og hatri“ S norri er með vinnustofu rétt ofan við gömlu höfn- ina í Reykjavík. Hann hitar rótsterkt kaffi á lítilli hellu handa blaðamanni og ljós- myndara sem líta við. Í vinnustof- unni er fremur ævintýralegt um að litast. Á sófa liggur stór ísbjarnar- gæra með uppstoppaðan haus. Málverk af ballerínu grípur augað og annað af kúrekastígvéli. Hættur á listamannalaunum Þó nokkur stærri verk eru til sýn- is. Málverk Snorra eru vinsæl um þessar mundir. Viðskiptavinir hans heimsækja hann oft hingað í vinnustofuna og kaupa af honum verk. Stundum heldur hann mark- vissar sölusýningar á vinnustof- unni. Þrátt fyrir að selja mikið er listin streð. „Ég vil ekki vera á lista- mannalaunum þótt ég styðji þau sem slík. Þau henta mér ekki. Mér finnst ég vinna öðru vísi án þeirra. Ég hef einhverja þörf fyrir að vinna fyrir mér með listinni þótt það sé afar erfitt stundum,“ segir hann meðan hann hellir bleksvörtu kaffi í bolla. Fann tilganginn á botninum Snorri er helst þekktur fyrir gjörn- inga sína og telst ólíkindatól í heimi myndlistar. Mörg verka hans fjalla um tengsl trúar og stjórn- mála. Hann er sjálfmenntaður og tók ákvörðun um að sinna list- um eftir að hafa fundið botninn í neyslu. „Listin hefur alltaf ver- ið hluti af lífi mínu og þankagangi þótt ég hafi verið blindur sem ung- ur maður í neyslu. Ég var fang- elsaður fyrir minni háttar afbrot og var orðinn alræmdur á Akur- eyri fyrir vandræðagang. Þegar ég komst loks á botninn þá sá ég allt líf mitt mjög skýrt og tók yfirvegaða ákvörðun um líf mitt. Ég ákvað að verða listamaður og hef fylgt þeirri ákvörðun síðan. Nú eru liðin um 20 ár frá því ég tók þessa ákvörðun og ég hef staðið við hana öll þessi ár og menntað mig hægt og bítandi í listinni.“ Andóf í þágu friðar og ástar List Snorra hefur oft verið í formi andófs. Sumum hefur fundist gjörningar hans einkennast af háði. Hann er enda orðin þjóðkunn- ur fyrir ýmsa pólitíska gjörninga svo sem forsetaframboð og stofn- un stjórnmálahreyfingar. „And- óf í þágu friðar eða ástar,“ útskýrir hann. „Ég er líka upptekinn af með- virkni sem hamlar okkur í átt til betra og mannúðlegra samfélags.“ Nýjasta sköpunarverk hans hef- ur vakið mikla athygli og umtal. Tónlistar myndband þar sem hann syngur dansútgáfu af ísraelska þjóðsöngnum, Hatikva, á hebresku í gervi Dönu International sem vann Eurovision-keppnina 1998 fyrir hönd Ísraels. Þegar blaðamaður heimsækir Snorra er hann að pakka niður fyrir frumsýningu myndbandsins í Austur ríki. Hann veit að mynd- bandið á eftir að valda fjaðrafoki af ýmsum ástæðum. „Ég þarf samt örugglega ekki lífverði,“ segir hann og rifjar upp fyrri viðbrögð við um- deildum verkum. „Annars veit fólk oft ekki hvernig það á að bregðast við. Það verður oft fremur undr- andi en reitt og hneykslað. Ef mér tekst að vekja furðu og forvitni, þá er ég sáttur.“ Fórnarlamb orðið að geranda Hann hefur fylgst með ástandinu í Palestínu síðan hann var á barns- aldri og reglulega hefur hann fundið tilfinningum sínum og skoðunum útrás í listsköpun sinni. Eftirminnileg var sýningin Guðs útvalda þjóð sem hann setti upp í Kling og Bang árið 2006. Þá höfðu Ísraelar nýverið gert innrás í Líbanon. „Ég var barn sem hafði áhuga á heimsstyrjöldum og mannlegu eðli. Ég hafði reyndar áhuga á mörgu öðru enda af- skaplega virkt barn en ég hugsaði stundum með mér að Ísraelar gætu verið líklegir til að hefja þriðju heimsstyrjöldina. Ég hugsa að hug- boð mitt hafi reynst rétt. Þetta er ekk- ert annað en helför í Palestínu þar sem fórnarlamb er orðið að geranda. Það er einkennileg þöggun sem ríkir í kring- um ástandið vegna þessarar hringrásar og ég vill rjúfa hana. Árásir Ísraels á Palestínuaraba þjóna engu öðru en valdagræðgi. Sam- einuðu þjóðirnar eru lamaðar vegna íhlutunar Banda- ríkjanna. Íslensk valdastétt hefur fylgt bandarískri valdastétt lengi vel en nú finnst mér breytinga vart. Almenningur er ekki lengur háður upplýsingum úr einni átt. Hann fær upplýsingar um stríð úr öllum átt- um og mótstaðan við stríð er mikil.