Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 10
S óknargjöld Dómkirkjunnar hafa lækkað um 30 prósent frá því árið 2008, þegar tekið er tillit til skerðingar sóknar­ gjalda og úrsagna úr þjóð­ kirkjunni. „Við erum náttúrulega í slæmum málum og búin að vera eins og margir aðrir,“ segir Marinó Þor­ steinsson, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar í samtali við DV. „Við vorum einu sinni með barnakór og ýmislegt annað sem við leyfðum okk­ ur en við erum löngu búin að skera það allt niður,“ segir hann. Hann seg­ ir Dómkirkjuna hafa fundið verulega fyrir fækkun í kirkjusókninni í kjölfar úrsagna úr þjóðkirkjunni. Kirkjur landsins fá greitt sérstakt sóknargjald frá ríkinu. Það fer síðan eftir því hversu margir eru skráð­ ir í þjóðkirkjuna í hverri sókn hversu mikið sú kirkja fær. Fjöldi fólks hefur á síðustu árum kosið að segja sig úr Þjóðkirkjunni, en þeir sem DV hef­ ur rætt við innan kirkjunnar segja að kirkjusóknir í miðborginni og í vestur bænum hafi fundið mest fyrir fækkuninni. Meðlimum í Þjóðkirkj­ unni hefur fækkað um sex prósent á síðustu tíu árum sé miðað við hlutfall af heildarmannfjölda. Skerðing sóknargjalda hefur þó haft mest áhrif á rekstur kirknanna, en fjölda starfsmanna hefur verið sagt upp hjá kirkjunum á síðustu árum. Vandinn er mestur á höfuðborgar­ svæðinu, þar sem sóknirnar eru stór­ ar og utanumhald þyngra í vöfum. DV ræddi við presta og starfsmenn einstaka sókna í ljósi þess vanda sem kirkjurnar standa frammi fyrir. Sex prósenta fækkun Árið 2002 voru rúmlega 188 þúsund sextán ára og eldri skráðir í Þjóðkirkj­ una. Árið 2012 var þessi hópur kom­ inn upp í rúmlega 191 þúsund. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um rúmlega 33 þúsund. Hlutfall þeirra sem eru sextán ára og eldri og skráð­ ir í Þjóðkirkjuna hefur þannig farið úr 65,7 prósentum niður í 59,8 prósent af heildarfjölda íbúa landsins á síðustu tíu árum. Þannig hefur heildarfjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna dregist saman um tæp sex prósentu­ stig á tíu árum, sé miðað við hlutfall af íbúafjölda. Árni Svanur Daníelsson, fjöl­ miðlafulltrúi Biskupsstofu, segir að mest hafi fækkunin verið í Reykja­ víkurprófastsdæmi vestra. Þetta sé þó langt í frá mesti vandinn sem kirkjan standi frammi fyrir: „Það ligg­ ur fyrir að sóknirnar hafa tekið lán af mismunandi ástæðum en þessi lán stökkbreyttust síðan við hrunið eins og gerðist almennt í samfélaginu okkar.“ Á sama tíma hafi tekjur kirkn­ anna minnkað í kjölfar skerðingar sóknargjaldanna. Þeir sem DV ræddi við og starfa innan kirknanna á Íslandi töluðu all­ ir með þeim hætti að farið hefði verið í mikinn niðurskurð hjá kirkjunum í kjölfar hrunsins. Starfsfólki hefði ver­ ið sagt upp, barnastarf verið lagt niður og önnur þjónusta minnkuð til muna. Þá töluðu margir um að stökkbreyting lána hefði haft þau áhrif að stór hluti sóknargjaldanna færi í afborganir lána. Þetta er þó mismunandi eftir kirkjum. „Þannig að ef litið er á stóru myndina þá er mannfjöldinn ekki stóra stærðin þarna heldur sóknar­ gjöldin,“ segir Árni Svanur. Verða af 760 milljónum Í kjölfar hrunsins ákvað ríkisvaldið að skerða sóknargjöld ríkiskirknanna, og nemur sú skerðing um þrjátíu pró­ sentum. Hjá Biskupsstofu fengust þær upplýsingar að í ár hefði sóknar­ gjaldið átt að vera rúmlega 1.060 krón­ ur á mánuði en hefði þess í stað verið 760 krónur. „Ef við umreiknum þetta í upphæð miðað við fjölda gjaldenda á þessu ári þá er mismunurinn rúmlega 760 milljónir,“ segir Árni Svanur Dan­ íelsson, fjölmiðlafulltrúi Biskupsstofu í samtali við DV. DV greindi frá því í síðustu viku að Langholtskirkja riðaði á barmi gjald­ þrots en safnaðarheimili kirkjunnar er yfirveðsett. Svo getur farið að kirkj­ an missi safnaðarheimilið til Dróma eins og greint var frá í fjölmiðlum