Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 11.–13. október 2013 Helgarblað Sá ekkert svindl n Brynhildur Pétursdóttir fylgdist með kosningum í Aserbaídsjan F orsetakosningar fóru fram í Aserbaídsjan síðastliðinn miðvikudag. Ilham Alíjev, for- seti landsins, var endurkjörinn og fullyrt er að hann hafi fengið átta- tíu og fjögur prósent atkvæða. Þó virðist ekki allt vera með felldu því kjörstjórn landsins birti úrslit kosn- inganna áður en nokkur gat kosið. Úrslitin, sem voru birt í smáforriti sem kjörstjórnin gaf út, voru opin- ber í aðeins örstutta stund. Skýr- ing kjörstjórnarinnar var að úrslit seinustu forsetakosninga hafi óvart verið birt. Það er þó hæpið því mót- frambjóðendur forsetans eru ekki þeir sömu. Brynhildur Pétursdóttir, þing- maður Bjartrar framtíðar, var við kosningaeftirlit í Aserbaídsjan í vik- unni. Hún fór til landsins á vegum Kosningaeftirlitsakademíu Evrópu. „Ég var að vinna þangað til í gær- kvöldi. Við fórum á fullt af stöð- um og sáum ekki neitt sérstaklega athugavert. Sumt var svolítið skrítið en samt í lagi. Hins vegar sáum við inn á milli á Facebook að túlkurinn okkar var að deila fréttum um ein- hverja misbresti. Við sjálf sáum ekki neitt á þeim tólf stöðum sem við fór- um á, nema eitthvað minniháttar sem hægt væri að gera athugasemd við en ekkert beinlínis svindl,“ sagði Brynhildur í samtali við DV á fimmtudag, nýlent í Leifsstöð. Hún segir þó að hún hafi séð kjósanda taka mynd af kjörseðli sínum og að hún hafi heyrt frá stjórnarandstöð- unni að það væri gert til að fólk gæti sannað að það hafi kosið „rétt“. n hjalmar@dv.is Jón Ásgeir kærir fréttastjóra DV n Telur birtingu tölvupósts um fjármögnun Iceland lögbrot L ögreglan á höfuðborgarsvæð- inu rannsakar nú kæru fjár- festisins Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar á hendur Inga Frey Vilhjálmssyni, fyrrverandi fréttastjóra DV og núverandi rit- stjórnarfulltrúa blaðsins. Kærir Jón Ásgeir Inga Frey fyrir meint brot á lögum um fjarskipti fyrir að hafa birt tölvupóst Jóns Ásgeirs til starfs- manns Iceland-búðanna, Guð- rúnar Þórsdóttur, eiginkonu föður hans sem var annar stjórnarmanna rekstrarfélags Iceland, og Einars Þórs Sverrissonar lögmanns. Ingi Freyr birti tölvupóstinn í tölublaði DV sem birtist í desember í fyrra en þá var hann fréttastjóri blaðsins. Var tölvupósturinn sem Ingi Freyr birti í DV sagður sýna fram á að Jón Ásgeir stýrði í það minnsta fjármögnun Iceland-keðjunnar á Íslandi en Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, hafði lýst því yfir á Beinni línu á DV.is að Jón kæmi ekki nálægt rekstri Iceland. Boðaður í skýrslutöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað Inga Frey Vilhjálmsson í skýrslutöku vegna málsins en Jón Ásgeir Jóhannesson svaraði ekki fyrirspurn DV um málið þegar leit- ast var eftir því. Þó ekki hafi fengist uppgefið hvaða ákvæði um fjarskiptalög eigi að hafa verið brotið gegn með því að birta tölvupóst Jóns Ásgeirs í DV þá má leiða líkur að því að það tengist 47. grein laga um fjarskipti sem kveður á um öryggi og þagnar- skyldu en þar segir: „Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við símskeytum, myndum eða öðrum fjarskipta- merkjum og táknum eða hlustar á símtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Jafnframt ber honum að til- kynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borist sér. Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum.“ DV hefur annars ekki heimildir fyrir því hvar rannsókninni er stödd hjá lögreglunni. Nú í höndum eiganda 10-11 Jóhannes Jónsson opnaði Iceland í Engihjalla í júlí árið 2012 ásamt Malcolm Walker, forstjóra bresku verslunarkeðjunnar Iceland, en sam- hliða versluninni í Engihjalla var einnig rekin netverslun þar sem við- skiptavinir gátu pantað vörur og fengið þær sendar heim. Í október sama ár opnaði Jóhannes aðra versl- un við Fiskislóð í vesturbæ Reykjavík- ur í húsnæði sem áður hýsti verslun Europris. Í janúar síðastliðnum seldi Jóhannes rúmlega helmingshlut í fyrir tækinu Ísland-Verslun hf. til Árna Péturs Jónssonar, eiganda 10-11. Nú er Iceland-verslun að finna í Engihjalla en húsnæðið sem verslun- in var í við Fiskislóð hýsir nú verslun Nettó. n Missir á meðgöngu Samtökin Litlir englar standa fyrir málþingi um missi á með- göngu í Norræna húsinu þann 17. október næstkomandi. Sam- tökin eru ætluð þeim sem hafa misst barn í móðurkviði eða stuttu eftir fæðingu sem og þeim sem þurfa að binda enda á með- göngu vegna alvarlegs litn- ingagalla. Á málþinginu, sem ber yfirskriftina Þú komst við hjartað í mér, koma fram þverfagleg sjón- armið þess fagfólks sem að þess- um málaflokki kemur auk sjónar- miða foreldra. Markmiðið með málþinginu er að fá fram þverfagleg sjónar- mið presta, félagsráðgjafa, sál- fræðinga og annarra sem vinna með fólk sem hefur orðið fyrir áföllum af þessu tagi. Þannig er hægt að stilla saman strengi þegar kemur að því að þjónusta og hlúa að þessum hópi og stuðla að því að sorgarferlið gangi sem eðlilegast fyrir sig. Ágóði hlaupaáheita sem safn- að var fyrir samtökin í Reykja- víkurmaraþoninu árið 2012 er notað til að málþingið verði að veruleika en umframágóði verð- ur notaður í fræðsluefni á vegum samtakanna. Upplýsingar um dagskrá þingsins er hægt að sjá á heimasíðu og Facebook-síðu samtakanna. Árekstur í hálkunni Umferðarslys varð á Vestur- landsvegi við Álafossveg rétt fyrir klukkan sjö á fimmtu- dagsmorgun. Þarna varð árekstur milli tveggja bifreiða sem báðum var ekið í suð- ur inni í Mosfellsbæ. Báðir ökumenn voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild til að- hlynningar, en meiðsli þeirra voru talin minniháttar. Báðar bifreiðarnar voru fjarlægðar með dráttarbifreið, en talið er að hálka hafi átt sinn þátt í óhappinu. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Kærir Jón Ásgeir Jóhannesson hefur kært Inga Frey Vil- hjálmsson fyrir brot á fjarskiptalögum. Þingmaður Brynhildur segir að sumt hafi verið skrítið við kosningarnar. MyNd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.