Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 21
Vikublað 29.–31. júlí 2014 Umræða 21 Kannski enda ég bara í einskis manns landi Ari Frank Inguson heldur til Frakklands í leit að föður sínum. – DV Ég ætla að standa þetta af mér Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, stofnandi Gyðju Collection, er ósátt við MP banka. – DV Allir eiga rétt á öðrum séns Hilldur Lilliendahl Viggósdóttir skrifar um nauðgara. – Facebook Myndin Verk á vegg Listaverk Söru Riel og Thomasar Korn á Njálsgötu. Mynd Hörður SVeInSSon Sambandsleysi á stjórnarheimilinu Þ ar sem ég sit á Kaffi Klöru hér heima í Ólafsfirði velti ég því fyrir mér hvernig ríkis stjórnin og verk henn- ar birtast mér meðal annars í fjölmiðlum. Það er að sjá sem flokk- arnir séu nánast ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut. Forystu- menn ríkisstjórnarflokkanna skipt- ast á að koma fram í fjölmiðlum og vera ósammála. Þeir virðast jafnvel ekki kunna vel hvor við annan og hálf dapurlegt er að horfa á sambands- leysið á milli þeirra. Óbragð Sjálfstæðisflokksins Fiskistofuflutningurinn er eitt af mörgum dæmum um það. Sjálf- stæðisflokkurinn, skv. því sem birtist í fjölmiðlum, virtist ekki vita af þeim gjörningi Framsóknarmanna fyrr en rétt áður en hann var tilkynntur opin berlega og á þingmönnum flokkanna er ekki að heyra að um málið hafi verið fjallað innan þeirra með formlegum hætti. Svo ekki sé nú minnst á lagalegu óvissuna um gjörninginn. En vissulega voru Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn sammála þegar kom að stór- felldri lækkun veiðigjalda eða því að framlengja ekki auðlegðarskatt- inn. En upplifun mín á þingi þegar skuldamálin voru afgreidd var sú að Sjálfstæðismenn væru með óbragð í munninum við þá aðgerð Fram- sóknarflokksins en létu sig hafa það gegn útfærslu er varðar sér- eignarsparnaðinn. nei eða já Framsókn vildi áburðarverk- smiðju, nei sagði Ragnheiður Elín, sjálfstæðis ráðherra. En þessi sama Ragnheiður vildi ryðja braut fyrir bandaríska versl- unarrisann Costco sem vill meðal annars selja brennivín, lyf og ferskt kjöt í einni og sömu versluninni en Sigmundur Davíð og þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins sögðu meira og minna allt kjöt mengað frá Ameríkunni og eru lítið spenntir fyrir hugmyndinni – gæti jafnvel reynst landanum hættuleg. Bjarni er staðfastur í að lækka skatta en Sigmundur Davíð telur það ekki tímabært. Þegar kemur að stóra málinu varðandi afnám haftanna og upp- gjöri þrotabúanna þá hefur Bjarni verið minna spenntur fyrir gjald- þrotaleiðinni sem Framsóknarflokk- urinn hefur talað fyrir. Framsókn hefur verið meira áber- andi í umræðunni fyrir sína fram- göngu en ef við skoðum hugmyndir og aðgerðir Sjálfstæðisflokksins þá er ekki nema von að fólk haldi að lítið hafi flokkurinn lært af Hruninu. Úlfúðin Nú álykta sveitarstjórnir víða um land vegna aðgerða heilbrigðis- ráðherrans Kristján Þórs og telja að hann hafi ekki staðið við að eiga raunverulegt samráð vegna samein- ingar heilbrigðisstofnana. Illugi telur ekkert standa í vegi fyrir því að breyta lögum eða laga til með öðrum hætti til að hægt sé að einkavæða grunnskólann. