Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 32
32 Fólk 11.–13. október 2013 Helgarblað skýringin á því hvers vegna ég hef aldrei síðan verið öðruvísi kynnt í öll­ um sjúkragögnum en sem geðhvarfa­ sjúk. Sem þýðir að ég hef ekki mátt gleðjast eða reiðast án þess að vera talin manísk, ekki komast í uppnám án þess að vera talin ör, ekki verða leið án þess að vera talin þunglynd, ekki ásaka föður minn um kynferðis­ ofbeldi án þess að vera talin með ranghugmyndir og síðan ekki mátt þræta fyrir þessa geðveiki mína öðru vísi en að vera talin innsæislaus á sjúkdóminn. Þaðan í frá var ég réttlaus og vald­ laus gagnvart því gerræðisvaldi sem fjölskyldunni er veitt í forræðislögum, að geta knúið fram nauðungarvistun. Síðan hefur ekki komið til átaka milli okkar Jóns Baldvins án þess að þeim hafi lyktað með því að hann hafi sigað á mig lögreglunni. Sem er ástæða þess að ég fór á fund lögreglustjórans á höfðuborgar­ svæðinu þann 6. september síðast­ liðinn til að spyrja hvort ég ætti von á því að verða aftur handtekin og nauð­ ungarvistuð í kjölfar kæru minnar á hendur honum, líkt og gerðist þann 13. apríl 2002, og sef nú með neyðar­ hnapp.“ Dyrnar brotnar upp Áður, eða í apríl 1998, sá hún allt í einu hurðina að íbúð sinni falla niður í heilu lagi og segir að síðan hafi syst­ ir hennar ruðst inn í fylgd tveggja lög­ reglumanna. „Hver var glæpur minn? Jú, sá að hafa neitað að hleypa Kol­ finnu inn, öskrandi ókvæðisorðum í dyrasímann. Faðir minn var þá bú­ inn að upplýsa þessa systur mína, sem ég var ekki í neinum samskiptum við, um ástæðu þess að ég vildi ekkert með hann hafa, sakir sem hann hafði sagt mig skálda upp. Ég hringdi í lögfræðing og vakthaf­ andi geðlækni sem komu hið snarasta og, að málinu athuguðu, sendu Kol­ finnu og lörgegluna burt, með skottið á milli lappanna. Þar með var nauð­ ungarvistun minni afstýrt, fram á þarnæsta dag, en aðgerð þessi er merkt sem aðstoð við sendiráð er­ lendis í lögregluskýrslu. Þá var ég handtekin fyrir þær sakir að keyra bíl – en um þessa handtöku finnst engin lögregluskýrsla og ekki að furða því samkvæmt þeirri sem var gerð kvöldið sem ráðist var inn til mín sagðist geðlæknirinn „ekki vilja fjarlægja Aldísi af heimili sínu“, sem „virtist í góðu jafnvægi“ og dóttir hennar „vel haldin“. Síðan var ég flutt í fylgd lög­ reglunnar og aðstandandans Kol­ finnu upp á geðdeild Landspítalans, þar sem ég var samdægurs og án undanfarandi læknisviðtals sprautuð með valdi. Aftur var ég nauðungar­ vistuð án dóms og laga með tilheyr­ andi dópítroðslu.“ Gamlar minningar brutust fram Aldís horfir á mig og segir að allt frá árinu 1992 hafi verið vegið að æru hennar, friði og frelsi, síðast þann 13. apríl 2002. „Þá var ég handtekin á heimili mínu, sex ára barn mitt flutt nauðugt burt og ég nauðungarvistuð í kjölfar kæru minnar til lögreglu varðandi kynferðisbrot sem Guðrún Harðardóttir hefur nú gert opinber og hann hefur sjálfur sannað með eigin skrifum til hennar. Með öðrum orðum var ég lögð inn á geðdeild Landspítalans fyrir að segja sannleik­ ann sem í skýrslum spítalans flokkast sem ranghugmyndir.“ Aldísi hafði verið nýsögð sagan af Guðrúnu þegar hún hélt utan til að heimsækja foreldra sína, en faðir hennar var þá sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. „Þar vaknaði ég við það aðfaranótt föstudagsins langa að Jón Baldvin sat á rúmstokknum hjá mér sem varð til þess að gamlar minningar brutust fram og ég sagði móður minni alla sólarsöguna um morguninn. Hún afneitaði öllu grát­ andi, enda flýtti ég heimför okkar mæðgna til Íslands og skildi við for­ eldra mína í ósætti.