Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 41
„Vel skrifuð og einlæg mynd“ This is Sanlitum Leikstjóri: Robert Douglas Menning 41Helgarblað 11.–13. október 2013 „Kyrralífsmynd af grimmum glæp“ Sek Hrafnhildur Hagalín „Kann ennþá að hræða“ Joyland Höfundur: Stephen King Endurvinnslutunnan Raunhæfur valkostur fyrir Reykvíkinga Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • endurvinnslutunnan.is Þið eigið val um að panta Endurvinnslutunnuna frá Gámaþjónustunni en í hana má setja SJÖ flokka af endurvinnsluefnum. Okkar lausn er umhverfisvæn, ódýr og sparar þér sporin. Ekkert skrefagjald! Reykvíkingar, kynnið ykkur vel hvaða valkostir eru í boði: Kynnið ykkur allt um Endurvinnslutunnuna á endurvinnslutunnan.is m ag gi @ 12 og 3. is 2 1. 82 9 Pappi Pappír Dagblöð/ tímarit Fernur Rafhlöður Málmar Plast- umbúðir Fyrir 7 árum hóf Gámaþjónustan hf. að bjóða upp á Endurvinnslutunnu á höfuðborgarsvæðinu til flokkunar á heimilissorpi. Í hana mega fara SJÖ flokkar af efnum, allt laust í tunnuna nema rafhlöður sem fara í þar til gerða poka. Aðeins Endurvinnslutunnan bíður upp á þetta marga flokka í sömu tunnu, sem er mikil hagræðing. Allt sem í Endurvinnslutunnuna fer er síðan flokkað í móttöku- og flokkunarstöð Gámaþjónustunnar hf., baggað og gert klárt til útflutnings. Endurvinnsla okkar er ábyrg og örugg! ET+ Þarft þú að losna við raftæki? Við sækjum stærri raftæki til viðskipta- vina Endurvinnslutunnunnar þeim að kostnaðarlausu. Rúmenar ráðast inn í Reykjavík M argir tengja Rúmeníu ef til vill helst við Ceaucescu einræðisherra, sem steypt var af stóli með látum árið 1989, eða þá Dra- kúla greifa sem hafði jú aðsetur sitt í héraðinu Transylvaníu. En landið hefur upp á margt annað að bjóða en sögufræg eða skálduð illmenni, og standa nú yfir Rúmenskir menn- ingardagar í Reykjavík þar sem ætl- unin er að kynna þjóðina og menn- ingu hennar. Má þar fyrst nefna kvikmyndirnar, en rúmenskur kvikmyndaiðnaður er nú í mikilli sókn. Myndin Fjórir mánuðir, þrjár vikur og tveir dagar, sem fjallaði um ólöglegar fóstur- eyðingar, vann Gullpálmann í Cann- es árið 2007, en það þykja einhver virtustu kvikmyndaverðlaun heims. Í ár vann svo myndin Child‘s Pose, eða Kvöl, Gullbjörninn í Berlín, önnur af helstu verðlaunum geirans. Myndin er nú sýnd í Bíó Paradís, en hún segir frá manni sem verður á að keyra nið- ur barn og eftirmálum þess, átökum við móður hans sem reynir að hylma yfir, spilltum vörubílstjóra sem er vitni og ekki síst samskiptum við fjölskyldu drengsins, en lokaatriðið þykir einstaklega áhrifamikið. Michael Jackson og sæðissala Ekki síður áhugaverð er myndin Of Snails and Men, sem fjallar um starfsmenn í verksmiðju í Rúmeníu árið 1992. Kommúnisminn er fallinn, Michael Jackson er að túra og ef þetta tvennt væri ekki nógu slæmt missa þeir allir vinnuna. Niðurstaða þeirra verður því að selja sæði sitt til sæðis- banka í Bandaríkjunum, en þar vill ekki betur en svo til að menn kjósa frekar danskar afurðir. Rúmensk bókmenntahátíð á næsta ári Í seinni tíð má nefna þýsk-rúmensku skáldkonuna Herthu Müller, sem vann bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2009 og hafa nokkur verka henn- ar verið þýdd á íslensku, þar á með- al Ennislokkur einræðisherrans. Í forsvari fyrir rúmenska bókmennta- hefð á hátíðinni verður skáldið Doina Ioanid, sem mun lesa upp og spjalla við útvarpskonuna Jórunni Sigurðardóttur í Eymundsson í dag, föstudag, kl. 17. Er viðburðurinn jafnframt hluti af dagskrá Reykjavík- ur sem bókmenntaborgar UNESCO. Rúmenskir menningardagar eru haldnir í fyrsta sinn utan heima- landsins og varð Reykjavík fyrir valinu eftir að Rúmenía var sérstakur gestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíð- ar árið 2011. Ætlunin er að gera þetta að árlegum viðburði, en á næsta ári mun rúmensk bókmenntahátíð verða haldin hér í borg. Í þetta sinn er þó boðið upp á bland í poka, það besta úr ýmsum geirum, og meðal annarra viðburða má nefna Balkan tónleika sem haldnir verða á Hótel Borg laugardagskvöld og opinn dag í Norræna húsinu á sunnudag, þar sem boðið verður upp á mat og drykk og myndir frá heimalandinu. Þeir um það bil 100 Rúmenar sem búa á landinu ættu því að gleðjast við þessa heimsókn frá heimalandinu, og Íslendingar ef til vill komast að raun um að Rúmenía er meira en Drakúla, Ceaucescu og hrossakjöt í hakkinu, heldur þvert á móti land sem býr yfir mörgu öðru að sjá og skoða og bragða. n Valur Gunnarsson blaðamaður skrifar n Meira en bara hrossakjöt í hakkinu„Landið hefur upp á margt annað að bjóða en sögufræg eða skálduð illmenni. Áhugaverð mynd Of Snails and Men fjallar um starfsmenn í verksmiðju í Rúmeníu árið 1992. Kommúnisminn er fallinn, Michael Jackson er að túra og ef þetta tvennt væri ekki nógu slæmt missa þeir allir vinnuna. Niðurstaða þeirra verður því að selja sæði sitt til sæðisbanka í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.