Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 30
30 Fólk 11.–13. október 2013 Helgarblað „Ég vil bara frið“ V ið mælum okkur mót á Hót- el Borg, þar sem hún fermdi dóttur sína í boði ríkisins eins og hún segir hlæjandi frá. Sjálfur biskupinn, Karl Sigurbjörnsson, hafði nefnilega veitt henni styrk fyrir að þýða leikrit sem hún hafði þá skrifað um fyrirgefn- inguna daginn áður en dóttir hennar fermdist, og hún tók sér það bessaleyfi að eyða styrknum í veisluna þar eð hún rambaði á barmi gjaldþrots árið 2009 í kjölfar kreppunnar. Aldís er dóttir þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram. Hann var merkur stjórn- málamaður og hún ein fegursta freyja landsins. Aldís hefur nú kært Jón Baldvin til lögreglunnar fyrir kynferðis- og mannréttindabrot auk þess sem hún undirbýr málshöfðun gegn honum fyrir meiðyrði, eftir að hann sagði í blaðaviðtali að hún væri geðveik. Fyrstu fimm ár ævinnar dvaldi hún hjá afa sínum og ömmu, þeim Björgvini Schram og Aldísi Þorbjörgu Brynjólfsdóttur Schram, og aftur seinna – í eitt ár þegar hún var ellefu ára og síðan frá fimmtán til átján ára aldurs, er hún lauk stúdentsprófi frá MH. Hún segist því aðeins hafa búið með foreldrum sínum í alls níu ár og að samband þeirra hafi aldrei verið náið. Nú kennir Aldís útlendingum ís- lensku fyrir Námsflokka Hafnar- fjarðar, líkt og hún hefur gert frá ár- inu 2006, auk þess sem hún hefur starfað sem leiðsögumaður, þýtt sjö bækur og skrifað pistla, leikrit og kvikmyndahandrit. Ævi hennar hefur verið viðburðarík, svo ekki sé meira sagt. Hún hefur lært lögfræði, leik- list og tekið fréttamannspróf, ferðast um heiminn, lent í eftirminnilegum ástar ævintýrum og komið sér í alls kyns vandræði. „Ég vildi bara fjör og ævintýr og enda fékk ég hasar,“ segir hún og glottir. Hún er hávaxin, grönn og tíguleg, með ljósa gyllingu í hárinu og bleikan lit á vörunum. Hún er klædd í dökk- brúna mokkakápu, með loðkraga, sem hún vefur þétt um mitti sér. Ákvað að verða leikkona Um leið og ég er sest niður hefur hún frásögnina og af miklum ákafa segir hún frá ævintýrum æskunnar, hvern- ig það æxlaðist að hún lærði lögfræði til þess að berjast fyrir réttindum fólks eftir að vinkonur hennar fengu ekki útborgað sumarið eftir stúdentinn og því hvað henni leiddist í lögfræðinni þar sem hún hélt að hún myndi hitta rjóma landsins en enginn þorði að rífa kjaft eða rökræða hvað væri rétt eða rangt. Satt best að segja fannst henni flestir þar frekar „stupid.“ „Ég segi stundum í gríni að „stupid“ hafi verið fyrsta orðið sem ég lærði, enda tönglaðist föðurímyndin á því hvað þessi og hinn væri vitlaus. Og það vantaði ekki hrokann í mig, það rigndi upp í nefið á mér, enda ætluðu foreldrar mínir að skýra mig Lofthænu, sem amma Aldís forðaði mér snarlega frá,“ segir hún hlæjandi. Í háskólanum endurreisti hún Stúdentaleikhúsið ásamt vinum sínum, fékk hlutverk í Blóðbrullaup- inu eftir Garcia Lorca, þar sem hún fór með erfiðan ljóðrænan texta og ákvað að laganáminu loknu að láta barnsdrauminn rætast, sem var, og er enn, að leika. Eftir námið fór hún hins vegar að vinna hjá Sigurði G. Guðjónssyni lög- manni. „Ég átti þá kærasta sem var hvorki drykkjurútur, skáld eða slags- málahundur eins og þeir menn sem ég féll vanalega fyrir. Framundan virt- ist vera beinn og breiður vegur, en mér leiddist. Amma ól mig upp í því að lífið væri skylda og ég ætti að gera skyldu mína. En ég man alltaf eftir því þegar ég var ein heima og hlust- aði á Carmen og lyftist í hæstu hæðir og gerði þá upp við mig að listin væri mikilvæg, hún gæti breytt lífi fólks og göfgað það. Enda var það yfirlýst markmið mitt fimm ára að ég ætlaði að verða ballerína, leikkona og kvik- myndastjarna þegar ég yrði stór. Ég varð ballerína og leikkona og á þá bara eftir að verða kvikmyndastjarna,“ segir hún hlæjandi. Hún sagði upp