“ Heimurinn lamaður af meðvirkni Er þetta sum sé pólitískt verk? „Það er óhjákvæmilegt að það sé pólitískt. Lífið er það og við með. Það lifir hins vegar sjálfstæðu lífi og er hugleiðing um ástandið frem- ur en yfirlýsing. Það er alltaf póli- tískt að rjúfa bannhelgi. Ég vil vekja fólk til umhugsunar um framferði Ísraela í skjóli trúarbragða og sekt- arkenndar. Nasistar drápu milljónir gyðinga í helförinni. Í dag stýra síonistar eigin helför gegn Palest- ínumönnum og heimurinn fylgist með lamaður af meðvirkni. Þeir nota sektarkenndina sem skjól.“ Fólk speglar eigin fordóma Lagið sem heitir Hatikva er eins og áður sagði ísraelski þjóðsöngurinn og um upptöku sá Marteinn Thors- son. Tónlistina útsetti Árni Grét- ar sem líka er þekktur sem Future- grapher. Útfærslan hefur vakið mikil viðbrögð. Í myndbandinu leikur þroskaskert fólk gyðinga og eins og áður sagði leikur Snorri dragdrottningu. Nú hefur Snorri frumsýnt myndbandið og fengið við því við- brögð. Blaðamaður heyrir aftur í honum nú nokkrum vikum seinna þar sem hann er staddur í Schöpp- ingen í Þýskalandi. „Fólk er annað hvort mjög hrifið eða finnst verkið óþægilegt og ögr- andi. Já og sumum finnst það and- semitískt en fólk speglar eigin for- dóma í verkinu,“ segir hann frá og segir verkið geta verið óþægilegan spegil. Sagður misnota þroskaskerta og hata gyðinga Myndbandið hefur heldur ekki Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Fólk speglar eigið hatur Umdeildur Snorri í gervi sínu í umdeildu myndbandi. Mynd MyndbAndSverK SnorrA ÁSMUndSSonAr Tónleikar í Strandarkirkju Sunnudaginn 3. ágúst munu Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson orgelmeist- ari halda tónleika í Strandarkirkju í Selvogi. Þar munu þeir með- al annars flytja verk eftir Bach, Schubert, Boccherini og Saint- Säens. Tónleikar þeirra standa fram undir messu kl. 14 og er að- gangur ókeypis. Í messunni pré- dikar Anna Sigríður Pálsdóttir dómkirkjuprestur, Jörg Sonder- mann spilar á orgelið og kór Þor- lákskirkju syngur. Tónleikarnir hefjast klukkan 13. Fjölskyldu- hátíð á Hólum Hin árlega Hólahátíð fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 9. til 17. ágúst næstkomandi. Dag- skrá hátíðarinnar hefst með upp- lestri á bókinni Heimanfylgju eftir Steinunni Jóhannesdóttur, en það er skáldsaga um Hallgrím Péturs- son sem byggir á heimildum um ævi hans og störf. Upplestur bók- arinnar fer fram í torfkirkjunni í Gröf á Höfðaströnd fyrsta daginn en það sem eftir er vikunnar í Auðunarstofu á Hólum. Meðal annarra dagskrárliða á hátíðinni eru pílagrímsganga frá Gröf á Höfðaströnd og heim að Hólum, ratleikur fyrir börnin, veiði í tjörn- unum og leiksýning auk þess sem börnum stendur til boða að fara á hestbak. Dagskrá laugardags- ins lýkur svo með tónleikum við Auðunarstofu og grilli á veitinga- staðnum Undir Byrðunni. iSTV í loftið Í gær, mánudag, hóf iSTV sýn- ingar á ný eftir að síðasta frum- sýning fór í vaskinn. „Loksins við erum búin að græja og gera. Þetta klúður var svolítið bakslag en við erum búin að sleikja sár- in og komin á lappir,“ segir Týr Þórarinsson – Mummi – dag- skrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar sem fór upphafleg í loftið þann 17. júlí en útsendingarbúnaður- inn bilaði tveimur dögum síð- ar. Á dagskrá í gær voru jaðar- íþróttaþátturinn Óðfluga, Ferðast fyrir klink, Aðrar víddir, fréttir og ýmis önnur afþreying. „Þetta eru líka þættir sem fóru í lopa- sokkinn þegar allt hrundi. Þess vegna var dagskráin svona ríku- leg í gær,“ segir Mummi og bæt- ir við: „Nú bara dettum við inn í íslenskt samfélag og vonum að þjóðin taki okkur vel.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.