“ Daginn eftir heimkomuna vakn­ aði Aldís upp við símtal frá vinkonu sinni sem greindi henni frá því að faðir hennar hefði tilkynnt hana til yfirgeðlæknis Landspítalans, sem og félagsþjónustunnar, fyrir geðveiki­ sóra um meint kynferðisofbeldi hans. Flutt burt í járnum Þá bað Aldís Guðrúnu að koma í heimsókn og kom hún ásamt systur sinni og sagði þeim alla sólarsöguna og grétu þær allar. „Á meðan og fram á nótt fékk ég ekki flóafrið fyrir upp­ hringingum foreldranna sem hótuðu að siga á mig löggunni ef ég ekki tæki til baka ásakanir mínar um kynferð­ isbrot Jóns Baldvins gagnvart Guð­ rúnu. Sem varð til þess að ég flúði næsta morgun upp í sveit til vinkonu minnar í Borgarfirði, þaðan sem ég keyrði til Stykkishólms til að hitta aðra vinkonu og taka pening út úr banka. Þar áttaði ég mig á því að ég gæti ekki búið við þennan ótta við yf­ irvofandi handtöku, heldur yrði ég að horfast í augu við hættuna og sneri því heim. Daginn eftir, þann 13. apríl, kærði ég Jón Baldvin til lögreglunnar. Tíu mínútum síðar ruddust tveir ein­ kennisklæddir lögreglumenn inn íbúð mína, og síðan tvær konur, í þeim yfirlýsta tilgangi að taka barnið, og loks einhver frá félagsþjónustunni í Reykjavík, barnaverndarstarfsmaður, og síðastur kom borgaryfirlæknir.“ Aldísi liggur greinilega mikið á hjarta, en hún vandar hvert orð er hún segir frá: „Með hendurnar fastar í greipum einhvers starfsmanns ut­ anríkisráðuneytisins, sem þarna hafði ruðst inn, reyndi ég af öllum sálar og lífs míns kröftum að koma við vörnum gegn þessari hræðilegu aðför með því að segja þessari her­ sveit manna sem þarna var komin að fyrirskipan föður míns, sögu mína. Þetta útleggst svona í minnisblaði borgaryfirlæknisins: Aldís „talaði út í eitt aðallega um kynferðislega mis­ beitingu og kynlíf milli aðila sem var henni ekki að skapi.“ Þá var ég flutt burt í járnum inn í lögreglubíl, og upp á geð­ deild Landspítalans, inn í eitthvert sjúkraherbergið, eftir stutt rifrildi við hjúkrunarfræðing sem tilkynnti mér að hér með væri ég nauðungarvistuð og meinaði mér þar með útgöngu, sem og því að fá að tala við lækni.“ Ásakanir sagðar ranghugmyndir „Aðförin var ekki aðeins óréttmæt heldur einnig ólögleg,“ segir Aldís ákveðin og máli sínu til stuðnings telur hún upp eftirfarandi atriði: „Í fyrsta lagi finnst ekki stafkrókur í lög­ regluskýrslum um að ég hafi kært Jón Baldvin til lögreglunnar þann 13. apríl 2002. Lögregluskýrslan um handtökuna og nauðungarflutning minn og barnsins míns var ekki skráð fyrr en 38 dögum seinna og þá sem „leit, eftir grennslan, annað“. Þáverandi yfirlæknir geðdeild­ ar Landspítalans byggði fyrirskipun sína um lögregluleit að mér á upp­ lýsingum frá föður mínum, sem hafði óskað eftir nauðungarvistun, vitandi að ásakanir mínar á hendur honum um kynferðisbrot gagnvart Guðrúnu voru sannleikanum samkvæmt, þar sem Guðrún hafði upplýst hann um það, og undir því yfirskini að ég væri ör sem fullnægir ekki því skilyrði að teljast alvarlegur geðsjúkdómur sem er forsenda nauðungarvistunar. Ásakanir mínar á hendur föður mínum voru umsvifalaust skráð­ ar af hjúkrunarfræðingi undir liðn­ um ranghugmyndir, sjúkraskránni samkvæmt þar sem segir: „Ásakanir gagnvart föður. Ekki vitað hvort rétt­ ar,“ sem og það að réttlát reiði mín yfir þessum aðförum útleggst af hjúkr­ unarfræðingnum sem manía. Í læknisvottorði eru rökin fyrir nauðungarvistuninni þessi: „ Mikil reiði og taumlausar ásakanir í garð fjölskyldu … einkum föður. Óvíst hvort um hreinar ranghugmyndir sé að ræða.“ Síðast en ekki síst bárust þessi gögn, læknisvottorð og skrifleg beiðni Jóns Baldvins um nauðungarvistun­ ina, dóms­ og kirkjumálaráðu­ neytinu, móttökustimpli þess sam­ kvæmt, daginn eftir að það veitti samþykki sitt þann 14. apríl 2002, eða þann 15. apríl. Með öðrum orðum þá samþykkti dóms­ og kirkjumálaráðu­ neytið nauðungarvistunina áður en því barst skrifleg beiðni um hana.