lögfræðistarfinu og hélt til Færeyja þar sem hún sinnti þremur störfum og safnaði sér fyrir vetrinum. Þaðan lá leiðin til Dan- merkur þar sem hún hugðist taka flug til Parísar þar sem hún ætlaði að bíða þess að komast í inntökupróf í leik- listarskóla í Bretlandi. Nema hvað hún missti af fluginu til Parísar og ráf- aði vegalaus um götur Kaupmanna- hafnar þar til hún endaði fyrir rælni á hóruhúsi. Næsta morgun fór hún á Tjæreborg og sagði farir sínar ekki sléttar. „Heldur þú að þeir hafi ekki gefið mér vikuferð til Riva de Garda með inniföldu hóteli. Og þar átti ég einhverja mesta sæludvöl lífs míns, mér fannst ég vera í paradís.“ Ástfangin á Ítalíu Aldís vildi ekki yfirgefa Ítalíu og þegar henni skildist að hún gæti fengið vinnu á skíðahóteli fyrir norðan þá hoppaði hún upp í næstu lest, með töskurnar sínar, allar lagaskruddurnar í farteskinu og Biblíuna sem hún hafði fimm ára lofað Guði að lesa, aðeins til þess að komast að því að þar var enga vinnu að finna. Hún endaði því í Verona með tvö þúsund krónur í vasanum, svo nú voru góð ráð dýr. Sársvöng ákvað hún að eyða aleigunni í hádegisverð á veitingastað. „Ég hafði verið að lesa bók í lestinni um eitthvert „higher self“ og fyrri líf eftir Shirley Mclaine. Svo vantrúa sagði ég við þetta svokall- aða „higher self“: „ef þú ert til í raun þá sanna þú það fyrir mér með því að láta mig verða ástfangna af manni sem talar annaðhvort ensku, þýsku eða frönsku.“ Sem ég sat ég þarna á þessu fallega Verona-torgi, kom ég auga á flottan dökkhærðan mann sem ég gjóaði augunum á og hann á mig og við þóttumst hvorugt sjá. Þjónninn færði mér síðan drykk og þegar ég spurði frá hverjum var hann frá feitum Ítala og sem ég afþakkaði snarlega. Tíu mínútum síðar kom þessi myndarlegi maður að borðinu og spurði hvort ég vildi heldur tala ensku, þýsku, frönsku, hebresku, grísku, arabísku og taldi upp einhver tólf tungumál. Þar með duttum við í hrókasamræður. Hann sagðist hafa beðið eftir mér og ég sagði „what!?“ Þá sagðist hann hafa þekkt mig í fyrra lífi og ég hváði. „Já, þú ert ein af fimm aðalmanneskj- unum í mínu lífi í gegnum aldirnar,“ sagði hann þá. Svo gengum við um borgina og ég sagði honum, eins og var að ég hefði reynt að finna herbergi fyrir nóttina en það væri hvergi laust því það var iðnsýning í bænum, sem endaði með því að hann bauð mér upp á hótel til sín. Við áttum þá ást- arævintýr, ég var hrifin af gáfum hans og þekkingu en hann hreif mig ekki að öðru leyti. Hann var á leið til Ástr- alíu og þaðan til Kína og lánaði mér fyrir farmiðanum til Parísar og þannig komst ég loks þangað.“ Ljúfa lífið í París Í París naut Aldís menningarlífsins og fyllti símabókina af nöfnum. „Ég hjálpaði blindum manni yfir götu og það reyndist þá vera rithöfundur frá Alsír og með okkur tókst vinátta. Ég spurði mann hvað klukkan væri og það reyndist vera leikhússtjóri sem bauð mér í mat. Skoskur lávarður spurði mig til vegar og þar urðum við vinir, ég og þessi áttræði rithöfundur. Það var ofsalega gaman hjá mér og ég var úti um allar trissur, alltaf að tala við alla og síminn stoppaði ekki.“ Það var svo þegar hún ætlaði að kaupa sér meik sem hún kynntist manni sem síðar bauð henni til Ísraels þar sem hún átti eftir að lenda í miklum ævintýrum. „Mér fannst svo skammarlegt að vera orðin 27 ára gömul og kunna ekki enn að meika mig. Svo mér fannst áríðandi að ég keypti mér meik í þessari tískuborg til þess að verða kona með konum. Þannig að ég arkaði inni í einhverja Tax-free verslun í þessum erinda- gjörðum, nema hvað þegar ég svo ég ætlaði að borga fyrir meikið, uppgötv- aði ég að ég hafði gleymt veskinu. Maðurinn sem afgreiddi mig og sagðist vera eigandi búðarinnar hélt kannski að þetta væri eitthvert leikrit og spurði hvort mig vantaði vinnu. Ég var þá ekki búin að læra að setja upp pókerfeis svo ég sagði já brosandi út að eyrum.