Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 29.–31. júlí 201414 Fréttir „Það var eins og Það væri búið að uppstoppa mig“ É g get ekki útskýrt hvað gerð­ ist en það var eins og ég væri tölva og það væri bara slökkt á mér. Ég bara fraus en var með meðvitund. Það var eins og það væri búið að upp­ stoppa mig.“ Svo lýsir Alexandra Sif Baldvinsdóttir, í samtali við DV, nauðgun sem hún segist hafa orðið fyrir þann 14. desember síð­ astliðinn. Í viðtali við DV lýsir hún atvikinu í smáatriðum sem og því óréttlæti sem hún telur sig hafa orðið fyrir. Málið var fellt niður ný­ verið og var Alexöndru sagt í bréfi frá ríkissaksóknara að ekki teldust líkur á sakfellingu. Hún segist hafa mætt vantrú jafnt hjá ákæruvaldinu sem og sínum nánustu. Hún segist enn kljást við afleiðingar nauðg­ unarinnar. Ákvað að leggja sig á svefnsófa Atvikið átti sér stað í íbúð hjá Blindrafélaginu sem vinir Alex­ öndru höfðu leigt. „Þetta var þannig að þau voru búin að drekka eitthvað en ég var búin að vera heima hjá mömmu minni. Þá hr­ ingdi í mig gamall vinur og spurði hvort ég vildi ekki hitta þau. Þá var þetta sem sagt vinur minn, kærasta hans og svo gerandinn. Ég þekki þau öll sömul. Þau voru að drekka og gáfu mér nokkra sopa en ég var ekki einu sinni farin að finna á mér. Klukkan var orðin svo margt að ég spurði hvort við ættum ekki að fara að sofa, ég nennti ekki að labba heim strax. Gerandinn sagði við mig að hann gæti skutlað mér heim í fyrramálið,“ segir Alexandra. Það boð þáði Alexandra. Í kjölfar þessa er ákveðið að hún og gerandinn leggi sig á svefnsófa sem var í íbúð­ inni. Þóttist sofa Alexandra segir að henni hafi þótt þetta fyrirkomulag mjög óþægilegt og því hafi hún lagst í rekkju í öll­ um fötum. „Ég hef aldrei haft neinn áhuga á honum, þetta var bara kunningi. Við horfðum á mynd og ég hafði tölvuna á milli okk­ ar svo hann væri ekki upp við mig. Ég var alveg að sofna og hann var eiginlega ekkert að horfa svo ég slökkti á tölvunni og fór að sofa. Síðan þegar ég var ekki alveg sofn­ uð en samt alveg að sofna þá var hann kominn upp við mig og byrj­ aði að snerta mig. Ég hugsaði að ef ég þættist bara vera sofandi og þá hlyti hann að hætta. Hann hætti ekki og gekk alltaf lengra og lengra. Ég bara panikkaði. Þetta var aldrei samþykkt, þetta kvöld var ég ekki einu sinni búin að knúsa hann. Ég hafði ekki einu sinni klappað hon­ um á bakið. Ég var aldrei búin að sýna honum að ég vildi þetta,“ segir Alexandra. Fór á annan stað Að hennar sögn gerðist þetta mjög snemma morguns, um það bil klukkan sex. „Hann gekk bara alltaf lengra og lengra. Ég fór bara yfir á einhvern annan stað. Ég sé enn þá eftir því að hafa ekki sagt eitthvað við hann: „hættu þessu, ég vil þetta ekki“. Það er erfitt fyrir mig að koma fram með þetta því ég veit að fólk á eftir að segja: „já, þetta er bara kjaftæði. Hún hefði alveg getað sagt nei.“ Það er ekkert svo auðvelt. Maður getur aldrei vitað hvernig maður bregst við,“ lýsir hún. Leið eins og hún væri skítug Alexandra segir að eftir að ger­ andinn lauk sér af hafi hún beðið eftir því að hann sofnaði. „Ég heyrði að hann var byrjaður að hrjóta og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Hvort ég ætti að vera þarna og láta eins og ekkert hefði gerst eða fara. Ég bara meikaði ekki að vera þarna lengur þannig að ég fór inn á kló­ sett og ég fann að hann hafði fengið sáðlát því það fer ekkert á milli mála þegar það gerist. Ég var aðeins inni á klósetti og ekki alveg búin að átta mig á því hvað hafði gerst. Það hef­ ur eitthvað verið að hjá honum því það var alveg svakaleg lykt af þessu. Mér leið eins og ég væri ógeðslega skítug,“ segir Alexandra. Gekk heim eins og uppvakningur Eftir stutta dvöl á klósettinu ákvað Alexandra að læðast fram, ná í föt­ in sín og fara úr íbúðinni. „Þegar ég var að labba heim þá var ég eins og uppvakningur. Ef ég hefði verið að keyra þarna framhjá og séð sjálfa mig hefði ég orðið hrædd. Ég var bara svo dofin, leið rosalega illa og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég sendi mágkonu minni SMS en ég leita alltaf til hennar ef mig vant­ ar ráðleggingu. Ég kom heim