Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 29.–31. júlí 201418 Fréttir Erlent
Laxinn aðlagast hækkandi hita
Ný norsk og kanadísk rannsókn á Atlantshafslaxi
S
amkvæmt niðurstöðum rann-
sóknar sem birt var nýlega
í tímaritinu Nature Comm-
unications hefur Atlantshafs-
lax (e. Atlantic salmon) getu til að að-
lagast loftslagsbreytingum betur en
búist var við. Rannsóknin var unn-
in í samstarfi Óslóarháskóla í Noregi
og háskólans í Bresku Kólumbíu í
Kanada. Rannsóknin fjallar um áhrif
hitabreytinga á stofnstærð og dreifing
Atlantshafslax.
Vísindamenn frá skólunum
skoðuðu stofna úr tveimur evrópsk-
um ám. Annars vegar stofninn í hinni
frægu Alta-á í Noregi þar sem vatns-
hiti hefur ekki farið yfir 18 gráður síð-
ustu 30 ár. Hins vegar í frönsku ánni
Dordogne sem er um 3.000 kílómetr-
um sunnar og vatnshiti fer reglulega
yfir 20 gráður á Celsíus.
Hrogn frá báðum stofnum voru sett
í klak í stýrðum aðstæðum við háskól-
ann í Ósló. Klak var sett af stað við 12–
20 gráða hita. Þrátt fyrir að stofnarnir
lifi við mjög ólíkar umhverfisaðstæður
höfðu báðar tegundir mjög sambæri-
lega getu til að bregðast við mismun-
andi hita. Þeir fiskar úr báðum stofn-
um sem voru aldir upp við 12 gráður
fengu óreglulegan hjartslátt við 21–23
gráða hita. Hámarks hjartsláttur varð
150 slög á mínútu. Þeir fiskar úr báð-
um stofnum sem voru aldir upp við
20 gráða vatnshita þoldu allt að 27,5
gráða vatnshita áður en hjartsláttar-
truflun hófust. Hjá þeim fiskum náði
hámarks hjartsláttur 200 slögum á
mínútu. Þannig jókst hitaþol fiskanna
um sex gráður þegar umhverfishiti
þeirra var aukinn um átta gráður.
Niðurstöðurnar benda því til þess
að lax þoli meiri vatnshita en áður
var talið en auk þess að hitni vatn of
mikið eða of hratt geti það haft þær
afleyðingar að fiskurinn deyr eða flyt-
ur búferlum. n
asgeir@dv.is
Atlantshafslax Ný
rannsókn sýnir að lax þolir
töluverðar hitasveiflur.
Ofveiði er helsta
ástæða hnignunar
n Kóralar gætu horfið eftir 20 ár n Hægt að snúa eyðingunni við
Í
dag er aðeins um einn sjötti hluti
eftir af upprunalegum kóralrifum
Karíbahafs . Frá árinu 1970 hefur
svæði þessara einstöku vistkerfa
dregist saman um helming. Þrátt
fyrir það telja vísindamenn að hægt
sé að snúa þróuninni við. Sérstaklega
með því að vernda fiska af varaætt (e.
parrotfish). Þetta eru helstu niður-
stöður viðamestu skýrslu sem unnin
hefur verið um kóralrif í heiminum.
Skýrslan heitir Status and Trends of
Caribbean Coral Reefs: 1970–2012 og
er unnin í samstarfi Global Coral Reef
Monitoring Network, International
Union for Conservation of Nature
og United Nations Environment
Programme. Meira en 90 sér-
fræðingar unnu að gerð skýrslunn-
ar í þrjú ár en hún byggir á meira en
35.000 athugunum á 90 mismunandi
stöðum í Karíba hafi.
Sláandi þróun
„Það er sláandi hversu hröð eyðing
kórala hefur verið í Karíbahafi,“
segir Carl Gustaf Lundin sem er
framkvæmdarstjóri Haf- og póla-
rannsókna hjá IUCN á vefsíðu sam-
takanna. „En í þessari skýrslu er að
finna mjög hvetjandi niðurstöður að
sama skapi,“ bætir Lundin við. „Örlög
kóralanna eru ekki úr okkar höndum
þrátt fyrir allt og það eru nokkur
markviss skref sem við getum tekið til
þess að snúa þróuninni við.“
Loftslagsbreytingar og súrnun
sjávar sem getur valdið hvítnun kór-
ala eða svokallaðri kóralblæðingu
hefur hingað til verið nefnt sem
helsti orsakaþátturinn í eyðingu
þeirra. Skýrslan sýnir hins vegar
að ofveiði á fiski af varaætt og íg-
ulkerum, sem eru helstu þörunga-
æturnar (e. Grazers) hefur verið
ein helsta orsökin. Óútskýrð sýking
þurrkaði nánast út ígulker í Karíba-
hafi árið 1983 og mikil ofveiði hefur
gert það að verkum að fiskar af vara-
ætt eru á undanhaldi. Brotthvarf
þessara tegunda gerir það að verk-
um að þörungarnir sem þær nærast
á fjölga sér of mikið og kæfa kórala.
Þau kóralrif sem eru varin gegn of-
veiði og öðrum þáttum eins og mik-
illi strandmengun standa mun bet-
ur og þola loftslagsbreytingar betur.
