Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Side 14
14 Neytendur 9. október 2013 Miðvikudagur
algengt verð 243,9 kr. 249,8 kr.
algengt verð 243,7 kr. 249,6 kr.
höfuðborgarsv. 243,6 kr. 249,5 kr.
algengt verð 243,9 kr. 249,8 kr.
algengt verð 245,9 kr. 249,8 kr.
Melabraut 243,7 kr. 249,6 kr.
Eldsneytisverð 8. október
Bensín Dísilolía
BL innkallar
Nissan-bifreiðar
BL ehf. hefur innkallað 564 Nissan-
bifreiðar en um er að ræða Qash-
qai J10-bifreiðar framleiddar á
tímabilinu 1. desember 2006 til 15.
maí 2012 og X-Trail T31-bifreiðar
framleiddar á tímabilinu 29. nóv-
ember 2006 til 11. október 2011.
Á síðu Neytendastofu segir að
ástæða innköllunarinnar sé sú að
á slæmum vegum geti reim CVT-
skiptingar snuðað með þeim af-
leiðingum að það getur orðið vart
við titring og/eða gripmissi í drif-
hjólum. Ef ökutæki sé ekið áfram
í þessu ástandi geti sú staða kom-
ið upp að bilanaljós (MIL) komi
upp með tilheyrandi óþægindum.
Þessi innköllun eigi aðeins við
varðandi uppfærslu á stjórnboxi
og ekki sé um að ræða mekaníska
bilun inni í skiptingu. Ekki hafi
orðið vart við slys af þessum
völdum. Viðkomandi bifreiðar-
eigendur munu fá sent bréf vegna
þessarar innköllunar.
Vetrarakstur
dýrari
Bíllinn eyðir mismiklu eldsneyti
eftir árstíðum en umtalsverður
munur er á eyðslu bílsins í vetrar-
kuldunum en um hásumarið þegar
hlýjast er í veðri. Á heimasíðu FÍB
segir að hægt sé vinna gegn þessu
með því að setja vélarhitara í bílinn
en hann hiti vélina upp í námunda
við vinnsluhita þannig að hún og
innanrými bílsins sé heitt þegar
bíllinn er ræstur og eyðslutölurn-
ar snarlækka. Ef ekki sé unnt að
setja hitara í bílinn þá má til dæm-
is varast að nota afturrúðu-, sæta-
og speglahitarana meira en góðu
hófi gegnir. Einnig skal athuga að
loftþrýstingurinn í dekkjunum sé
minnst sá sem hann á að vera sam-
kvæmt handbók bílsins og gjarnan
um það bil 0,2 loftþyngdum hærri
þegar kuldinn ríkir. Keyra vélina á
sem lægstum snúningi og ekki láta
hana erfiða og muna að snattferðir
kosta mikið. Því ættu allir að draga
úr slíkum akstri svo mikið sem
kostur er.
Verð og gæði
fara saman
n Dekkin eru mikilvægt öryggisatriði í umferðinni n Óformleg verðkönnun
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Þ
að getur verið þónokkur
verðmunur á vetrardekkj-
um en gjaldið fyrir að láta
umfelga bílinn er afar svip-
að hjá fyrirtækjum.
Veturinn er farinn að minna á sig
og snjórinn er farinn að láta sjá sig
víða um land. Það er kominn tími
til að huga að vetrardekkjunum
og DV hafði samband við nokkur
fyrirtæki sem selja vetrardekk og
bað um verð á heilsárs-, vetrar-
og nagladekkjum, undir fólksbíla
annars vegar og jeppa hins vegar.
Einnig var spurt um verð á umfelg-
un.
Þar kom í ljós að Dekkjahöllin
er oftast með lægsta verðið. Neyt-
endur er hvattir til að íhuga vel val
á vetrardekkjum en þegar kemur að
dekkjum þá gildir oftast sú regla að
verð og gæði fara saman.
Kynna sér gæða- og
endingarmun dekkja
Þessi óformlega könnun sýnir að
töluverður verðmunur er á vetrar-
dekkjum en spurt var um verð á
þeim dekkjum sem viðkomandi
fyrir tæki myndu mæla með. Tekið
skal fram að ekki er tekið tillit til
gæða dekkjanna eða endingartíma
þeirra í verðsamanburðinum og
ekki var beðið um útsölu- eða til-
boðsverð. Því ættu neytendur að
fylgjast með auglýsingum um tilboð.
