Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Blaðsíða 19
Helgarblað 26.–28. júlí 2014 Skrýtið 19 Atvinnan vék fyrir draumnum Margir áttu sér drauma í æsku sem urðu að lúta í lægra haldi fyrir hefð- bundnum starfsframa til að eiga salt í grautinn. Hér eru þó átta einstak- lingar sem ákváðu að yfirgefa örugga atvinnu til að elta drauma sína, sem voru hreint ekki venjulegir. Lögfræðingur sem varð mennsk fallbyssukúla Þetta er hinn þrítugi Gary Stocker sem útskrifaðist frá Oxford-háskóla með gráðu í lögfræði. Hann bjó í 115 milljóna króna stórhýsi og var vel virtur innan lögfræðigeirans þegar hann ákvað að hætta í vinnunni og selja húsið árið 2012 til að stofna sirkus ásamt félaga sínum Mark Foot. Sirkusinn er nefndur í höfuðið á Charlie Chaplin og er þar sett á svið sýning sem segir frá sirkus sem stefnir í gjaldþrot en er bjargað af uppfinningamanni sem finnur upp á fyrstu fallbyssunni fyrir mennskar „kúlur“. Gary hannaði sína eigin út- gáfu af þessu víðfræga atriði og gengur undir nafninu The Great Herrmann, þegar hann smeygir sér sjálfur í fallbyssuna. Ein helsta ástæðan fyrir því að hann ákvað að hætta hjá lögfræðifyrirtækinu er þessi: „Ég var með mjög há mánaðarlaun. Einn daginn sagði yfirmaðurinn við mig: Þú átt eftir að þéna svo mikið að þú átt ekki eftir að geta hætt. Það var þá sem ég sagði upp.“ Knattspyrnumaður- inn sem varð prestur Bandaríkjamaðurinn Chase Hilgenbrinck var frambærilegur knattspyrnumaður sem gerðist atvinnumaður í íþróttinni í Chile. Hann leitaði þó ávallt á náðir trúarinnar á sunnudögum til að uppfylla andlegar þarfir sínar, eitthvað sem minnti hann á einfaldari tíma þegar hann var ungur að aldri. Eftir að hafa snúið aftur til Bandaríkjanna og skrifað undir samning í MLS-deildinni var hann þó ekki ánægður. 26 ára gamall tilkynnti hann að hann væri hættur knattspyrnu- iðkun og ætlaði að gerast prestur. Tískuhönnuðurinn sem gerðist munkur Hin 24 ára Ting Tien gerði nokkuð sem fæstir bjuggust við af henni. Hún starfaði sem tískuhönnuður og lifði góðu lífi en ákvað einn daginn að gefa það líferni upp á bátinn til að gerast munkur. Hún bjó í borginni Jinan í Kína og hafði það gott eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Hún fékk þó nóg af veraldlegum gæðum sem fylgdum nútíma manninum og ákvað að ganga í Xinlongdongzhi-klaustrið sem er til fjalla í Sichuan-héraði og tæpa fjögur þúsund metra yfir sjávarmáli. Presturinn sem varð Elvis-eftir- herma Árið 2012 ákvað þessi prestur að hætta að predika og gerast Elvis-eftirherma. Hann sagði guð hafa sent sér skilaboð um að fylgja Elvis. Presturinn heitir Andy Kelso, 64 ára gamall, en hann hóf að skemmta gestum skemmtistaða sem konungur rokksins. Hann hefur þó ekki aðeins haldið sig við skemmtistaðina því hann hefur einnig sungið Elvis-lög í kirkju. „Einn daginn var ég að viðra hundana mína og fékk þá afar skýr skilaboð frá guði sem sagði: Farðu með Elvis í kirkjuna. Mér varð að vonum brugðið en eftir eitt kirkjugigg fékk ég símtöl frá öðrum kirkjum sem vildu komast í betri tengsl við samfélagið og atriðið mitt virðist virka. Þegar ég kem fram í kirkjum eru bekkirnir þétt setnir.“ Amish-stúlkan sem varð módel Hin 23 ára gamla Kate Stoltz sagði skilið við Amish-trúflokkinn til að gerast fyrirsæta í New York. Þegar hún var unglingur var henni bannað að taka ljósmyndir sökum strangra reglna Amish-samfélagsins. Meðfram náminu sinnti hún bústörfum ásamt því að elda fyrir fjölskyldu sína. Eftir að hún kom fram í raunveruleikaþættinum Breaking Amish fékk hún samning hjá umboðsskrifstofunni Major Model Management og hefur ekki litið til baka síðan. Hætti og varð milljónamæringur í gegnum Minecraft Joseph Garrett hafði gert allt rétt. Hann útskrifaðist úr háskóla og fékk sér vinnu. Ástríða hans lá þó í tölvuleikjum og tók hann upp á því að birta myndbönd á myndbandavefnum YouTube þar sem hann spilar tölvuleikinn Minecraft. Þessi myndbönd slógu svo sannarlega í gegn og er Joseph orðinn milljónamæringur í dag. YouTube-rásin hans er með meira áhorf en rásir One Direction og Justins Bieber til samans. Tekjurnar fær hann af auglýsingum frá Google sem birtast áður en myndbönd hans spilast. Verkfræðingurinn sem gerðist leikbrúðustjórnandi Hún varð þekkt á einni nóttu í Bandaríkjunum í vetur þegar hún tilkynnti í auglýsingu þegar leikið var um Ofurskálina í NFL-deildinni að hún væri hætt í vinnunni. Hún gaf fjölmiðlum færi á viðtali eftir auglýsinguna en fór fram á að eftirnafn hennar yrði ekki birt. Hún heitir Gwen og er 36 ára. Hún starfaði sem vélaverkfræðingur áður en hún ákvað að hætta til að gerast leikbrúðustjórnandi. Módelið sem gerðist nunna Olalla Oliveros var þekkt fyr- irsæta á Spáni og hafði leikið í kvikmyndum áður en hún ákvað að breyta algjörlega um lífsstíl og ganga í klaustur. Þegar hún heimsótti klaustur í Portúgal varð hún fyrir vitrun. Henni fannst upplifunin furðuleg í fyrstu en gat síðar ekki hugsað sér að ganga í öðrum klæðnaði en þeim sem nunnur klæðast. Hún gerðist í kjölfarið nunna og breytti nafninu í Systir Olalla del Sí de María árið 2010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.