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja allflestir að Hanna Birna hafi staðið sig vel þrátt fyrir allt sem fram hefur komið og varðar lekamálið og hælisleitendur og engin ástæða sé fyrir hana að stíga til hliðar með- an á sakamálarannsókn stendur. Er hrædd um að hátt hefði heyrst í hennar flokksfélögum ef þetta hefði átt við einhvern úr síðustu ríkis- stjórn. Fólk þóknanlegt Sjálfstæðis- flokknum er sett í valnefnd til að finna nýjan seðlabankastjóra sem væntanlega þarf að vera nokkuð sammála ríkisstjórninni en ekki hegða sér eins og um sé að ræða sjálfstæða stofnun sem veita á ríkis- valdinu aðhald fremur en annað. erlendir sökudólgar Flokkurinn er „svag“ fyrir því að selja Landsvirkjun og hluta í Landsbank- anum. Svo til að kóróna þetta allt skrifaði Bjarni Ben undir hugmynd Hannesar Hólmsteins um að hann myndi nú „meta erlenda áhrifa- þætti á bankahrunið“. Þar á Hannes líklega að finna erlenda sökudólga á hruninu á Íslandi og draga fjöður yfir andvaraleysi og lélega hagstjórn ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Er nema von að fólk spyrji sig hvort ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekkert lært af Hruninu? En ég gleðst þó mest yfir því að hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa yfir veðr- inu að ráða því hér fyrir norðan hef- ur veðurblíðan verið alls ráðandi frá því snemma í maí og vonandi enginn endir á. Sólarþyrst sunnanfólk er því boðið velkomið til okkar hingað norður. n Bjarkey Gunnarsdóttir þingkona Vinstri grænna Kjallari „Þar á Hannes líklega að finna erlenda sökudólga á hruninu á Íslandi og draga fjöður yfir andvara- leysi og lélega hagstjórn ríkisstjórna Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar. Sigmundur og Bjarni Forystumenn ríkisstjórnarflokk- anna skiptast á að koma fram í fjölmiðlum og vera ósammála. Mest lesið á DV.is 1 „Ég ætla að standa þetta af mér“ Sigrún Lilja Guðjónsdóttir stofnaði fyrirtækið Gyðja Collection árið 2007. Fyrirtækið hannar og lætur framleiða fyrir sig ilmvötn, fylgihluti og tískuvörur. Sigrún segir að hún hafi frá byrjun lagt allt í að byggja fyrirtækið upp. Uppbyggingin hefur þó ekki verið leikur einn og hefur Sigrún Lilja lent í áföllum með reksturinn. 31.498 hafa lesið 2 Annie Mist brast í grát á blaðamannafundi Annie Mist Þórisdóttir brast í grát á blaðamannafundi eftir að hún nældi sér í silfurverðlaunin á Heimsleikunum í crossfit, en keppninni lauk í nótt. Hún tók ekki þátt í fyrra vegna bakmeiðsla og sagði að þegar hún varð fyrir meiðsl- unum haustið 2012 hafi hún verið hrædd um að hún myndi ekki ganga aftur. 27.071 hafa lesið 3 Hildur Lilliendahl um nauðgara: „Allir eiga rétt á öðrum séns“ Nauðgarar eru ekki nauðsynlega veiklundaðir undirmálsmenn sem hafa framið sálarmorð á sjálfum sér. Allskonar fólk nauðgar undir allskonar kringumstæð- um og hvert eitt og einasta þeirra sem gerast sek um slíkt á að mega koma aftur. Snúa við blaðinu ef það á við eða bara hreinlega fá að halda áfram að vera hluti af samfélagi manna,“ segir Hildur Lilliendahl, baráttukonan umdeilda, í færslu á Facebook-síðu sinni. 25.784 hafa lesið 4 Tveggja barna móðir hvarf sporlaust Fjölskylda Jennifer Huston, tveggja barna móður sem hvarf sporlaust á fimmtudag, leitar enn logandi ljósi að henni. „Hún er að kenna syni okkar á klósettið. Hún myndi ekki bara pakka saman og fara. Hún hef- ur aldrei hagað sér þannig, og hún hefur aldrei glímt við andleg veikindi,“ segir Kallen Huston, eiginmaður Jennifer. 24.434 hafa lesið 5 Tónlistarkona rænd á Grand hótel: „Ég er hrædd um að ég hafi glatað öllum peningunum mínum“ Um er að ræða 1.800 Bandaríkjadali og 1.400 evrur, upphæð sem jafngildir meira en 400 þúsundum íslenskra króna. „Ég læsi alltaf herberginu mínu,“ segir Hope en bendir á að ábyrgara hefði verið að geyma reiðuféð í öryggishólfi. 22.700 hafa lesið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.