“ Það varð til þess að maðurinn bað Aldísi að bíða baka til en á meðan fylltist búðin af mönnum sem hann sagði að væru gyðingar og hún varð yfir sig hrifin, enda hafði hún grátið yfir örlögum gyðinga á unglingsárun- um og kynnst þremur gyðingum sem komu hingað til lands sem laganem- ar þegar hún var í Háskóla Íslands. „Þeir voru afspyrnu gáfaðir og það var unun að tala við þá því þeir voru óhemju vel gefnir og fróðir.“ Hættuför til Ísraels Að endingu bauð umræddur maður henni á Cafe Paris næsta föstudag, þar sem hann, í votta viðurvist, vin- konu Aldísar, bauð henni með sér til Ísraels. „Hvernig gat ég sagt nei við því kostaboði? En eftir á að hyggja er ég viss um að þarna hafi ég lent í höndunum á manni sem vann ann- að hvort fyrir Mossad eða PLO, en hvort, það er spurningin, því að hann sem sagðist vera gyðingur leit út fyrir að vera arabi, sögðu mér gyðingarnir vinir mínir eftir á.“ Í umræddri ferð til Ísraels kynnt- ist hún blaðamanni, að nafni Ro- bert Rosenberg, við Jerusalem Post. „Við urðum svolítið skotin en sam- bandið var siðsamlegt og við í mesta lagi kysstumst þar sem í ljós kom að hann var kvæntur maður. Ég var far- in að halda þá að það væru örlög mín að lenda í giftum mönnum sem ég vil hvorki sjá né heyra. Við urðum ástfangin en urðum að láta okkur hafa að ekkert yrði úr. Við kynntumst þannig að hann sagði: „ég sé að þú reykir Win- ston, viltu reykja mína Turkish?“ Við hittumst alla vikuna alltaf á sama tíma niðri á strönd og hlógum mikið saman, enda hann óheyrilega skemmtilegur og hugrakkur maður og friðarsinni að sögn,“ segir Aldís með blik í augum. Óttaðist um líf sitt Þjónninn kemur að borðinu þar sem við sitjum við gluggann og spyr hvort við séum tilbúnar til þess að panta, en Aldís segir að kakóið sé fínt og þjónn- inn hverfur frá með matseðilinn. Hún heldur áfram þar sem frá var horfið og hverfur aftur til Ísraels: „Á síðasta degi í þessari sjö daga ferð fékk ég símhringingu frá manni sem sagðist tilheyra leyniþjónustu og varaði mig við því að til stæði að sprengja flug- vélina sem ég átti að fara með – og að því er mér skildist fyrir tilstilli mína sem burðardýrs, en þá um morgun- inn hafði starfsmaður hótelsins beðið mig fyrir pakka til Parísar. Á þessar ögurstundu þegar mér fannst líf mitt velta á því sem gerðist næst þaut ég út til að tala við Robert Rosenberg og síðan ísraelska laga- nemann sem ég hafði kynnst í heim- sókn hans til Íslands, sem var að auki blaðamaður og herforingi. Þegar ég kom aftur upp á hótel í móttökuna var þar nýr starfsmaður sem tók upp blað sem lá á skrifborðinu og las upp- hátt fyrir mig ljóð sem fjallaði um það að manni bæri að taka dauða sínum. Þetta varð til þess að ég hætti við að taka umrædda vél og hringdi í pabba á flugvellinum og bað hann um að lána mér fyrir flugmiða svo ég gæti farið með annarri vél aftur til Parísar. Ég var ekki fyrr komin aftur þangað þegar síminn hringdi og það var skellt Aldís Shram var nauðungarvistuð á geðdeild árið 1992 þar sem hún var geðhvarfarsjúk fundin á met- tíma, eins og hún orðar það. Síðan hefur hún aldrei losnað við þann stimpil og segir að hún hafi ekki mátt reiðast án þess að vera talin manísk og að næstu tíu árin hafi hún ekki lent í átökum við föður sinn, Jón Baldvin Hannibalsson, án þess að því lyktaði með handtöku og nauðungarvistun. Hún segir frá ævin- týrum ungdómsáranna, ferðalögum um heiminn og því hvernig lífið breyttist í fyrra, í kjölfar þess að faðir hennar sagði hana geðveika í blaðaviðtali og systir hennar skrifaði um það grein. Það var kornið sem fyllti mælinn og Aldís svarar nú fyrir sig. Ekkert var þó eins sárt og fá ekki að vera við útför systur sinnar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Við átt- um þá ástarævintýr, ég var hrifin af gáfum hans og þekkingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.