Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 29.–31. júlí 201436 Fólk Frægir á ferðalagi n Verslunarmannahelgi fræga fólksins n Flutningar, Þjóðhátíð og æfingar Kraftakarl í fellihýsi „Það er ekkert ákveðið,“ segir kraftakarlinn Magnús Ver Magnússon. „Ég er alla vega á Austfjörðum núna með fjölskyldunni. Við ætlum að gista í fellihýsi og ferðast um firðina. Kannski verðum við lengur, það er aldrei að vita. Það fer svolítið eftir veðrinu, en veðrið er reyndar alltaf best fyrir austan.“ Æfir sig fyrir kvikmynd „Ég ætla ábyggilega bara að fara niður í Þríhnúkagíg og æfa línurnar mínar fyrir bíómyndina Bakk. Ég ætla að vera með mína persónulegu útihátíð þar,“ segir Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti. Saga fer með eitt aðalhlutverkanna í Bakk en tökur hefjast í byrjun ágúst og mun leikkonan því einbeita sér að æfingum fyrir myndina. „Kannski elda ég pasta eða kartöflusalat og býð foreldrum mínum í heimsókn,“ segir Saga enn fremur. Undirbýr flutninga „Ég held ég sé nú ekki að fara úr bænum,“ segir uppistandarinn Bergur Ebbi Benediktsson. „Ég er í fríi en ég er að flytja til útlanda í lok ágústmánaðar og ég er bara að undirbúa það. Við fjölskyldan erum að flytja til Toronto í Kanada.“ Fær lúxusútgáfuna af Þjóðhátíð „Ég er að fara á Þjóðhátíð í sjötta skiptið,“ segir dans- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir. „Ég fór fyrst þegar ég var pínulítil því besta vinkona mín, hún Eva, er úr Eyjum og er með hús þar. Svo fyrir mér er Þjóðhátíð ekki týpísk fylleríshelgi heldur snýst hún um lundaboð og kjötsúpur með fjölskyldunni hennar Evu. Þannig að ég fæ alltaf lúxusútgáfuna af Þjóðhátíð,“ segir Unnur og bætir við að hún muni einnig koma fram á hátíðinni sem Solla stirða. „Svo ég mun bara skemmta öðrum og sjálfri mér.“ Pálmi Gestsson í heimahögum „Ég er nú bara hérna fyrir vestan og ætla að vera á óðali mínu, Hjara, yfir verslunarmanna- helgina. Ég gerði upp húsið sem ég er fæddur í í Bolungarvík og hér vil ég vera eins mikið og ég get. En ef ég vil meira fjör þá kíkir maður bara á Mýrarboltann á Ísafirði.“ „Ég er bara innipúki“ „Ég ætla ekki að gera neitt, ég ætla bara að vera í höfuð- borginni,“ segir leikarinn og útvarpsmað- urinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. „Ég á svo lítil börn að ég fer ekki einu sinni á Innipúkann. Ég er bara innipúki. En við munum nýta daginn í eitthvað skemmti- legt, það er náttúrlega nóg framboð af alls kyns afþreyingu í höfuðborginni. Þannig að það verður bara þetta venju- lega; Húsdýragarðurinn og eitthvað.“ V erslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins. Margir nýta hina þriggja daga fríhelgi til þess að ferðast um landið og fara á hinar ýmsu úti-og fjölskylduhátíðir. Á meðan nýta aðrir helgina til þess að vinna ókláruð verk eða einfald- lega slaka á í heimahúsum. Nokkrir þekktir Íslendingar deildu með DV hvað þau hyggjast gera um verslun- armannahelgina. n Vinna í kjallaranum „Við vorum að festa kaup á kjallaranum í húsinu okkar þannig við verðum örugglega að atast í honum,“ segir Dagur B. Eggertsson sem útilokar þó ekki mögulegar ferðir út á land. „Það liggur ekkert fyrir um það. Við spilum þetta eftir hendinni.“ Tveir G Ys og þys var í Staðarskála um helgina enda margir á ferð um landið. Á sunnudaginn var vegasjoppan vinsæla full af skát- um frá öllum heimshornum sem voru á suðurleið eftir vel heppn- að landsmót á Akureyri. En það voru ekki einungis svangir skát- ar sem sóttu Staðarskála þenn- an sunnudag. Þar stoppuðu einnig Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrver- andi fjölmiðlamógúll. G-in tvö snæddu þar borgara og annað sjoppufæði ásamt vinum og fjöl- skyldum. Ekki er vitað hvaðan þeir komu eða hvert þeir voru að fara en þeir voru augsýnilega í miklu stuði. Gifting og skírn Hanna Rún og Nikita gengu í það heilaga D ansararnir Hanna Rún Óla- dóttir og Nikita Banez giftu sig á laugardaginn. Á sama tíma létu þau skíra son sinn sem fæddist 13. júní síðast- liðinn. Syninum, sem er frumburð- ur þeirra beggja, var gefið nafnið, Vladimir Óli. Athafnirnar tvær, gift- ingin og skírnin, fóru fram í Digra- neskirkju í Kópavogi. Veisla var svo haldin að þeim loknum á heimili foreldra Hönnu Rúnar. Viðstaddir voru nánir ættingjar og vinir brúð- hjónanna. Þau Hanna Rún og Nik- ita hafa verið saman í rúmlega eitt og hálft ár og það hefur mikið gerst á þeim tíma. Þau byrjuðu upp- runalega saman sem danspar en fljótlega þróaðist það samstarf út í ástarsamband. Þau urðu Íslands- meistarar í suðuramerískum döns- um árið 2013 eftir að hafa aðeins dansað saman í um tvær vikur. Þau eru því mjög samstíga bæði í dans- inum og einkalífinu. Hanna Rún vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í þættinum Dans dans dans sem sýndur var á RÚV. n ritstjorn@dv.is Dansandi glöð Hanna Rún vakti mikla athygli í keppninni Dans dans dans. Núna, um tveimur árum síðar, er hún orðin eigin- kona og móðir. Samstíga Þau Hanna Rún og Nikita eru samstíga bæði í dansi og einkalífinu. Orkudrykkur viðskipta­ siðfræðings Viðskiptasiðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson er hlaupagarp- ur mikill. Í sumar hefur hann klárað hvern kílómetrann á fæt- ur öðrum og yfirleitt marga í einu. „Laugardagskvöld að loknu 30 km hlaupi um Reykjavík, Kópavog, Garðabæ og Hafnar- fjörð,“ skrifar Stefán á Face- book-síðu undir mynd af Bollin- ger-kampavíni sem hann ætlar augsýnilega að verðlauna sig með. Margir vinir hans kunna að meta dugnaðinn í Stefáni og sumir segja hann hetju. Stefán er hins vegar hógværðin uppmáluð og svarar aðdáendum á svofelld- an hátt: „Ekki veit ég með hetju- skapinn en þrár er maður […]“. Svampburstastöð, 54 m löng Snertilaus sjálfvirk bílaþvottastöð Háþrýstiþvottur Bónstöð www.lodur.is / lodur@lodur.is 12 STAÐIR Nú er Löður á 12 stöðum +1 á Akureyri. +1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.