Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 29.–31. júlí 201430 Sport S pænska fótboltafélagið Cultural y Deportiva Leonesa leikur í þriðju efstu deild í spænska boltanum. Ljósmynd af nýjasta búningi liðsins hefur farið sem eldur í sinu í fjölmiðlum víða um heim. Treyjan er hönnuð eins og smókingjakki og þykir slá met í ljótleika. Á heimasíðu félagsins kemur í ljós að ekki er um varanlegan bún- ing liðsins að ræða heldur sérstak- an viðhafnarbúning sem notaður er í vináttuleik þar sem áheitum er safn- að til að styrkja íþróttastarf Cultural y Deportiva Leonesa. En búningurinn er kannski nýtilegur fyrir brúðkaup og önnur veisluhöld? Skoðum fleiri fótboltabúninga sem þykja bera af í ljótleika. n Ljótustu fótboLta- búningarnir n Slær treyja spænsks smáliðs nýtt met? n Margir skuggalega ljótir Athletic Bilbao – 2004 Athletic frá Baskalandi á Spáni skartar venjulega hvít- um og rauðum „Þróttarabúningum“. Árið 2004 notaði félagið hins vegar „tómatsósutreyjuna“ eins og hún var kölluð. Listamaðurinn Darío Urzay hannaði treyjuna. Forseti Athletic tók hana úr umferð eftir örfáa leiki. Norska landsliðið – 1996–1998 Smekkvísi Norðmanna er alkunn en hvað gerðist árið 1996? Var búningurinn hannaður í Microsoft Word? England – 1996 Markvörður Englands, David Seaman, þurfti að klæðast þessum búningi árið 1996. Colorado Caribous – 1978 Þetta knattspyrnulið frá Denver í Bandaríkjunum lék aðeins eitt tímabil. En búningurinn verður lengi í minn- um hafður. Einhvers konar kúrekastíll. La Hoya Lorca Spænska þriðjudeildarliðið La Hoya Lorca leikur í brokkólíbúningum. Styrktaraðili liðsins framleiðir brokkólí en það er frá miklum ræktarhéruðum í Murcia á Suður-Spáni. Hull City – 1993 Lið Hull kennir sig við tígrisdýr og félagið tók það mjög bókstaflega tímabilið 1993 til 1994 þegar leikmenn voru klæddir í þetta tígrisdýramynstur. 1860 München – 2010 Þýska liðið 1860 München skákar ekki oft nágranna- liðinu Bayern. Hér skarar 1860 algjörlega fram úr í klæðavali. Búningurinn árið 2010 var alsettur söguleg- um ljósmyndum. Félagið varð 150 ára og ákveðið var að halda upp á áfangann svona. Jorge Campos Mexíkóski markvörðurinn Jorge Campos spilaði á árun- um 1990–2004 og er einstaklega eftirminnilegur fyrir sérstæðan leikstíl. Hann gat bæði spilað sem mark- vörður og framherji sem er nánast einstakt í sögunni. En einna eftirminnilegastar voru treyjurnar sem hann hannaði sjálfur í öllum regnbogans litum. Manchester United – 1991 Goðsögnin Ryan Giggs hóf ferilinn í þessum náttfötum. Huddersfield Town – 1993 Markvörður enska neðrideildarliðsins Huddersfield Town var afar litríkur árið 1993. Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.