og þá var fósturfaðir minn vakandi. Ég sagði ekki neitt, labbaði bara inn og lét eins og ekkert væri. Ég reyndi bara að vera hress og láta eins og ég er alltaf. Pabbi var að ýta und­ ir að ég færi í bað en ég vildi það ekki fyrr en ég vissi hvað ég ætti að gera,“ segir Alexandra. Hún segist hafa verið hrædd um að með því að þrífa sig væri hún að eyðileggja sönnunargögn. Ótrúlegt að hún kærði Stuttu síðar sækir mágkona Al­ exöndru og fara þær á bráðamót­ töku Landspítalans. „Þar var bara farið með mig beint inn á deild. Ég fann að ég var enn þá skelkuð, enn­ þá að átta mig á því að þetta hefði gerst. Ég þurfti að vera í nærbuxun­ um og þurfti að vera með þetta inni í mér í rúma fjóra klukkutíma. Mér fannst þetta ótrúlega óþægilegt,“ lýsir Alexandra. Á bráðamóttök­ unni var hún spurð hvort hún vildi kæra sem hún ákvað að gera. „Mér finnst ennþá ótrúlegt í dag að ég hafi sagt já. Ég hugsaði fyrst að ég vildi ekki gera vandamál úr þessu en þetta er bara ekki í lagi. Í dag er ég fegin að ég gerði það,“ segir hún. Alexandra segir að um leið og lög­ reglukona hafði komið og talað við hana hafi hún brotnað niður. „Ég bara grét og grét því allt í einu var þetta svo raunverulegt.“ Misræmi á orðum og skýrslu Eftir þetta hafi Alexandra verið í tilfinningalegum rússíbana. „Ég fór þarna í skoðun og það var tek­ ið sýni og læknirinn segir sem sagt við mig að sáðfrumurnar séu ekki lifandi, þær séu ekki virkar. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslunni frá bráðamóttökunni að það hafi ekki fundist neinar sáðfrumur,“ segir Alexandra. Hún minnist þess að læknir hafi sagt henni að af líf­ sýni mannsins að dæma væri eitt­ hvað í ólagi hjá honum. Alexandra telur að þetta misræmi skýri hvers vegna málið hafi verið fellt niður. „Þetta var það eina sem ég hafði til sönnunar.“ „Ég er ekki eitthvert leikfang“ Hún segir að um tíma hafi hún haft samúð með gerandanum en svo hafi hún áttað sig á alvarleika máls­ ins. „Með hverri mínútunni fór ég að hugsa meira um hvað væri að honum að vera að þessu. Bara það að ég hafi legið þarna með lok­ uð augun og ekki tekið neinn þátt í þessu. Hann getur ekki sagt að hann hafi haldið að ég hafi viljað þetta allt. Maður tekur alveg eftir því hvort manneskjan sé að taka þátt eða ekki. Ég gat bara ekki látið valta svona yfir mig. Ég er ekki eitt­ hvert leikfang, ég á skilda virðingu. Ég stend aldrei upp fyrir sjálfri mér, það er voða sjaldan sem ég geri það því ég vil ekki vesen. Ég gat bara og get ekki sleppt þessu,“ segir Alex­ andra með áherslu. „Þetta er svo ósanngjarnt“ Alexandra segir að helsta ástæðan fyrir því að hún komi nú fram með sögu sína sé vegna þess að málinu hafi verið vísað frá. „Það eru svo mörg svona mál sem er vísað frá. Það eru svo fáar nauðganir sem fara í gegn. Til hvers er maður að reyna að kæra? Þetta er svo ósanngjarnt,“ segir hún. Amma Alexöndru, sem sat með í viðtalinu, segir sömuleið­ is að það sé oft á tíðum lítið gert úr stelpum og þeirra ásökunum. „Ég tala nú ekki um svona ungar stelp­ ur. Það er svo oft efast um það sem þær segja. Þær eru oft skíthræddar um að segja eitthvað því þá eru þær bara lamdar,“ segir hún. Nauðgunin eyðilagði lífið Alexandra segir að nauðgunin hafi haft ómæld áhrif á hana. „Það sem þetta er búið að gera mér, það end­ að með því að ég gat ekki vaknað á morgnana. Þetta gerðist á aðfara­ nótt laugardags og á sunnudegi kom sonur minn heim úr pabba­ helgi. Ég tók á móti syni mínum há­ grátandi. Barnsfaðir minn hélt að einhver hefði dáið. Eftir þetta gat ég ekki sofið á nóttunni, ég bara grét og grét. Mér fannst ég líka svo n Alexandra Sif segir frá því þegar henni var nauðgað viku fyrir jól n Mætti skilningsleysi og fordómum n Fann til með gerandanum Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Fær ekki réttlæti Alex- andra Sif segir að sér hafi verið nauðgað af kunningja sínum rétt fyrir síðastliðin jól. Málinu var vísað frá þar sem nægilegar sannanir þóttu ekki fyrir ásökunum hennar. MyNd Hörður SveiNSSoN „Hann gekk bara alltaf lengra og lengra. Ég fór bara yfir á ein- hvern annan stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.