“ Vill breytingu á lögræðislögum Kliðurinn í salnum er mikill auk þess sem Aldísi er farið í langa í sígarettu. Hún teygir sig í eina og með sígarett­ una í hendinni biður hún þjóninn um að hella því sem eftir er af kakóinu í pappaglas. Þaðan liggur leiðin inn í Hafnarfjörð, með stuttri viðkomu á Alþingi, þar sem hún skilur eftir breytingartillögur á lögræðislögum fyrir forsætisráðherrann. Á leiðinni þangað hittir hún frænda sinn, sem gengur rétt á eftir okkur og segir nafn hennar þrisvar áður en hún verður hans var. Þau taka tal saman og eftir stutt spjall spyr hún glettin hvort hann sé nokkuð í liði með Jóni Baldvini og biður hann svo um greiða. Í dag eru hátt í þrjár vikur liðnar síðan Aldís og dóttir hennar yfirgáfu heimili sitt í Hafnarfirðinum. Þær hafa lítið sem ekkert haldið til þar síðan Aldís kærði Jón Baldvin til lög­ reglunnar, en hún treysti sér ekki „Þá var ég flutt burt í járnum inn í lögreglu- bíl, og upp á geðdeild. Reyni að kalla á hjálp Aldís segir að sann- leiksgildi orða hennar hafi aldrei verið kannað heldur hafi saga hennar einfaldlega verið afgreidd sem ranghugmyndir eða geðveikisórar. „Ég stend með henni“ n Óréttlæti segir móðursystir „Ég stend með henni. Maður vill að réttlætið nái fram að ganga“ segir Margrét Schram, móður­ systir Aldísar. „Mér finnst alltaf tengsl á milli þess að þegar að hún fer að ræða þessi mál og þess að talað sé um að hún sé kominn með ranghug­ myndir,“ segir Margrét og segir að það sé viðtekin venja. „Þannig sé ég þetta,“ segir Margrét. „Ég fæ engan annan botn í þetta, en lögreglan er auðvitað með þetta til rannsóknar,“ segir Mar­ grét. Hún segir að það sé erfitt að skilja hvernig hægt sé að hringja frá útlöndum og krefjast þess að manneskja sé nauðungarvistuð. „Mér finnst bara að svona órétt­ læti geti ekki viðgengist.“ Hún tel­ ur að Aldís komi alltaf að lokuð­ um dyrum þegar hún reynir að tjá sig um málið eða leita réttar síns. „Þá er bara öllum sagt að hún sé snargeðveik.“ Margrét segir framkomuna við Aldísi, og dóttur hennar, óforsvaranlega. Elísabet Ronaldsdóttir er vinkona Aldísar og hefur verið það síðustu ár. Þær kynntust þegar Aldís bað Elísabetu um að lesa handrit sem hún hafði skrifað. Í kjölfar þess bundust þær miklum vináttubönd­ um. „Aldís er mjög skýr og staðföst varðandi það sem hefur gengið á,“ segir Elísabet sem segir að opin­ berun Guðrúnar Harðardóttur hafi veitt frásögn Aldísar aukinn styrk. Aldís hafi þó hvergi komið nærri viðtalinu við Guðrúnu í Nýju Lífi, en fjölskyldan virðist hafa gert hana að blóraböggli. „Það hvernig fjölskyld­ an tókst á við það mál er ekki eðli­ legt. Þetta viðtal kom Aldísi ekkert við en fjölskyldan hefur ausið hana aur. Ég held að þau óttist það sem Aldís veit,“ segir Elísabet ákveðin. „Mér finnst Aldís hafa staðið sig vel í mjög erfiðum aðstæðum. Mér hefur fundist hún virðingarverð, þar sem hún hefur ekki tekið þátt í þessu leirkasti sem átti sér stað í kringum viðtalið við Guðrúnu. Al­ dís sýndi þá virðingu og stillingu. En þessu ætlar bara ekki að linna, því finnst mér mjög flott hjá henni að stíga fram og segja sína sögu. Ég ber svo mikla virðingu fyrir henni Aldísi,“ segir Elísabet og bætir því við að Aldís sé bæði skemmtileg og þægilegur félagsskapur. „Hún er ofboðslega hjálpleg. En hún hefur gengið í gegnum ofboðslega mikið.“ Aldís staðið sig vel í erfiðum aðstæðum n Elísabet Ronaldsdóttir telur að fjölskyldan óttist Aldísi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.