í vikunni. Fleiri kirkjur eiga í alvarleg­ um fjárhagsvanda. Árni Svanur segir ljóst að ef ekki verði brugðist við með því að hækka sóknargjöldin muni margar kirkjur eiga í áframhaldandi erfiðleikum. Í skýrslu nefndar innanríkisráð­ herra til að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi Þjóðkirkjunn­ ar sem birt var í fyrra er vitnað í svör frá einstaka sóknum til Biskupsstofu þar sem útskýrt er hver staðan sé. Þar kemur fram að laun hafi verið lækkuð í fjölmörgum kirkjum, starfs­ fólki sagt upp og æskulýðsstarf lagt niður. Þá eru dæmi um að launa­ kostnaður hafi verið lækkaður um 40 prósent í einni kirkjunni og að rúm 86 prósent sóknargjalda hafi farið í af­ borganir og vaxtagreiðslur lána hjá annarri. Lömuð kirkja Í skýrslu segir meðal annars að ef fram fari sem horfir muni kirkju­ söfnuðir þurfa að draga starfsemi sína verulega saman. Þá kemur fram að allt mannahald í kirkjunum, fyrir utan launakostnað presta, sé greitt með sóknargjöldum og ef þau muni ekki hækka á næstunni geti vel farið svo að einstaka kirkjur þurfi að lýsa yfir gjaldþroti: „Af lýsingu á fjárhagslegri stöðu þeirra sem nefndin hefur aflað sér er fullkomlega ljóst að ef skerðing sóknargjaldanna verður viðvarandi munu mjög margir söfnuðir þurfa að segja upp starfssamningum allra starfsmanna sem launaðir eru með sóknargjöldum. […] Verði þessi staða uppi er ljóst að söfnuðirnir munu þurfa að draga starfsemi sína mjög verulega saman. […] Í mörgum til­ vikum, einkum þar sem söfnuðir eru mjög skuldsettir mun þetta ekki duga og jafnvel ekki heldur þótt helgi­ hald, og boðun og fræðsla yrðu dreg­ in saman svo sem kostur er þannig að við slíkum söfnuðum blasir ekkert annað en gjaldþrot.“ Þá segir að ef fjöldi sókna verði beinlínis gjaldþrota, á meðan annar hópur þeirra hefur enga fjármuni til annars en að greiða af skuldum, og enginn þeirra geti haldið uppi öðru en lágmarkshelgihaldi, megi draga þá ályktun að meginstoðir kirkjustarfs­ ins séu fallnar og kirkjan lömuð. n 10 Fréttir 11.–13. október 2013 Helgarblað Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is KirKjur landsins í sKuldahleKKjum n Dæmi um að 86 prósent sóknargjalda fari í afborganir lána Glaumbær: Misjafnlega settar kirkjur n Segir vandann ekki eins mikinn hjá minni sóknum „Hjá minni sóknunum er reksturinn ekki eins umfangsmikill eins og hjá þeim stóru, þannig að það eru ekki allir í sama vandanum og þær sem eru verst settar,“ segir Gísli Gunnarsson, prestur í Glaum- bæ, en bætir því við að vissulega eigi allar kirkjur landsins við fjárhagsvanda að etja. Hann segir mestu máli skipta hversu skuldsettar kirkjurnar voru fyrir hrunið. „Þannig að þær sóknir sem ekki voru í miklum erfiðleikum þá, þær eru alveg á þokkalegu róli.“ Hann segir sjálfboðavinnu hjá kirkj- unum hafa aukist eftir hrunið: „Það hefur aukist mikið eftir því sem harðnar á daln- um.“ Þá segir hann ekki útilokað að kirkj- ur reyni að afla fjár með einhvers konar söfnunum. Gísli segir ljóst að ef ekkert verði að gert standi fleiri kirkjur frammi fyrir mögulegu gjaldþroti: „Ef menn þurfa að gera upp sín mál á stuttum tíma, þá standa fleiri frammi fyrir slíku.“ „Við höfum skorið niður í öllu sem við get- um. Við erum með barna- og æskulýðsstarf en við reynum að gera það eins ódýrt og hægt er. Við vorum einu sinni með barnakór og ýmislegt annað sem við leyfðum okkur en við erum löngu búin að skera það allt niður,“ segir Marinó Þorsteinsson, formað- ur sóknarnefndar Dómkirkjunnar. Dómkirkjan var fyrst byggð árið 1796 en stækkuð árið 1848 og reist í þeirri mynd sem hún er í dag. Það var því kominn tími á viðhald um síðustu aldamót þegar sóknarnefndin tók ákvörðun um að taka kirkjuna í gegn. Þær framkvæmdir kostuðu 200 milljónir og var meðal annars tekið 130 milljóna króna lán til að greiða fyrir þær. Þetta lán stendur í rúmum 90 milljónum í dag, að sögn Marinós. „Og það þrátt fyrir að við höfum alltaf greitt allt upp í topp.