Ævistarf í þáu kórala
Aðalhöfundur skýrslunnar er dr. Jer-
emy Jackson en hann og eiginkona
hans, Nancy Knowlton, hafa til-
einkað líf sitt rannsóknum á kóral-
rifum. „Jafnvel þótt við gætum með
einhverri töfralausn bundið enda á
loftslagsbreytingar á morgun myndi
hnignun kóralrifa ekki hætta,“ seg-
ir Jackson á vefsíðu IUCN. „Við þurf-
um þegar í stað að horfast í augu við
vandamálið sem fylgir því þegar þess-
ir grasbítar hafsins hverfa frá þessum
svæðum,“ en mengun af mannavöld-
um, svo sem skólp, ber með sér efni
sem auðgar þörungavöxt enn frekar.
Mögnuð vistkerfi
Líkt og áður kom fram voru gerð-
ar 35.000 kannanir á 42 ára tímabili
á yfir 90 svæðum. Á öllum svæðum
sem voru í bestu standi var líflegt
fiskalíf en kóralrif og vistkerfi þeirra
eru byggð upp á viðkvæmu sam-
lífi fjölda lífvera. Engin hafsvæði eru
auðugri af lífi og fjölbreyttari.
Um gríðarlega hagsmuni er að
ræða þar sem kóralrif laða að túrista
frá öllum heimshornum. Kóralrif í
Karíbahafi eru um níu prósent af kór-
alrifum heimsins og ná yfir strand-
svæði 38 landa. Því er flókið og viða-
mikið verk að tryggja verndun þeirra.
Heimsfræg kóralrif við Jamaíku
og strönd Flórída-fylkis í Banda-
ríkjunum hafa orðið eyðileggingu
að bráð á undanförnum áratugum.
Kóralrif sem voru í fullum blóma
fyrir um 40 árum eru eins og eyði-
mörk í dag.
Staðfestir fyrri kenningar
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rann-
sakendur benda á tengsl milli
hnignunar kórala og fiskistofna.
Terry Huges gaf út skýrslu árið 1994
þar sem hann spáði fyrir um þessa
þróun vegna ofveiði. „Hnignun kór-
ala byrjaði löngu áður en loftslags-
breytingar fóru að hafa áhrif. Þessi
nýja skýrsla sannar það í eitt skipti
fyrir öll að fiskistofnar sem lifa á þör-
ungum skipta sköpum þegar kemur
að heilbrigði þessara vistkerfa. Þau
kóralrif sem standa best í dag eru
með öfluga fiskistofna sem viðhalda
þessu jafnvægi.“ n
Eyðilegging Hér má sjá dæmi um hversu
hröð þróunin er. Fræg kóralrif við Flórída
lögðust í eyði á aðeins 30 árum.
Jeremy Jackson Er aðalhöfundur skýrslunnar og hefur tileinkað líf sitt rannsóknum á kórölum.
Ásgeir Jónsson
asgeir@dv.is
Ótrúleg fegurð Kóralrif eru ekki bara sláandi
falleg heldur mikilvæg og fjölbreytt vistkerfi. Alls
staðar þar sem kóralrif þrífast best eru öflugir
fiskistofnar sem halda þörungi í skefjum.
1980
2010
Áhöfnin hélt
börnunum
um borð
Farþegar sem voru um borð í
suðurkóresku ferjunni Sweol,
sem sökk í apríl, segja að áhöfnin
hafi krafist þess að þeir færu ekki
frá borði í þann mund sem ferj-
an var að sökkva. Þessar skipanir
voru ítrekaðar hvað eftir annað,
segja börn sem voru um borð, en
325 börn á grunnskólaaldri voru
um borð vegna skólaferðalags.
Fleiri hundruð fórust þegar ferjan
sökk en eigandi ferjunnar fannst
látinn fyrir stuttu. Réttarhöld yfir
áhöfn ferjunnar standa nú yfir og
hafa nokkur börn sem voru um
borð nú þegar borið vitni.
Stjórnlaus
eldur í Trípólí
Mikil eldur hefur logað í Trípólí
í Líbíu síðustu daga, nánar til-
tekið í stærstu olíugeymslustöð
höfuðborgarinnar. Olíufélag
Líbíu, NOC, lýsti því yfir á mánu-
dag að eldurinn væri stjórnlaus
en ríkisstjórnin kennir átök-
um skæruliða um og segir að
eldurinn hafi komið upp þegar
tvær stríðandi fylkingar tókust á.
Olíutankar hafa orðið fyrir skot-
hríð og sprengjubrot varð þess
valdandi að eldur kom upp í
einum olíutankanna. Slökkvi-
liðsmönnum tókst næstum því að
ráða niðurlögum eldsins en þeir
þurftu frá að hverfa þegar átök
brutust út á ný. Íbúum í fimm
kílómetra radíus hefur verið ráð-
lagt að yfirgefa heimili sín vegna
sprengihættu.
Kínverjar
auðgast en
ójöfnuður eykst
Kjör í Kína eru að verða ójafn-
ari þrátt fyrir að íbúar landsins
séu í heild að verða ríkari. Um
þriðjungur auðs í landinu er í
höndum lítils hluta, aðeins 1% af
íbúum þess, samkvæmt nýrri út-
tekt háskólans í Peking. Fátæk-
asti fjórðungur íbúa landsins á
jafnframt aðeins 1% alls auðs í
landinu en meðalverðmæti kín-
versks heimilis jókst um 17% frá
2010 til 2012. Til samanburðar
ræður 1% Bandaríkjamanna yfir
40% auðs þar í landi, en litið hef-
ur verið á Kína sem næsta ofur-
veldi heimsins. Um 75% af þess-
um auð Kína er til kominn vegna
fasteignaviðskipta.