Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 46
46 Lífsstíll 11.–13. október 2013 Helgarblað Græn gleði á sunnudag n Haldið upp á lífræna daginn L ífræni dagurinn verður haldinn sunnudaginn 13. október í Ráð- húsi Reykjavíkur. Að sögn full- trúa Samtaka lífrænna neyt- enda, Ragnars Unnarssonar, er viðburðurinn nú haldinn í annað sinn en yfir 2.000 manns sóttu hann í fyrra, þar á meðal forsetahjónin. Íslenskir framleiðendur með líf- ræna vottun munu koma saman og skapa markaðsstemningu í Ráðhús- inu þar sem hægt verður að sögn Ragnars að bæði smakka og kaupa lífrænt vottaðar afurðir. Auk þess verði haldnir fyrirlestrar yfir daginn í salnum. „Fyrirlestraröðin snýr að framtíðarsýn í íslenskum landbún- aði og grænum lífsstíl,“ segir Ragnar og nefnir sem dæmi Kristínu Völu Ragnarsdóttur prófessor. „Hún mun fjalla um heimsókn sína til lands- ins Bútans, sem stefnir að því að verða fyrsta lífrænt vottaða landið í heiminum.“ Auk fjölmargra annarra sem fram munu koma er Gunnar Gunnarsson hjá vottunarstofunni Túni sem mun ræða erfðabreyttar líf- verur út frá nýliðinni ráðstefnu sem haldin var þess efnis þann 7. október síðastliðinn. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á heimasíðunni lifraen.is eða á Facebook-síðu Sam- taka lífrænna neytenda sem standa fyrir viðburðinum. n Ætla að bjóða upp á selkjöt n Sælkerahjón halda ævintýralegt matarboð E inar Árnason og kærasta hans, Kristín Steinunnar- dóttir, bíða spennt eftir því að bjóða dómurum í Borð fyrir fimm í frumlegt matar- boð með óvæntum millirétti og kokteil sem á sér einstaka sögu. „Það verður undirliggjandi Bond- eða Casino Royal-þema,“ segir Einar. „Sérstaklega þegar kemur að drykkjunum en einnig er mikið af fullum húsum á matseðl- inum, tvennur og þrennur. Þetta verður einfaldlega hinn fullkomni matur og ég er handviss um að dómararnir fái ekkert þessu líkt hjá hinum keppendunum.“ Einar hef- ur eflaust rétt fyrir sér enda verður einstakt lostæti á borðum sem fáir nútíma Íslendingar hafa smakkað. „Við ætlum að bjóða upp á sel sem ég veiddi sjálfur en ég elda reynd- ar selkjöt mjög oft. Ég veit hins vegar að selur er ekki mjög algeng- ur matur og aldrei að vita nema ég sé að gefa dómurunum eitthvað sem þeir hafa aldrei smakkað áður. Þarna er hins vegar mikið fagfólk á ferð og vonandi líkar þeim selur- inn.“ Hún bakar, hann grillar Einar segir þau hjónin jafnvirk í eldhúsinu. „Það er alveg 50/50. Hún bakar, ég grilla og restinni skiptum við jafnt á milli okkar. Við erum mjög mikið matarfólk en not- um sjaldan uppskriftarbækur þar sem við höfum gaman af tilrauna- starfsemi í eldhúsinu. Svo erum við mikið vín- og kokteilafólk og það verður sérstaklega gaman að heyra hvað Alba hefur að segja um það sem við munum reiða fram.“ Einari líst vel á Ölbu og hina dómarana. „Svavar er, að mér skilst, mikill matgæðingur, og við erum virkilega spennt að hitta Sigga Hall. Þetta er í raun besta tríó sem við gætum mögulega fengið í mat. Annars ætlum við ekkert að flækja þetta með miklum skreyting- um. Vinur minn stakk upp á því að við hefðum tígrisdýr í stofunni, það myndi vekja athygli sem frumlegt skraut. En við höfum þetta bara einfalt, þó við séum vissulega með nokkur uppstoppuð dýr í stofunni. Matarboðið stendur ekki lengi yfir svo við ætlum að vera vel undirbú- in og reyna að nýta tímann vel með gestunum.