“ Nýlega var lengt í láninu til þess að hægt yrði að borga af því á lengri tíma, en Marinó segir að þrjátíu prósent sóknargjaldanna fari í að borga vexti og afborganir af lánum. „Ef ekkert verður að gert lendum við í bullandi mínus á þessu ári, og við þurfum einhvern veginn að bregðast við því.“ Dómkirkjan er í miðbæ Reykjavíkur en það er einmitt á því svæði sem flestir hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni. Marinó segir sóknarnefndina hafa fundið fyrir þessu. „Já, já, og tölurnar tala sínu máli, sóknargjöldin okkar hafa lækkað um 30 prósent síðan árið 2008, þegar allt er tekið inn í myndina.“ Dómkirkjan: Allt skorið niður n Sóknarnefnd Dómkirkjunnar lengdi í láni Mikið tap vegna strætóferða Mikið tap er á rekstri sveitarfélaga Vesturlands vegna strætóferða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Að öllu óbreyttu stefnir í að þær verði lagðar af. „Það er mjög mikið tap á rekstri félagsins,“ segir Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akranesi og formað­ ur Samtaka sveitarfélaga á Vestur­ landi, í viðtali við Skessuhorn. „ Almenningssamgöngurnar eru bara í uppnámi út af þessu tapi. Eina leiðin sem gengur vel er á Suðurlandi. Þar eru svo margir far­ þegar. Strætisvagnaferðir til og frá Reykjavík til staða eins og Akraness og Akureyrar gætu hæglega lagst af í vetur. Þetta væri mikil synd því það hefur almennt verið mikil ánægja með þetta fyrirkomulag,“ segir Gunnar. Strætó hóf utanbæjarakstur til vesturs fyrir ári. Átakið Á allra vörum: 47 milljónir söfnuðust Tæplega 47 milljónir króna söfnuð­ ust í átakinu Á allra vörum sem lauk nýlega. Hægt var að leggja söfnun­ inni lið með frjálsum framlögum eða með því að kaupa gloss, en auk þess gáfu nokkur fyrirtæki peninga til söfnunarinnar. Í ár beindu þær stöllur, Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir, kastljósinu að geðheilbrigði og söfnuðu fyrir nýrri geðgjörgæsludeild á Landspítalan­ um. Það fór vel á því að afhendingin fór fram á fimmtudag, 10. október, á sjálfan geðheilbrigðisdaginn. „Kraftur og örlæti aðstandenda átaksins Á allra vörum skipti sköp­ um. Án stuðnings þeirra og velvilja hefði ný geðgjörgæsludeild með mjög bættum aðbúnaði sjúklinga, ekki orðið að veruleika. Við erum afar þakklát,“ sagði Páll Matthías­ son, forstjóri Landspítalans, er hann veitti fjármununum viðtöku. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu vikur og erum afar þakklátar öllum þeim sem lagt hafa málefninu lið,“ segir Gróa Ásgeirs­ dóttir, einn aðstandenda söfnunar­ innar í tilkynningu sem send var fjölmiðlum á fimmtudag. Þær stöllur sem standa að átak­ inu vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt í því og undirbúningi þess undanfarna mánuði.„Við hefðum ekki verið á allra vörum án stuðnings auglýs­ ingastofunnar Fítons og fram­ leiðslufyrirtækisins True North sem framleiddu og gáfu auglýsinga­ herferðina okkar, svo ekki sé minnst á Landsbankann sem studdi okk­ ur nú sem endranær. Það er með ólíkindum hvað hægt er að gera þegar allir leggjast á eitt, en yfir 200 manns lögðu hönd á plóginn og gerðu þessa hugmynd að veruleika,“ segir Elísabet Sveinsdóttir. Þá tók forsetafrúin frú Dorrit Moussaieff við tíuþúsundasta glossinu, en Dorrit hefur stutt dyggilega við Á allra vörum­átakið allt frá upphafi. „Við erum óendan­ lega þakklátar fyrir stuðning þjóðar­ innar allrar, heildverslunar Halldórs Jónssonar ehf. og allra söluaðilanna sem selt hafa glossin án þess að taka nokkuð fyrir,“ segir Guðný Páls­ dóttir. „Við vorum einu sinni með barnakór og ýmislegt annað sem við leyfðum okkur en við erum löngu búin að skera það allt niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.