Auk þess er mikilvægt að neytendur
kynni sér gæða- og endingarmun
dekkjanna. Þá er einnig vert að
nefna að verðdæmin sem gefin eru
hér eru ekki tæmandi fyrir þessi fyr-
irtæki og einungis brot af því úrvali
af dekkjum sem til boða stendur.
Þeir sölumenn dekkja sem DV
ræddi við voru sammála um að
dekk væru misjöfn að gæðum og
þar af leiðandi í verði. Einnig sé um-
felgun ökutækja ábyrgðarhlutverk
þar sem ekkert megi bregða út af. n
Bílabúð Benna
Edilon Hellertsson segir að það sem fólk
þurfi að hafa í huga við kaup á vetrardekkj-
um sé að það sé gríðarlega mikilvægt ör-
yggisatriði. „Það er munur á verði og kostn-
aði en þú vilt vera öruggur með veggrip, ná
góðri endingu og það þarf að vera þægilegt
að hafa þau undir bílnum. Of hörð og há-
vær dekk eru allt of algengar athugasemdir
við ódýru vöruna. Það að spara ákveðna
upphæð við kaup á dekkjum gæti þýtt óör-
yggi í umferðinni ef bíllinn rennur til, mikið
veghljóð og óþægilegt að fara yfir til að
mynda hraðahindranir. Ásamt því að þurfa
jafnvel að kaupa annan gang af dekkjum
mun fyrr en gert var ráð fyrir vegna slakrar
endingar.“ Hann segir að harðskeljadekk
séu vetrardekk en séu þó orðin vinsælustu
heilsársdekkin í flestum stærðum. Þau
séu umhverfisvæn, endingargóð og veita
gríðarlega gott veggrip.
Fólksbíladekk 175/65R14:
Heilsársdekk
BFGoodrich Geforce Winter.
Verð 14.490 kr.
Vetrardekk
Toyo GSI5 harðskeljadekk
Verð 15.990 kr.
Nagladekk
Toyo G2S
Verð 16.980 kr.
Umfelgun stál: 6.662 kr. Ál: 7.164 kr.
10% staðgreiðsluafsláttur
Jeppadekk 235/65R17
Heilsársdekk
Toyo GSI5 harðskeljadekk
Verð: 45.990 kr.
Vetrardekk
TOYO GSI5 harðskeljadekk
Verð 45.990 kr.
Nagladekk:
TOYO Ice Terrain
Verð 43.980 kr.
Umfelgun: stál: 7.776 kr. Ál: 8.855 kr.
10% staðgreiðsluafsláttur
Dekkjahöllin
Elín Dögg Gunnarsdóttir hjá Dekkja-
höllinni segir að þegar kem-
ur að vali á vetrardekkj-
um sé mikilvægt að
hafa í huga að fólk
hér á landi keyri
við margvíslegar
og oft erfiðar
vetraraðstæður.
Á meðan sumir
aki við aðstæð-
ur sem krefjast
nagladekkja, þá
henti öðrum að
nota heilsársdekk,
loftbóludekk eða
ónegld vetrardekk. Starfs-
menn Dekkjahallarinnar séu
þjálfaðir í að veita faglega ráðgjöf við val á
hjólbörðum.
Fólksbíladekk 175/65R14:
Heilsársdekk
SONAR PF2
Verð: 10.911kr.
Vetrardekk
Yokohama IG35
Verð: 12.241kr.
Nagladekk
Marangoni
Verð: 11.730 kr.
Umfelgun á ál- og stálfelgum
Verð: 5.993 kr.
Jeppadekk 235/65R17
Heilsársdekk
Marangoni Meteo HP
Verð: 23.533 kr.
Vetrardekk
WinterClaw
Verð: 26.207 kr.
Nagladekk
Yokohama IG35
Verð: 19.701 kr.
Umfelgun á stál- og álfelgum
Verð: 7.678 kr.
Max1
„Við hjá MAX1 leggjum áherslu á að veita
viðskiptavinum ráðgjöf um val á dekkj-
um því það er mjög mismunandi
hvað hentar hverjum og einum.
Dekk eru ekki bara dekk
því þau hafa mismunandi
eiginleika. Við kaup á
dekkjum þarf að taka mið
af tegund bílsins, gerð,
stærð, þyngd, hvernig
og hvar hann er notaður.
Á markaðnum er í boði
fjöldinn allur af dekkjum
sem eru ólík að gæðum.
