Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 37
Vikublað 29.–31. júlí 2014 Fólk 37 Anna Mjöll og Svanhildur í stuði S öngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir hélt tónleika á Café Rósenberg í síðustu viku. Fjölmenni var á staðnum og góð stemming. Anna Mjöll er búsett í Los Angeles og kemur því ekki oft fram hérlendis. Á dögunum bárust fréttir þess efnis að Anna Mjöll væri að skilja við eiginmann sinn, Luca Ellis, en þau giftu sig á Íslandi fyrir ári. n Stebbi Hilmars mætti á tónleikana Fallegar mæðgur Svanhildur Jakobsdóttir og Anna Mjöll Ólafs- dóttir eru glæsilegar. Svanhildur tók lagið á tónleikum Önnu Mjallar. Sirrý mætti Fjölmiðlakonan Sigríður Arnardóttir, eða Sirrý eins og hún er gjarnan kölluð, mætti á tónleikana ásamt eigin- manni sínum, Kristjáni Franklín. Fylgdist með Stefán Hilmars- son söngvari Sálarinnar, mætti á tónleikana ásamt eiginkonu sinni, Önnu Björk Birgisdóttur. Stemming Gestir klöppuðu og sungu með. Í sveiflu Anna söng og skemmti gestum. Druslur drukku bjór D ruslugangan var gengin á laugardaginn í fjórða sinn. Það er gert í von um að færa ábyrgð kyn- ferðisafbrota til síns heima, en skömmin á alltaf heima hjá gerendum. Skipu- leggjendur Druslugöngunnar hittust síðastliðið fimmtudags- kvöld á bjórkvöldi á Brikk til þess að hita upp fyrir gönguna. Fjöl- margir lögðu leið sína á bjór- kvöldið og ræddu málin yfir bjór. Hituðu upp fyrir Druslugönguna Stolt drusla Eygló er flott með druslu- tattú og í druslubol. Hressar Svanhvít og Tinna. Mættu á bjórkvöldið Ingibjörg og Katrín. Baráttukonur Guðný og Björk. Í góðu fjöri Hjalti var flottur í druslubol. Dagur B. gæddi sér á götumat M atarhátíðin Krás var haldin í Fógetagarðinum á laugardag. Þar buðu fjölmargir veitingastað- ir upp á götumat en hægt var að setjast niður og gæða sér á alls kyns kræsingum frá mismun- andi stöðum. Veitingastaðirn- ir útbjuggu götuútgáfu af réttum sínum. Hátíðin heppaðist með eindæmum vel og greinilegt að borgarbúar voru ánægðir með þessa nýjung því fjölmargir lögðu leið sína á hátíðina. Seldu boli Helga Dögg Ólafs- dóttir, Gréta Þorkelsdóttir, Sunna Ben og Eygló Hilmarsdóttir. Matarhátíðin Krás haldin í fyrsta sinn í Fógetagarðinum Matarhátíðar- stjórinn og borgarstjórinn Ólafur Örn Ólafs- son, sem skipulagði hátíðina, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Margir tóku þátt Fjölmargir veitinga- staðir voru með bás á hátíðinni. Stuð Ekki skemmdi fyrir að sólin skein á matarhátíðargesti á laugardag. Skipuleggjendurnir Ólafur Örn Ólafsson og Gerður Jónsdóttir skipulögðu hátíðina. Þau fengu hugmynd að slíkri hátíð hvort í sínu lagi en sameinuðu krafta sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.