Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 29.–31. júlí 201412 Fréttir E mbætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var ekki auglýst laust til umsóknar eins og gert var þegar Stefán Eiríks­ son var skipaður í embættið árið 2007. Í staðinn var Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, flutt til Reykjavíkur og skipuð í starfið af Hönnu Birnu Krist­ jánsdóttur innanríkisráðherra. Öðru máli gegnir um hin nýju lögreglu­ umdæmi þar sem sérstakri valnefnd var falið að tilkynna um skipan lög­ reglustjóra. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sigríður er skipuð í embætti án aug­ lýsingar. Árið 2007 skipaði Björn Bjarnason, dóms­ og kirkjumálaráð­ herra, hana í embætti aðstoðarríkis­ lögreglustjóra án þess að starfið hefði verið auglýst. Þá skipaði hann Sig­ ríði sem lögreglustjóra á Suðurnesj­ um árið 2008 í kjölfar umdeildrar ákvörðunar um að auglýsa stöðu sitjandi lögreglustjóra lausa. Björn og Hanna Birna hafa átt náin samskipti í gegnum árin en hann hefur ítrekað komið henni til varnar í Lekamálinu. Viðmælendur DV innan lögreglunnar segja ljóst að mikið traust hafi ríkt á milli Sig­ ríðar og Björns alveg síðan hún gegndi stöðu aðstoðar­ ríkislögreglu­ stjóra. Um­ talað sé að Sigríður hafi lengi verið í náðinni hjá ráðherr­ um Sjálf­ stæðis­ flokks­ ins. Sviptingar á Suðurnesjum Sigríður var skipuð lögreglustjóri á Suðurnesjum árið 2008. Þá hafði Björn Bjarnason auglýst stöðu Jóhanns R. Bene­ diktssonar, þáverandi lögreglustjóra, lausa til umsóknar án nokkurs tilefnis. Jóhann hafði þótt farsæll í starfi og notið stuðnings á meðal starfsmanna embættisins. Þrír lykil­ starfsmenn sögðu upp störf­ um vegna málsins. Viðmæl­ andi DV innan lögreglunnar segir umtalað að Jóhann hafi gert þau mistök að sinna bak­ landinu ekki nógu vel – ráðuneytinu. Það hafi Sigríður Björk hins vegar gert alla tíð. Lögreglufélag Suðurnesja brást við ákvörðun Björns með harðorðri ályktun um að starfsemi lögreglunnar þyrfti að vera óháð duttlungum stjórn­ málamanna: „Félagsmenn í Lög­ reglufélaginu telja mikilvægt að hags­ munafélög lögreglumanna og aðrir sem láta sig málið varða taki ákvörðun Björns til ítarlegrar skoðunar og kanni Í náðinni hjá Birni og Hönnu Birnu n Sigríður á framabraut innan lögreglunnar n Hefur áður verið skipuð án auglýsingar F ljótlega eftir að ríkissaksóknari vísaði Leka­ málinu til lögreglurannsóknar þann 7. febrú­ ar vöknuðu spurningar um það hvort Hönnu Birnu bæri að víkja tímabundið sem ráðherra meðan á rannsókn stæði. Lögreglumenn sem DV ræddi við sögðu „óþægilegt“ að málið væri kom­ ið inn á þeirra borð. Bent var á að Stefán Eiríksson væri undirmaður ráðherra sem hefði framtíð hans í starfi í hendi sér, þar á meðal hvort hann fengi áfram­ haldandi skipun í embætti árið 2016. Það er fordæmalaust í íslenskri stjórnmálasögu að fram fari lögreglurannsókn á verkum innanríkis­ ráðuneytis fyrir tilstuðlan ríkissaksóknara. Sigur­ björg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor í opin berri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sagði í samtali við DV þann 9. febrúar að eðlilegast væri fyr­ ir ráðherra að víkja á meðan rannsóknin færi fram. „Hún var æðsti yfirmaður ráðuneytisins þegar upp­ lýsingarnar birtust í fjölmiðlum og því er mikilvægt fyrir trúverðugleika rannsóknarinnar og stjórnsýsl­ unnar í heild sinni að hún víki tímabundið […] Ég tel eðlilegt að ráðherra sé ekki á vettvangi á meðan mál­ ið er rannsakað. Slík ráðstöfun væri viðeigandi, ekki síst vegna þess að undirmenn ráðherra [lögreglan á höfuðborgarsvæðinu] munu annast rannsóknina,“ sagði Sigurbjörg. DV ræddi við fjölda lögreglumanna í febrúar. Bentu þeir á að staða rannsóknarinnar væri sérstak­ lega erfið í ljósi þess að bróðir Hönnu Birnu, Theódór Kristjánsson, væri yfirmaður tæknideildar og tölvu­ rannsókna­ og rafeindadeildar. Theódóri var lýst sem mjög valdamiklum innan lögreglunnar og því gæti rannsóknin reynst óbreyttum lögreglumönnum óþægileg. Stefán Eiríksson staðfesti við DV að Theó­ dór kæmi ekki að henni. Einn af viðmælendum DV sagði að lögreglumenn ræddu það sín á milli hversu óþægilegt væri „að vera með mál til rannsóknar sem snertir á svona mörgum áhrifapunktum.“ Annar starfandi lögreglumaður tók undir þetta: „Mönnum er bara misboðið, það verð­ ur að segjast eins og er.