Við hjá Max1 leggjum mikla
áherslu á öryggi og bjóðum
eingöngu upp á Nokian gæðadekk
á góðu verði,“ segir Sigurjón A. Ólafsson,
framkvæmdastjóri Max1.
Fólksbíladekk 175/65R14:
Heilsársdekk.
Nokian WR D3
Verð: 17.555 kr.
Vetrardekk
Nokian Hakkapeliitta R2
Verð: 25.160 kr.
Negld dekk
Nokian Nordmann
Verð: 18.574 kr.
Negld dekk
Nokian Hakkapeliitta 8
Verð: 25.905 kr.
Umfelgun
stál: 5.054 kr. Ál: 5.474 kr.
Jeppadekk 235/65R17:
Heilsársdekk
Tegund: Nokkian WR SUV3
Verð: 41.376.-
Vetrardekk
Tegund: Nokian Nordmann SUV
Verð: 48.223.-
Negld dekk
Tegund: Nokian Nordmann
Verð: 49.133.-
Negld dekk
Tegund: Nokian Hakkapeliitta 7
Verð: 58.847.-
Umfelgun
stál: 5.896 kr. Ál: 6.948 kr.
Sólning
„Það sem fólk þarf helst að huga að við
kaup á vetrardekkjum er að velja það sem
hentar þeirra notkunarmunstri. Þarna kem-
ur aðstoð fagmanna við val á dekkjum að
miklu gagni. Sumir vilja nota nagla en aðrir
ekki, og þá spilar inn í hvort fólk er búsett
á snjóléttum eða snjóþungum svæðum, og
hvort fólk er eingöngu innanbæjar í Reykja-
vík eða akandi fjallvegi við erfið skilyrði.
Starfsfólk Sólningar hjálpar fólki að velja
dekk sem henta hverjum og einum en við
bjóðum upp á kornadekk, vetrardekk negld
og ónegld, og heilsársdekk, á allar stærðir
bifreiða,“ segir Jón Hauksson hjá Sólningu.
Fólksbíladekk 175/65R14:
Heilsársdekk
Nankang Winter Activa SV-1
Verð: 11.690 kr.
Vetrardekk
Hankook Icept W606 kornadekk
Verð: 14.390 kr.
Kingstar Winter SW-41
Verð: 11.690 kr.
Nagladekk
Hankook Ipike W419
Verð: 15.380 kr.
Kingstar Winter SW-41
Verð: 13.580 kr.
Umfelgun
stál: 5.990 kr.
Ál: 6.490 kr.
Jeppadekk 235/65R17
Heilsársdekk
Nankang Winter Activa SV-1
Verð: 26.990 kr.
Vetrardekk
GT Radial Champiro IcePro
Verð: 26.990 kr.
Mastercraft MSR
Verð: 32.390 kr.
Nagladekk
GT Radial Champiro IcePro
Verð: 29.800 kr.
Mastercraft MSR
Verð: 35.200 kr.
Umfelgun
stál- og álfelgur: 7.992 kr.
Vetrarakstur Mikilvægt er að
hafa góð vetrardekk undir bílnum.
Gæðakönnun
Ekki hafa verið birtar niðurstöður úr
árlegri vetrardekkjakönnun sem systur-
félög Félags íslenskra bifreiðaeigenda
í Evrópu gera. Hér má sjá niðurstöður
könnunarinnar í fyrra en FÍB benti þar á
að þeir stóru tróni á toppinum:
Negld dekk:
1.–3. sæti:
Continental Conti Ice Contact
Goodyear Ultra Grip Ice Arctic
Nokian Hakkapeliitta 7
Ónegld dekk:
1. sæti: Nokian Hakkapeliitta R
2.–4. sæti:
Continental Viking 5
Dunlop SP Ice Sport
Goodyear Ultra Grip Ice+
ath. * Verð er stykkjaverð
Takmarkaðu eld-
húsrúllunotkun
Það má sparar pening og draga úr
slæmum umhverfisáhrifum með
því að minnka notkun á eldhús-
rúllunni. Á matarkarfan.is segir að
vel megi nota gömul dagblöð til að
hreinsa glugga og spegla og nota
svampa til að þurrka af borðum.
Svo má plata sjálfan sig og setja
eldhúsrúlluna á stað sem erfitt er
að ná til en geyma tuskur á þægi-
legum og aðgengilegum stað.