“ Kokteill í anda Bond Kristín og Einar eru sjálfmennt- uð í eldhúsinu og segir Einar þau dekra daglega við sig þegar kemur að mat. „Við höfum aldrei haldið lélegt matarboð en verið gestir í þeim mörgum. Þegar við bjuggum á Spáni í nokkra mánuði fengum við nær aldrei góðan mat. Það var alveg sama hversu fínn veitinga- staðurinn eða gestgjafinn var og breytti engu þó maturinn væri dýr, spænsk matargerð er ekki fyr- ir minn smekk. Spánverjar bæta þó upp fyrir matargerðina með gríðar- góðum vínum sem við nýttum okk- ur óspart.“ Dómarar þáttarins Borð fyrir fimm ættu því að eiga von á góðu því Einar er greinilega kröfuharð- ur á gæði matarins. Hvað varð- ar drykkjarföng ætla þau meðal annars að bjóða upp á heimsfrægan kokteil. „Þeir sem hafa séð kvik- myndina Casino Royal muna eftir atriðinu þegar James Bond pant- ar sér drykkinn Vesper. Það var rit- höfundurinn Ian Flemming sem bjó kokteilinn til í fyrstu bókinni um Bond en eftir að kvikmyndin var sýnd hafa vinsældir drykkjar- ins vaxið. Ég veit ekki hvort dóm- ararnir hafa smakkað hann en von- andi get ég komið þeim á óvart.“ Þátturinn Borð fyrir fimm fer í loft- ið næsta miðvikudag en líkur eru á að læti berist úr eldhúsi þeirra Einars og Kristínar meðan á elda- mennskunni stendur. „Við erum allavega alls ekki róleg í eldhúsinu og mögulega brjálast ég ef eitthvað fer úrskeiðis. Ætli það séu ekki 50 prósenta líkur á látum,“ segir Einar hlæjandi að lokum. n „Vinur minn stakk upp á því að við hefðum tígrisdýr í stof- unni. Læti í eldhúsinu „Ég brjálast ef eitthvað fer úrskeiðis,“ segir Einar sem segir þau hjón elda með látum. Klassískar töskur í tísku Naskir áhangendur tísku fylgjast vel með straumum og stefnum þegar kemur að handtöskum. Greina má áhrif mínimalisma og ákveðið afturhvarf til klassíkur í framleiðslu tískuhúsanna í ár. Nútímaleg en klassísk Chanel kemur með skemmtilega litla handtösku; Boy Gentle Bag. Hedi Slimane hannar tösku fyrir Saint Laurent sem er afar klass- ísk og með sterka vísun hand- töskur sjöunda áratugar en nú- tímalegri. Dolce & Gabbana hellir sér í mýkt og kvenleika með hring- laga formi. Einkar vel heppnuð handtaska sem sker sig úr. Stella McCartney fylgir tískustraumum og hannar tösku úr köflóttu ull- arefni með gylltu skrauti. Vísun í undirdjúpin Victoria Beckham hannar klass- íska tösku sem er í fallegum litum og lífgar upp á hvers- daginn. Skemmtilegustu tösku ársins á en efa tískuhúsið Bottega Veneta sem sækir áhrif í undir- djúpin. Sting Ray kallast taskan og er hin forvitnilegasta. Líf án streitu - lærðu að njóta lífsins Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsamlegar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn. Innifalið: Gisting, ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig nudd og val um ýmsar meðferðir. Verð á mann: 121.900 kr. 7 daga heilsudvöl 5. - 12. nóvember Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á vefsíðunni www.hnlfi.is - berum ábyrgð á eigin heilsu Aukadagur fyrir þá sem vilja lengja dvölina er 9.900 kr. pr. sólarhring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.