“ Heimildir DV innan úr lög­ reglunni herma að rannsakendur málsins hafi ekki orðið varir við afskipti ráðherrans. Mörgum kom hins vegar á óvart þegar Stefán Eiríksson ákvað að hætta störfum. „Það er alveg ljóst að eitthvað hefur Stef­ án gert til þess að tapa trausti ráðherrans,“ sagði lög­ reglumaður sem DV ræddi við um helgina. Erfið staða fyrir lögregluna Fannst óþægilegt að rannsaka ráðherra réttmæti hennar.“ Fljótlega komst sá kvittur á kreik að Sigríður yrði ráðin til starfans enda nyti hún trausts Björns. Málinu voru gerð skil á Vísi en þar vildi Sigríður hvorki játa því né neita hvort hún hygðist sækja um. Fjórir sóttu um starfið, en Sigríður var ráðin einungis þremur dögum eftir að um­ sóknarfrestur rann út. Hörð í hælisleitendamálum Sigríður hefur starfað sem lögreglu­ stjóri á Suðurnesjum í sex ár og þyk­ ir hafa staðið sig vel í baráttunni gegn heimilisofbeldi. Margir hafa fagnað ráðningu hennar í Reykjavík, enda í fyrsta skipti sem kona gegnir emb­ ættinu. Sigríður hefur sætt gagnrýni vegna harðrar afstöðu í málefnum hælisleitenda en sem lögreglustjóri Suðurnesja lýsti hún yfir vilja til þess að halda áfram að refsa hælisleitend­ um fyrir framvísun falsaðra skilríkja. Þetta kom fram í umsögn Sigríðar við þingsályktunartillögu um undirbún­ ing frumvarps til útlendingalaga þar sem stefnt var að því að hætta slíkum refsingum. Talskona flóttamannahjálpar Sam­ einuðu þjóðanna hefur gagnrýnt ís­ lenska ríkið fyrir að fara ítrekað á svig við 31. grein flóttamannasamningsins sem Ísland er aðili að. Ákvæðið kveð­ ur á um bann við því að hælisleitend­ um sé refsað fyrir ólöglega komu til landsins að því gefnu að þeir gefi sig tafarlaust fram við yfirvöld viðkom­ andi ríkis. „Það er alveg skýrt að það á ekki að refsa flóttamönnum fyrir ólöglega innkomu til landsins. Þessi vinnubrögð eru ekki í samræmi við al­ þjóðalög,“ sagði talskonan. Í umsögn sinni hélt Sigríður því hins vegar fram að íslenska ríkið væri ekki að brjóta flóttamannasamninginn með því að fangelsa hælisleitendur. Rannsakaði Tony Ljóst er að Hanna Birna, rétt eins og Björn Bjarnason, ber mikið traust til Sigríðar. Ef ríkissaksóknari fer fram á frekari lögreglurannsókn á ráðuneyti Hönnu Birnu mun Sigríður að öllu óbreyttu hafa yfirumsjón með henni. Sigríði er Lekamálið ekki alls óskylt, en á Suðurnesjum var hún í forsvari fyrir mansalsrannsókn sem hælisleitandinn Tony Omos flæktist inn í. Nú gæti hún þurft að rannsaka meint brot innanríkisráðuneytisins gegn Tony og barnsmóður hans Ev­ elyn Glory Joseph. Upplýsingar frá Suðurnesjum Minnisblað innanríkisráðuneytis­ ins sem endaði í höndum 365 miðla og Morgunblaðsins byggði meðal annars á upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá hefur verið upplýst að ærumeiðandi aðdróttunum var bætt við skjalið í formi lokasetningar þar sem fullyrt var að Tony Omos hefði beitt Evelyn þrýstingi til þess að segja að hann væri barnsfaðir hennar. Voru þessar upplýsingar sagðar koma fram í rannsóknargögnum málsins en Hanna Birna hefur sjálf viðurkennt að um ærumeiðandi aðdróttanir hafi verið að ræða. Lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið þegar DV falað­ ist eftir upplýsingum um það í desem­ ber hvort Tony Omos væri með stöðu grunaðs manns í mansalsmálinu. Fyrr í sumar staðfesti lögreglan hins vegar við fréttastofu RÚV að Tony væri enn grunaður. DV sendi þá Sigríði Björk fyrirspurn og leitaði staðfestingar á þessu atriði. Í svari sem DV barst frá embættinu þann 11. júlí kom fram að rannsókninni væri lokið og að málið biði nú afgreiðslu hjá lögfræðingum embættisins. Á þeim vettvangi yrði tekin ákvörðun um framhald þess. n „Mikilvægt að hagsmunafélög lögreglumanna og aðrir sem láta sig málið varða taki ákvörðun Björns til ítarlegrar skoðunar. Á framabraut Sigríður var skipuð í embætti lög- reglustjóra án auglýsingar og formlegs umsóknarferlis. Mynd KRiSTinn MagnúSSon Flutti Sigríði Hanna Birna lét flytja Sigríði til Reykjavíkur í stað þess að auglýsa emb- ætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu laust til umsóknar. Skipaði Sigríði Björn Bjarnason skipaði Sigríði í embætti lögreglu- stjóra á Suðurnesj- um árið 2008 og sem aðstoðarríkis- lögreglustjóra árið þar á undan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.